Morgunblaðið - 08.02.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 08.02.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 38. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • idborg midborg.is Með blaðinu í dag fylgir fasteignablað Miðborgar Innblásinn skylduklæðnaður Tískuvika í New York – haust og vetur 2006-2007 | 48 Úr verinu og Íþróttir Úr verinu | Loðnan fryst bæði í landi og um borð  Kvótaþak er gerræðisaðgerð Íþróttir | Íslendingar mættir til leiks í Tórínó  Birmingham lagði Reading 2–1 ÚTLÁNAAUKNINGIN í íslenska bankakerfinu veldur áhyggjum, að áliti matsfyrirtækisins Fitch Rating. Í nýrri skýrslu fyrirtækisins um kerfislæga áhættu í bankakerfum einstakra landa segir að svonefnd þjóðhagsleg viðkvæmni íslenska bankakerfisins hafi vaxið einna mest af þeim löndum sem fyrirtækið met- ur. Þetta hafi gerst samfara gríðar- legri útlánaaukningu bankanna, mikilli styrkingu krónunnar, mikilli gengishækkun hlutabréfa og verð- hækkun á fasteignum. Í skýrslunni segir að kerfislæg áhætta í bankageiranum hafi al- mennt farið vaxandi í heiminum á síðustu sex mánuðum. Viðkvæmni bankakerfisins fyrir þjóðhagslegum þáttum (macro-prudential vuln- erability) sé nú mest á Íslandi, Ír- landi, í Noregi, Suður-Afríku, Rúss- landi og Aserbaídsjan af þeim löndum sem Fitch Ratings metur. Lánaáhættan aukist ef útlánaþró- unin snúist við og gengi hlutabréfa og fasteignaverð lækki snöggt. Bankarnir séu viðkvæmir fyrir breytingum á hlutabréfamarkað- inum vegna beinnar hlutabréfaeign- ar og sameiginlegrar áhættu gagn- vart afkomu íslenskra fyrirtækja. Fitch um íslenska banka Útlána- aukningin veldur áhyggjum  Aukin kerfisáhætta | 11 Moskvu. AFP. | Rússneska leyniþjón- ustan FSB hefur gert lesendum vef- seturs síns tilboð sem hún vonar að þeir geti ekki hafnað – boðið þeim að starfa sem gagnnjósnarar. Leyniþjónustan birti auglýsingu á vefsetri sínu, www.fsb.ru: „Rúss- neskir borgarar sem vinna með er- lendum njósnurum geta haft sam- band við FSB í síma til að verða gagnnjósnarar.“ Rússnesk lög heimila að meintir njósnarar verði ekki ákærðir að- stoði þeir leyniþjónustuna við rann- sóknir. Í auglýsingunni segir að njósn- ararnir fái að halda öllum launum sem þeir þiggja af erlendum leyni- þjónustum og tekið er fram að þeir fái tækifæri til að starfa með „ein- valaliði“ njósnara rússnesku leyni- þjónustunnar. Leyniþjónusta auglýsir eftir gagnnjósnurum EINN starfsmaður Íslensku friðargæslunnar var staddur í bækistöðvum ISAF, alþjóðlegra örygg- issveita Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, í bænum Meymana í norðvesturhluta landsins þegar hópur reiðra múslíma réðst þar til atlögu í gær- morgun. Til átaka kom og týndu fjórir Afganar lífi en sex norskir liðsmenn ISAF-sveitanna særðust. Talsverðar eignaskemmdir urðu í óeirðunum en m.a. varð tjón á sérútbúnum bíl sem er í eigu Ís- lensku friðargæslunnar. Norðmenn reka búðirnar í Meymana og fara þar fyrir svokallaðri uppbyggingar- og endurreisnar- sveit ISAF á þessum slóðum. Íslenskir friðargæslu- liðar störfuðu með Norðmönnunum í Meymana sl. haust en voru kallaðir heim fyrir jól skv. ákvörðun Geirs H. Haarde utanríkisráðherra. Geir sagði í samtali við Morgunblaðið að einn Ís- lendingur hefði verið í Meymana í gær í því skyni að undirbúa tvo sérútbúna jeppa, sem Íslendingar tóku með sér til Meymana í haust þegar þeir komu þar til starfa, til flutnings til Kabúl þar sem stendur til að nýta þá. Tók Geir fram að íslenski friðargæsluliðinn væri heill á húfi. „Hann mun örugglega halda hópinn með öðrum sem þarna eru. Ef búðirnar verða rýmdar þá verður hann í þeirra hópi, býst ég við. En það stendur reyndar ekki til að gera það, eftir því sem ég veit best. Það var eitthvað rætt fyrr í dag [í gær] en hætt við það.