Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í BLAÐINU föstudaginn 27. jan- úar og svo aftur í Fréttablaðinu 30. janúar er fjallað um rannsókn um geðheilbrigðismál, sem unnin var af dr. Páli Biering í sam- vinnu við Geðhjálp og Rauða krossinn. Þar kemur fram að það sé víða skortur, og kemur mér það svo sem ekkert á óvart, að það sé skortur á eft- irfylgni og bara skort- ur á ýmsum sviðum í geðheilbrigðisþjónust- unni. Því að svona rann- sókn, eða „Gæðaeft- irlitskönnun“ eins og það var kallað, var framkvæmd og unnin af meðlimum Hugarafls sumarið 2004. Þá, eins og nú, kom fram að það er margt sem má betur gera í sambandi við geðheilbrigðisþjón- ustuna á Íslandi og þar kom líka fram að það er margt gott sem er verið að gera nú þegar. Á þessum jákvæðu punktum, og neikvæðum, sem komu út í gæðaeft- irlitskönnun Hugarafls, er þegar byrjað að byggja og nota til að bæta þjónustuna enn frekar og þetta veit Sveinn Magnússon framkvæmda- stjóri Geðhjálpar. Mér finnst það skammarlegt þeg- ar fólk, sem veit hvað er að gerast í þessum málum, kemur fram í fjöl- miðlum, volandi og vælandi um allt sem neikvætt er, „það vantar þetta, það vantar hitt,“ án þess að benda nokkuð á það jákvæða sem er þegar verið að gera. Vissulega er skortur á eftirfylgni í geðheilbrigðiþjónustunni en víða er eftirfylgni til staðar og ég bendi t.d. á verkefnið „Geðheilsa–Eftirfylgd/ Iðjuþjálfun“ sem Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi, fer fyrir í Bolholti 4. Þetta verkefni er nú að hefja sitt þriðja starfsár, það hófst sem tilraunar- verkefni til tveggja ára en er nú búið að festa sig í sessi þriðja árið sökum góðs árangurs og eftirspurnar. Þarna hefur m.a. verið lögð áhersla á að þróa þjónustuna í takt við þarfir notenda og aðstandenda þeirra. Ég veit líka um marga aðila sem sinna eftirfylgni af einhverju tagi og margt starfsfólk í geðheilbrigð- isþjónustunni sem tekur tillit til skoðana sjúklinga og aðstandenda þeirra og gefur þeim svigrúm til að tjá til- finningar sínar. Á þessari þjónustu, sem og fleiri jákvæðum punktum, ætla ég í samvinnu við fagaðila, notendur og aðstand- endur þeirra, að byggja á til að bæta þjón- ustuna enn frekar. Auðvitað hef ég nei- kvæðu punktana til hliðsjónar til að sjá hvað betur má fara, en ég ætla þó ekkert að vera að auglýsa þá fyrr en ég veit hvernig ég get lagfært þá. Þar sem ég fór seint að láta að mér kveða í því sem betur má fara í geð- heilbrigðisþjónustunni, þá langar mig til að forvitnast um það sem á undan er gengið. Ég rakst á blaðagrein um lands- söfnun sem Geðhjálp efndi til laug- ardaginn 2. mars 2002. Þar segir m.a. að verja eigi söfnunarfénu til nýrra meðferðarúrræða og upp- byggingar starfa fyrir fólk með geð- raskanir. Forráðamenn Geðhjálpar sögðu að þeir myndu vel sætta sig við 70 til 80 milljónir króna úr söfn- uninni til að hrinda þeim verkefnum af stað sem talin eru brýnust. Með söfnuninni var ætlunin að ganga til samstarfs við þá aðila sem hafa boðið upp á úrræði fyrir geðsjúka. Sig- ursteinn Másson sagði á fundi með fréttamönnum að ekki stæði til að nota söfnunarféð í steinsteypu held- ur að styrkja þau úrræði sem væru fyrir hendi, m.a. á Reykjalundi og endurvekja starfsemi Bergiðjunnar. Stefnt væri að því að fá einstaklinga með persónulega reynslu til að að- stoða við eftirmeðferðir, líkt og gert væri í áfengismeðferð. Hann sagði einnig að Geðhjálp lofaði því að af- rakstur söfnunarinnar yrði gerður sýnilegur alla leið. Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði að áhersla yrði einnig lögð á að skapa störf við hæfi geðsjúkra þannig að um leið yrði nauðsyn á virkni og hlut- verki einstaklingsins höfð að leið- arljósi. Nú veit ég að það safnaðist alla- vega 17,1 milljón og mig langar til að vita „hvernig hefur gengið að styrkja þau úrræði sem voru fyrir, að fá ein- staklinga með persónulega reynslu til að aðstoða við eftirmeðferðir og að skapa störf við hæfi geðsjúkra“? Að lokum langar mig til að segja frá því að fyrir um 17 árum greindist ég með geðhvarfasýki, eða bara geð- hvörf eins og það kallast í dag. Þegar ég greindist með þennan sjúkdóm hélt ég, í alvöru talað, að ég væri sá eini sem væri svona veikur og að ég væri í algjörum minnihluta. Fljótlega komst ég þó að því ég var í miklum meirihluta því að meiri- hluti þjóðarinnar á víst bara við ein- hvern krankleika að stríða. En eftir því sem segir í „Frétta- blaðinu“ mánudaginn. 30. janúar þá er ég bara í minnihluta, því að ég er jú í sambúð og það sem meira er, ég er í sambúð með geðsjúkri mann- eskju. Ég er kannski það „lítill“ að aðilar sem gera svona rannsóknir á geðbat- teríinu hafa ekki einu sinni fyrir því að spyrja mig hvað mér finnst um þjónustuna. Nei, væntanlega er ég bara einn af fjölmörgum geðsjúkum ein- staklingum í þjóðfélaginu sem spjara sig þokkalega og líta björtum augum á bæði jákvæðar og neikvæðar stað- reyndir um þjónustuna. Því að ég, eins og þessir fjölmörgu, ætla mér að læra af því sem aflaga fer og ég ætla mér að gera betur. Horfum á það sem vel er gert og tökum á því sem betur má fara Bergþór Grétar Böðvarsson fjallar um geðheilbrigðis- þjónustu ’Vissulega er skortur áeftirfylgni í geðheilbrigð- isþjónustunni en víða er eftirfylgni til staðar…‘ Bergþór Grétar Böðvarsson Höfundur er fjölskyldumaður og nemandi á 3. önn í Hringsjá, starfs- þjálfun fatlaðra. AÐ undanförnu hafa risið úfar milli almennings í íslömskum ríkj- um og blaðamanna á Vesturlöndum, einkanlega á Norðurlöndum. Ástæðan er birting skopmynda af Mú- hameð spámanni, sem smána trúarvitund áhangenda íslams. Viðbrögð þeirra hafa falist í mótmælum og kröfum um að danskar og norskar vörur verði sniðgengnar. Öfga- menn hafa einnig nýtt sér þessa reiði og veist að Norðmönnum og Dönum, einkum eftir að norrænir blaðamenn svöruðu mótmælunum með því að end- urbirta hinar móðgandi myndir. Nú síðast hefur jafnvel orðið vart morðhótana í garð Dana og Norð- manna. Öll erum við væntanlega sam- mála um að fordæma morðhótanir eða aðrar hótanir í garð þeirra sem birtu myndirnar eða í garð sam- landa þeirra. Við erum líka vænt- anlega öll sammála um að standa gegn kröfum um ritskoðun og verja rétt fjölmiðla til að birta hvað sem þeim þóknast. Það sem mesta at- hygli vekur í þessu sambandi er hins vegar að fjölmiðlamenn á Vest- urlöndum virðast ekki greina á milli ritskoðunar og mótmæla og túlka viðbrögð almennings í hinum ísl- amska heimi sem árás á málfrelsi vestrænna fjölmiðlamanna. Hér hefur eitthvað skolast til. Við höfum öll víðtækt frelsi til orða og athafna, en það frelsi er ekki án ábyrgðar. Við getum öll ullað fram- an í fólk, híað á minni máttar og móðgað fólk með margvíslegum öðrum hætti, án þess að ganga svo langt að gerast brotleg við lög. Við getum líka hæðst að hópi fólks vegna trúarbragða – líkt og hinir dönsku skop- teiknarar – en þurfum þá að sæta ábyrgð samkvæmt almennum hegningarlögum. Við getum hins