Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 37. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Kliðfögur og örugg Meðan jafn vel tekst til þarf vart að hafa áhyggjur af Óperunni | 22 Féll óvænt fyrir hörpu Amman segir að Tanja Björk hafi hörpuhendur | Daglegt líf Íþróttir í dag  Tap gegn Svíum yrði afdrifaríkt  Reading nálgast met Liverpool  Holmes bætti met Goosen GERA má ráð fyrir að kringum 44 þúsund flugsæti verði í boði í viku hverri í áætlunarflugi flug- félaga til og frá landinu í sumar. Tvö erlend flugfélög hefja flug til Íslands í sumar, British Aiways sem flýgur milli Gatwick á Eng- landi og Keflavíkur, og SAS Braathens, sem flýgur milli Osló- ar og Keflavíkur. Þá er ótalið framboð ferðaskrifstofa í leigu- flugi á sólarstrendur og aðra áfangastaði. Sætaframboð Icelandair er langmest, en félagið heldur í sum- ar uppi ferðum til 22 borga er- lendis og fer um 140 ferðir í viku. Sætaframboðið er hátt í 30 þús- und sæti á viku og er svipað og í fyrrasumar. Iceland Express flýg- ur í sumar til átta áfangastaða er- lendis og eykur framboðið um 40%. Verða alls boðin 255 þúsund flugsæti frá maí til september sem þýðir tæplega 13 þúsund á viku. Samanlagt framboð BA og SAS Braathens verður kringum tvö þúsund sæti á viku og heildar- framboð flugfélaganna fjögurra verður því kringum 44 þúsund sæti. | 8 Bjóða 44 þúsund flugsæti á viku TERJE Rød-Larsen, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að ástandið í Mið-Aust- urlöndum væri orðið válegra en það hefur verið í nokkra áratugi og varaði við því að það gæti versnað til muna. „Að mörgu leyti má líkja þessum heims- hluta núna við púðurtunnu með logandi sprengiþráð,“ sagði Rød-Larsen, sem hafði milligöngu um friðarsamninga Ísraela og Pal- estínumanna árið 1993 og var síðar gerður að sérlegum sendimanni Sameinuðu þjóðanna í Mið-Austurlöndum. „Ég tel að ástandið sé erfiðara, flóknara og hættulegra en það hefur verið í nokkra áratugi,“ hafði norska ríkisút- varpið eftir Rød-Larsen. Hann skírskotaði meðal annars til átaka Ísraela og Palestínu- manna, deilunnar um kjarnorkuáætlun Írans og spennu milli stjórnvalda í Líbanon og Sýr- landi. „Allt þetta vekur spurningar um grund- vallargildi og skoðanir sem gætu orðið til þess að ástandið verði enn verra en það hefur verið síðustu daga,“ sagði Rød-Larsen um mótmæli sem breiðst hafa út í Mið-Austur- löndum vegna umdeildra skopteikninga af Múhameð spámanni sem birtust fyrst í danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Óttast hryðjuverk Ekkert lát var á mótmælum gegn Dönum og fleiri Evrópuþjóðum víða í löndum músl- íma í gær. Að minnsta kosti fimm manns létu lífið í mótmælum í Afganistan og um 400 námsmenn köstuðu grjóti og bensínsprengj- um á sendiráð Danmerkur í Teheran, höf- uðborg Írans. Nokkrum þeirra tókst að klifra inn í bygginguna og kveikja í skjölum inni í sendiráðinu áður en lögreglan fjarlægði þá, að sögn fréttastofunnar AFP í gærkvöldi. Þórir Jökull Þorsteinsson, sendiráðsprest- ur í Kaupmannahöfn, segir að mikill óhugur sé í Dönum eftir að hafa séð myndir í sjón- varpi af æstum múg ráðast á sendiráð Dan- merkur. Fólk hafi t.a.m. varann á sér þegar það fari í jarðlestir í Kaupmannahöfn af ótta við hugsanleg hryðjuverk. „Danir taka nú þann pól í hæðina að það sé ekki lengur spurning um hvort, heldur hvenær hryðju- verk verða framin.“ Reuters Stuðningsmenn íslamskrar hreyfingar í Alsír kveikja í fána Danmerkur í Algeirsborg til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni. Válegasta ástand í Mið- Austurlöndum í áratugi Rød-Larsen líkir heimshlutanum við púðurtunnu með logandi sprengiþráð  Íslendingar í Danmörku | 4  Fimm biðu bana | 16 Eftir Boga Þór Arason og Andra Karl LAGERINN ehf., fyrirtæki í eigu Jákups á Dul Jacobsen, sem gjarnan er kenndur við Rúmfatalagerinn, hefur fest kaup á 9,9% hlut í bandaríska fyrirtækinu Pier 1 Imports sem rekur húsgagnaverslanir undir vörumerkjunum Pier 1 og The Pier. Þetta kemur fram í til- kynningu til bandaríska fjár- málaeftirlitsins, SEC, frá í gær. Heildarverðmæti viðskiptanna er um 93 millj- ónir Bandaríkjadala, sem jafngildir tæplega 5,9 milljörðum íslenskra króna en samkvæmt tilkynn- ingunni eru þau fjármögnuð annars vegar með framvirkum skiptasamningi við Kaupþing banka og hins vegar með láni frá Landsbanka Íslands. Í tilkynningunni kemur fram að Jákup muni ekki hafa í huga að hafa áhrif á rekstur fyrirtæk- isins heldur séu viðskiptin gerð í fjárfestingar- skyni, a.m.k. um sinn. Pier 1 var stofnað í Kaliforníu árið 1962 og rek- ur nú um 1.200 verslanir í Bandaríkjunum, Kan- ada, Mexíkó og Bretlandi. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var tæplega 2 milljarðar Bandríkja- dala, um 118 milljarðar króna. Linens ’n’ Things selt Jákup hefur fleiri járn í eldinum vestra en ekki er svo ýkja langt síðan greint var frá því í Morg- unblaðinu að hann hefði keypt hlut í Linens ’n’ Things verslunarkeðjunni. Þar mun hann eiga um 13,6% hlut en markaðsvirði hlutarins er um 172 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 10,9 milljörðum króna. Samkvæmt upplýsingum frá talsmanni Jákups hefur hluthafafundur ákveðið að taka yfirtöku- tilboði í félagið og mun hann því selja hlut sinn þar bráðlega. Eignast 5,9 milljarða hlut í húsgagna- verslanakeðju Jákup Jacobsen Peking. AFP. | Þjófar stálu alls 4.000 ræsislokum í Peking til að selja þau í brotajárn á síðasta ári þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að stemma stigu við slíkum þjófnaði. Yfirvöld hafa þó náð talsverðum árangri í bar- áttunni við þjófana því að 24.000 ræsislokum var stolið árið áður. Göturnar og gangstéttirnar geta þó enn verið hættulegar vegna þessa vandamáls, að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua í gær. Þjófarnir fá sem samsvarar dagslaunum far- andverkamanns fyrir hvert lok. Stefnt er að því að nota aðeins lok sem ekki er hægt að endurvinna. Ásælast ræsislok ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.