Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 31

Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 31 UMRÆÐAN Kjósið Þekkingu og reynslu Kjósið Skynsemi og skilning Kjósið Stefán Benediktsson Stuðningsmenn Stefáns Benediktssonar Opið prófkjör Samfylkingarinnar og óháðra helgina 11. og 12. febrúar fyrir sælkera á öllum aldri m - tímarit um mat og vín fylgir næst Morgunblaðinu laugardaginn 18. febrúar og að þessu sinni er blaðið helgað Food & Fun hátíðinni í Reykjavík sem stendur yfir dagana 22.-25. febrúar. • Umfjöllun um veitingastaðina sem taka þátt í Food & Fun í ár. • Sælkerauppskriftir frá meistarakokkum. • Fjallað um erlendu kokkana sem verða á Food & Fun. • Gómsætar uppskriftir úr íslensku hráefni. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 miðvikudaginn 15. febrúar og tryggið ykkur pláss í þessu glæsilega blaði. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Í FYRRI grein minni fjallaði ég um þær fjórar meginstoðir sem eru burðarásarnir í atvinnulífi Akureyr- ar. Í jafn stóru bæjarfélagi eru fjöl- mörg fyrirtæki sem leggja sitt af mörkum til að skapa hér blóm- legt atvinnulíf. Í vaxt- arsamningi Eyja- fjarðar, sem hófst á síðasta ári, er einmitt tekin afstaða til at- vinnugreina og lögð áhersla á að styrkja þessa fjóra þætti at- vinnulífsins þar sem mestu möguleikarnir ættu að felast. Þessar áherslur fela í sér ný- breytni í samstarfi fyrirtækja í svokölluðu klasasamstarfi sem hefur reynst vel erlendis en er nýtt fyrir okkur Ís- lendinga. Heilsuklasinn Í heilsuklasanum verður unnið að nýsköpunarverkefnum í tengslum við forvarnir og lýðheilsu. Það eru margir sem koma að þeirri vinnu auk Fjórðungssjúkrahússins sem ég nefndi í fyrri grein minni. Þar verður lögð áhersla á að efla og bæta heilsuna og draga þar með úr kostnaði þjóðfélagsins. Þarna geta tekið þátt ólíkir aðilar sem allir leggja áherslu á heilsuvernd, t.d. Heilsugæslustöðin, sjúkraþjálfarar og lík- amsræktarstöðvar. Eins eru möguleikar á að markaðssetja þjón- ustu FSA erlendis og t.d. er þjónustusamn- ingur við grænlensku heimastjórnina orðinn að veruleika. Mennta- og rann- sóknaklasinn Í mennta- og rann- sóknaklasanum felast möguleikarnir í því úrvali mennt- unar, sem er í boði á Akureyri. Ég nefndi í fyrri grein minni hinn ört vaxandi háskóla en einnig er hægt að nefna framhaldsskólana tvo, myndlistarskólann og tónlistar- skólana. Með auknu samstarfi nem- enda og kennara þessara stofnana er hægt að ná langt. Og það er þannig hugsunarháttur sem við verðum að temja okkur – að brjóta múrana og ná sem mestum sam- legðaráhrifum ólíkra greina. Það er okkar styrkur. Matvælaklasinn Í matvælaklasanum er verið að vinna að ýmsum málum sem snerta rekstur greinarinnar með beinum hætti. Eins felast möguleikar í matvælaferðamennsku og það er ánægjulegt að sjá áherslur veit- ingastaða hér á Akureyri sem hafa einsett sér að bjóða upp á lostæti úr matarkistunni Eyjafirði. Matvælaframleiðsla er gríðarlega stór hluti af atvinnulífinu en sú starfsemi veltir um 30 milljörðum króna og ársverk eru um 2.000 talsins. Ég nefni sem dæmi fyr- irtæki eins og Samherja sem er í fremstu röð á heimsvísu í fram- leiðslu sjávarafurða. Annað dæmi er Norðurmjólk sem er frum- kvöðull í vöruþróun á t.d. skyri og skyrdrykkjum. Þriðja dæmið sem ég vil nefna er matvælafyrirtækið Kjarnafæði sem er einnig í fremstu röð í þróun og fullvinnslu afurða og hefur innleitt fjölmargar merkar nýjungar á þessu sviði. Hægt væri að telja upp fjölmörg önnur fyr- irtæki, sem eiga þátt í að skapa þetta góða orðspor, en það er efni í aðra grein. Góður maður sagði á dögunum að Eyjafjörður væri stundum kall- aður mekka matvælaiðnaðarins, þar sem fyrirtæki hér hafi verið leiðandi í vöruþróun og fullvinnslu afurða. Þetta er okkar styrkur. Ferðaþjónustuklasinn Á einn eða annan hátt tengjast síðan allir klasarnir, gegnum mis- munandi verkefni, við ferðaþjón- ustuklasann en fyrirtæki sem starfa að gistingu, veitingum, af- þreyingu og samgöngum eru skil- greind sem ferðaþjónusta. Nauð- synlegt er að mínu mati að öll menningarstarfsemi og verslun falli einnig í þennan flokk. Þar er fram- tíðin björt. Sem dæmi má nefna til- komu menningarhússins sem á eft- ir að auka enn á afþreyingu og möguleika til funda og ráð- stefnuhalds í bænum. Þá hefur gróskumikið starf Leikfélags Ak- ureyrar um langt árabil verið eitt helsta aðdráttarafl bæjarins og er það enn. Hér eru ónefndar allar þær nátt- úruperlur sem eru í nágrenni Ak- ureyrar og þeir möguleikar sem felast í veiði, gönguferðum, hesta- mennsku og