Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þóra Stefáns-dóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1924. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 26. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Stefán Ingimar Dagfinnsson skip- stjóri, f. 10. júlí 1895, d. 31. ágúst 1959, og Júníana Stefánsdóttir hús- móðir, f. 14. júní 1891, d. 5. október 1982. Systkini Þóru eru: Sigríð- ur, f. 15. september 1922, d. 28. júní 1923, Dagfinnur, f. 22. nóv- ember 1925, Sigrún, f. 18. desem- Jónsdóttir, f. 4. september 1959. Sonur þeirra er Haraldur, f. 30. janúar 1995. 3) Anna Sigríður, f. 5. september 1959, maki Sigurð- ur Snorrason, f. 8. mars 1953. Börn þeirra eru Þóra, f. 21. des- ember 1989, og Snorri, f. 24. febrúar 1994. Þóra ólst upp hjá foreldrum sínum á heimili þeirra á Hring- braut 32 í Reykjavík. Hún út- skrifaðist frá Húsmæðraskólan- um í Reykjavík árið 1945. Þóra var í fimleikaflokki Ármanns sem sýndi víða um land og á Norðurlöndum, undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Að námi loknu stundaði hún verslunarstörf en helgaði sig húsmóðurstörfum eft- ir að þau Haraldur giftust. Heim- ili þeirra var lengst af í Skild- inganesi 34 en þau færðu sig um set að Þorragötu 9 árið 1995. Þóra verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ber 1926, og Áslaug, f. 27. nóvember 1929. Þóra giftist 9. júní 1951 Haraldi Björns- syni framkvæmda- stjóra, f. 2. október 1924. Foreldrar hans voru Björn Jónsson, skipstjóri frá Ánanaustum, f. 6. júlí 1880, d. 9. ágúst 1946, og Anna Pálsdóttir húsmóðir, f. 17. september 1888, d. 6. desember 1961. Börn Þóru og Haraldar eru: 1) Stefán Haraldsson, f. 4. júlí 1952. 2) Guðjón Björn, f. 12. desember 1956, maki Karólína M. Tengdamóðir mín, Þóra Stefáns- dóttir, var eftirtektarverð kona. Það fyrsta, sem ég tók eftir þegar ég kynntist henni, var hvað hún leit alltaf vel út, var virðuleg og jafnan glæsileg til fara. Hún lagði metnað sinn í að hafa fallegt í kringum sig og það sást vel á heimili þeirra Haraldar. Tjarnar- laut, sumarbústaður þeirra við Þingvallavatn, bar smekkvísi henn- ar ekki síður gott vitni, bæði utan húss og innan. Pallurinn umhverfis húsið var prýddur blómum sem hún hafði komið fyrir í smekklegum kerum. Þar naut hún vistarinnar í ríkum mæli og þar sé ég hana best fyrir mér þar sem hún situr við aust- urgluggann í stofunni og virðir fyr- ir sér útsýnið yfir Þingvallavatn. Þar áttu bæði hún og fjölskyldan sínar bestu stundir og Þóra taldi ekki eftir sér að snúast í kringum barnabörnin þrjú sem þótti ekkert betra en grillaða brauðið hennar ömmu. Þau sóttust eftir félagsskap hennar og hún sinnti þeim af mik- illi natni og umhyggjusemi. Þau hjónin höfðu jafnan haft yndi af að ferðast og héldu árlega suður á bóginn þegar kólna tók á heimaslóðum. Það stytti biðina eft- ir sumrinu og hægt væri að fara að fara í Grafninginn. Þau voru að búa sig undir slíka ferð þegar kallið kom. Þóra var sannarlega miðpunktur fjölskyldunnar sem hún unni svo mjög. Þótt við vissum að hún gengi ekki heil til skógar var ekkert okk- ar undir það búið að hún færi svo snögglega sem raun ber vitni. Ég þakka Þóru góða samfylgd frá okkar fyrstu kynnum og bið Haraldi og öðrum ástvinum hugg- unar. Veri hún kært