Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.2006, Blaðsíða 26
HJÓNABANDIÐ hefur marga kosti í för með sér ef marka má upplýsingar á vef bandarísku sjúkrastofnunarinnar Mayo clinic www.mayoclinic.com. Meðal þeirra eru minni líkur á sjúkdóm- um, lengra líf og meiri vellíðan. Ástæðurnar eru m.a. fjárhags- legur stöðugleiki og sterkt stuðn- ingsnet. Tölfræðin sýnir að fólk sem er hamingjusamlega gift lifir lengur en einhleypir jafnaldrar. Hjarta- sjúkdómar og krabbamein er einnig sjaldgæfara hjá giftu fólki. Rannsókn frá Harvard- háskólanum leiddi í ljós að giftar konur eiga 20% síður á hættu en einhleypar að deyja úr hjartasjúk- dómum, sjálfsmorði eða lifr- arsjúkdómum. Giftir karlar fá enn meira út úr hjónabandinu og eiga tvisvar til þrisvar sinnum síður á hættu að látast af áðurnefndum orsökum. Minni streita Áhrif streitu á heilsuna eru vel þekkt og áhrif hjónabandsins á heilsuna eru m.a. talin þau að hjónin höndla streitu sem lið bet- ur að jafnaði en einhleypir. Dag- leg verkefni deilast á tvo en þeg- ar maður þarf einn að sjá um allt veldur það streitu. Ýmsir þættir hjónabandsins eru streitulækkandi eins og að tveir afla meiri tekna en einn og stuðn- ingsnetið er stærra hjá tveimur en einum. Ennfremur hafa rann- sóknir sýnt að lífsstíll gifts fólks er heilbrigðari og er talið að það sé vegna sameiginlegrar ábyrgð- ar og ábyrgðar gagnvart mak- anum. Reykingamenn í hópi gifts fólks eru t.d. mun færri en í hópi einhleypra. Jákvæð áhrif hjónabandsins eru ekki algild og eiga t.d. ekki við ef hjónabandið er óheilbrigt eða hjónin óhamingjusöm. Þá geta þau átt við þunglyndi að stríða eða mikla streitu.  HJÓNABAND Hamingjusamlega gift fólk lifir lengur Reuters Þegar hjón ná að deila gleði og sorg og takast á við lífið saman virðist þeim einnig ganga betur að halda heilsu. Daglegtlíf febrúar SJÚKLINGAR sem fara í aðgerðir vegna ristil- og endaþarms- krabbameins þurfa mikla hjúkrun bæði líkamlega og tilfinningalega. Í lokaorðum meistaraprófsritgerðar sinnar segir hjúkrunarfræðing- urinn Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir m.a. að hjúkrunarfræðingar ættu að ganga fremstir í flokki við að hlúa að tilfinningalegri líðan skjól- stæðinga sinna og nýta sér góð tengsl sem oft myndast við sjúk- linga. „Ef vel er gert eflist skjólstæð- ingurinn til sjálfsþroska, starfs- ánægja hjúkrunarfræðingsins eykst, dvalartími styttist og minni líkur verða á endurinnlögnum. Með því er verðugum markmiðum náð, bæði í hagfræðilegum og persónu- legum skilningi, segir í ritgerðinni. Ristilkrabbamein hefur verið tölu- vert í umræðunni á Íslandi að und- anförnu en árlega greinast um 115 manns með ristil- eða endaþarms- krabbamein. Tilfinningaleg líðan sjúklinga með þessi krabbamein hefur ekki verið rannsökuð á Ís- landi en hún vakti athygli Þórdísar. Hún hefur sjálf reynslu af hjúkrun sjúklinga á almennri skurðdeild og lá því beint við að meistarapróf- srannsóknin beindist í þá átt. Þór- dís hefur síðustu þrjú árin verið bú- sett í Svíþjóð og hefur einnig reynslu af því að starfa sem hjúkr- unarfræðingur þar í landi, samhliða meistaranáminu við Háskóla Ís- lands. Meistaraverkefni hennar var rannsókn á tilfinningalegri líðan og lífsgæðum sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein, strax eftir aðgerð og 6–8 vikum eftir aðgerð. Ristil- og endaþarmskrabbameins- sjúklingar vöktu athygli Þórdísar þar sem um erfiðar aðgerðir er að ræða, sjúklingarnir þurfa að liggja á spítalanum í allt að tíu daga og hafa mikla þörf fyrir umönnun. Hún ákvað að taka fyrir þá sem ekki fengu stóma [poki sem tengd- ur er við meltingarfæri og tekur við hægðum] þar sem þeir sjúklingar fengu engan sérhæfðan stuðning. Enginn aukastuðningur „Tilfinningaleg líðan