Morgunblaðið - 08.02.2006, Side 36

Morgunblaðið - 08.02.2006, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Böðvar IngiÞorsteinsson fæddist í Grafardal 8. september 1936. Hann lést á sjúkra- húsi Akraness 2. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jónasína Bjarnadóttir og Þorsteinn Böðvars- son, bændur í Graf- ardal, en þau eru bæði látin. Böðvar var næstelstur fjög- urra systkina en hin eru Kristján, kvæntur Guð- ríði Sveinsdóttur, Bjarni og Sig- ríður, gift Erni Haukssyni. Böðvar bjó lengst af í Graf- ardal en fluttist að Þyrli 1978. Hann kvæntist Ás- rúnu Jóhannesdótt- ur 1970. Börn þeirra hjóna eru: Jóhannes Ingi, kvæntur Helgu Lin- dal Hallbjörnsdótt- ur, Sólrún Jóna, gift Reyni Garðari Brynjarssyni, Þor- steinn, í sambúð með Maríu Guð- rúnu Nolan og upp- eldissonur þeirra, Guðlaugur Hrafns- son. Böðvar og Ás- rún eiga 13 barnabörn. Útför Böðvars fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Afi í sveitinni er dáinn. Nú eru allir leiðir og sumir gráta, líka hundarnir en við ætlum að fara til ömmu og hugga hana og leika við hundana. Við söknum hans mikið en við eigum minningarnar um hann og stundirnar okkar saman í sveit- inni. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Guð geymi þig, elsku afi. Þínir afadrengir Orri Steinn og Emil Skorri. Kæri bróðir. Gamlar, góðar myndir geymi ég mér í sinni þær eru yndi og auður í andvökunni minni. Hér er ein hin elsta sem ætla ég þér að sýna, sérðu lokka ljósa, litlu systur þína? (O.K.) Kveðja, þín systir Sigríður K. Þorsteinsdóttir. Á göngu okkar gegnum lífið spyrj- um við margs og erum spurð margs. Við eigum oftast einhver svör eða teljum okkur hafa þau, við eigum líka oftast einhverjar spurningar sem brenna á okkur og við leitum vitneskju um efni þeirra og gildi. En þegar að stórum spurningum kemur verður oft fátt um svör, ein er sú sem innra með okkur öllum dvelur, spurningin um endalokin. Hvenær mætum við skapara okkar og höld- um á nýjar slóðir, sem öllum eru huldar. Hvað tekur við eftir þetta jarðlíf og hvenær förum við? Í haust sem leið stóð ég frammi fyrir því að móðir mín, Þuríður Jónsdóttir frá Grafardal, hvarf á braut snögglega þegar hún fékk hjartaáfall að kvöldi 21. október. Sú elsta af hópnum frá Grafardal var farin. Og núna sl. fimmtudag, 2. febrúar, barst mér sú fregn að þá um morguninn hefði lát- ist frændi minn Böðvar Þorsteins- son, bóndi á Þyrli í Hvalfirði. Símtal- ið, sem ég fékk um það, kom mér enn til að leiða hugann að því að þegar við göngum út í daginn eða höldum á vit svefns gæti það verið í hinsta sinn. En það er ekki daglega sem við hugsum um dauðann og enn sjaldnar ræðum við um hann. Samt bíður hann okkar allra. Við fáum aðeins ákveðinn tíma. Þegar við hittum vini eða ættingja gæti það verið í hinsta sinn. Móðir mín og Böðvar Þorsteins- son voru bundin sterkum böndum, þau ólust bæði upp í Grafardal, býli hátt til heiða. Böðvar eða Bubbi, eins og hann var daglega kallaður, er líka í minningum mínum mjög sterkur. Það voru ófáir páskarnir sem ég fór með foreldrum mínum fram í Graf- ardal meðan Bubbi og Ásrún kona hans bjuggu þar. Minningar þær lifa í mínum huga alla tíð. Oft var mikill snjór og stundum vond veður en allt- af hlakkaði ég til þess að fara í Graf- ardal og heimsækja Bubba og Ás- rúnu. Árið 1978 fluttu þau að Þyrli í Hvalfirði þar sem þau bjuggu upp frá því. Ef maður átti leið um Hval- fjörð þá var oft komið við hjá þeim og þeginn kaffisopi. Síðast bar fundum móður minnar og Bubba saman í Katanesi sunnu- daginn 25. september sl. Í norðan- roki og kulda hittust þau þar í hinsta sinni. Ég man vel að eins og alltaf var Bubbi hress og kátur. Hann var alltaf léttur í lund, þægilegur og haf- sjór af fróðleik. Bubbi var maður sem lifði í tengslum við náttúruna, bæði skynjaði og skildi náttúruna. Hann var barngóður og alveg síðan ég var lítill þótti mér alltaf gaman að tala við hann. Víðsýnn, raunsær og jafnlyndur. Margar minningar koma í