kvödd. Karólína M. Jónsdóttir. Tilfinningar skiptast oft í sorg og gleði, sorg yfir að hafa misst og gleði yfir góðum minningum. Er ég minnist tengdamóður minnar, Þóru Stefánsdóttur, kemur fyrst upp í huga minn hversu glæsileg hún var og hve gott var að vera í návist hennar. Meðal margra minninga sem eru mér ofarlega í huga eru sumarbú- staðarferðirnar. Þóra og Haraldur, tengdafaðir minn, áttu sér sælureit austur í Grafningi þar sem þau höfðu byggt sér glæsilegt sumarhús. Oft hefur öll fjölskyldan dvalið þar saman og eins og gefur að skilja þá þarf að bæta og breyta þegar fjölskyldan stækkar. Þótt hægt færi vissi Þóra nákvæmlega hvernig hún vildi hafa hlutina. Hún sagði sem svo: „Siggi minn, við höfum þetta bara einfalt og svo ræður þú þessu,“ en svo var þó ekki. Hún var búin að rissa upp breytingarnar og að sjálfsögðu var það gert eins og hún lagði til. Þóra hafði gott auga fyrir því hvernig hlutirnir ættu að vera í kringum sig og ber heimili hennar og sum- arhús þess glöggt merki þar sem glæsileiki og smekkvísi ræður ríkj- um með uppáhaldslitum hennar, hvítum, bláum og gylltum hlutum. Þóra kunni vel að halda veislur og voru þær margar haldnar á heimili hennar. Hún var frábær kokkur og var allur matur góður þegar hún var búin að fara hönd- um um hann. Sérstaklega minnist ég jólarjúpunnar sem hvergi var betri en hjá henni. Ófá voru sím- tölin frá öðrum í fjölskyldunni um hvernig hinn eða þessi réttur ætti að bragðast. Stundum var erfitt að fara eftir leiðbeiningum hennar þar sem hún notaði ekki uppskrift- ir eins og aðrir meistarakokkar, heldur sagði gjarnan dulítið af þessu og smávegis af hinu krydd- inu og smakkaðu svo. Þóra var heimakær, þótti gaman að horfa á góðar myndir í sjón- varpinu og hafði gaman af að horfa á leiki í enska boltanum og átti sér uppáhaldslið, Liverpool, og missti helst ekki af leikjum þess. Var hún þá gjarnan með saumnál í hendi að bródera jólakort eða kúlur og var handbragð hennar hrein snilld. Mjög sterkar minningar á ég um afar fallegan jóladúk sem hún saumaði fyrir um 20 árum þegar Anna dóttir hennar var búsett í Brussel og ætluðum við að halda þar okkar fyrstu jól saman. Þóra hafði lagt nótt við dag í margar vikur til að klára dúkinn svo við gætum haft hann á jólaborðinu okkar. Það var stór stund í lífi Þóru þegar fyrsta barnabarnið og nafna hennar fæddist, en þau eru nú orð- in þrjú, Þóra, Snorri og Haraldur. Var það henni mikil ánægja þegar nafna hennar hóf ballettnám og fylgdist hún mjög náið með fram- förum hennar. Einnig fylgdist hún vel með afrekum drengjanna á knattspyrnuvellinum. Þóra hafði mjög gaman af að ferðast og höfðu þau hjónin farið víða. Sérstaklega fannst henni gott að láta sólargeislana leika um sig, enda ætluðu þau hjónin að vera á Kanaríeyjum um þessar mundir og það er ég viss um að geislar sólar og söngur fugla ylja henni þar sem hún dvelur nú. Stórt skarð er nú höggvið í litlu fjölskylduna, en minning um ynd- islega tengdamóður lifir. Þinn tengdasonur Sigurður Snorrason. Elsku amma mín. Þú talaðir um það fyrir jól að þú vonaðir svo inni- lega að þú yrðir ennþá með okkur þegar ég yrði stúdent. Ég var nú fljót að þagga niður í þér, ég var viss um að þú yrðir þarna með mér. En lífið kemur manni sífellt á óvart, og eitt kvöldið þá