vegar ekki ætlast til þess að þeir sem verða fyrir dónaskap okkar taki honum þegjandi og þakklátir, í nafni málfrelsis okkar og virðingar fyrir grundvallargildum Vest- urlanda. Af hverju má almenningur í hinum íslamska heimi ekki mót- mæla móðgunum, sem sannarlega fela í sér að trúarbrögð þeirra eru tengd við óhæfuverk og morð á sak- lausu fólki? Hvers vegna er mál- frelsi þeirra einskis virði? Að hverj- um á almenningur í þessum löndum að beina mótmælum sínum, ef ekki að þjóðartáknum þeirra landa sem búa við blaðamennsku af þessum toga? Fáránleiki málsins verður enn ljósari þegar við horfum til ný- legrar hliðstæðu hér á landi. Nú ný- verið gekk dagblaðið DV loks fram af þorra fólks í framsetningu frétta sinna og uppskar almenna reiði. Viðbrögð þáverandi ritstjóra ein- kenndust reyndar af sömu smá- mennskunni og forherðingunni og nú einkennir viðbrögð ritstjóra dönsku blaðanna. En dettur ein- hverjum heilvita manni í hug að þær þúsundir Íslendinga sem sner- ust gegn sóðaskap og siðferð- isbresti DV hafi verið að leggja til atlögu við málfrelsi ritstjóranna? Grundvallargildi Vesturlanda fela í sér frelsi með ábyrgð, en ekki heimild til að smána aðra án ábyrgðar. Það er þyngra en tárum taki ef siðferðisvitund hinna skoð- anamyndandi afla í vestrænum samfélögum er orðin svo menguð af tómhyggju og sérgæsku að menn sjá ekki muninn á málfrelsi og dónaskap. Það skyldi þó aldrei vera að siðferðisvitund brottrekinna rit- stjóra DV sé útbreiddari en flestir vildu vera láta? Mannasiðir eða málfrelsi? Árni Páll Árnason fjallar um viðbrögð við birtingu skop- mynda af Múhameð spámanni ’Við getum hins vegarekki ætlast til þess að þeir sem verða fyrir dónaskap okkar taki hon- um þegjandi og þakk- látir …‘ Höfundur er lögfræðingur. Árni Páll Árnason ÞINGMENN VG hafa gengið fram fyrir skjöldu á Alþingi síð- ustu daga og reynt að hindra áform rík- isstjórnarinnar um að liðka fyrir nauðsyn- legum rannsóknum á orkuauðlindum lands- ins, með því að halda uppi málþófi í um- ræðum um frumvarpi til laga rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Við framsókn- armenn höfum haft að leiðarljósi skynsamlega nýtingu á þessari auð- lind okkar Íslendinga með það að markmiði að efla atvinnulífið, ekki síst í hinum dreifðu byggðum. Villigötur Vinstri grænna Ef stjórnvöld vilja á annað borð nýta orku- auðlindir landsins er nauðsynlegt að ýtarleg- ar rannsóknir hafi farið fram til þess að hægt sé að leggja mat á hvað sé skynsamlegt í þeim efn- um og hvað ekki. Frum- varp iðnaðarráðherra um rannsóknir og nýt- ingu á auðlindum í jörðu er einmitt gott verkfæri til slíks mats. Þingmenn VG eru á móti slíkum rannsóknum, eins og fram hefur komið í máli þeirra á Alþingi, og al- gjörlega á móti áframhaldandi upp- byggingu orkufreks iðnaðar hér á landi. Framsóknarmenn hafa lagt mikla áherslu á uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi í framtíðinni. Vinstri grænir eru á móti slíkri atvinnu- uppbyggingu. Óumdeilt er að slík uppbygging hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á hagvöxt, kaupmátt- araukningu og sterka stöðu þjóðarbúsins á síðustu árum. Hagfræð- ingar hafa staðfest það mörgum sinnum. Þá eru ótalin framfaraskeið þeirra samfélaga þar sem framkvæmdirnar eru í gangi og nærtækt er að nefna Miðaust- urland í því samhengi. Við viljum halda áfram á þessari braut framfara. Þó er mikilægt í því samhengi að varðveita stöðugleikann og ekki verður teflt á tvær