Morgunblaðið - 07.02.2006, Page 20

Morgunblaðið - 07.02.2006, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Reykjanesbær | Tannverndarátak Lýð- heilsustöðvarinnar hefur verið góður vett- vangur fyrir umræður um tannvernd og tann- heilsu á leikskólanum Holti. Börnin hafa verið dugleg að lesa bækur um efnið og farið í heim- sókn til tannlækna og fengið ástandsskoðun. Hámark tannverndarátaksins var sl. föstu- dag þegar bræðurnir Karíus og Baktus komu í heimsókn, alveg óboðnir. Sum börnin vildu lít- ið af bræðrunum vita enda með fallegar, heil- brigðar og hvítar tennur. Þegar bræðurnir þustu inn í salinn með sælgæti í poka og gos- flösku í hendi var börnunum nóg boðið. Einn drengurinn var fljótur að taka við sér og spurði um hæl: „Má ég sjá tennurnar þínar.“ Það þarf vart að taka fram að honum leist illa á það sem hann sá þegar þeir bræður beruðu tennurnar. Aftast lumuðu nokkur börn á gulrótum og káli en markmiðið var að fá Karíus og Baktus til að láta af þessum ósiðum og fara að bjóða tönnunum hollan mat. Morgunblaðið/Svanhildur Má ég sjá tennurnar? Tannverndarátak Lýðheilsustöðvar var tekið föstum tökum á leikskólanum Holti. Átakið náði hámarki þegar Karíus og Baktus komu í heimsókn. „Má ég sjá tennurnar þínar?“ Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Laxamýri | Undanfarið hefur verið mjög hlýtt miðað við árstíma í Þingeyj- arsýslum og hafa vötn víða byrjað að ryðja sig. Mikil klakastífla sem hafði myndast í Laxá ofan við Æðarfossa losnaði og fann áin sér leið í gegnum Mýrarvatnið. Mjög hátt var í ánni á tímabili við Heiðarenda og Mýrarsel og flæddi vatn vestur um allt hraun, svo mikið, að mörg ár eru síðan menn hafa séð jafn- mikið flóð. Eftir leysingarnar standa margir stórir ísjakar sem sennilega verða lengi að bráðna, en það fer þó allt eftir veðráttunni. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Laxá í Aðaldal í leysingum Njarðvík | „Það er sérstök tilfinn- ing að komast á hæsta fjall Afríku og njóta frábærs útsýnis í góðu veðri. Því er erfitt að lýsa,“ segir Kristján Pálsson í Njarðvík, for- maður UMFN og Ferðamála- samtaka Suðurnesja, sem nýlega gekk á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku, ásamt tveimur öðrum Ís- lendingum. Hann hafði með sér fána UMFN og Reykjanesbæjar og þegar upp var komið skáluðu þremenningarnir í kampavíni í til- efni sextugsafmælis eins þeirra, Ólafs Karvels Pálssonar fiski- fræðings, bróður Kristjáns. Fé- lagi þeirra bræðra var Eiríkur Einarsson, bókasafnsfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Ólafur Karvel átti hugmyndina að ferðinni á Kilimanjaro. Hann hafði áhuga á að fagna sextugs- afmæli sínu, 29. janúar, á tindi fjallsins og það tókst. Kiliminjaro er 5.895 metra hátt, hæsta fríst- andandi fjall heimsins og hæsta fjall Afríku. Ferð þeirra félaganna gekk vel. Þeir voru fjóra daga að ganga upp fjallið og tvo daga niður. Kristján segir að það sé töluverð líkamleg áreynsla að ganga á Kilimanjaro og því þurfi menn að vera í nokk- uð góðu formi. En gangan sé ekki síður andleg áraun. Þunna loftið veldur háfjallaveiki sem getur hindrað fólk í að ná takmarki sínu. Gengum rólega „Við fórum að ráðum heima- manna sem hvöttu okkur til að áfram og náðu Uhuru sem er hæsti punktur Kilimanjaro klukk- an hálfníu um morguninn, á af- mælisdegi Ólafs Karvels. Þótt Kristján búi á flatlendinu á Reykjanesskaganum hefur hann gaman af fjallaklifri. Hefur geng- ið nokkrum sinnum á Hvanna- dalshnúk og á flest helstu fjöll landsins. Kilimanjaro er fyrsta er- lenda stórfjallið sem hann klífur. Hann segir að vel komi til greina að reyna sig við fleiri en segir ekkert hafa verið ákveðið um það. veikt af háfjallaveiki. Maður verð- ur að setja sér markmið og reyna að ná því, hvað sem á gengur,“ segir Kristján. Gengið á flest helstu fjöll landsins Síðasti áfanginn er