Morgunblaðið - 08.02.2006, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
tórveldi framtíðarinnar eru
stórveldi hugans.“ Þessi
orð Winstons Churchills,
sem hann lét falla í Har-
vard-háskóla árið 1943,
hefur Viðskiptaráð Íslands gert að
einkunnarorðum sínum í nýrri
skýrslu framtíðarhóps ráðsins þar
sem reynt er að svara spurningunni
Hvernig á Ísland að vera árið 2015?
Framtíðarhópnum, sem sam-
anstendur af fjölmörgum for-
ystumönnum úr íslensku viðskiptalífi,
háskólum og menningarstofnunum,
virðist ekkert óviðkomandi og fjallar
um menntamál jafnt sem atvinnumál
og heilbrigðismál. Þá er rík áhersla
einnig lögð á viðskiptalífið og hvernig
búa megi þannig um hnútana að það
dafni enn frekar. Hugmyndavinna
hópsins fór fram undir stjórn Þórs
Sigfússonar, forstjóra Sjóvár, og
fundum framtíðarnefndar stýrði dr.
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Há-
skólans í Reykjavík.
Huga þarf að framtíðinni í tíma
Í inngangi skýrslu framtíðarhóps-
ins segir að ekki sé sjálfgefið að sú
bylting sem átt hefur sér stað á flest-
um sviðum íslensks samfélags haldi
áfram. Því þurfi að huga að framtíð-
inni í tíma og setja fram metnaðarfull
markmið. „Góð varða á þeirri vegferð
er að breyta Íslandi ársins 2015 í
þjónustusamfélag af ýmsum toga,
hvort sem litið er til iðngreina, fjár-
málaþjónustu, heilbrigðismála eða
menntamála.“
Fjölmörg markmið eru sett fram í
skýrslunni, m.a. að gera Ísland að
samkeppnishæfasta landi heims og að
landið verði frjálsasta þjóð í heimi ár-
ið 2015. Þá segir að mikilvægt sé að
stjórnvöld eyði óvissu um frekari stór-
misbresta í skattalöggj
kerfið þurfi að vera í st
og svara breyttum áhe
lífs ekki síður en almen
Rökin fyrir aukinni f
lendinga í íslensku efn
lendis eru m.a. þau, að
skiptaráðs, að næsta sk
útrásar íslenskra fyrir
ekki tekið nema opnað
festingar útlendinga h
„Ástæðan er sú að ú
gengur ekki aðeins út á
irtæki kaupi erlend, he
lendingar að geta orðið
lenskum fyrirtækjum í
samruna,“ segir í skýr
Menntun og fjölsky
Í skýrslu framtíðarh
staklega fjallað um aðs
skyldunnar og umhver
landinu. Lagt er til að m
skólakerfinu verði min
skólar verði stækkaðir
verði hagkvæmari rek
og að bein kostnaðarþá
og nemenda í skólum l
aukin. Þá er brýnt að m
skiptaráðs að fjölga þe
um framhaldsmenntun
Viðskiptaráð segir m
lenskt atvinnulíf taki v
iðjuframkvæmdir á næstu árum. Ef af
þeim verði sé ljóst að gengi krón-
unnar muni áfram haldast sterkt.
Meta þurfi heildstætt áhrif stór-
iðjuframkvæmda á útflutningsgreinar
og samþætta þurfi sjónarmið beggja
aðila.
Til framtíðar er nauðsynlegt að
mati ráðsins að meira samræmi verði í
aðgerðum ríkisvalds og Seðlabankans
á þann veg að hið opinbera dragi
verulega úr umsvifum sínum. Fram-
tíðarstöðugleiki í efnahagsmálum
velti á þessu samspili.
Meðbyr viðskiptalífsins nýttur
Á fundum framtíðarhópsins kom
fram sá vilji að nýta þann mikla með-
byr sem íslenskt viðskiptalíf hefur um
þessar mundir og leita allra leiða til að
markaðssetja Ísland sem alþjóðlega
miðstöð fjármála og þjónustu. Að
sama skapi verði áfram skapaðar
blómlegar aðstæður fyrir alþjóðleg
fyrirtæki, sem hafi hér höfuðstöðvar
vegna ákjósanlegra skilyrða af hálfu
stjórnvalda, vegna þess mannauðs
sem í landinu býr og vegna mikils og
góðs stöðugleika.
