Morgunblaðið - 08.02.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 08.02.2006, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðalfundur Verðbréfastofunnar hf.fyrir árið 2005 verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar kl. 17.00 í húsnæði fyrirtækisins að Suðurlandsbraut 18. Dagskrá samkvæmt samþykktum. - Tillaga um hækkun hlutafjár. - Tillaga um að grein 1.1 í samþykktum félagsins verði svohljóðandi: Félagið heitir VBS fjárfestingarbanki hf. - Önnur mál. Stjórnin Aðalfundur FJÁRFESTINGARBANKI „VIÐ viljum fá strætó aftur heim til Reykja- víkur,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, borg- arfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, sem ásamt Svandísi Svavarsdóttur og Þorleifi Gunnlaugssyni, frambjóðendum VG, fundaði með starfsfólki Strætós bs. í gær. Sagði Árni Þór reynsluna af sameiningu Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) og Almenningsvagna hafa valdið sér miklum vonbrigðum og vera ein samfelld árekstrasaga þar sem byggðasamlagsformið væri stórgallað. „Nú er svo komið að við teljum hags- munum Reykjavíkur og þessa málefnis, þ.e. almenningssamgangna, betur borgið með því að Reykjavík sjái bara um sinn rekstur og sína starfsemi og geti þá aukið við hana og eflt eftir því sem menn telja skynsamlegt,“ sagði Árni Þór og benti á að eins og staðan væri í dag borgaði Reykjavík um 65–70% af strætisvagnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu öllu. „Það má vel færa rök fyrir því að Reykvík- ingar séu að borga fyrir góða þjónustu í hin- um sveitarfélögunum. Það væri svo sem allt í lagi ef það væri þá samstaða um það að það þurfi líka stundum að efla þjónustuna inni í Reykjavík, en því miður hefur það ekki ver- almenningssamgöngur og gera að fýsilegri kosti fyrir borgarbúa, því yrði ekkert að gert myndi umferðin aukast um 30% á næstu 20 árum. Spurður hvernig árangursríkast væri að fjölga farþegum svaraði Árni Þór því til að engin ein lausn væri til við þeirri áskorun heldur þyrftu þar að koma til margar sam- þættar aðgerðir. „Í fyrsta lagi þarf að tryggja tíðar ferðir auk þess sem þær þurfa að vera áreiðanlegar. Auka þarf upplýsingar um ferðir vagnanna auk þess sem stræt- isvagnar þurfa að fá enn meiri forgang í um- ferðinni en er í dag. Síðan þarf mikið upplýs- inga- og áróðursstarf. Það þarf kannski að ala upp heila kynslóð sem notar strætó,“ sagði Árni Þór og benti á að fræðsla í grunn- skólum landsins hefði skilað gríðargóðum ár- angri í málefnum á borð við reykingar og flokkun sorps þar sem börnin kæmu síðan fræðslunni áleiðis til foreldra sinna. „Ég tel að hægt sé að fara sömu leið með almenningssamgöngur og strætó, fara með upplýsingar og fræðslu inn í skólana og kenna krökkunum að nota strætó þannig að þau afþakki akstur foreldra sinna og velji sjálf frekar að ganga í skólann eða hjóla, þar sem það er bæði heilsusamlegra og betra fyrir umhverfið,“ sagði Árni Þór og lagði áherslu á að aðgerðir væru markvissar og samhæfðar. ið. Þannig að við teljum að frá sjónarmiði Reykvíkinga og þeirra hagsmuna sé skyn- samlegt að færa Strætó heim, þannig að við sjáum um okkar rekstur og starfsemi á okk- ar forsendum. Við viljum gjarnan eiga sam- starf við hin sveitarfélögin um leiðarkerfið sjálft, þannig að það sé hægt að tryggja akstur milli sveitarfélaga, en aðalatriðið er að við getum eflt okkar kerfi.