“ Geir sagðist halda að grjóti eða einhverju sam- bærilegu hefði verið kastað í íslenska jeppann, rúð- ur væru brotnar og dekk sprungin, ekki væri því um stórtjón að ræða. Íslendingar í Chaghcharan halda kyrru fyrir Sem fyrr segir kallaði Geir íslensku friðargæslu- liðana á brott frá Meymana í haust og var það gert á grundvelli þess að spenna hefði magnast á þessum slóðum. Ólætin í gær tengdust hins vegar birtingu skopmynda af Múhameð spámanni í Danmörku og Noregi og víðar, en myndbirtingarnar hafa vakið mikla reiði meðal múslíma víðsvegar um heiminn. Utanríkisráðherra sagði í gær að eftir því sem menn vissu best væri ástand öruggt í Chaghcharan, vestarlega í Afganistan, en þar eru nú átta íslenskir friðargæsluliðar. „Við erum auðvitað í sambandi við þá þar og munum verða það þar til mál skýrast,“ sagði Geir. Lét hann þess getið að Íslendingarnir í Chaghcharan myndu halda kyrru fyrir í búðunum að svo stöddu. Aðspurður um fimm íslenska friðargæsluliða, sem eiga að halda áleiðis til Afganistans í dag og leysa menn af hólmi í Chaghcharan, sagði Geir að ekki yrði gerð breyting þar á. „Við teljum ekki rétt að breyta þar neinu. Við teljum eðlilegt að það hafi sinn gang. Menn gæta fyllsta öryggis eftir því sem hægt er,“ sagði Geir. Íslendingur í Meymana þegar til átaka kom  Skemmdir voru unnar á öðrum sérútbúnu jeppanna sem Íslenska friðargæslan flutti til Afganistans og verið var að sækja Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is  Ráðist gegn | 16 DÖNSK stjórnvöld létu í gær í ljós létti yf- ir vaxandi stuðningi vestrænna ríkja, einkum Bandaríkjanna og Bretlands, við Dani vegna deilunnar um skopmyndir af Múhameð spámanni sem birtust fyrst í danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Bret- landi gagnrýndu í fyrstu blaðið fyrir að birta myndirnar en tónninn í þeim hefur breyst. Þeir lýsa nú yfir stuðningi við Dani og gagnrýna götumótmæli múslíma. „Ljóst er að þessi stuðningur frá stórum löndum dregur úr þrýstingnum á okkur og er okkur hugarléttir, einkum vegna þess að stuðningurinn kemur frá Bandaríkjamönnum og Bretum sem ollu okkur vonbrigðum með gagnrýni sinni og skorti á samstöðu,“ sagði danskur stjórn- arerindreki. George W. Bush Bandaríkjaforseti hringdi í gær í forsætisráðherra Dan- merkur til að votta Dönum stuðning sinn. AP Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á blaðamannafundi í gær um deiluna um skopmyndir af Múhameð spámanni. Hann hvatti til þess að deilan yrði leyst með friðsamlegum skoðanaskiptum. Dönum léttir Leiðtogar vesturvelda heita Dönum stuðningi í deilunni um skopmyndirnar SKULDABRÉFAÚTGÁFA Kaup- þings banka hefur vegna fjármögn- unar íbúðalána sinna fengið hæstu mögulega lánshæfiseinkunn, Aaa, hjá Moody’s, alþjóðlega lánshæfis- matsfyrirtækinu. Það gerir bankan- um kleift að veita áfram íbúðalán með 4,15% verðtryggðum vöxtum, sem eru talsvert lægri vextir en allir aðrir aðilar á þessum markaði, þ.m.t. Íbúðalánasjóður, bjóða. Þetta var kynnt á blaðamanna- fundi sem Kaupþing banki efndi til í gær. Þar kom fram að þetta væri sama lánshæfismat og skuldabréf fá sem gefin eru út af íslenska ríkinu eða með ríkisábyrgð og að Kaupþing banki væri fyrsta íslenska einkafyr- irtækið til að gefa út skuldabréf með sambærilegri lánshæfiseinkunn og ríkissjóður. „Það hefur verið brotið blað í fjár- málasögu Íslands,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaup- þings banka, á fundinum. „Þetta ger- ir okkur kleift að fjármagna þessi íbúðalán sem við hófum að veita fyrir einu og hálfu ári á samkeppnishæf- um kjörum.“ KB banki fær hæstu lánshæfis- einkunn  Íbúðalán | 11 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.