Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 43 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Spænska kl. 10–11.30, postulínsmálun kl. 13, hjá Sheenu lestrarhópur kl. 13.30, vinnustofa frá kl. 9–16.30. Farið verður í versl- unarferð í Hagkaup, Skeifunni, miðv. 8. febrúar kl. 10 frá Grandavegi og Afla- granda. Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Handavinna kl. 9-16.30. Smíði/útskurður kl. 9- 16.30. Leikfimi kl. 9. Boccia kl. 9.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, sund, vefnaður, línudans, boccia, fóta- aðgerð. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópur kl. 10– 11. Mæting fyrir framan Bessann og kaffisopi þar eftir göngu. Allir eldri borgarar velkomnir í hópinn, bara mæta. Nánari upplýsingar gefur Guð- rún í síma 565 1831. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Skráning fer nú fram vegna sæludaga á Hótel Örk vikuna 26.–31. mars nk. Listar eru á upplýs- ingatöflum félagsmiðstöðvanna Gjá- bakka og Gullsmára. Hægt er að skrá sig á skrifstofu FEBK í Gullsmára 9 á skrifstofutíma. Takmarkaður fjöldi gistinga í boði. Fyrstur kemur – fyrstur fær. Ferðanefndin. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák í dag kl. 13. Framsagnarnámskeið hefst í dag kl. 16.30. Leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Félagsvist kl. 20. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Stangarhyl 4, kl. 10. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starf sem öllum hentar í Ármúlaskóla kl. 16.20–18. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 10 handavinna, kl. 10.50 rólegar æfingar, kl. 13 tréskurð- ur, kl. 13.30 Alkort, kl. 14 ganga. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínsmálun kl. 9. Jóga kl. 10, laus pláss. Leikfimi kl. 12.15, laus pláss. Rit- höfundurinn Sjón (Sigurjón B. Sigurðs- son), sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlanda 2005, verður gestahöf- undur Leshóps FEBK í Gullsmára þriðjudaginn 7. febrúar milli kl. 20 og 21.30. Allir eldri borgarar velkomnir. Aðgangur ókeypis. Leshópurinn. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi 9.45 og karlaleikfimi kl. 13.15 í Mýri. Línudans kl. 13 og trésmíði kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Opið hús í Safn- aðarheimilinu á vegum kirkjunnar kl. 13 og kóræfing Garðakórsins kl. 17. Lokað í Garðabergi e.h. á þriðjudögum. Opið hús í safnaðarheimilinu á vegum kirkjunnar kl. 13. Leshringur bóka- safnsins kl. 10.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 9.45 er lagt af stað í heimsókn á Þjóðminjasafnið með leikskólabörnum frá Hraunborg. Kl. 10 létt ganga um nágrennið. Kl. 13 postulínsnámskeið, umsjón Sigurbjörg Sigurjónsdóttir. Allar uppl. á staðnum. Strætó S4 og 12 stansa við Gerðu- berg. wwwgerduberg.is Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, bókband. Kl. 13 spil- að og kl. 15 kaffiveitingar. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, glerskurður, 9 kaffi, spjall, dag- blöðin, hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 12.15 ferð í Bónus. Kl. 13 myndlist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Myndment kl. 10. Leikfimi kl. 11.30. Myndment kl. 13. Brids kl. 13. Gler- skurður kl. 13. Hvassaleiti 56–58 | Bútasaumur kl. 9–13. Boccia kl. 9.30–10.30. Banka- þjónusta kl. 9.45. Helgistund kl. 13.30. Námskeið í myndlist kl. 13.30–16.30. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Alltaf eitthvað um að vera; tölvuhópur, skáldahópur, framsagn- arhópur, myndlistarhópur, sönghópur, tréútskurður, postulín, handverk, gler- skurður, gönguhópur o.s.frv. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur er gestur í bókmenntahóp miðvikudags- kvöld kl. 20. Sími 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Gaman saman á Korpúlfsstöðum á morgun miðviku- dag kl. 13.30. Kvenfélag Garðabæjar | Aðalfundur Kvenfélags Garðabæjar verður hald- inn á Garðaholti í kvöld kl. 20. Gestur fundarins verður Árelía Eydís Guð- mundsdóttir lektor. Kvenfélagið Hringurinn | Aðalfundur Kvenfélagsins Hringsins verður 9. feb. kl. 20 í Hringshúsinu, Suðurgötu, Hafnarfirði. Kvenfélag Kópavogs | Kvöldverður og félagsfundur miðvikudaginn 15. febr- úar í sal félagsins, Hamraborg 10, 2. hæð, kl. 20. Verð 1.000 kr. Þátttaka til- kynnist í síma 554 3299 (Svana) og 554 4382 (Helga). Laugardalshópurinn Blik, Laugardalshöll | Leikfimi fyrir eldri borgara í Laugardalshöll kl. 11. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10.30 upplestur, kl. 13–16.30 opin vinnustofa, kl. 9 opin fótaaðgerðastofan, sími 568 3838. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, perlusaumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, handmennt al- menn kl. 13, félagsvist kl. 14. Allir vel- komnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15 (hópur 2). Árbæjarkirkja | Foreldramorgnar kl.10–12 í safnaðarheimili kirkjunnar. Fræðsla, spjall og veitingar. Áskirkja | Opið hús kl. 10–14. Kaffi og spjall. Hádegisbæn kl. 12. Boðið upp á hádegisverð. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 18.30. Alfa-námskeið kl. 19. Bústaðakirkja | TTT-fundirnir eru á þriðjudögum kl. 17 í safnaðarheimilinu. Sjáumst hress. Sjá: www.kirkja.is Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Kl 12 léttur málsverður, helgistund í umsjá sr. Sigfúsar Kristjánssonar, kaffi. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17–18.15. Húsið opnað kl. 16.30. www.digra- neskirkja.is Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstundir kl. 12. Orgelleikur, íhugun og bæn. Eftir stundina er hægt að kaupa súpu og brauð á vægu verði. Allir velkomnir. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju kl. 13 til 16. Við púttum, spilum lomber, vist og bridge. Röbbum saman og njótum samfélags við hvert annað. Kaffi og meðlæti kl. 14.30. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyr- ir þá sem vilja, upplýsingar í síma 895 0169. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveit- ingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT fyrir börn 10–12 ára á þriðjudögum í Engjaskóla, kl. 17.30– 18.30 Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.–10. bekk á þriðjudögum kl. 20 í Grafarvogskirkju. Hafnarfjarðarkirkja | TTT-starf fyrir krakka á aldrinum 10–12 ára er alla þriðjudaga í Hafnarfjarðarkirkju milli klukkan 17 og 18. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Starf með eldri borgurum alla þriðju- daga og föstudaga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Á morgun kl. 11 fyrirbænastund í kirkj- unni. Súpa kl. 12. Brids kl. 13. Kaffi kl. 15. Allir velkomnir. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15–10.30 í umsjá sr. Sig- urjóns Árna Eyjólfssonar héraðs- prests. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK Holtavegi þriðjudaginn 7. feb. kl. 20. Sr. Íris Kristjánsdóttir fjallar um Sam- úelsbók. Kaffi. Allar konur eru vel- komnar. KFUM og KFUK | Hátíðarfundur í AD KFUM Holtavegi 28 fimmtudag 9. feb. kl. 19 í umsjá stjórnar KFUM og KFUK. Nýir félagar boðnir velkomnir. Fund- urinn hefst með kvöldverði, verð 2.900 kr. Skráning á skrifstofu KFUM og KFUK til 8. feb. sími 588 8899. Allir karlmenn eru velkomnir Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, miðvikudaginn 8. feb. kl. 20. „Nærri lá að fætur mínir hrösuðu“. Ræðumaður er Guðlaugur Gunn- arsson. Nokkur orð: Baldvin Stein- dórsson. Kaffi eftir samkomuna. