Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 31
þann kost að vera ófeiminn við að leggja þær á borðið og hvetja til um- ræðna og hann var opinn fyrir gagn- rýni.“ Fyrir utan að vera slyngur í við- skiptum, þá hugsaði Einar vel um sitt starfsfólk. „Hann byrjaði senni- lega á því fyrstur að fara í skipuleg- ar ferðir með starfsfólk,“ segir Stef- án. „Þá var farið að sumri upp á fastalandið, því hann vildi að fólk fengi tækifæri til að skoða landið sitt. Hann útvegaði bátana til Þor- lákshafnar og rúturnar, en fólk sá sjálft um matinn. Til viðbótar uppá- lagði hann mér, ef gæfist gott veður, að fara í einn kaffitíma á hverju sumri með fólkið inn í Herjólfsdal og gefa því maltöl, appelsín og krem- kex. Þá var ekkert prins póló,“ segir Stefán og hlær. Og það var með hugmyndaríkum hætti sem Einar hugaði að kjörum starfsmanna. Það segir sína sögu að á fyrsta ári Hraðfrystistöðvar Vest- mannaeyja árið 1940 var haldið úti matstofu, bókasafni, samkomustað og finnskri baðstofu! „Vatnið flæddi nú ekkert um allt í Eyjum,“ segir Stefán. „Við höfðum ekki annað en það sem kom úr loft- inu, bara drit af þökunum. Þá setti Einar upp baðstofu fyrir starfs- fólkið, þannig að það kæmist í böð, sem það átti jafnvel ekki kost á ann- ars. Þó að sundlaug væri í Eyjum, þá var hún ekki opin yfir vetrartím- ann.“ Stakk sér í ölduna Í einni af starfsmannaferðunum upp á meginlandið átti að sækja hópinn í sandinn undan Eyjafjöllum. Þá fóru menn á vélbátum frá Eyjum og sóttu fólk í land á árabátum. Í þetta skipti var ófært í land vegna haugabrims. En Einar taldi brýnt að hann kæmist til Eyja. Hann af- klæddi sig því í fjörunni, stakk sér í ölduna og synti út í bátinn í gegnum brimgarðinn. Þetta þrekvirki Einars 30. júní ár- ið 1940 vakti þjóðarathygli og varð kveikjan að því að Matthías Johann- essen, ritstjóra Morgunblaðsins, langaði til að eiga við hann samtal. Það varð eitt af eftirminnilegri sam- tölum Matthíasar og tókst með þeim góð vinátta. Síðar varð Einar ríki sögupersóna í skáldsögu Matthías- ar, Vatnaskilum. Þar er sagt frá því þegar Einar stofnaði almennings- hlutafélag um kaup síldarbátnum Erni og var langt á undan sinni sam- tíð í því sem öðru: „Ég hafði gaman af að sýna áhuga í verki með því að taka þátt í hluta- fjársöfnun og eiga í bátnum. Það var eiginlega ekki spekulasjón, miklu frekar einhvers konar hugsjón. Ég fylgdist með bátnum af miklum áhuga. Það líkaði Einari vel. Svo kom að því að við keyptum okkur stærri og betri íbúð. Ég gekk á fund Einars og sagði, Ég þarf að fá greiddan minn hlut í Erninum. Jæja, sagði hann, og lét sér fátt um finnast, ég hef enga peninga (!) Jú, sagði ég. Ég þarf að kaupa nýja íbúð. Þú tekur þér lán, sagði hann. Eins lítið lán og ég get komizt af með, sagði ég. Það er gott fyrir þig að eiga áfram í bátnum, sagði hann. Já, sagði ég, ef ég hefði nú efni á því, en það hef ég ekki. Tveimur dögum síðar hitti ég hann í Aðalstræti. Hann tekur undir handlegginn á mér og segir, Komdu með mér. Hvert? spurði ég og held hann ætli með mig heim. Við skulum skreppa inn í Geysi, sagði hann. Jæja, sagði ég. Hvað á að gera þangað? Komdu, sagði hann og ég geng með honum inn í Geysi. Hann spyr um fjögurra manna tjald. Honum er sýnt tjaldið. Þá seg- ir hann við mig, Er þetta ekki gott tjald? Jú, segi ég, þetta er fínt tjald, hvað ætlarðu að gera við það? Ég ætla að gefa þér þetta tjald, sagði hann. Gefa mér?! Til hvers? Nú, sagði hann, þú segist vera húsnæðislaus, er það ekki? Ég sagðist ætla að kaupa nýja íbúð, sagði ég, en ekki tjald. Tjaldið getur dugað í bili, sagði hann. Og brosti. Síðan afhenti hann mér tjaldpok- ann og við gengum út. Ég fór með tjaldið, en hann fór heim. Ég var sannfærður um að ég fengi ekki í bráð greiddan hlut minn í Erninum. En nokkru síðar kemur hann með peningana með vöxtum og vaxtavöxtum og greiðir allt upp í topp. Einar ríki er mesta ólíkindatól sem ég hef kynnzt. Hann gat verið harður í horn að taka í viðskiptum, en hann átti líka hjarta sem var gulli betra.