Morgunblaðið - 08.02.2006, Page 20

Morgunblaðið - 08.02.2006, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR                                     !"##   $    % &     '(    )$    " *+ $ ,       $   $            --.    +%  & & &      +  ' /'   '     ( %      *+ $     ( %         ' 0     1 '(  2    %      $     /  '(  +   0        '     +  %   % 3 $ &     + ' /   && 0 4 $ #0  0     +%    /     0 /      &    --0   /    /           $           &  3      % ' 5   & 5               6          &     $    (  --   &   --      &      ,  + & &  0 4 $ #0 !  *  %        &        $  /  +      / 7 + ( --.          AKUREYRI SUÐURNES Reykjanesbær | Nýir eigendur hafa tekið við héraðsfréttablaðinu Tíðindunum á Suðurnesjum. Halldór Leví Björnsson sölustjóri er tekinn við ritstjórastarfinu af Sigurjóni Vikarssyni prentsmiðjustjóra. Halldór gaf út og ritstýrði Suðurnesjaf- réttum í rúman áratug, þar til hann seldi blaðið fyrir rúmum fimm árum. „Það fylgir því ákveðin tilhlökkun. Blaða- mennskan er baktería sem maður losnar aldrei við. Maður umgengst marga og kynnist fólki,“ segir Halldór þegar hann er spurður hvernig það leggist í hann að setjast aftur á ritstjórastól. Hann segir að samkeppnin sé hörð og því fylgi einnig ákveðin spenna að takast á við þetta verkefni. „Ég kvíði því ekki. Tíðindin hafa unnið sér ákveðinn sess hér á markaðnum og gengið vel.“ Prentsmiðjan Grágás stofnaði Tíðindin og hefur Sigurjón Vikarsson prentsmiðjustjóri ritstýrt blaðinu og skrifað að miklu leyti og þannig sett mark sitt á umræðuna. Halldór segir að byggt verði á því sem blaðið hafi gert gott og nefnir menningarumfjöllunina sem dæmi um það, en blaðið verði þróað áfram. Hann er ákveðinn í að auka áherslu á fréttir. „Tíðindin verða almennt og óháð fréttablað. Fjallað verður um málefni svæð- isins og það sem er að gerast í bæjarlífinu,“ segir Halldór. Einkahlutafélagið Blaðheimar, sem Hall- dór er að stofna, er kaupandi Tíðindanna en Halldór segir að hann muni fá fleiri fjárfesta til liðs við sig um útgáfuna. Ekki sé komin endanleg mynd á hluthafahópinn. Prent- smiðjan Grágás mun áfram sjá um prentvinnslu og blaðinu er dreift frítt með Póstinum. Baktería sem maður losnar aldrei við Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Halldór Leví Björnsson Sandgerði | Lítið hús úr gömlu rat- sjárstöðinni Rockville á Mið- nesheiði hefur fengið nýtt hlutverk. Það var flutt í fyrrakvöld að Sand- gerðishöfn og verður notað þar sem skýli fyrir hraðbjörgunarbát Björg- unarsveitarinnar Sigurvonar. Verið er að rífa mannvirkin í Rockville og farga efninu á við- urkenndan hátt. Umrætt hús slapp þó við niðurrif vegna þess að unnt reyndist að flytja það heilt og finna því nýtt hlutverk. Björgunarsveit- armenn unnu við flutninginn með aðstoð frá starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka, O.R. krönum og A. Pálssyni verktaka. Flutningurinn gekk vel og það rétt slapp milli gangbrautarljósa við Strandgötu og munaði aðeins nokkrum sentí- metrum. Lögð verður braut út í sjó frá húsinu þannig að björgunarmenn komist fljótt af stað þegar nota þarf bátinn í neyðartilvikum. Hús frá Rockville fær nýtt hlutverk Morgunblaðið/Reynir Sveinsson L-LISTINN, Listi fólksins mun bjóða fram við bæjarstjórnarkosning- ar á Akureyri á komandi vori og er þetta í þriðja sinn sem listinn býður fram. Nú eru tveir fulltrúar listans í bæjarstjórn, en L-listafólk stefnir hærra nú og segir þriðja sætið bar- áttusætið auk þess sem listinn vill komast í meirihlutasamstarf í bæjar- stjórn svo vinna megi málum hans brautargengi. Oddur Helgi Halldórsson mun skipa fyrsta sæti listans nú sem hinn fyrri skipti sem boðið hefur verið fram. Hann hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 1994, kom þá inn fyrir Framsóknarflokk, en sagði skilið við félaga sína þar og bauð sig fram í nafni L-listans. Komst við kosning- arnar 1998 einn manna inn af þeim lista, en við kosningarnar 2002 náði listinn tveimur mönnum inn í bæjar- stjórn. „Við teljum að það sé þörf fyrir okkur, að vera okkar í bæjarstjórn hafi verið til góðs og því viljum við áfram bjóða bæjarbúum upp á þenn- an valkost,“ segir Oddur Helgi en hann tilkynnti um framboðið á fundi í gær. „Við finnum mikinn meðbyr úti í bæ, meiri en fyrir fjórum árum og enn meiri en fyrir átta árum. Þess vegna ætlum við að hella okkur í slaginn í þriðja sinn og erum bara bjartsýn.