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði | Aðalfundur Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður haldinn þriðjudag- inn 7. febrúar nk. kl. 20.30 í safn- aðarheimilinu. Laugarneskirkja | Kl. 20 Kvöldsöngur. Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Sóknarprestur flytur Guðsorð og bæn. Kl. 20.30 er allra síðasti kynning- arfundur á 12 spora starfi safnaðarins áður en hópar verða formlega stofn- aðir. Allt áhugasamt fólk velkomið. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Beðið fyrir sjúkum og bágstöddum. Einnig tekið við bænarefnum. Kaffi- sopi að lokinni athöfninni. Fundirnir eru ætlaðir fólki sem vill koma saman og ræða tilfinningar og líðan. Nánari upplýsingar veitir Ólafía í síma 568 9399. ReykjavíkurAkademían | Myndlistaskól- inn í Reykjavík og ReykjavíkurAkademí- an halda fyrirlestur 8. feb. kl. 12.15, á Hringbraut 121, 4. hæð. Margrét Sigrún Sigurðardóttir heldur erindi er nefnist: Samþætting hagrænna og listrænna markmiða í skapandi atvinnugreinum. Safnaðarheimili Breiðholts | Aðalfundur Kvenfélags Breiðholts verður 14. febrúar kl. 20. Matur og aðalfundarstörf. Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju | Kvenfélagið Fjallkonurnar fundar kl. 20. Handavinna og spjall. Seðlabanki Íslands | Málstofa verður kl. 15, í fundarsal Seðlabankans. Málshefj- andi er Ásdís Kristinsdóttir og ber erindi hennar heitið: Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs. Seljakirkja | Kvenfélag Seljasóknar held- ur aðalfund kl. 19.30. Gestur fundarins, Halldóra Arnórsdóttir, kynnir silki- bandasaum. Þjóðminjasafn Íslands | Jón Karl Helga- son heldur erindi í fundaröð Sagnfræð- ingafélags Íslands, kl. 12.10–13. Erindið nefnist: Útrás/innrás. Myndmál í við- skiptafréttum. Jón Karl mun greina goð- söguna um umsvif íslenskra fyrirtækja erlendis í ljósi hugmynda franska fræði- mannsins Roland Barthes. Fréttir og tilkynningar Fólkvangur, Kjalarnesi | Opinn fundur kl. 20. Efni fundarins verður lagning Sunda- brautar og umferðaröryggi á Vest- urlandsvegi að Hvalfjarðargöngum. Er- indi flytja Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos ÍSLENSKA óperan og MasterCard ætla að sameinast um að bjóða Regnbogabörnum á sýningu á Öskubusku í óperunni. MasterCard hefur verið aðalkostunaraðili há- degistónleika Íslensku óperunnar undanfarin ár og var samningur um áframhaldandi samstarf vegna þessa undirritaður í desember sl. Óperan og MasterCard hafa ákveðið að fara í frekara samstarf í tengslum við sýningar Íslensku óperunnar á óperunni Öskubusku eftir Rossini sem var frumsýnd 5. febrúar. Bjarni Daníelsson óp- erustjóri, Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri MasterCard, og Ragnheiður Arngrímsdóttir, stjórnarmaður hjá Regnbogabörn- um, hafa undirritað samstarfs- samning sem felur í sér að hópi af börnum frá samtökunum Regn- bogabörnum verður boðið á sýn- ingu á óperunni Öskubusku í mars. Regnbogabörn eru fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál. Mark- mið samtakanna er meðal annars að gera börnum kleift að lifa án félagslegs áreitis og ofbeldis frá jafningjum sínum. Söguþráður óp- erunnar Öskubusku er byggður á ævintýrinu velþekkta með sama nafni, sem í reynd snýst um ein- elti. Bjarni Daníelsson óperustjóri segir að boðskapur sögunnar eigi svo sannarlega við á okkar tímum. „Það er eins í Öskubusku og svo mörgum öðrum góðum ævintýrum að boðskapurinn er sígildur og skýr: Dramb og illgirni skapar óhamingju og verður að lokum gerandanum að falli, en góð- mennska og hreint hjartalag getur fært manni ást og hamingju. Boð- skapurinn í Öskubusku á vissulega samleið með boðskap Regnboga- barna sem vilja stemma stigu við einelti og ofbeldi gegn börnum á heimilum, í skólum og í samfélag- inu öllu.