“ Almenningssamgöngur verði fýsilegri kostur fyrir íbúa Fram kom í máli Árna Þórs að mikilvægt væri að þétta net strætisvagnaferða í Reykjavík og bæta við ferðum, ekki bara á stofnleiðum. Að hans mati er nauðsynlegt að skoða hverja leið fyrir sig með tíðni ferða í huga og bregðast við með því að fjölga ferð- um á annatímum. Einnig sagði hann lyk- ilatriði að rafræna greiðslukerfið yrði tekið í notkun sem allra fyrst sem og birting raun- tíma á stoppistöðvum. Allt væru þetta liðir í því að gera almenningssamgöngur að fýsi- legri kosti fyrir borgarbúa, sem væri hag- kvæmt ekki aðeins út frá umhverfissjón- armiðum heldur einnig fjárhagslegum sjónarmiðum. Benti hann á að 50% alls lands á höfuðborgarsvæðinu væru í dag lögð undir bílinn, þ.e. í formi gatna og bílastæða, og um væri að ræða verðmætt byggingarland. Lagði hann áherslu á mikilvægi þess að efla Hagsmunum Reykvíkinga best borgið með að fá strætó heim Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur frambjóðenda Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til borgarstjórnar í Reykjavík með starfsfólki Strætó bs. var vel sóttur. Í UMRÆÐUM á fundinum lýstu vagnstjórar áhyggjum sínum yfir ört fækkandi farþeg- um í vögnum sínum og voru ræddar að- gerðir til þess að gera strætó meira aðlað- andi í huga fólks. Sögðu þeir vægast sagt ömurlegt fyrir vagnstjóra með þjón- ustulund að þurfa að svara fyrir leiðakerfi sem hefði fjarlægst farþega og tæki ekki mið af þörfum þeirra. Sitt sýndist hverjum um það hvort hafa ætti vagnana gjald- frjálsa. Voru sumir á því að það væri eina leiðin til að laða farþega inn í vagnana, en aðrir óttuðust að væru ferðir ókeypis myndi það verða til að draga enn frekar úr virð- ingu fólks fyrir strætó. Allir fundarmenn voru sammála um að nýjasta gjaldskrárhækkun hefði verið ótímabær og að mikilvægt væri að bjóða afslátt- armiða og afslátt- arkort á mjög góðum kjörum þó svo að stakar ferðir væru eitt- hvað dýrari. Í máli vagnstjóra kom fram að þeir myndu vilja geta selt farþegum af- sláttarmiða og kort í stað þess að þurfa að senda alla niður á Hlemm, sem mæltist illa fyrir hjá mörgum farþegum. Fram kom hörð gagnrýni á aðstöðu eða réttara sagt aðstöðuleysi farþega á Hlemmi og rætt var um hvar framtíðarhöfuðstöðvar Strætó ættu að vera nú þegar ljóst væri að lóð fyr- irtækisins við Kirkjusand ætti að nýtast undir íbúðar- og aðra atvinnustarfsemi. Illa staðið að breytingunum Á fundinum lýstu vagnstjórar mikilli óánægju með það að ekki hefði verið haft neitt samráð við þá um leiðakerfisbreyting- arnar sem ráðist var í sl. sumar. Jafnframt gagnrýndu þeir hversu illa hefði verið stað- ið að kynningu á breytingunum, bæklingar væru með of smáu letri fyrir marga eldri borgara og ekki hefði verið gert neitt til að kynna breytingarnar sérstaklega t.d. í skól- um landsins. Í máli Árna Þórs Sigurðssonar og Svandísar Svavarsdóttur kom fram að æskilegt hefði verið að nýja leiðakerfið hefði tekið meira mið af gamla kerfinu, þ.e. byggst á því, en einnig væri ljóst að gefa þyrfti nýja kerfinu lengri tíma til aðlög- unar. Ekki mætti dæma það úr leik á svo skömmum tíma. Margir Reykvíkingar hefðu lært gamla kerfið á unga aldri og það tæki tíma að venjast nýjum leiðum. Gagnrýndu