sjúklinga á skurðdeild fær ekki mikla athygli. Við erum alltaf að spyrja um verki, hvort þeir séu búnir að borða, hvort þeim sé óglatt og svo framvegis. Ég uppgötvaði að þessir sjúklingar fengu ekki aukastuðning eins og t.d. sjúklingar með stóma eða kon- ur með brjóstakrabbamein sem hafa sérstök stuðningssamtök og stuðningshópa sem bjóða upp á heimsóknir inn á deild,“ segir Þór- dís. Erlendar rannsóknir benda til að ristilkrabbameinssjúklingum líði oft illa tilfinningalega þegar lengra er komið í sjúkdómsferlinu, þ.e. í lyfja- eða geislameðferð eða jafnvel líknandi meðferð. „Ég hugsaði með mér að við sem vinnum á skurð- deild erum í svo miklu sambandi við sjúklingana, við þurfum að sinna mörgum líkamlegum þörfum, en ættum við ekki að vita betur um tilfinningalega líðan og höfum við ekki tækifæri til að sinna því ef þeim líður illa? Úrtakið varð að lok- um nítján manns. Samkvæmt með- altalinu virðist tilfinningaleg líðan þessara sjúklinga jafnvel betri en almennings þegar frá leið, þ.e. meirihluti sjúklinganna mat tilfinn- ingalega líðan sína nokkuð góða en minnihluti fann fyrir kvíða eða þunglyndi. Erfitt er að draga álykt- anir af meðaltalsniðurstöðum þegar úrtak er svo lítið og leggur Þórdís því mikla áherslu á að hlusta á þá sem leið illa. „Fólki leið almennt miklu betur en ég bjóst við. Er- lendar rannsóknir hafa sýnt að það kemur upp viss vanlíðan en það er á seinni stigum, þegar sjúkdóm- urinn er lengra genginn. Kannski er skýringin á góðri líðan í rann- sókninni að svo stuttu eftir aðgerð finni fólk til gleði yfir því að búið er að skera burtu þetta vonda mein sem það var að greinast með. Önn- ur skýring getur verið sú að þegar fólk greinist með svo erfiðan sjúk- dóm, endurmeti það líf sitt og finni fyrir ákveðinni jákvæðni og þakk- læti.“ Kvíði og þunglyndi Þórdís tekur undir að það sé að vissu leyti staðfesting á því að hjúkrunarfræðingar á skurðdeild veiti tilfinningalegri líðan athygli. „En það voru hins vegar nokkrir einstaklingar í þessum hópi sem ætti eiginlega að taka meira mark á því þeim leið mjög illa. Fimm af nítján höfðu einhver einkenni kvíða og tveir einkenni þunglyndis. Í rit- gerðinni tók ég sérstaklega fyrir þrjá sjúklinga með mikil einkenni kvíða og þunglyndis sem hefðu þurft meiri stuðning og greiningu á slæmri tilfinningalegri líðan. Hjúkrunarfræðingar sinna vissu- lega starfi sínu vel en við þurfum að hafa augun opin fyrir þeim sem líður illa. Í þessari rannsókn eru það þeir sem búa einir eða búa við skertan stuðning heima. Við þurf- um að hafa greiningartækni og leið- ir til að beina fólki á rétta braut, til dæmis til félagsþjónustunnar, í heimahjúkrun, til stuðningshópa eða meðferðaraðila. Þórdís bendir t.d. á að hægt sé að gera ráð fyrir sérstökum stað og tíma í daglegu starfi lækna og hjúkrunarfræðinga til að veita hverjum og einum sjúk- lingi upplýsingar og fræðslu. Markviss hjúkrun fyrirbyggjandi Þórdís hlaut ágætiseinkunn fyrir ritgerðina en leiðbeinandi hennar var Herdís Sveinsdóttir prófessor. Þórdís kynnti niðurstöðurnar í fyr- irlestri í Háskólanum í janúar og mun einnig kynna þær starfsfólki skurðdeildar LSH í febrúar. Að lokum er gripið niður í ritgerð Þór- dísar: „Sífellt styttri legutími á sjúkrahúsum gerir það að verkum að hjúkrun þarf að verða markviss- ari til að besta mögulega heilbrigð- isþjónusta sé veitt og líkur á mikilli vanlíðan eða alvarlegum sálrænum og líkamlegum fylgikvillum minnki.“  HEILSA | Tilfinningaleg líðan þeirra sem fá ristilkrabbamein Kvíði meiri hjá þeim sem hafa lítinn stuðning heima Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir segir að tilfinningaleg líðan sjúklinga á skurðdeild fái ekki mikla athygli. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.