“ Samstarf um að bjóða Regn- bogabörnum á Öskubusku Morgunblaðið/Kristinn Bjarni Daníelsson, Ragnheiður Arngrímsdóttir og Ragnar Önundarson við undirritun samningsins. ÞAÐ er hátíð í bæ, þar sem söngvasveigur Schuberts, Vetr- arferðin, er fluttur á vandaðan og áhrifamikinn hátt. Það er hátíð í lífi hvers ljóða- söngvara að hafa flutt þennan 24 söngva ljóðaflokk á tónleikum. Það er hátíð fyrir hann að hafa fengið að taka með sér hrifinn hóp áheyrenda í þrautagönguna sem ljóðin fjalla um og fá þá til að upplifa gleðina í þrautinni, og snilld Schuberts í að láta „orðin syngja og tónana tala“ (Grillparzer). Það var hátíð í mínum sál- arranni er ég hreifst með göngu- fólki á Vetrar-ferðinni í „leiðsöng“ Michaels Jóns og snjöllum „leið- arleik“ Richards Simms. Helga Kvam gerði gönguna áhrifameiri með ljósmyndum sem hún hafði tekið, tengdum Vetr- arferðinni, og varpaði upp á tjald samhliða flutningnum. Strax í fyrstu orðunum „Fremd bin ich eingezogen …“ heyrði maður að þarna féll björt bari- tónrödd Michaels einkar vel að efninu og að þýski textinn komst ágætlega til skila, þó fannst mér styrkleikabreytingar mættu vera meiri í fyrsta ljóðinu og ennþá harðari framburður á „knurren“, sem þýðir urr. En frá og með þriðja ljóði, „Gefror’ne Tränen“, var ég mjög sáttur og þótti ljóðin Wasserflut nr. 6, Auf den Fluß nr. 7, Rück- blick nr. 8, Frühlingstraum nr. 11, Letzte Hoffnung nr. 16, Das Wirt- haus nr. 21 og svo lokalögin Die Nebensonne og Der Leiermann glæsilega flutt. Vetrarferðin, þessi þjáning- arganga ungs manns á vit dauð- ans, er á einhvern hátt ægifögur. Við upplifum umkomuleysið og þegar þriðja sólin sést sem tákn dauðans í næstsíðasta ljóði verður hinn makalausi söngur um líru- kassaöldunginn, sem elíft snýr sveif hljóðfærisins með stirðn- uðum fingrum, fullkominn endir. Einhvern veginn er hver söng- ur, hvert ljóð á sínum stað til að magna þessi heildaráhrif. Auk þess vega stöðugt salt treginn og gleðin, sbr. ljóðið Hvíld, með dúr- og moll-skiptum og tvöfalt boð í póstinum, sem er gleðiefni, en breytist í trega af því hann flytur þér ekki bréfið. Krákan er hressilegur fugl en verður það ekki þegar hún bíður eftir að kroppa í þig dáinn! Schubert á að hafa sagt vantrúa vinum sínum að Vetrarferðin inni- héldi sína bestu söngva. Ég tel að margir séu honum sammála í dag og jafnvel svo að vart verði saminn fullkomnari ljóðasöngur en „Der Leiermann“. Í þessu sambandi má ekki gleymast að söngvararnir eru tveir og svo sannarlega lét Rich- ard Simm tóna sína á píanóið tala og í samstarfi við Michael sungu orðin mjög fallega. Sérstakt ánægjuefni er að sjá hve góð aðsókn er á tónleika í Tónlistarhúsinu Laugarborg og hve vel hefur tekist til með val tónleika á vetrinum og gott að vita til þess að framhald verði þar á. Orðin syngja og tónar tala Jón Hlöðver Áskelsson TÓNLIST Laugarborg Michael Jón Clarke barítón og Richard Simm píanóleikari fluttu Vetrarferðina, lög eftir Franz Schubert (1797–1828) við samnefndan ljóðaflokk Wilhelms Müllers. Höfundur ljósmynda á tjaldi var Helga Kvam. Sunnuudag 5. febrúar kl. 15. Ljóðatónleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.