Fram kemur í skýrslunni að mik-
ilvægt sé að koma í veg fyrir tækni-
legar hindranir á fjárfestingum er-
lendra aðila á Íslandi, sér í lagi vegna
Ísland verði alþjó
miðstöð fjármála
Ísland ætti að setja sér
það markmið að vera
frjálsasta þjóð í heimi að
áratug liðnum og að Ís-
lendingar verði jafnvígir
á íslensku og ensku.
Sunna Ósk Logadóttir
kynnti sér afrakstur
framtíðarhóps Við-
skiptaráðs Íslands sem
verður kynntur á Við-
skiptaþingi í dag.
Viðskiptaráð Íslands leggur til að miðstýring í skólakerfinu ver
verði hagkvæmari rekstrareiningar og að bein kostnaðarþáttta
GEIR H. Haarde er hægri maður
og Sjálfstæðisflokkurinn er hægri
flokkur. Trúr þeim uppruna hefur
flokkurinn, með núverandi formann í
broddi fylkingar, gert breytingar á
skattkerfinu sem hafa aukið á ójöfnuð
í samfélaginu. Bilið milli ráðstöf-
unartekna þeirra sem hafa hæstar og
lægstar tekjur hefur aldrei verið
meira. En til að auðvelda sér lífið hef-
ur flokkurinn og formaðurinn líka
sætt lagi og seilst dýpra í vasa al-
mennings en samræmist hug-
myndafræði hægri manna. Útkoman
er sérkennilegur bastarður: Hægri
flokkur sem boðar skattalækkun en
eykur skattbyrði og ójöfnuð í senn.
Þetta er vond og óréttlát blanda.
Skattastefna
Sjálfstæðisflokksins
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins
neita að horfast í augu við stað-
ig eru skatt
nú um 78 þ
uði en ættu
þús. kr. ef þ
ið verðgildi
1994. Þetta
en vegur þy
sem eru me
urnar – þei
áður að bor
sama tíma
máttur þeir
hafa tekjur
falt meira e
minnst bera
Þarna birtis
Sjálfstæðisflokksins í h
Þetta er skattastefna h
sem eykur ójöfnuð í sa
Hlutur hins opinber
Allir mælikvarðar á
sýna að skattbyrði hefu
þeim tíma sem Sjálfstæ
hefur ráðið ríkjum í for
málaráðuneyti. Hlutur
þjóðarkökunni hefur e
reyndir. Þeir segjast
hafa lækkað skatta með-
an aðrir benda á að
skattbyrði almennings
hafi aukist undir þeirra
stjórn. Þetta finnst
mörgum undarlegt og
segja að þetta hljóti að
vera reikningsdæmi en
ekki deiluefni.
En málið er ekki svona
einfalt því skattar hafa
bæði hækkað og lækkað.
Þannig hefur álagning-
arhlutfall tekjuskatts
lækkað – um það þarf
ekki að deila. Mest hefur lækkunin
verið hjá þeim sem hafa tekjur yfir
meðallagi þar sem sérstakur skattur
á tekjur yfir tilteknum viðmið-
unarmörkum var lagður af. Á sama
tíma hefur skatturinn verið að hækka
á þeim sem hafa lægstu tekjurnar.
Ástæðan er sú að allan sl. áratug hef-
ur skattlausi hluti teknanna rýrnað ár
frá ári vegna þess að persónuafslátt-
urinn hefur ekki fylgt verðlagi. Þann-
Skattakóngur Íslands
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
fjallar um skattastefnu
ríkisstjórnarinnar
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
STÓRIÐJAN OG AÐRAR
ÚTFLUTNINGSGREINAR
Ágúst Guðmundsson, stjórnarfor-maður Bakkavarar Group, lét íviðtali við sunnudagsblað Morg-
unblaðsins í ljós miklar efasemdir um
stóriðjustefnu stjórnvalda. Hann benti
þar á að Ísland, eins og önnur vestræn
hagkerfi, þróaðist nú úr framleiðslu-
þjóðfélagi í þjónustuþjóðfélag. Fram-
leiðsla flyttist til landa þar sem vinnuafl
væri ódýrast að teknu tilliti til fram-
leiðni, en þjónusta, sem byggði á hærra
menntunarstigi, myndi skipa veigameira
hlutverk í þjóðfélögum, sem gætu skap-
að sér hlutfallslega yfirburði með
traustu stjórnkerfi og miklum mann-
auði.
