Morgunblaðið - 10.02.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 23
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Garður | Bæjarráð Sveitarfé-
lagsins Garðs hefur ákveðið að
aukna niðurgreiðslu á skólamat í
Gerðaskóla í áföngum þannig að
allir nemendur skólans geti fengið
heitan mat í hádeginu frá og með
upphafi skólastarfs haustið 2008.
Þegar þessi þjónusta verður komin
að fullu til framkvæmda nemur
viðbótarkostnaður bæjarfélagsins
12 milljónum kr. á ári.
„Þetta mál hefur verið til um-
ræðu hjá okkur áður, eins og hjá
fleiri sveitarfélögum. Sú umræða
sem fram hefur farið að und-
anförnu, ekki síst í Morgunblaðinu,
varð til þess að við fórum aftur yfir
málið og niðurstaðan varð sú að
við myndum veita þessa þjónustu,“
segir Sigurður Jónsson, bæj-
arstjóri í Garði.
Einn þriðji kaupir ekki mat
Í Gerðaskóla eru nú um 220 börn
og kaupa 150 þeirra mat í hádeg-
inu. Mun það vera svipað og víða
annars staðar. Máltíðirnar eru að-
keyptar, frá Matarlyst hf. í Kefla-
vík, og kostar hver máltíð 333 kr.
Sveitarfélagið niðurgreiðir þær nú
um 100 krónur þannig að foreldr-
arnir þurfa að greiða 233 krónur.
Bæjarráð samþykkti samhljóða
tillögu F-listans sem fer með meiri-
hluta í bæjarstjórn, um þetta efni. Í
henni felst að niðurgreiðslurnar
verða auknar um 50 krónur 1. apr-
íl næstkomandi og verður hlutur
foreldra því 183 krónur. Nið-
urgreiðslurnar verða síðan auknar
aftur á komandi hausti og haustið
2007 og haustið 2008 verður inn-
heimtan hjá foreldrum alveg felld
niður og greitt verður fyrir máltíð-
irnar að fullu úr bæjarsjóði.
„Við höfum þá stefnu að efla
skólastarfið eins og við mögulega
getum, bæði í leikskóla og grunn-
skóla, og lítum svo á að ókeypis
skólamáltíðir eigi að vera eðlilegur
hluti af skólastarfinu. Það er
ómögulegt að það skuli alltaf vera
einhver hluti af börnunum sem af
einhverjum ástæðum getur ekki
farið í mat. Það á að vera réttur
allra nemenda að fá ókeypis mál-
tíð, án tillits til efnahags foreldr-
anna. Þetta er líka uppeldislegt at-
riði. Svonefnt ruslfæði eykst
síðfellt og slæmt að beina börn-
unum í það. Það er stórt framfara-
skref ef við getum vanið börnin á
það strax á fyrstu árum grunn-
skóla að setjast að matarborði í há-
deginu og borða hollan og góðan
mat,“ segir Sigurður.
Sumir vilja ekki matinn
Erna M. Sveinbjarnardóttir,
skólastjóri Gerðaskóla, segir að
góð þátttaka hafi verið í skóla-
matnum þegar hann var tekinn
upp en þátttakan hafi eitthvað
minnkað. Hún telur hana þó síst
verri en gengur og gerist. Hún
segir að ýmsar ástæður geti verið
fyrir því að börnin taki með sér
nesti frekar en að kaupa mat í
skólanum og segist ekki þekkja
þær allar. Segist Erna þó vita
nokkur dæmi um matvanda
krakka sem ekki líki aðkeypti mat-
urinn og vilji frekar taka með sér
samloku að heiman og borða þann-
ig mat sem þau þekki. Ekki séu
nein vandkvæði því samfara. Börn-
in hafi aðgang að grilli og borði
sinn mat við hlið hinna.
Erna segist ekki vita ákveðin
dæmi þess að foreldrar sleppi því
að kaupa mat af fjárhagslegum
ástæðum en tekur fram að það sé
sjálfsagt skýringin hjá einhverjum.
Nefnir sem dæmi þegar mörg börn
séu í skólanum úr tekjulitlum fjöl-
skyldum og að ódýrara geti verið
að útbúa nestið heima. „En ég veit
líka um tekjulítið fólk sem velur að
kaupa mat fyrir börnin,“ segir
Erna.
Ókeypis skólamáltíðir eru ekki
ákveðnar samkvæmt ósk stjórn-
enda Gerðaskóla. „En við erum
ánægð með allt gott sem gert er
fyrir skólasamfélagið. Þetta hlýtur
að koma öllum barnafjölskyldum
bæjarins til góða,“ segir hún.
