Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 40. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Velduþaðbesta Hlutur með sögu Langömmustóll sem gengur til yngsta barnsins | Daglegt líf 27 Bílar, Íþróttir og Lifun Bilar | Passat með aldrifi reynsluekið  Hækkaður og laglegur Niss- an Pathfinder Íþróttir | Óheppnin eltir Þóreyju Eddu Sindri Már fyrstur í brekkuna Lifun | Austurlensk stemning  Einfaldar lausnir Washington. AP, AFP. | George W. Bush Bandaríkjaforseti veitti í gær upplýs- ingar um misheppnuð áform hryðju- verkamanna um að fljúga farþega- þotu á hæsta skýjakljúfinn á vestur- strönd Bandaríkjanna, Bankaturninn í Los Angeles, árið 2002. Bush hafði áður minnst lauslega á þessi áform í ræðu í október síðast- liðnum. Bush skýrði frá því í gær að Khalid Sheik Mohammed, sem er grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001, hefði hafið skipu- lagningu árásar- innar á skýjakljúf- inn í Los Angeles í október sama ár. Mohammed var handtekinn árið 2003. Indónesíski klerkurinn Hambali, einn af leiðtogum hryðjuverkahreyfingarinn- ar Jemaah Islamiyah, tók þátt í und- irbúningi árásarinnar. Hreyfingin tengist al-Qaeda og berst fyrir ísl- ömsku ríki í Suðaustur-Asíu. Bush sagði að í stað araba hefði Hambali ætlað að beita „ungum mönnum frá Suðaustur-Asíu sem hann taldi að myndu ekki vekja eins miklar grunsemdir“. Ungu mennirnir voru sendir á fund Osama bin Ladens, leiðtoga al-Qaeda. Hryðjuverkamennirnir áttu að nota sprengjur, faldar í skóm þeirra, til að sprengja upp dyr að stjórnklefa farþegaþotu og fljúga henni á Banka- turninn í Los Angeles. Hugðust fljúga þotu á skýjakljúf George W. Bush ÞESSI svangi hrafn ákvað að líta ofan í lúguna hjá Borgargrilli og athuga hvort þar leyndist gómsæt- ur biti sem hann gæti gætt sér á. Ekki fylgir sög- unni hvort hann reyndist fundvís á hnossgæti. Morgunblaðið/ÞÖK Svangur krummi VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR 2006 verða settir með viðhöfn í Tórínó á Ítalíu í kvöld en þar standa þeir yfir næstu tvær aðir að æfa sig á ólympíusvæðinu og hér er það Shannon Bahrke frá Bandaríkjunum sem leikur listir sínar í skíðafimi. | C4 vikurnar. Fimm Íslendingar eru á meðal þátttakenda og þeir fyrstu keppa í bruni á sunnudaginn. Keppendur eru þegar byrj- Reuters Vetrarólympíuleikarnir settir í Tórínó í kvöld SAMNINGANEFND Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hafnaði tilboði launanefndar sveitarfélaga (LN) á samningafundi í gærmorgun en til- boðið hljóðaði upp á 25% launahækkun á samningstímanum. Samningar hafa verið lausir frá áramótum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti samningafundur fer fram en LSS segir boltann hjá LN. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í LSS samþykktu á fundi sínum í gær ályktun þar sem harðlega er mótmælt „þeim seina- gangi og ástæðulausu töfum sem orðið hafa á kjarasamningaviðræðum LN við LSS“. Ljóst megi vera að formaður samninga- Skrifað hafi þá verið undir nýja viðræðu- áætlun út febrúarmánuð. „Við töldum að við værum að ræða við þá á grundvelli þeirrar áætlunar,“ segir Bragi. „Við lögðum fram tilboð gagnvart þeim í [gær]morgun sem þeim hugnaðist ekki þótt það væri upp á 25% hækkun á samningstím- anum, til loka nóvember 2008,“ segir Bragi. Hann segir erfitt að átta sig á því hvort mikið beri í milli, „því að þeir fengust nú ekki til að ræða málin við okkur. Þeim fannst tilboðið ekki koma til greina en komu ekki með annað á móti heldur sögðu að bolt- inn væri áfram hjá okkur“. Bragi á von á því að boðað verði til annars samningafundar í næstu viku. „Það er okkar hlutverk að leysa þetta og við munum að sjálfsögðu gera það.“ nefndar LN beri fulla ábyrgð á þeim töfum sem orðið hafa. „Það er krafa slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna, eftir nærri fimm ára samnings- tíma, að ekki verði samið um annars konar kjör en sæmandi er fyrir okkar mikilvægu, krefjandi og margþættu störf.“ Engar tafir Bragi Mikaelsson, formaður samninga- nefndar sveitarfélaganna, telur engar tafir hafa orðið á kjaraviðræðum. Skrifað hafi verið undir viðræðuáætlun í nóvember um að leitast við að ná samningum fyrir lok jan- úar. Hins vegar hafi það síðan verið sameig- inlegt álit beggja aðila að bíða og sjá hvaða niðurstaða fengist út úr launaráðstefnu sveitarfélaganna sem fram fór 20. janúar. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn segja seinagang í kjaraviðræðum Höfnuðu tilboði um 25% launahækkun Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is LEIÐTOGI Hamas, róttækrar hreyfingar Palest- ínumanna, bauðst í gær til að reyna að lægja öld- urnar í löndum múslíma vegna deilunnar um skop- myndir af Múhameð spámanni. Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas, sagði að hreyf- ingin væri „tilbúin að gegna hlutverki í því að stilla til friðar í deilunni milli íslamska heimsins og vest- rænna landa gegn því skilyrði að þau skuldbyndu sig til að binda enda á árásir sem særðu tilfinn- ingar múslíma“. Meshaal sagði daginn áður að vestrænir fjöl- miðlar væru að „leika sér að eldinum“ með því að birta skopmyndirnar. Hamas hafði hvatt múslíma til að kaupa ekki danskar vörur vegna myndanna. Aðaltalsmaður múslíma í Danmörku, Ahmad Akkari, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þeir fordæmdu afdráttarlaust ofbeldisverkin sem hafa verið framin vegna skopmyndanna. „Við er- um að nota kerfið hér, höfum leitað til dómstóla og notfærum okkur tjáningarfrelsið en höfum aldrei beðið um ofbeldi og erum algerlega á móti því,“ sagði Akkari. „Auk þess er að ég held verið að nota þetta ofbeldi í pólitískum tilgangi í arabalöndum. Ég get ekki útskýrt þetta betur en viðbrögðin eru ekki dæmigerð fyrir þorra múslíma í heiminum, ef vissir hópar eru undanskildir.“ Hamas vill stilla til friðar  Danska stjórnin | 16 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.