Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 10
FORSETI Al- þingis, Sólveig Pétursdóttir, bað Ögmund Jónas- son, þingmann Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, að gæta orða sinna á þingfundi í gær eftir að hún mat það svo að Ögmundur ræddi landráð stjórnvalda þegar þau studdu inn- rásir í Afganistan og Írak. Atvikið varð í fyrirspurnartíma á Alþingi, þegar Ögmundur bar fram fyrirspurn til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hann spurði hvað vekti fyrir ráðherra að bæta ákvæði um að stofnuð verði grein- ingardeild hjá embætti ríkislögreglu- stjóra, en hún á að hafa með landráð að gera. Björn svaraði fyrirspurninni fáu en sagði að frumvarpið yrði rætt síð- ar á Alþingi. Ögmundur sagðist þá vera að ræða atriði sem mikilvægt sé að Alþingi taki til skoðunar þar sem verið væri að skoða breytingar á fyrirkomulagi varnarsamnings Ís- lands og Bandaríkjanna. Skírskotun væri í lögum um landráð í samskipti við Bandaríkin. „Er ástæða til að taka hegning- arlögin að þessu leyti til gagngerrar endurskoðunar? Menn hafa þá horft á óvini ríkisins. Getur verið að óvin- ur og hugsanlegir brotamenn í þess- um efnum sitji við stjórn ríkisins? Ég er til dæmis að vísa í það þegar íslensk stjórnvöld skuldbundu ís- lensku þjóðina til árása á erlendar þjóðir og ég er þá að sjálfsögðu að vísa í Afganistan og Írak,“ sagði Ög- mundur. Landráð og stjórnvöld Bað þá forseti Alþingis Ögmund að gæta orða sinna, en Ögmundur óskaði eftir rökstuðningi forseta fyr- ir því. Sólveig svaraði því til að hún hafi haft þá reglu að biðja þingmenn að gæta orða sinna ef hún teldi ástæðu til, og haga orðum sínum þannig að þau séu til sóma. „Forseti gat ekki betur heyrt en háttvirtur þingmaður væri að tala um landráð í sambandi við stjórnvöld,“ sagði Sól- veig. Þessu svaraði Ögmundur með orð- unum: „Ég skal taka ábyrgð á mín- um orðum“ og Sólveig svaraði: „For- seti stjórnar hér þinghaldi og áminnir þingmenn ef hann telur þörf á.“ Forseti Alþingis bað þingmann VG að gæta orða sinna Ögmundur Jónasson 10 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKILABOÐ ráðherra og stjórnvalda hafa verið misvísandi á undanförnum árum um hvort fleiri en eitt álver, eða stækkun álversins í Straumsvík, rúmist innan ákvæða Kyoto-bókunarinnar, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina stefna á áframhaldandi nýtingu endurnýjanlegrar orku. Ingibjörg spurði Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra um misvísandi skilaboð ráðherra og stjórnvalda almennt hvað varðar frekari uppbygg- ingu álvera. Hún vitnaði í Friðrik Sophusson, for- stjóra Landsvirkjunar, á ráðstefnu fyrir tæpum tveimur árum síðan, þegar hann sagði rúm fyrir eitt álver til viðbótar hér á landi á næsta áratug, þegar heildarframleiðsla á áli næði einni milljón tonna á ári væri komið að ákveðnum mörkum. Ingibjörg Sólrún vitnaði einnig í Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra en haft var eftir henni í útvarpsfréttum í sumar að ein milljón tonn væri hámarkið. „Stuttu síðar dúkka síðan upp hugmyndir um stækkun í Straumsvík og tvö ný álver, og þá sagði hæstvirtur umhverfisráðherra að menn væru komnir fram úr sér í þessari umræðu, og ef af stækkun yrði í Straumsvík væri ekki pláss fyrir fleiri álver,“ sagði Ingibjörg. „Treystu á mig, takið ekki mark á umhverfisráðherra“ Hún benti enn fremur á þau orð iðnaðarráð- herra að álver á Norðurlandi væri óháð því sem gerðist fyrir sunnan, þó lagt yrði í stækkun í Straumsvík og nýtt álver í Helguvík á Reykjanesi hefði það ekki áhrif á áform á Norðurlandi. „Þegar hún [iðnaðarráðherra] var spurð út í ummæli hæstvirts umhverfisráðherra í þessu máli [...] sagði hún við viðmælandann [...] „Treystu á mig, takið ekki mark á umhverfisráðherra“,“ sagði Ingibjörg. Hún spurði því forsætisráðherra hvort hann teldi pláss fyrir stækkun í Straumsvík og nýtt ál- ver fyrir norðan innan Kyoto-bókunarinnar. Einn- ig spurði hún hvort forsætisráðherra teldi pláss fyrir allar þessar framkvæmdir fyrir árið 2012 innan ramma þeirra hagstjórnarmarkmiða sem ríkisstjórnin hafi sett sér. Ingibjörg sagði að svo megi líta á að verið sé að teyma forsvarsmenn þriggja álfyrirtækja, sem og þrjú sveitarfélög, á asnaeyrunum, ef verið sé að ræða um tvö ný álver og stækkun í Straumsvík, þegar aðeins sé möguleiki á einu af þessu þrennu. Nýta endurnýtanlega orku áfram Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að fyrir liggi að áhugi sé á stækkun í Straumsvík, á nýju álveri fyrir norðan, og á álveri í Helguvík, en það útiloki ekki hvert annað. Einungis stækkunin í Straumsvík geti orðið tilbúin fyrir árið 2012, ef af henni verði, annað komi í fyrsta lagi árið 2012, lík- lega síðar. Þær heimildir sem Ísland hafi sam- kvæmt Kyoto-bókuninni gildi til 2012, svo þessi viðbót komi eftir þann tíma. „Hvað tekur við eftir 2012 vitum við ekki, og ég hef svarað því mjög skýrt að við hljótum að gera þá kröfu áfram að geta nýtt okkar endurnýjanlegu orku áfram, og tekið þátt í því að minnka mengun í heiminum með því að framleiða rafmagn með vist- vænum hætti hér á Íslandi,“ sagði Halldór. Ekki mögulegt að bæta við fleiri en einu álveri? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hvort hægt væri að reisa fleiri en eitt nýtt álver á landinu á næstu árum með hliðsjón af skilyrðum Kyoto-bókunarinnar um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi fram til ársins 2012. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar ÁSTÆÐA er til að spyrja hvort ekki hefði átt að fara varlegar í úthlutun loðnukvóta í ljósi lélegrar mælingar, og jafnvel hægja á loðnuveiðum, sagði Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, við utandagskrárumræður um stöðu loðnustofnsins á Alþingi í gær. Þrátt fyrir eina mestu loðnuleit sögunnar sem staðið hefur yfir und- anfarnar vikur hafa aðeins mælst um 600 þúsund tonn af loðnu, sem er minnsta mæling í áratugi, sagði Magnús Þór. Hann sagði að á grund- velli þessa hafi verið gefinn út um 210 þúsund tonna loðnukvóti, sem sé í samræmi við hefðir um að skilja eftir 400 þúsund tonn til hrygningar. Magnús setti spurningarmerki við áreiðanleika loðnuleitarinnar, loðn- an sé dreifð yfir stórt svæði og rann- sóknarskipið hafi leitað þar á löngum tíma. Því sé ástæða til að spyrja hvort ekki hafi verið ástæða til að fara varlega í úthlutum kvótans í ljósi aðstæðna hér við land, og upp- lýsinga sem hafi komið fram und- anfarið um að hugsanlega sé verið að fara offari við veiðarnar. Margfalt meiri veiðar við Ísland en Færeyjar Ástand þorskstofnsins við Fær- eyjar er athyglisvert samanborið við ástand þess íslenska, sagði Magnús. Hann benti á að þó veitt hafi verið talsvert umfram ráðleggingar fiski- fræðinga í Færeyjum virðist stofn- inn standa það af sér. Þar geti verið samhengi við litlar loðnuveiðar þar við land, 1,3 milljónir tonna á síðasta áratug, samanborið við loðnuveiðar Íslendinga, sem hafa veitt 10,5 millj- ónir tonna af loðnu. „Þarna erum við að taka gríð- arlega mikla næringu út úr vistkerf- inu, og þetta hlýtur einhvers staðar að verða til þess að eitthvað láti und- an. Ég tel að það sé full ástæða til þess að við förum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort ekki sé kominn tími til að fara sér aðeins hægar í þessum efnum, þótt ég sé alls ekki með því að mælast til þess að loðnuveiðar verði algerlega stöðv- aðar,“ sagði Magnús Þór. Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra sagði kvóta gefinn út á grundvelli varúðarsjónarmiða, stefnan eigi að vera sú að nýta loðnu- stofninn til veiða, en að gera það af mikilli varkárni, enda sé hann mik- ilvægur hlekkur í fæðukeðju hafsins. Ráðherra að íhuga auknar hvalveiðar? Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, benti á að sjávarspendýr nýti loðnuna veru- lega, t.d. sé talið að hvalir éti árlega fimmfalt meira en þann kvóta sem nýlega var úthlutað. „Ég vil spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra hvort hæstvirtur ráðherra sé ekki í alvöru farinn að íhuga að taka hér upp hvalveiðar í atvinnuskyni, og stunda veiðar af miklu meiri krafti en við höfum gert undanfarin ár.“ Augljóst er að auka þarf rann- sóknir á loðnustofninum, sagði Arn- björg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokks. Einnig þarf að rannsaka lífríkið í heild sinni, t.d. samspil loðnu og þorsks eða loðnu og hvals. Undir þetta tók Hjálmar Árnason, þingmaður Framsókn- arflokks, sem sagði þekkingu á hegðun loðnunnar takmarkaða. Óvissuþættir eins og áhrif hitastigs og sjávarseltu sem hafi áhrif á loðnu- gengd séu ekki nægjanlega rannsak- aðir. Hugsanlega ástæða til að hægja á loðnuveiðum Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13:30 í dag. Á dagskrá eru eftirfar- andi mál: Frumvarp viðskipta- og iðnaðarráðherra um hlutafélög og einkahlutafélög, 1. umræða. Lög- gilding starfsheitis, 1. umræða. Þingmannamál. NÝR varaþingmaður tók í gær sæti í fyrsta skipti á Alþingi, en þá tók Sandra Franks, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi, sæti á þingi í forföllum Rannveigar Guðmundsdóttur. Tók sæti á Alþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.