hættur í því samhengi. Öfgar VG Línurnar eru skýr- ar. VG hefur verið á móti markaðsvæðingu ríkisfyrirtækja, sem hafa skilað þjóð- arbúinu gríðarlegum fjármunum á und- anförnum árum og eru jafnframt á móti upp- byggingu orkufreks iðnaðar. Afturhalds- samur og öfgafullur stjórnmálaflokkur sem er á móti skattalækk- unum, atvinnu- uppbyggingu og framförum í ís- lensku efnahagslífi á ekki erindi í íslensk stjórnmál. Nær öllum fram- förum sem ríkisstjórnin hefur leitt á síðustu árum hafa Vinstri grænir ver- ið andsnúnir, það er óumdeilt. Skýrar línur Birkir J. Jónsson fjallar um stjórnmál Birkir Jón Jónsson ’Afturhalds-samur og öfga- fullur stjórn- málaflokkur sem er á móti skatta- lækkunum, at- vinnuuppbygg- ingu og framförum í ís- lensku efnahags- lífi á ekki erindi í íslensk stjórn- mál. ‘ Höfundur er formaður iðnaðarnefndar Alþingis. Á ÍSLANDI hefur ríkt gott sam- komulag um mikilvægi menntunar. Við höfum viljað að börnin okkar nytu góðrar og gagn- legrar menntunar og að loknu almennu námi ættu allir þess kost að læra það sem hugur og geta standa til. Árum í skyldunámi hefur fjölgað og nú þykir stúdentspróf sjálfsagður liður í al- mennri menntun en ekki eingöngu að- göngumiði að há- skólanámi fyrir fáa út- valda, eins og áður var. En nú virðist yf- irvöldum menntamála þykja nóg komið. Nú á að grípa í taumana og draga úr almennri menntun með því að skerða nám til stúd- entsprófs og fækka menntaskólaárunum úr fjórum í þrjú. Því er haldið fram að sparn- aður sé alls ekki ástæða skerðing- arinnar. En hver er þá ástæðan? Helst hefur verið nefnt að okkar unglingar séu að jafnaði ári eldri þegar þeir ljúka stúdentsprófi en unglingar í löndunum í kringum okk- ur. Það er að vísu rétt í mörgum til- fellum en þar með er ekki öll sagan sögð. Það gleymist nefnilega að láta þess getið að það ár vinna íslensk ungmenni upp í framhaldsnámi sínu. Íslenskir verkfræðingar, læknar, viðskiptafræðingar og yfirleitt þeir sem ljúka sérnámi eftir stúdentspróf eru ekki ári eldri en þeir sem ljúka sama námi í svokölluðum sam- anburðarlöndum okkar. Ástæður þess geta vitaskuld verið margar og flóknar, en góð grunnmenntun er vafalaust ein þeirra. Menntun hefur alltaf verið mik- ilvæg og velmegun þjóðar helst gjarnan í hendur við mennt- unarstig hennar. Senni- lega hefur þó almenn menntun aldrei verið mikilvægari en einmitt nú á tímum hnattvæð- ingar. Um það eru flest- ir sammála. Og smáþjóð eins og við Íslendingar hefur alls ekki efni á öðru en að veita börn- um sínum bestu hugs- anlegu menntun. Auðvitað þarf stöð- ugt að endurskoða menntakerfið, jafnt framhaldsskólann sem aðra hluta þess. Ég held því ekki fram að íslenski framhalds- skólinn sé fullkominn. Fjarri því. En hann batnar örugglega ekki með því að draga úr náminu sem þar fer fram. Ég trúi því ekki að mennta- málaráðherra þyki íslenskir stúd- entar of mikið menntaðir. Þvert á móti hljóta allir að fagna því að ís- lenskir stúdentar séu síst eftirbátar stúdenta annarra þjóða. Og mér þykir það dapurlegt ef eftirminnileg- asta framlag menntamálaráðherra til menntunar í landinu verður að minnka almenna menntun og lækka menntunarstig þjóðarinnar. Verjum almenna menntun Ragnhildur Richter fjallar um menntun Ragnhildur Richter ’Menntun hefuralltaf verið mik- ilvæg og velmeg- un þjóðar helst gjarnan í hendur við menntunar- stig hennar. ‘ Höfundur er íslenskufræðingur og kennari í MH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.