varst þú farin. Öllu sem ég gerði sýndir þú mik- inn áhuga, sérstaklega þó ballett- inum. Frá því ég byrjaði fjögurra ára hefur þú alltaf fylgst með öllu sem gerðist og mætt á hverja ein- ustu sýningu. Þegar ég stóð á svið- inu í Borgarleikhúsinu gat ég alltaf séð þig þótt allur salurinn væri myrkvaður. Ég leitaði bara fram- arlega í miðjunni að fallega silf- urgráa hárinu þínu sem stirndi á í ljósunum af sviðinu. Eftir sýningu þegar ég hitti þig fékk ég alltaf risablómvönd meðan hinar stelp- urnar fengu bara eins og eina rós. Svo sagðir þú alltaf við mig: „Þú varst sko langflottust af öllum, barst alveg af,“ enda sástu aldrei neina aðra, þú horfðir alltaf bara á mig. Ég mun sakna þess að sjá fal- lega hárið þitt en ég veit að þú verður þarna með mér. Svo þegar ég meiddist í bakinu í haust fannst þér svo hrikalegt að ég gæti ekki æft. Síðustu daga hef ég þó verið góð í bakinu og getað æft. Þú hef- ur örugglega beðið um smágreiða þarna uppi. Þú varst mikil smekkmanneskja. Allt sem var gyllt var í uppáhaldi og alls konar pallíettum og glingri áttir þú nóg af. Nína vinkona sagði einu sinni við mömmu sína eftir að hafa komið með mér í heimsókn til þín, að íbúðin væri eins og kon- ungshöll. Enda ekki langt frá því. Þú vildir alltaf hafa allt svo fallegt í kringum þig. Alltaf leistu líka vel út. Einhver spurði þegar hann sá myndina af þér síðan þú varst ung hver þetta væri, þessi kona liti út eins og kvikmyndastjarna. Það var alveg rétt. Þótt þú værir komin á níræð- isaldurinn varstu alveg jafn falleg. Þú sagðir mér líka einu sinni sögu þegar ég var lítil að einhver hefði kallað ykkur systurnar „fallegu systurnar á Hringbrautinni“. Þér þótti það nú ekki amalegt. Þér datt heldur ekki í hug að fara út úr húsi án þess a.m.k. að láta á þig varalit og laga hárið. Ég líkist þér á svo margan hátt. Ég var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að skröltast um í allt of stórum háhæluðum skóm og í ein- um af silkináttkjólunum þínum, helst þessum hvíta með blúndunni. Þótt hann væri alltof síður var það allt í lagi, þú bast hann bara upp í mittið fyrir mig. Þegar þú fluttir úr Skildinganesinu og við fluttum þangað varð fullt af skóm og dóti eftir. Núna passa ég loksins í skóna og geng stolt um í þeim við hvert tækifæri og er öfunduð af því að eiga ömmu sem átti svona mikið af flottu dóti. Ég fór líka stundum til þín og fékk að gramsa í skápunum og upp komu alls kon- ar flottir hlutir og m.a. pallíett- ubolirnir sem hafa slegið í gegn. Sérstaklega þykir mér þó vænt um kjólinn sem þú fékkst árið 1950 frá New York. Ófáar frænkur hafa fengið hann lánaðan og í haust fór ég í honum á fyrstu árshátíðina mína í MR. Ég mun passa hann vel. Í haust þegar ég byrjaði í MR var eins og öll fjölskyldan væri byrjuð þar. Þið sýnduð náminu mínu mikinn áhuga og þá sérstak- lega þú, sem vildir alltaf vita hvernig gekk í öllum prófum og hvað ég væri að gera í félagslífinu. Eftir rúmlega þrjú ár mun hvíta húfan vera á kollinum á mér, bara fyrir þig. Ég sakna þín svo mikið, elsku amma mín. Betri ömmu væri ekki hægt að hugsa sér. Ég horfi á demantshringinn á fingrinum á mér sem þið afi gáfuð mér í ferm- ingargjöf. Hann mun vera þarna framvegis til minningar um þig. Þú munt alltaf eiga stóran hlut í hjart- anu mínu og ég mun aldrei gleyma öllum góðu stundunum sem við átt- um saman. En núna ert þú komin á betri stað og ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér. Við hitt- umst þarna seinna. Ég elska þig, amma mín. Þín Þóra. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar. Snorri. Mín góða skólasystir, Þóra Stef- ánsdóttir, úr Húsmæðraskóla Reykjavíkur, er farin í ferðina löngu. Aldrei hvarflaði það að mér, þegar við unnum verkin okkar saman, að hún yrði seinna mág- kona mín. Við vorum í sama núm- eri, það er saman í hóp sem vann sömu verkin. Við náðum strax vel saman og urðum kærar hvor ann- arri. Vinátta okkar hélst sterk og góð lengi eftir að skólanum lauk. Við æfðum báðar fimleika meðan við vorum ungar, hún í Ármanni og ég í KR. Sumardagurinn fyrsti árið 1945 mun seint gleymast. Við vinkon- urnar fórum að fylgjast með víða- vangshlaupi ÍR. Ég var mjög spennt því hann Halli bróðir minn ætlaði að keppa en hann var í KR. Hann gerði sér lítið fyrir og vann hlaupið. Svo liðu nokkur ár. Einn daginn frétti ég það að Halli bróðir væri farinn að slá sér upp með fallegri svarthærðri stúlku sem héti Þóra. Ég komst svo að því að þetta væri vinkona mín úr Húsmæðraskólanum. Mikið varð ég bæði glöð og hissa. Þóra sagði mér seinna að af öllum hefði hún verið feimnust við að segja mér frá þessum samdrætti þeirra. Oft átti ég eftir að segja við mína kæru vinkonu: ,,Alveg er ég viss um að þú hefur orðið hrifin af hon- um Halla, þegar hann vann hlaupið hér forðum.“ En ég var alveg him- inlifandi yfir þessu því ég vissi að þar fóru góðar sálir saman. Þau giftu sig og bjuggu sér fal- legt, glæsilegt heimili. Hjá þeim áttum við systkinin og makar okk- ar margar ánægjustundir í gegn- um árin, bæði í Skerjafirði og í sumarbústaðnum við Þingvalla- vatn. Þóra var snillingur í mat- argerð og að hafa alla umgjörð sem glæsilegasta. Þetta voru ógleymanlegar stundir. Alla tíð hefur vinskapur okkar haldið, traustur og góður. Þóra sýndi það best með því að fylgjast vel með mér, þegar ég þurfti á styrk að halda. Hún hafði stöðugt samband og hvatti mig til dáða. Halli minn, við Guðmundur sendum þér, börnum og þeirra fjölskyldum samúðarkveðjur. Guð verndi ykkur. Auðbjörg Björnsdóttir. Ég var svo heppin að alast upp hjá ömmu minni og afa á Hring- braut 32. Systkini mömmu, Þóra, Sirra og Daddi, voru enn í heima- húsum þegar ég fæddist. Ég eign- aðist því marga uppalendur og var Þóra frænka þar fremst í flokki og hélt því hlutverki áfram alla tíð. Þóra er okkur öllum mikill harmdauði. Sérstaklega þar sem enginn var aðdragandinn og kom skyndilegt fráfall hennar okkur í opna skjöldu. Þóra var mér og minni fjölskyldu sérstaklega kær og fékk ég leyfi hennar til að nefna yngstu dóttur mína í höfuðið á henni. Væntumþykja okkar var gagnkvæm og fundum við fyrir því í orði og á borði. Alltaf var hún fyrst til að hringja ef eitthvað amaði að eða til að samgleðjast. Alltaf var hún tilbúin til að leggja hönd á plóginn ef fermingar- eða stúdentsveislur voru framundan en þá voru þær systur gjarnan í essinu sínu. Mér er minnisstæð ferming elstu dóttur minnar, við nýflutt og heimilið hálfkarað, þegar stærsti sendi- ferðabíll landsins rann að og út komu þær systur með húsgögn, leirtau og fleira til að gera ferm- inguna hennar Evu mannsæmandi. Þóra var eins og drottning, hún var falleg, fáguð og alltaf vel til höfð og er okkur minnisstætt þeg- ar dóttir mín, Ásthildur, var spurð að því hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór, þá var svarið: „Fín frú eins og Þóra frænka.