Tólf milljónir á ári
Fram kemur að viðbótarkostn-
aður bæjarsjóðs nemur liðlega 4,3
milljónum kr. á þessu ári og fer
síðan stighækkandi til ársins 2008
er hann nemur 12 milljónum kr.
„Vissulega kostar þetta heilmikið,“
segir Sigurður bæjarstjóri. Reikn-
að er með að börnunum sem nýta
sér matarþjónustuna fjölgi eftir
því sem niðurgreiðslan eykst og að
nánast öll börnin verði í mat þegar
innheimtan fellur niður.
Sveitarfélagið Garður er með
ágæta fjárhagsstöðu. Sigurður
segir að vissulega sé þetta mikið
átak. „Við verðum að forgangs-
raða og hugsanlega hægja á ein-
hverjum framkvæmdum á næstu
árum,“ segir hann. Sveitarfélagið
nýtir ekki að fullu tekjustofna sína,
er til dæmis með 12,7% útsvar og
0,32% fasteignaskatta á íbúðar-
húsnæði en bæði þessi hlutföll eru
talsvert undir því sem heimilt er.
Sigurður segir að ekki sé farið að
ræða það hvort hækka þurfi skatt-
ana vegna þessarar ákvörðunar.
„Ég held þó að íbúarnir hefðu
skilning á því, ef það þyrfti til að
koma til að auka þjónustuna,“ seg-
ir hann. „Svo keyrum við þetta
fram af ákveðinni bjartsýni. Hér er
mikil uppbygging sem hefur í för
með sér fjölgun íbúa og auknar
tekjur á næstu árum,“ segir Sig-
urður.
Sigurður telur að Garðurinn sé
fyrsta sveitarfélagið sem veitir
þessa þjónustu, að minnsta kosti
fyrsta sveitarfélagið af þessari
stærð. „Við höfum gert okkur
grein fyrir því að þessi þjónusta og
fleira á eftir að ganga yfir allt
þjóðfélagið, að ókeypis matur
verði sjálfsagður hluti af skóla-
starfinu,“ segir Sigurður Jónsson.
Sveitarfélagið Garður eykur niðurgreiðslur á skólamat í Gerðaskóla í áföngum
Börnunum boðinn
ókeypis matur eftir tvö ár
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Frímínútur Allir nemendur Gerðaskóla í Garði fá frían mat í hádeginu þeg-
ar stefna bæjaryfirvalda kemst að fullu til framkvæmda.
Erna M. Svein-
bjarnardóttir
Sigurður
Jónsson
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Kjalarnes | Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra sat á þriðjudagskvöld
fund á Kjalarnesi, sem íbúar boðuðu
til, en þar voru til umræðu samgöngu-
mál á svæðinu og fyrirhuguð Sunda-
braut. Bergþór Ólason, aðstoðarmað-
ur samgönguráðherra, segir fundinn
hafa verið gagnlegan. Íbúasamtök
Kjalarness hafi kynnt fyrir ráðherra
sjónarmið sín og óskir sem snúa að
öryggismálum. Þeir hafi lýst skýrum
vilja til þess að framkvæmdir við
Sundabraut hæfust sem allra fyrst og
sagt það mikið hagsmunamál, einkum
fyrir þá íbúa svæðisins sem sækja at-
vinnu til borgarinnar.
Bergþór segir fjármuni vegna
verksins til reiðu, en Reykjavíkur-
borg eigi eftir að ákveða hvar brautin
eigi að liggja. Ráðherra hafi á fund-
inum lýst áhyggjum sínum af þessari
stöðu mála.
Stutt frá þjóðvegi 1
að barnaskóla
Hólmar Þór Stefánsson, íbúi á
Kjalarnesi, er einn þeirra sem skipu-
lögðu fundinn með ráðherra. Hann
segir íbúana hafa miklar áhyggjur af
umferðaröryggi. „Hér er mjög stutt
frá þjóðvegi 1 og niður að barnaskóla.
Leyfilegur hámarkshraði er 70 km á
klukkustund en bílar aka hér hjá á 90
km hraða,“ segir Hólmar. Hann segir
íbúa einnig óttast aftanákeyrslur þeg-
ar þeir beygja af þjóðveginum og inn í
hverfið á Kjalarnesi og hafi á fund-
inum spurt hvernig hægt væri að
bæta aðkeyrslu niður í hverfið. Þá
hafi fundarmenn spurt hvað væri á
dagskrá hjá ráðuneytinu varðandi
göng yfir í Mosfellsbæ.