“ Maður athafnafrelsis Einar ritstýrði vikublaðinu Víði í Vestmannaeyjum með fylgiritinu Gamalt og nýtt og hann hélt lengi úti föstum þáttum í Morgunblaðinu undir nafninu Úr verinu og eru sjáv- arútvegsfréttir í blaðinu raunar enn undir þeim hatti. Einars er minnst í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins laugardaginn 26. mars árið 1977, skömmu eftir fráfall hans, og skrifar Matthías þar um þættina að mönn- um hafi þótt „mikið til þeirra koma, enda lagði Einar mikla vinnu í þá og voru þeir í senn fréttnæmir, vel skrifaðir og stefnumótandi.“ Einar hafði mikinn áhuga á þjóð- félagsmálum, sat á Alþingi um nokk- urt skeið á árunum 1959 til 1963 og átti sæti í bæjarstjórn Vestmanna- eyja frá 1942 til 1950. Hann taldi ómögulegt að aðskilja stjórnmál og atvinnulíf. Og því voru þættirnir Úr verinu öðrum þræði af pólitískum meiði. Hann fagnaði til dæmis afnámi haftanna, sem staðið höfðu í nærri þrjá áratugi, í þætti sínum sunnu- daginn 16. október árið 1966. Þar kom það fram, sem var einkennandi fyrir stjórnmálaafstöðu hans, hve hlynntur hann var athafnafrelsi ein- staklingsins, en þó innan ramma vel- ferðarkerfisins: „Hvílíkur reginmunur á ástandinu nú og í tíð haftanna. Búðarhillurnar svigna undan hverskonar varningi, en vöruskortur, skömmtunarseðlar og biðraðir heyra fortíðinni til. Fólk er frjálst ferða sinna til útlanda og notar það óspart og fær tiltölulega ríflegan ferðagjaldeyri. Svartur markaður á gjaldeyri, sem gat verið 50% fyrir ofan skráð gengi, er úr sögunni. Fjárfestingarbannið hefur ekki aðeins verið numið úr gildi, heldur hefur víðtækri lánastarfsemi til stuðnings íbúðarbyggingum al- mennings verið komið á fót. Smásál- arskapurinn er úr sögunni, hver get- ur byggt eftir efnum og ástæðum. Fólk, sem öðlast kosningarétt í fyrsta sinn í kosningunum næsta vor, mun ekki trúa því, að fyrir tæp- um áratug hafi varðað við lög að byggja þak yfir höfuð sér, bílskúr eða jafnvel girða lóðina sína. Þá voru hömlurnar á byggingu at- vinnuhúsnæðis ekki síður grátlegar. Þröngsýnin og skilningsleysið réð þar ríkjum. Það marraði þá í fang- elsishurðunum, ef menn leyfðu sér að hressa upp á frystihús eða skreið- arskemmu, án þess að hafa áður fengið blessun hávelborinheitanna.“ Hemingwayskt samtal Heimili þeirra hjóna, Einars og Svövu, var fallegt, íburðarlaust, eins og Matthías Johannessen lýsir því í samtali í Morgunblaðinu. Á skrif- stofu Einars voru allir veggir þaktir bókum sem höfðu verið lesnar. Og Einar lagði áherslu á það við Matt- hías að samtal þeirra yrði „Heming- wayskt“. Leikfélögum barnanna að Báru- götu 2 varð eftirminnilegt úr fyrstu heimsókn þangað þegar fyrir þeim varð borðstofuborð „og allir þessir stólar!“ Ef Stefán Runólfsson var á fastalandinu bauð Einar honum oft heim í hádeginu; þá voru börnin mörg og mikið líf og fjör við matar- borðið. „Síðan hafði hann þá reglu að við fórum niður í kjallara, þar sem hann var með setustofu, og sagði: Heyrðu Stefán minn, leggðu þig þarna. Og síðan lagði hann sig. Hann lagði sig alltaf eftir hádegismat – vildi fá al- gjöran frið.“ Einar lést 22. mars árið 1977 og var þá 71 árs að aldri. Hann hafði alltaf verið við hestaheilsu og var annálað hraustmenni. En hann veiktist illa fyrir hjarta í för sinni til Japans og Kína nokkru fyrir andlát- ið, sem dró mátt úr honum og leiddi hann síðan til dauða. Svava Ágústs- dóttir, eiginkona hans, lést ári síðar. Einar myndar fjölskylduna við sumarbústaðinn við Varmá í Mosfellssveit. Efst: Guðríður, Elísabet, Sigurður, Ágúst. Fyrir miðju: Ólöf, Svava og Svava Ágústsdóttir. Fremst: Helga, Auður, Elín og Sólveig. Hjónin Svava Ágústsdóttir og Einar Sigurðsson. Skopmynd eftir Sigmund í kjölfar eldgossins í Eyjum, en 27. mars 1973 brann Hraðfrystistöðin og fór að nokkru undir hraun. Einar fylgist með siglingu togarans Sigurðar, eins mesta aflaskips þjóðarinnar. Nokkrir helstu forystumenn í íslenskum sjávarútvegi árið 1959: Sigurður Ágústsson, Björn Halldórsson, Elías Þorsteinsson, Ólafur Þórðarson, Har- aldur Böðvarsson, Einar Sigurðsson og Jón Gíslason. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 31 TÍMINN er skrýtinn og margbreytilegur. Hann býr innra með okkur og teygist og togast eftir hugar- ástandi og upplifun okkar hverju sinni. Stundum er mínútan eins og eilífð, stundum eins og örskot. Þegar ég hugsa til pabba verður mér hugsað til tímans. Það að kynnast merkilegri manneskju, njóta hennar um hríð, hvorki langa né skamma, er reynsla sem verður eilíf í hjarta þess sem þiggur. Þannig finnst mér það hafa verið með mig og föður minn, Einar Sigurðsson. Í árum talið (en ekki endilega í tíma!) hefði pabbi orðið hundrað ára á þessu ári. Hann fæddist hinn 7.2. 1906 í Vestmannaeyjum, glóhærður, stórvaxinn hnokki sem hesthúsaði heilan fýl 6 mánaða gamall. Sviphreinan sé ég hann horfa fram á við í faðmi móð- ur sinnar, sé hann hnykla örlítið brúnir, svipurinn íhugull. Þannig var pabbi, hreinn og beinn, alltaf að bolla- leggja eitthvað, tók allt með trompi en vissi þó alveg sínu viti. Ríkidæmi sitt reiknaði hann í börnunum sín- um og þau fengu svo sannarlega að finna fyrir því, í blíðu en aldrei í stríðu. Pabbi var hlýr og umfaðmandi maður sem mátti ekkert aumt sjá. Hann var mað- urinn sem beygði sitt stóra bak til að hjálpa barni að koma skikki á leikfang, hann rétti rónanum við Ing- ólfsapótek eitthvað gott, tók litlu skottin sín niður á Tjörn, gaf þeim ís og þáði kærkominn – alltaf kær- kominn – koss á kinn að launum. Ein mesta gæfa sem barni getur hlotnast er að alast upp hjá foreldrum sem sýna því ómælda vænt- umþykju og hlýju. Í mínum huga var ég svona barn. Barn sem fékk daglega klapp á kollinn frá pabba sín- um, stroku yfir rjóða kinn, falleg orð. Alltaf streymdi þessi óendanlega væntumþykja frá þessum sterka, viðkvæma en öra manni. Allt var stórt í sniðum hjá pabba. Hann hugsaði stórt, átti stóran barnahóp, hávaxna og flotta konu, háreist hús og risastórt hjarta. Hann var maður sem hafði oft hátt, talaði hátt, hló hátt og kannski grét hann líka hátt. Hann gat verið í símanum á Bárugöt- unni, talað við félaga sinn í útgerðinni sem var með aðsetur í Aðalstræti og það mátti svo sannarlega ekki á milli heyra hvor þeirra talaði hærra í símann. Pabbi bókstaflega kallaði allt sem hann sagði í símann og félaginn var enginn eftirbátur hans. Pabbi var litríkt athafnaskáld sem sópaði að. Myndin sem er greypt í huga lítillar stúlku er af litlu og stóra þegar þau spásseruðu Austurstrætið, lítil hönd í hlýjum lófa og stór lotni maðurinn með flotta hattinn heilsaði hverj- um kjafti í götunni. Litlu stúlkunni fannst hún vera á ferðalagi með konungi. Pabbi var tilfinningaríkur maður og sjálfsagt hafa samferðamenn hans í þjóðfélaginu fundið fyrir því í hita hugmynda og framkvæmda. Fyrir honum var ekkert ómögulegt, sama hversu flippað öðrum fannst það; hann steypti sér einfaldlega bara í hlutina. Atorkan óbilandi – heilu fjallgarðarnir fluttir. Í hon- um var að vissu leyti eðli áhættuleikarans, hann var örugglega það sem kallað er í dag spennufíkill og hefði kannski keyrt sig gersamlega í kaf í látunum ef ekki hefði verið kona að baki honum. Sú kona var móðir mín en ósjaldan kom hún vitinu fyrir hann þeg- ar hann var við það að hjóla fram úr sér, talaði hann til, rökföst og skynsöm og henni treysti pabbi fram í rauðan, já eldrauðan dauðann. Talandi um tímann; pabbi er sem betur fer eilífur í hjarta mér þó að hann sé dáinn og grafinn samkvæmt tímatalinu. Ég get alltaf gengið að honum, fundið fyr- ir honum hjá mér og kallað hann í hugann hvenær sem mér sýnist, notið hans, hvorki skamma né langa hríð, heldur ætíð. Með kveðju frá dóttur, Sólveig. Svipmynd af föður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.