“ Þóra elskaði sína nánustu af öllu sínu hjarta. Hún lifði fyrir börnin sín og barnabörn og var stolt yfir velgengni þeirra. Þóra var ekki tilbúin til að yfirgefa okkur og veit ég að hún hlakkaði til að verða við- stödd stúdentspróf nöfnu sinnar og barnabarns eftir þrjú ár og fleiri viðburði í lífi barnabarna sinna. Halli og Þóra voru sérstaklega samhent hjón og voru sífellt á ferðinni saman og voru þau búin að áætla Kanaríeyjaferð þegar andlát hennar bar að. Nú er elsku frænka mín farin ein í sína hinstu ferð og eftir sitjum við öll hnípin og full trega. Elsku Halli, Anna Sigga, Stefán, Guðjón og fjölskylda, við munum varðveita allar góðu minningarnar í hjörtum okkar og vonandi verða þær til að létta sorgina. Hildur. Það er mikil gæfa að fæðast inn í góða og samhenta fjölskyldu þar sem maður finnur frá fyrstu tíð að fólki þykir vænt hvað um annað og gleðst við að hittast. Þóra Stefánsdóttir móðursystir okkar var næstelst í hópi fimm barna móðurforeldra okkar, þeirra Júníönu Stefánsdóttur og Stefáns Dagfinnssonar skipstjóra. Elsta barn þeirra, Sigríður, dó á barns- aldri. Þau systkinin Þóra, Dagfinn- ur, Sigrún móðir okkar og Áslaug, ólust upp á Hringbrautinni í Reykjavík við mikið ástríki sem þau hafa miðlað til afkomenda sinna. Öll hlutu þau í vöggugjöf glaðværð og jafnaðargeð og milli þeirra hefur alla tíð verið afar kært. Þess höfum við börnin þeirra öll notið. Milli okkar frændsystk- inanna er góð vinátta. Við fráfall Þóru móðursystur okkar minnumst við þess hversu góð frænka hún var sem sýndi okkur mikla væntumþykju og ræktarsemi. Hún var sérstaklega falleg og glæsileg kona. Það var gott að heimsækja Þóru og Harald. Heimili þeirra var glæsilegt en það sem var mest um vert var sú um- hyggja og hlýja sem þar tók á móti okkur. Þóra og Haraldur voru afar samrýnd hjón og er missir hans og fjölskyldunnar allrar mikill. Það er þungbært að upplifa svo skyndilegt fráfall ástvinar. Við systkinin sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð um að halda vernd- arhendi sinni yfir fjölskyldu Þóru. Blessuð sé minning hennar. Stefán Jón, Þórunn Júníana, Sigrún Soffía, Hildur Björg og Hannes Júlíus Hafstein. Á kveðjustund elskulegrar vin- konu streyma minningarnar frá löngu liðnum æskudögum fram í hugann. Kynni okkar Þóru hófust á árum seinni heimsstyrjaldarinnar í Glímufélaginu Ármanni, þar sem við æfðum fimleika. Áhugi okkar var mikill og skilaði okkur í sýn- ingarflokk undir stjórn hins frá- bæra íþróttakennara, Jóns Þor- steinssonar. Með þessum flokki fórum við víðs vegar um landið til sýning- arhalds. Við kynntumst því mörg- um afskekktum stöðum og sýning- arnar fóru fram við ólíklegustu aðstæður, t.d. sátu áhorfendur á leiksviði samkomuhúsa, á meðan við lékum listir okkar í aðalsalnum, enda fylgdi okkur tvöföld tveggja metra há jafnvægisslá. Einnig fóru margar sýningar fram utandyra, á missléttum túnblettum. Í styrjaldarlok barst boð frá ÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.