hugann á þessum tímamótum þeg- ar að kveðjustund er komið. Ég minnist sérstaklega páskanna 1988 þegar tveir frændur mínir lentu í af- takaveðri frammi í Grafardal, týnd- ust og mikil leit átti sér stað. Þeir höfðu farið á vélsleðum upp á heiði í góðu veðri en svo brast á með þvílíku vonskuveðri og hríð að ekki sást handa skil. Þegar björgunarsveitir voru að leita að þeim þá nótt var það Bubbi sem lagði línurnar og ég minnist þess vel hversu yfirvegaður hann var, rólegur og rökfastur þá erfiðu nótt. Við eldhúsborðið í Graf- ardal var kort og þaðan var það í raun og veru Bubbi sem skipulagði vel heppnaða björgun. Þau voru líka ófá skiptin sem Bubbi kom í Vatnshorn í Skorradal þegar foreldrar mínir dvöldu þar á sumrin um margra ára skeið. Alltaf fylgdi Bubba þessi léttleiki. Rétt eins og ferskur vindur á heiðum uppi, enda náttúrubarn, sonur borg- firskra dala og heiða. Bubbi á Þyrli er farinn, hann fór snögglega og það er vissa mín að móðir mín tekur á móti honum hin- um megin. Þau ólust upp fram til dala og hittast núna á öðrum slóðum. Ég vil að endingu votta Ásrúnu Jó- hannesdóttur eiginkonu hans og börnum, tengdabörnum og barna- börnum innilega samúð mína. Ég þakka líka að leiðarlokum Bubba öll liðin ár. Daníel Sigurbjörnsson. Stundum finnst manni að fólk eigi að vera eilíft, þess vegna á maður erfitt með að sætta sig við það þegar dauðinn ber að dyrum og það svona skjótt. Þá fer maður að hugsa og rifja upp allar þær stundir sem mað- ur átti með þér, kæri frændi. Í gegnum hugann streyma góðar minningar um sveitina, fyrst í Graf- ardal og svo síðar að Þyrli. Þegar maður dvaldi hjá ömmu stóðu bæj- ardyrnar hjá þér og Ásrúnu manni alltaf opnar og það var alltaf tími fyr- ir mann. Þú tókst á móti manni með þínu jafnaðargeði og húmor, Ásrún syngjandi með faðminn opinn svo að maður fékk aldrei heimþrá og systk- inin góðir vinir og leikfélagar. Maður fékk að taka þátt í bústörfunum á bænum og þú hafði lag á að fá okkur og sérstaklega yngri systurina af þeim er þetta skrifa til að gera að- eins meira en hún hafði kjark til eins og afi áður. Að fara út í Nes að tína dún var gaman og maður varð svolít- ið fullorðinn. En að fá að fara með út í nes að reyna að ná mink, þá var maður sko orðinn mjög fullorðinn. Það væri hægt að skrifa heila bók um þær dýrmætu stundir sem við fengum að eiga með þér, en við geymum þær minningar í hjörtum okkar. Við þökkum fyrir okkur og vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur á erfiðri stundu. Nú sem áður standa okkar bæj- ardyr ykkur opnar. Systurnar Hjördís og Steinunn. (Dísa og Steina). Böðvari Þorsteinssyni frá Grafar- dal kynntist ég fyrir um hálfri öld þegar við hófum nám í Bændaskól- anum á Hvanneyri, haustið 1955. Þau kynni hafa öll verið af hinu góða. Við ólumst upp við svipaðar að- stæður, við sauðfjárbúskap á snjó- þungum jörðum. Böðvar var náms- maður góður og hafði áður verið á Íþróttaskólanum í Haukadal. Oft gat því verið gott að leita liðsinnis hans þegar heimalærdómurinn vafðist fyrir manni. Við Böðvar brölluðum ýmislegt á Hvanneyri. Við gengum til dæmis til rjúpna í Skarðsheiðina og einnig skutum við gæs. Eftir á að hyggja undrar það mig að við skyld- um ekki hafa verið afvopnaðir. Og nú eru gæsir friðaðar á Hvanneyri. Veiðieðlið var Böðvari í blóð borið. Hann vann lengi við grenjavinnslu í sinni sveit og lá þá oft sólarhringum saman á grenjum. Hann var mikill náttúruunnandi og vel læs á náttúru landsins. Böðvar varð snemma mjög laginn hesta- og tamningamaður. Að skóla- göngu lokinni urðum við þrír félagar samferða heim á leið ríðandi; Böðv- ar, Örn Þorleifsson og ég. Þorsteinn faðir Böðvars kom til móts við okkur niður að Drageyri í Skorradal. Það- an var lagt á Dragann og þegar fór að halla undan fæti skildi leiðir. Þeir feðgar fóru upp í Grafardal en við Örn héldum áfram, hann í Kjósina og ég austur í Þingvallasveit. Vorið eftir var svo haldið á landsmót hesta- manna á Þingvöllum. Böðvar kom austur