Ágúst segir að Íslendingar þurfi því
að átta sig á að þeir muni ekki byggja af-
komu sína á framleiðslu í framtíðinni.
„Það sem er mest virðisaukandi í heim-
inum í dag og það sem þjóðir hafa verið
að fjárfesta í eru fyrst og fremst þjón-
ustugreinar eins og ferðaþjónusta, fjár-
málaþjónusta og uppbygging hátækni-
og upplýsingaiðnaðar. Við þurfum að
átta okkur á þessu og endurskilgreina
þjóðfélagið,“ segir Ágúst. „Ég held að
stjórnvöld þurfi að einblína á og setja
sér stefnu um uppbyggingu Íslands sem
þjónustuþjóðfélags. Það gerist ekki á
sama tíma og verið er að byggja upp ál-
ver eða stóriðnað. Það má kannski segja
að þar sé verið að virkja hluti sem gefi
minna af sér en það að virkja hugvit og
framtakssemi, sem einkennir nú Íslend-
inga eins og margir vita.“
Ágúst Guðmundsson bendir ennfrem-
ur á að verði áframhald á álvers- og
virkjanaframkvæmdum muni krónan
halda styrk sínum. Það muni aðrar út-
flutningsgreinar ekki þola og iðnfyrir-
tæki geti farið að pakka saman og flytja
starfsemi sína. „Hvaða útflutnings-
greinar munu þola samfellt uppbygging-
arskeið í stóriðju í nær áratug, frá 2003
til 2013? Afleiðingin gæti einfaldlega
orðið sú að útflutningur aukist í raun og
veru ekkert þegar upp er staðið heldur
færist útflutningsframleiðslan á milli
greina. Þær útflutningsgreinar sem hafa
háan virðisauka og byggja á þekkingu og
hugviti hverfi einfaldlega á braut,“ segir
Ágúst Guðmundsson.
Það er full ástæða til að gefa gaum að
þessum orðum Ágústs, sem í félagi við
Lýð bróður sinn hefur á undraskömmum
tíma byggt upp alþjóðlegt stórfyrirtæki
í framleiðslu á kældum matvælum. Fyr-
irtæki í útflutningi, bæði sjávarútvegs-
og iðnfyrirtæki og ekki sízt hátæknifyr-
irtæki, hafa á undanförnum misserum
kvartað undan stöðu gengisins og bent á
að með óbreyttu gengi væri grundvell-
inum kippt undan starfsemi þeirra.
Það er ekki hægt að horfa framhjá því
að ein orsök hás gengis krónunnar eru
hinar miklu stóriðju- og virkjanafram-
kvæmdir. Sömuleiðis blasir við að at-
hygli og áhugi t.d. iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytisins beinist að verulegu leyti
að þeim geira og stefnumörkun í hans
þágu. Það er eðlilegt að aðrar atvinnu-
greinar hafi áhyggjur af rekstrarskil-
yrðum sínum við þær aðstæður.
Það liggur fyrir að álver og virkjana-
framkvæmdir þeim tengdar skapa at-
vinnu og hagvöxt og eru af þeim sökum
eftirsóknarverð. En á stóriðjustefnunni
eru miklu fleiri hliðar.
Einu sinni höfðu sumir það helzt á
móti stóriðjustefnunni að í henni fælist
erlend fjárfesting, sem vinstri- og þjóð-
ernissinnuð stjórnmálaöfl voru andvíg.
