Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 47
Sími - 551 9000 M YKKUR HENTAR  400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA MEMOIRS OF A GEISHA kl. 6 og 9 LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA „... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“  L.I.B. - Topp5.is Golden Globe verðlaun 6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTA TÓNLISTIN, JOHN WILLIAMS GOLDEN GLOBE VERÐLAUN STÓRKOSTLEG VERÐLAUNAMYND UM ÆVI JOHNNY CASH. GOLDEN GLOBE VERÐLAUN FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! THE FOG N ý t t í b í ó Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is „...falleg og skemmtileg fjölskyldumynd...“ MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper. DÖJ, Kvikmyndir.com VJV, Topp5.is  H.J. MBL Sýnd kl. 6 F U N Sýnd kl. 6, 8 og 10 STÓRKOSTLEG SAGA UM ÁSTIR OG ÁTÖK BYGGÐ Á HINNI ÓGLEYMANLEGU METSÖLUBÓK EFTIR ARTHUR GOLDEN BESTA TÓNLISTIN, JOHN WILLIAMS GOLDEN GLOBE VERÐLAUN Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is  Rolling Stone  Topp5.is Sýnd kl. 5 og 8 VINSÆLASTA MYNDIN á Íslandi í dag! 6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA  Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is  Rolling Stone  Topp5.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 47 Auglýsendur! Þið eigið stefnumót við áhugavert fólk - lesendur Tímarits Morgunblaðsins. Tímarit Morgunblaðsins er mest lesna tímaritið í áskrift á Íslandi. Því er dreift í 60 þúsund eintökum með sunnudagsblaði Morgunblaðsins til lesenda um land allt. Allar nánari upplýsingar veita Sigrún Sigurðardóttir í síma 569 1378 eða sigruns@mbl.is, og Bylgja Björk Sigþórsdóttir í síma 569 1142 eða bylgjabjork@mbl.is MIÐASALA á tónleika bandaríska djasstríós- ins The Bad Plus hefst í fyrramálið kl. 10 en tónleikarnir fara fram á NASA næstkomandi sunnudag. The Bad Plus hefur vakið gríð- arlega athygli um all- an heim fyrir frumleg tök sín á djasstónlist- inni en þar hefur sveitin blandað saman ólíkum stefnum á borð við raftónlist, grug- grokk, popp og djass. Þá hefur The Bad Plus einnig vakið mikla at- hygli fyrir tónleika sína og vilja margir meina að hér sé á ferð- inni eitt þéttasta tón- leikaband heims um þessar mundir. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar í Reykjavík, verslunum BT á Akureyri og Sel- fossi og á www.event- .is. Miðaverð er 3.300 krónur auk mið- agjalda. Eingöngu 550 miðar eru í boði. Eins og áður sagði fara tónleikarn- ir fram sunnudaginn 12. mars á Nasa og hefjast þeir klukkan 20 en húsið verður opnað klukkan 19. Tónlist | Miðasala á The Bad Plus hefst á morgun www.event.is Einungis 550 miðar í boði The Bad Plus leika á NASA næstkomandi sunnudag. SPENNUTRYLLIRINN Út af sporinu (Derailed) gefur ágætis fyrirheit, þ.e. þegar maður hefur ekki séð hana. Um er að ræða fyrsta Hollywood-verkefni sænska leikstjórans Mikaels Hafström sem vakti m.a. mikla athygli fyrir kvik- myndina Illska (Ondskan) en verk- efnið vinnur hann jafnframt undir framleiðsluhatti Miramax- forkólfanna Bobs og Harveys Weinstein. Myndin skartar áhuga- verðum leikurum, þeim Clive Owen, Jennifer Aniston og Vincent Cassel í aðahlutverkum og er fyrsta kvikmyndin sem hið nýja óháða fyrirtæki Weinstein-bræðra sendir frá sér eftir skilnaðinn við Disney-samsteypuna. Um er að ræða spennutrylli, þar sem áhersla er lögð á persónusköp- un og uppbyggingu fléttu, auk þess sem framleiðslustaðallinn er á háu plani. Enda fer myndin vel af stað. Hún býður fyrst í stað af sér þokka vandaðs spennutryllis, og fer ró- lega í uppbyggingu spennuflétt- unnar. Þar segir af Charles Schine, sem er í góðri stöðu hjá stórri aug- lýsingastofu í Chicago. Hann er hamingjusamlega giftur, og vinna þau hjónin hörðum höndum að því að safna í sjúkrasjóð fyrir dóttur sína sem þjáist af sykursýki á háu stigi og bíður eftir að komast í kostnaðarsama nýrnaígræðsluað- gerð. Charles er leiður í starfi, enda hætti hann sem kennari til þess að geta þénað meira í auglýs- ingabransanum, en þau hjónin eru skuldsett í topp til þess að eiga fyr- ir sjúkrakostnaði dótturinnar. Hjónabandið er sömuleiðis komið upp í vana og er Owen því veikur fyrir þegar hann kynnist hinni gull- fallegu Lucindu Harris (Jennifer Aniston) sem einnig er gift og á kafi í vinnu í fjármálageiranum. Þau Charles og Lucinda fara að spjalla í lestinni á leið í vinnuna, og eru brátt farin að leggja á ráðin um framhjáhald. Þau leigja sér herbergi á vafasömu hóteli þar sem ástarævintýri þeirra fær snöggan endi og snýst upp í martröð er þau lenda þau í klónum á harðsvíruðum fjárkúgara. Út af sporinu getur seint talist til frumlegra spennusagna, og ekki bætir úr skák að henni mistekst fremur illilega að fylgja því yf- irlýsta markmiði að vera ávallt tveimur skrefum á undan áhorfand- anum við uppbyggingu ráðgát- unnar. Þrátt fyrir vandaða tilburði við uppbyggingu sögunnar kemur fljótlega í ljós að hér er unnið með kattar-og-músar-frásögn á klúð- urslegan máta. Í fyrstu fylgjumst við með ömurlegum aðstæðum þeirra Lucindu og Charles eftir að glæponinn nær tangarhaldi á þeim, nauðgar Lucindu og nýtir sér síðan sektarkennd Charles til að hafa út úr honum sjúkrasjóðinn sem ætl- aður var dóttur hans. Þessi kafli myndarinar verður fremur dap- urlegur en spennandi, og er það ekki fyrr en seint og um síðir að söguhetjan tekur málin í sínar hendur og breytist í harðsvíraða mús sem leikur á köttinn. Hér fara persónurnar að gerast mótsagna- kenndar í ljósi persónusköpunar- innar í fyrri hlutanum og sagan tapar öllum trúverðugleika, hrapar smám saman niður í mótsagna- kennda dellu eftir því sem á líður. Spennuflétta á villigötum KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Mikael Hafström. Aðal- hlutverk. Clive Owen, Jennifer Aniston, Vincent Cassel og Melissa George. Bandaríkin, 107 mín. Út af sporinu / Derailed  „Þrátt fyrir vandaða tilburði við uppbyggingu sögunnar kemur fljótlega í ljós að hér er unnið með kattar og mús- ar frásögn á klúðurslegan máta,“ segir m.a. í dómi. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.