með þrjá til reiðar og til móts við okkur kom annar skólabróðir, Jónmundur Ólafsson, á puttanum norðan úr Húnavatnssýslu með hnakkinn á bakinu. Við riðum síðan á Þingvöll og skemmtum okkur hið besta. Einhverju sinni komum við Stein- unn í heimsókn að Þyrli 17. júní. Þá var Böðvar heima við að sýsla en Ás- rún niðri í Þyrilsnesi að sinna æð- arvarpinu. Í Þyrilsnesinu var Böðvar einnig með nýrækt og kom það mér á óvart hversu vel hún var á veg komin um miðjan júní. Þar var komið að slætti en þá var enn þá heldur stutt í stráunum hjá okkur á Heiðarbæ. Þarna undu þau hjónin glöð við sitt, hún við æðarvarpið og hann við jarð- ræktina. Og eins og svo oft áður átt- um við gott spjall yfir kaffi og klein- um heima á Þyrli. Við Steinunn vottum Ásrúnu og börnum þeirra Böðvars innilega samúð og minnumst gengins vinar með þakklæti og hlýju. Sveinbjörn Jóhannesson. Þessi maður, hann Böðvar, sem alltaf gaf hlýleikann í fari sínu og bjó yfir svo skemmtilegri kunnáttu um sögu ýmissa staða. Hann hafði alltaf eitthvað sérkennilegt um þá að segja, einnig nöfn þeirra. Það er svo margt skemmtilegt sem fylgir minn- ingum um þennan góða mann sem alltaf snertir hjartarætur og aldrei gleymist hjá þeim sem honum kynntust. Mestur er söknuðurinn hjá Ásrúnu konu hans og börnum og fjölskyldum þeirra. En samheldni og dugnaður er mikill hjá þeim með Drottins hjálp. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Eiginkonu Böðvars, frú Ásrúnu Jóhannesdóttur, börnum og fjöl- skyldum þeirra, sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Svala og Reynir. Fallinn er frá vinur okkar og ná- granni, Böðvar Ingi Þorsteinsson. Andlát hans bar brátt að, og þrátt fyrir að hann væri farinn að nálgast hin efri ár, vorum við svo viss um að við fengjum að njóta samvista við hann fjöldamörg ár til viðbótar. En gangur lífsins hefur svo sannarlega kennt okkur að ekkert er gefið, og að ekkert er fyrirsjáanlegt. Bubbi var einstakur maður á svo marga vegu og lífsspeki hans og æðruleysi svo sannarlega til eftir- breytni. Hann kenndi okkur ótal- margt og markaði spor í okkar lífi sem aldrei verða máð burt. Senni- lega hefur hann ekki gert sér grein fyrir því sjálfur hversu djúpstæð áhrif hann hafði á okkur. Við kynnt- umst Bubba betur og betur eftir því sem árin liðu, og kannski eftir því sem við þroskuðumst sem manneskj- ur. Við höfðum bæði ákaflega gaman af návist hans, og sóttumst eftir vís- dómi hans, þó kannski hvort á sínu sviði. Gummi leit upp til hans sem bónda og fjárræktarmanns enda var hann slíkur af lífi og sál. Þeir gátu BÖÐVAR I. ÞORSTEINSSON Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is 10-50% afsláttur TILBOÐ á legsteinum, fylgihlutum og uppsetningu Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ELÍSAR ADOLPHSSONAR, Valshólum 4, Reykjavík. Einnig þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Land- spítalans við Hringbraut. Birna Júlíusdóttir, Guðrún Elísdóttir, Birgir Guðmundsson, Arnar Þór Elísson, Guðmundur Kolfinnur Elísson, Kristín Ásmundsdóttir, Arnheiður Anna Elísdóttir, Magnús Axelsson og barnabörn. Hjartans þakkir færum við þeim sem sendu blóm, samúðarkort og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÚLLU SIGURÐARDÓTTUR. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki á H1 á Hrafnistu fyrir alla aðstoð og umönnun. Kristín Harðardóttir, Trausti Víglundsson, Sigríður Harðardóttir, Magnús Harðarson, Kristín Salóme Guðmundsdóttir, Halla Harðardóttir, Gunnar Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR PÉTURS JÓNSSONAR skipstjóra frá Eyri í Reyðarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað fyrir einstaka umönnun og hlý samskipti. Guð blessi ykkur öll. Arnfríður Þorsteinsdóttir, Þórhallur Jónasson, Benedikta Guðlaug Jónasdóttir, Eðvald Gestsson, Halldór Jónasson, Jóhanna Hallgrímsdóttir, Sylvía Dögg Halldórsdóttir, Sigurbjörg Eðvaldsdóttir, Tómas Dagur Helgason og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.