samráðsleysi SMÁRAGARÐUR ehf., fasteigna- félag Norvíkur hf., hefur óskað eftir því við Reykjavíkurborg að hefja við- ræður um úthlutun á lóð fyrir bygg- ingavöruverslunina BYKO, austan við Vesturlandsveg, í landi borgar- innar við Úlfarsfell. Seint í síðasta mánuði barst borgaryfirvöldum um- sókn um 20 þúsund fermetra lóð á sama svæði frá þýsku lágvöruverðs- byggingarvörukeðjunni Bauhaus, en í bréfi Smáragarðs til skipulagsráðs kemur fram að BYKO hafi margoft verið neitað um lóð á svæðinu. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, segir ósk Smáragarðs koma sér nokkuð á óvart enda sé fyr- irhugað hjá fyrirtækinu að byggja 40 þúsund fermetra verslunarhúsnæði, sem einnig mun innihalda verslun BYKO, á Stekkjarbrekkum, sem liggur vestanmegin við Vesturlands- veginn. Í bréfi Smáragarðs kemur fram að ákveðnir gallar fylgi fenginni lóð. „Fyrst og fremst þeir að hún er vest- anmegin við Vesturlandsveg og því liggur hún ekki eins vel við umferð og þær lóðir sem liggja austanmegin við veginn.“ Þar segir einnig að þeg- ar unnið var svo að skipulagi Graf- arholts hafi BYKO átt í viðræðum við borgina í nokkur ár og lagt áherslu á að fá lóð fyrir stóra verslun við Vínlandsleið. Lóðinni hafi hins vegar verið úthlutað til annars fyr- irtækis, sem starfar þar í dag. Staðsetningin skiptir miklu máli Guðmundur Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Smáragarðs, segir málið vera á byrjunarstigi. Að- eins hafi verið óskað eftir viðræðum. Aðspurður út í 40 þúsund fer- metra lóðina sem félagið fékk úthlut- að hinum megin við Vesturlandsveg segir Guðmundur að BYKO hafi reynt að komast inn á svæðið austan við Vesturlandsveg í mörg ár en það hafi ekki verið í boði fyrir verslun af þessu tagi fyrr en núna. „Menn verða að átta sig á því að við viljum náttúrlega fá afgerandi góða lóð því staðsetning skiptir mjög miklu máli, sýnileiki og annað. En ég er ekki að gera lítið úr þeirri lóð sem við feng- um, okkur finnst þetta einungis und- arlegt,“ segir Guðmundur. Dagur B. segist vera meira en tilbúinn að hitta fulltrúa Smáragarðs en að hann hafi jafnframt beðið um að fyrst verði fundað með þeim emb- ættismönnum sem önnuðust sam- skiptin á sínum tíma, þannig að ekki verði margar útgáfur í gangi af því sem þá fór fram, hvað til álita kom og skoðunar. „Ég var ekki viðstaddur þær við- ræður og það er aldrei gott í svona umræðu ef það er ekki sameiginleg- ur skilningur á forsögu málsins og staðreyndum,“ segir Dagur og bætir við að Reykjavíkurborg hafi teygt sig afar langt fyrir Smáragarð til að útvega þeim svo stóra lóð. „Við vor- um að leita að lóð fyrir þrjá aðila, fyrir sameiginlegt svæði, og teygð- um okkur mjög langt til að koma þeim fyrir. Það kallaði bæði á breyt- ingu á aðal- og deiliskipulagi og ég veit ekki annað en það hafi verið ánægja með lóðina.“ Umsókn Bauhaus um lóð við Úlf- arsfell verður tekin fyrir á fundi skipulagsráðs í dag og telur Dagur að starfsemi Bauhaus samræmist skipulagi á svæðinu ágætlega og muni vera góð fyrir samkeppni í byggingavöruverslun á svæðinu. Fulltrúar Smáragarðs óska eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um lóð fyrir BYKO við Úlfarsfell „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Eftir Andra Karl andri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.