“ Framboðslistinn verður kynntur 18. mars, en sem fyrr segir mun Odd- ur Helgi skipa fyrsta sætið. Hvernig viljum við að Akureyri verði í lok kjör- tímabils, árið 2010? er þema sem L- listinn mun vinna út frá að þessu sinni. Stefnuskrá er ekki tilbúin, en að mati Odds Helga munu skipulagsmál án efa verða í flokki heitra kosninga- mála á komandi vori. Þar mun mið- bærinn koma við sögu, svæðið frá Samkomuhúsi í suðri að Glerá í norðri, þar er íþróttavallasvæðið með talið. Skiptar skoðanir eru meðal bæj- arbúa um hvort völlurinn í hjarta bæj- arins eigi að víkja fyrir verslunarmið- stöð eða hvort byggja eigi hann upp. „Ég er alveg til í að völlurinn fari, en það verður að huga að því að þetta er mjög verðmætt svæði,“ segir Oddur Helgi. Þá nefnir hann að bæta þurfi sam- göngur innanbæjar með byggingu stofn- og tengibrauta og að skoðað verði hvort fýsilegt sé að leggja syðsta hluta Dalsbrautar í stokk neð- anjarðar. Nægar byggingarlóðir þurfi ætíð að vera fyrir hendi, bæði undir íbúðarbyggingar sem og at- vinnuhúsnæði og þá bendir hann á að listinn vilji skipuleggja íbúðarbyggð í Landi Ytra-Krossaness og Þórsness út að Brávöllum. Aðalforsenda þess að Akureyringum fjölgi sé að nægt lóðaframboð sé fyrir hendi á hverjum tíma. Listinn vill byggja reiðhöll, bæta aðstöðu fimleikafólks og gera öllum grunnskólabörnum kleift að stunda íþróttir með því að niðurgreiða æf- ingagjöld. Þá vill L-listinn stórauka fjármagn til vímuvarna og forvarna og mun síðar kynna áherslubreyting- ar í forvörnum sem taldar eru skila betri árangi. „Við ætlum að sýna tölu- lega fram á minni vímuefnaneyslu á Akureyri í lok kjörtímabils árið 2010,“ segir í fréttatilkynningu sem lögð var fram á fundinum. Þá segir Oddur Helgi að listinn sé á móti sölu á hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun, verðið sem boðið hafi verið sé einfaldlega of lágt. Loks má nefna að eitt af stefnumálum L- listans er að ókeypis verði í strætó. Listi fólksins býður fram í þriðja sinn og stefnir á þrjá menn í bæjarstjórn Teljum að það sé þörf fyrir okkur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Oddur Helgi Halldórsson: Verður í efsta sætinu og faðir hans, Halldór Árnason, alltaf kallaður Dóri skó á Akureyri, í heiðurssætinu. Gamla saumavélin af skóvinnustofunni er aftan við Odd í bækistöðvum L-listans. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is L-LISTINN, eitt framboða, hefur tekið skýra afstöðu til þess að ál- ver á Norðurlandi skuli reist á Dysnesi í Eyjafirði og mun vinna að framgangi þess máls. Oddur Helgi Halldórsson, leiðtogi listans, telur iðnaðarráðherra, Valgerði Sverrisdóttur „engan veginn hafa staðið sig í þessu máli“, eins og hann orðaði það á fundi í gær þar sem tilkynnt var um framboðið. Hann segir Val- gerði varpa ábyrgðinni á stað- arvalinu yfir á Alcoa, sem lýst hefur áhuga á að reisa álver á Norðurlandi, en svo sem fram hefur komið hafa þrír staðir ver- ið nefndir; Dysnes í Eyjafirði, Brimnes í Skagafirði og Bakki við Húsavík. „Með þessu er hún að etja fólki og sveitarstjórnum á svæðinu saman,“ segir Oddur Helgi. Hann segir ráðherra hafa lýst yfir að margir hefðu áhuga fyrir að reisa álver, „og ef það er rétt og Alcoa vill ekki vera á Dysnesi á bara að bjóða öðrum þann kost“. Oddur Helgi segir Eyfirðinga lengst hafa beðið eftir stóriðju, „og ef sú bið er einhver mælikvarði, þá hljótum við að vera næst í röðinni“. Oddur gagnrýnir ráðherra Fer á safn | Framkvæmdaráð hefur samþykkt að veghefill í eigu Akureyrarbæjar af Austin- western-gerð frá árinu 1946 ásamt tilheyrandi fylgi- og varahlutum verði afhentur Samgöngusafninu á Ystafelli í Köldukinn til varð- veislu. Sýning | Brynhildur Kristinsdóttir heldur sýningu á Bókasafni Háskól- ans á Akureyri. Sýningin stendur til 1. mars næstkomandi. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hún starfar nú hjá Fjölmennt, fullorð- insfræðslu fatlaðra.Bókasafn Há- skólans á Akureyri er opið alla virka daga frá 8 til 18 og frá 12 til 15 á laugardögum.    Maríubjallan | Forsala er hafin á sýninguna Maríubjölluna, en hún verður frumsýnd í næstu viku, 16. febrúar í nýju leikhúsi Leikfélags Akureyrar, Rýminu sem er íHafn- arstræti 73, þar sem áður voru Dyn- heimar, Lón og nú síðast Húsið. Þetta er kraftmikil og átakanleg sýning sem engan lætur ósnortinn segir í tilkynningu. Sýningartíminn er takmarkaður og mun sýningum ljúka fyrir 24. mars þegar Litla Hryllingsbúðin verður frumsýnd. Mikil aðsókn hefur verið að leik- ritum LA í vetur og oft færri komist að en vilja.    Fyrirlestur | Sigurbjörg Árnadótt- ir flytur fyrirlestur í dag, miðviku- daginn 8. febrúar, kl. 12 í stofu L201 á Sólborg um ferðaþjónustu og hvernig hún geti eflt atvinnulíf sem fyrir er í dreifðum byggðum lands- ins, skapað ný atvinnutækifæri og skilað arði. Mun hún fjalla um hvernig Finnum hefur tekist á síð- ustu tuttugu árum að stöðva flótta úr strjálbýli Lapplands með því að byggja upp hágæða ferðaþjónustu.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.