Sundabrautin brann einnig á fund-
armönnum, að sögn Hólmars. „Okkur
var lofað því af R-listanum þegar
sameiningarviðræður við Reykjavík
fóru fram að árið 2002 yrði hægt að
aka Sundabrautina, yfir Kollafjörðinn
og upp á Kjalarnes,“ segir Hólmar.
Ekkert hafi hins vegar enn gerst í
þeim málum. Á fundinum sagði ráð-
herra framtíðarsýn sína varðandi
Vesturlandsveginn þá að þar verði
Sundabrautin með fjórum akreinum
upp á Kjalarnes, síðan taki við þriggja
akreina vegur með víraleiðara frá
Kjalarnesi upp í Borgarnes.
Sturla Böðvarsson á fundi með íbúum Kjalarness
Íbúar hafa áhyggjur
af umferðaröryggi
Grafarvogur | Nemendur í 3. bekk
Engjaskóla tóku í janúar þátt í svo-
kölluðum lestrarspretti í samvinnu
við Dómínós-pizzur í Spöng. Þegar
nemendur höfðu náð að lesa rúmar
11.000 blaðsíður samtals bauð Jósef
hjá Dómínos-pizzum krökkunum að
koma og baka sínar eigin pitsur.
Hvert barn í bekknum bakaði
pitsu, valdi áleggið og fékk svo að
fara með hana heim.
Gerði þetta að vonum bæði gagn
og mikla gleði að sögn Guðrúnar
Erlu Björgvinsdóttur, skólastjóra
Engjaskóla. „Lestrarsprettir eru
alltaf af og til í gangi í skólanum, en
þetta var svolítið sérstakt af því að
þetta var í tengslum við Dómínós
Pizzur. Kennararnir taka alltaf
tarnir á veturna, a.m.k. einu sinni
eða tvisvar, jafnvel oftar, með
svona lestrarspretti,“ segir Guðrún
Erla og bætir við að ef önnur fyr-
irtæki byðu sig fram við að hvetja
börnin á þennan hátt yrði þeim án
efa vel tekið. „Þetta var mjög hvetj-
andi fyrir börnin. Þau höfðu mjög
gaman af þessu, komu stolt með
pitsurnar sínar til baka og fóru svo
með þær heim. Það er sama hvaðan
gott kemur, við notum öll tækifæri
til að efla þau svona.“
Ungir bakarar Krakkarnir fengu að spreyta sig á því að baka sínar eigin
pítsur eftir lestrarátakið. Þau stóðu sig einnig vel í því verkefni.
Duglegir lestrar-
hestar bökuðu pitsur
LEIKSKÓLAKENNARAR í höfuð-
borginni hafa margir hverjir dregið
uppsagnir sínar til baka í kjölfar
þess að tillaga Steinunnar Valdísar
Óskarsdóttur borgarstjóra um
kjarabót leikskólakennara var sam-
þykkt á fundi borgarráðs á fimmtu-
dag í síðustu viku.
Björg Bjarnadóttir, formaður Fé-
lags leikskólakennara, segist engar
tölur hafa yfir um hversu margir
hafa dregið uppsagnir sínar til baka
en telur að meirihluti þeirra sem
sögðu starfi sínu lausu hafi annað-
hvort dregið uppsagnir til baka eða
ákveðið að gera það.
Leikskólakennarar hækka við
breytingarnar um fjóra launaflokka,
auk þess sem þeir fá mánaðarlega
viðbótargreiðslu að upphæð 12.600
krónur. Deildarstjórar og aðstoðar-
leikskólastjórar hækka þá um fimm
flokka, auk þess sem þeir fá 14.700
kr. mánaðarlega. Björg segist ekki
merkja annað en að það ríki almenn
ánægja með útspil Reykjavíkur-
borgar. „Það get ég sagt fullum hálsi
því ég er búin að hitta fleiri hundruð
leikskólakennara á fundum núna að
undanförnu,“ segir Björg og bætir
við að aukin bjartsýni ríki á leikskól-
um borgarinnar. Jafnframt hefur
hún heyrt að umsóknir séu farnar að
berast um laus störf á leikskólum, en
afar erfitt hefur að verið að fá nýtt
fólk til starfa í langan tíma.
Leikskólakennarar hætta við uppsagnir og umsóknir berast
Aukin bjartsýni á leik-
skólum borgarinnar