Nú er sú andstaða úr sögunni. Það þykir
ekkert tiltökumál að útlendingar fjár-
festi á Íslandi, frekar en Íslendingar í
útlöndum. Andstaða við stóriðjustefn-
una sprettur nú miklu fremur af áhyggj-
um af náttúru Íslands; loftmengun og
gróðurhúsalofttegundum frá álverum og
áhrifum bæði álveranna og virkjananna
á landslag og náttúrufar.
Upp á síðkastið vex þeirri röksemd
gegn stóriðjustefnunni síðan fylgi, að
hún hamli vexti annarra atvinnugreina,
sem geti skapað meiri virðisauka og nýtt
betur hugvit og framtakssemi þjóðar-
innar. Á sínum tíma vildu menn álver til
að auka fjölbreytnina í einhæfu atvinnu-
lífi Íslendinga, sem þá byggðist fyrst og
fremst á sjávarútveginum. Nú benda
menn eins og Ágúst Guðmundsson á að
stóriðjustefnan geti beinlínis unnið gegn
fjölbreytni í atvinnulífi.
Þetta eru röksemdir, sem verður að
taka með í reikninginn þegar ákvarðanir
eru teknar um áframhaldandi uppbygg-
ingu stóriðju hér á landi.
Í NETI GAMLA TÍMANS?
Sérkennileg deila virðist komin upp íþingflokkum stjórnarflokkanna um
frumvarp Guðna Ágústssonar landbún-
aðarráðherra um lax- og silungsveiði.
Deilan snýst í sem stytztu máli um það
hvort þvinga beri menn til að leggja af
gamla atvinnuhætti, sem gefa þeim
miklu minna í aðra hönd en ef þeir
tækju upp nútímalegri og umhverfis-
vænni viðskipti.
Deilan snýst sem sagt um það, hvort
banna eigi netalagnir í straumvatni. Í
fréttaskýringu Einars Fals Ingólfsson-
ar í mánudagsblaði Morgunblaðsins
kom fram að í frumvarpinu sé ekki gert
ráð fyrir að netalagnirnar verði bann-
aðar. Slíkt telur landbúnaðarráðherra
að væri krenking bæði á eignarréttar-
og atvinnuréttarákvæðum stjórnar-
skrárinnar, sem vafalaust eru sterk rök
fyrir. Hins vegar er sá möguleiki auð-
vitað fyrir hendi að setja bann, en
greiða bætur fyrir.
Andstæðingar netaveiði í lax- og sil-
ungsám benda á að með því að banna
netalagnirnar væri viðgangur laxa-
stofnsins betur tryggður, veiðarnar
þannig umhverfisvænni og hægt að efla
uppbyggingu stangveiðinnar og alls
sem henni fylgir, sem er ein arðbær-
asta grein íslenzkrar ferðaþjónustu.
Netaveiði á laxi er núorðið einkum
stunduð í sunnlenzkum jökulám, þ.e.
Þjórsá og Ölfusá-Hvítá. Netaveiðin
spillir fyrir stangveiðinni í t.d. Soginu,
Stóru-Laxá, Brúará og Tungufljóti.
Bændur, sem veiða lax í net, hafa sára-
lítið upp úr því. Verð á villtum laxi í
verzlunum hefur hríðlækkað, enda er
hann í samkeppni við ódýran eldislax.
Verðið á stangveiðileyfum hefur hins
vegar margfaldazt á undanförnum ár-
um.
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands
hefur reiknað út að tífalda megi arð-
semi laxveiða á svæðinu með því að
taka upp netin. Netabændum hefur
þegar verið gert tilboð um að kaupa
eða leigja af þeim veiðiréttinn. Eins og
verð á veiðileyfum í stangveiði hefur
þróazt, gætu netabændur átt það á
hættu að á Alþingi yrði samþykkt bann
við netaveiði og þeir fengju bætur, sem
byggðust á tekjum þeirra af laxveiðinni
í fortíðinni, sem yrðu miklu lægri en
þær tekjur, sem þeir gætu vænzt af
stangveiðileyfum í framtíðinni. Senni-
lega er þess vegna bezti kosturinn fyrir
bændur að semja um sölu á veiðirétt-
inum og það yrðu þeir auðvitað að gera
allir sem einn, ef friður ætti að nást um
málið.