genginn að nóttu til. Rétt áður en þeir náðu fyrsta áfanga á gígbarminum kom sólin upp og það var mögnuð sýn, að sögn Kristjáns. Nú voru ferða- langarnir búnir að gleyma öllum erfiðleikum. Þeir héldu síðan ganga rólega,“ segir Kristján, sem telur að það hafi átt sinn þátt í því að þeir félagarnir komust klakklaust á tindinn. Þeir voru í hópi 25 manna sem lögðu í síðasta áfangann á svipuðum tíma. Krist- ján telur að um helmingur hópsins hafi orðið að snúa við áður en tind- inum var náð. „Maður veit ekki hvort maður ræður við aðstæð- urnar. Það reyndi á viljastyrkinn að sjá fólk sem þrammaði fram úr okkur koma til baka á sjúkrabör- um eða gangandi, uppgefið eða Fánar UMFN og Reykjanes- bæjar á hæsta fjalli Afríku Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is UMFN á toppinn Formaður UMFN tók með sér fána félagsins upp á tind Kiliminjaro. Sextugsafmæli Kristján Pálsson og Eiríkur Einarsson skála við afmælisbarnið, Ólaf Karvel Pálsson, sem er lengst til vinstri. Ólafur fagnaði afmæli sínum á óvenjulegum stað, tindi Kiliminjaro í Tansaníu. Ísafjörður | Samningur, sem tryggir starfsemi Háskólaseturs Vestjarða næstu fimm árin, var undirritaður við formlega opnun setursins í Vestrahúsinu við Ísafjarðarhöfn síð- astliðinn laugardag. Samningurinn sem er á milli Háskólasetursins ann- ars vegar og menntamálaráðuneyt- isins og iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins hins vegar, hljóðar, að sögn Peter Weiss forstöðumanns, upp á 36 milljóna króna fjárframlag til set- ursins í ár og ekki minni upphæð ár hvert næstu fimm árin. Þá hefur Háskólasetrið möguleika á að afla sér fjár annars staðar án þess að komi til frádráttar frá fram- laginu. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamála- ráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, undirrituðu samninginn ásamt Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæj- ar og formanni stjórnar Há- skólaseturs Vestfjarða. Viðstaddir opnunina voru auk þess Geir H. Haarde utanríkisráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra og Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra. Ísfirðingafélagið í Reykjavík af- henti Háskólasetrinu við sömu at- höfn 100 þúsund króna styrk úr sjóði sem stofnaður var í tilefni 60 ára af- mælis félagsins. Þá gaf Sparisjóður Vestfirðinga einnig 100 þúsund krónur sem fyrsta vísi að stofnun vísindasjóðs við Háskólasetrið. Háskólasetrið var stofnað í mars á síðasta ári og standa yfir þrjátíu að- ilar að stofnuninni, þar á meðal allir háskólar landsins. Markmið Há- skólasetursins er meðal annars að vera tengiliður Vestfjarða við há- skólastofnanir. Í áætlun um vöxt og viðgang Háskólasetursins er gert ráð fyrir að eftir fimm ár verði nem- endafjöldinn kominn vel á fimmta hundraðið. Háskólasetur Vestfjarða formlega opnað í Vestrahúsinu Ríkið greiðir minnst 36 milljónir á ári í fimm ár Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Opnun Fjöldi gesta var viðstaddur þegar Háskólasetur Vestfjarða var formlega opnað. Meðal þeirra voru Sturla Böðvarsson, Einar Kristinn Guðfinnsson, Þorsteinn Jóhann- esson og Þorkell Sigurlaugsson. Undirritun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Val- gerður Sverrisdóttir undirrituðu samninginn við Halldór Halldórsson, formann stjórnar Háskólaseturs Vestfjarða. Ísafjörður | Stjórn Frjálslyndra og óháðra í Ísafjarðarbæ hefur tilnefnt fjóra fulltrúa í sameiginlegt framboð þriggja flokka undir merkjum Í- listans í sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ í vor. Fulltrúar flokksins á listanum verða Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi, Ásthildur Cecil Þórð- ardóttir garðyrkjustjóri, Rannveig Þorvaldsdóttir kennari og Kristján Andri Guðjónsson útgerðarmaður. Fjórir á Í-lista frá Frjálslyndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.