Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 40. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Velduþaðbesta
Hlutur
með sögu
Langömmustóll sem gengur til
yngsta barnsins | Daglegt líf 27
Bílar, Íþróttir og Lifun
Bilar | Passat með aldrifi reynsluekið Hækkaður og laglegur Niss-
an Pathfinder Íþróttir | Óheppnin eltir Þóreyju Eddu Sindri Már
fyrstur í brekkuna Lifun | Austurlensk stemning Einfaldar lausnir
Washington. AP, AFP. | George W. Bush
Bandaríkjaforseti veitti í gær upplýs-
ingar um misheppnuð áform hryðju-
verkamanna um að fljúga farþega-
þotu á hæsta skýjakljúfinn á vestur-
strönd Bandaríkjanna, Bankaturninn
í Los Angeles, árið 2002.
Bush hafði áður minnst lauslega á
þessi áform í ræðu í október síðast-
liðnum.
Bush skýrði frá því í gær að Khalid
Sheik Mohammed, sem er grunaður
um að hafa skipulagt hryðjuverkin í
Bandaríkjunum 11. september 2001,
hefði hafið skipu-
lagningu árásar-
innar á skýjakljúf-
inn í Los Angeles í
október sama ár.
Mohammed var
handtekinn árið
2003.
Indónesíski
klerkurinn
Hambali, einn af
leiðtogum hryðjuverkahreyfingarinn-
ar Jemaah Islamiyah, tók þátt í und-
irbúningi árásarinnar. Hreyfingin
tengist al-Qaeda og berst fyrir ísl-
ömsku ríki í Suðaustur-Asíu.
Bush sagði að í stað araba hefði
Hambali ætlað að beita „ungum
mönnum frá Suðaustur-Asíu sem
hann taldi að myndu ekki vekja eins
miklar grunsemdir“. Ungu mennirnir
voru sendir á fund Osama bin Ladens,
leiðtoga al-Qaeda.
Hryðjuverkamennirnir áttu að
nota sprengjur, faldar í skóm þeirra,
til að sprengja upp dyr að stjórnklefa
farþegaþotu og fljúga henni á Banka-
turninn í Los Angeles.
Hugðust fljúga þotu á skýjakljúf
George W. Bush
ÞESSI svangi hrafn ákvað að líta ofan í lúguna hjá
Borgargrilli og athuga hvort þar leyndist gómsæt-
ur biti sem hann gæti gætt sér á. Ekki fylgir sög-
unni hvort hann reyndist fundvís á hnossgæti.
Morgunblaðið/ÞÖK
Svangur krummi
VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR 2006
verða settir með viðhöfn í Tórínó á Ítalíu í
kvöld en þar standa þeir yfir næstu tvær
aðir að æfa sig á ólympíusvæðinu og hér er
það Shannon Bahrke frá Bandaríkjunum
sem leikur listir sínar í skíðafimi. | C4
vikurnar. Fimm Íslendingar eru á meðal
þátttakenda og þeir fyrstu keppa í bruni á
sunnudaginn. Keppendur eru þegar byrj-
Reuters
Vetrarólympíuleikarnir settir í Tórínó í kvöld
SAMNINGANEFND Landssambands
slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS)
hafnaði tilboði launanefndar sveitarfélaga
(LN) á samningafundi í gærmorgun en til-
boðið hljóðaði upp á 25% launahækkun á
samningstímanum. Samningar hafa verið
lausir frá áramótum. Ekki hefur verið
ákveðið hvenær næsti samningafundur fer
fram en LSS segir boltann hjá LN.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í
LSS samþykktu á fundi sínum í gær ályktun
þar sem harðlega er mótmælt „þeim seina-
gangi og ástæðulausu töfum sem orðið hafa
á kjarasamningaviðræðum LN við LSS“.
Ljóst megi vera að formaður samninga-
Skrifað hafi þá verið undir nýja viðræðu-
áætlun út febrúarmánuð.
„Við töldum að við værum að ræða við þá
á grundvelli þeirrar áætlunar,“ segir Bragi.
„Við lögðum fram tilboð gagnvart þeim í
[gær]morgun sem þeim hugnaðist ekki þótt
það væri upp á 25% hækkun á samningstím-
anum, til loka nóvember 2008,“ segir Bragi.
Hann segir erfitt að átta sig á því hvort
mikið beri í milli, „því að þeir fengust nú
ekki til að ræða málin við okkur. Þeim
fannst tilboðið ekki koma til greina en komu
ekki með annað á móti heldur sögðu að bolt-
inn væri áfram hjá okkur“.
Bragi á von á því að boðað verði til annars
samningafundar í næstu viku. „Það er okkar
hlutverk að leysa þetta og við munum að
sjálfsögðu gera það.“
nefndar LN beri fulla ábyrgð á þeim töfum
sem orðið hafa.
„Það er krafa slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamanna, eftir nærri fimm ára samnings-
tíma, að ekki verði samið um annars konar
kjör en sæmandi er fyrir okkar mikilvægu,
krefjandi og margþættu störf.“
Engar tafir
Bragi Mikaelsson, formaður samninga-
nefndar sveitarfélaganna, telur engar tafir
hafa orðið á kjaraviðræðum. Skrifað hafi
verið undir viðræðuáætlun í nóvember um
að leitast við að ná samningum fyrir lok jan-
úar. Hins vegar hafi það síðan verið sameig-
inlegt álit beggja aðila að bíða og sjá hvaða
niðurstaða fengist út úr launaráðstefnu
sveitarfélaganna sem fram fór 20. janúar.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn segja seinagang í kjaraviðræðum
Höfnuðu tilboði um
25% launahækkun
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
LEIÐTOGI Hamas, róttækrar hreyfingar Palest-
ínumanna, bauðst í gær til að reyna að lægja öld-
urnar í löndum múslíma vegna deilunnar um skop-
myndir af Múhameð spámanni.
Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas, sagði að hreyf-
ingin væri „tilbúin að gegna hlutverki í því að stilla
til friðar í deilunni milli íslamska heimsins og vest-
rænna landa gegn því skilyrði að þau skuldbyndu
sig til að binda enda á árásir sem særðu tilfinn-
ingar múslíma“.
Meshaal sagði daginn áður að vestrænir fjöl-
miðlar væru að „leika sér að eldinum“ með því að
birta skopmyndirnar. Hamas hafði hvatt múslíma
til að kaupa ekki danskar vörur vegna myndanna.
Aðaltalsmaður múslíma í Danmörku, Ahmad
Akkari, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að
þeir fordæmdu afdráttarlaust ofbeldisverkin sem
hafa verið framin vegna skopmyndanna. „Við er-
um að nota kerfið hér, höfum leitað til dómstóla og
notfærum okkur tjáningarfrelsið en höfum aldrei
beðið um ofbeldi og erum algerlega á móti því,“
sagði Akkari. „Auk þess er að ég held verið að nota
þetta ofbeldi í pólitískum tilgangi í arabalöndum.
Ég get ekki útskýrt þetta betur en viðbrögðin eru
ekki dæmigerð fyrir þorra múslíma í heiminum, ef
vissir hópar eru undanskildir.“
Hamas vill
stilla til friðar
Danska stjórnin | 16
♦♦♦