náttúruskoðun, myrkri, norðurljósum og björtum nóttum. Þar liggur okkar styrkur líka. Björt framtíð og mörg sóknarfæri Af framansögðu er ljóst að fram- tíð Akureyrar og Eyjafjarðarsvæð- isins er björt ef rétt er haldið á málum. Sóknarfærin eru óteljandi en það er ekki sama hvernig þau eru nýtt eða hver ræður ferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi afl í bæjarstjórn Akureyrar sl. átta ár. Ég tel okkur eiga mik- inn þátt í því hversu vel hefur til tekist. Við hyggjumst halda áfram á sömu braut en þurfum til þess stuðning kjósenda í vor. Ég býð mig fram í forystusveit Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri í prófkjörinu sem fram fer á morgun, laugardag. Máttur og meginstoðir Eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur ’Sóknarfærin eru ótelj-andi en það er ekki sama hvernig þau eru nýtt eða hver ræður ferðinni.‘ Sigrún Björk Jakobsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri. Prófkjör Akureyri GUÐJÓN nokkur Jensson skrifar grein í Morgunblaðið 5. febrúar sl. sem hann nefnir „Fjármál stjórn- málaflokkanna“. Guð- jón fjallar þar um nauðsyn þess að settar séu reglur um fjármál flokkanna, helst þá í stjórnarskrá. Í mörg- um löndum, en alls ekki öllum, hafa verið settar reglur um starf- semi stjórnmála- samtaka og fjalla þá oftast að meginstofni um fjármál. Dæmi eru um að þessar reglur séu bæði í formi laga eða byggi á sam- komulagi flokka. Ekki hef ég þó rek- ist á nokkur dæmi þess að þær séu bundnar í stjórnarskrá. Ég fagna allri umræðu um fjármál flokkanna á málefnalegum for- sendum en þegar líður á grein Guð- jóns fer honum heldur að fatast flug- ið og tilgangur hans verður ekki lengur að fjalla um fjármál flokk- anna heldur eins flokks, Framsókn- arflokksins. Þar gerir hann sig sekan um grófar rangfærslur sem ekki er hægt að láta ósvarað. Rangfærslur Fyrsta rangfærslan er sú að hann heldur því fram að Framsókn- arflokkurinn hafi varið 100 millj- ónum króna til kosningabaráttunnar í síðustu alþingiskosningum. Það er rangt. Á flokksþingi Framsókn- arflokksins í febrúar 2005 var greint frá því að kosningabaráttan 2003 kostaði flokkinn 68,5 milljónir króna. Hvar Guðjón hefur fundið þessa 100 milljóna tölu hef ég ekki hugmynd um en líklega hefur hann búið hana til sjálfur. Önnur rangfærslan er sú að hann segir að Framsóknarflokkurinn hafi eytt álíka hárri fjárhæð og allir hinir flokkarnir til samans. Það er rangt. Samfylkingin hefur birt í ársreikn- ingum sínum að kosningabarátta hennar 2003 hafi kostað tæpar 88 milljónir króna. VG hefur birt að kosningabarátta þeirra 2003 hafi kostað rúmar 17 milljónir og birti um leið í frétt á vg.is 4. september 2003 um uppgjör vegna kosninganna að jafnframt hafi verið varið 15,5 millj- ónum í styrki til kjördæmisfélaga vegna kosninga eða samtals um 32 milljónir króna. Frjálslyndi flokk- urinn hefur síðan birt að kosninga- barátta þeirra 2003 hafi kostað 15,6 milljónir. Alla þessa ársreikninga má finna á vefjum viðkomandi flokka. Samtals eru þetta rúmar 135 millj- ónir króna hjá þessum þremur flokk- um eða tvöfalt meira en kostnaður Framsókn- arflokksins. Er þá eftir að telja kostnað Sjálf- stæðisflokksins sem ekki hefur verið gefinn upp. Þessi fullyrðing Guðjóns stenst því enga skoðun sama hvernig á hana er litið. Þriðja rangfærslan er síðan sú að hann heldur því fram að á síðasta landsfundi Framsóknarflokksins (sem reyndar heitir flokksþing) sl. haust (sem reyndar var haldið í febrúar 2005), hafi komið fram að búið væri að greiða kosn- ingaskuldirnar og farið að safna í sjóði fyrir næstu kosningar. Betur að satt væri, Guðjón. Þessi fullyrðing er hreinn uppspuni og kom ekki fram á ofangreindu flokksþingi. Það tekur tíma að greiða niður 68,5 milljónir og því mun því miður ekki ljúka fyrr en í byrjun næsta árs. Ef Guðjón vill leggja flokknum lið í því efni þá er honum það velkomið en ég á svo sem ekki sérstaka von á því þar sem að afgangurinn af grein hans fer í fleiri staðlausar aðdróttanir um Fram- sóknarflokkinn, iðnaðarráðherra og áliðnaðinn sem ég hirði ekki um að svara hér. Unnið af heilindum Nú stendur yfir nefndarstarf með þátttöku allra flokka, um lagaum- hverfi stjórnmálastarfsemi á Íslandi. Í því nefndarstarfi hefur verið unnið af heilindum og vandvirkni að því að meta kosti og galla frekari reglusetn- ingar um löggjöf stjórnmálaflokka. Ég fagna allri opinberri umræðu um fjármál stjórnmálaflokka, en sú um- ræða verður að byggjast á stað- reyndum en ekki rakalausum þvætt- ingi á borð við þá grein sem hér er til umfjöllunar. Grein Guðjóns Jens- sonar sýnir vanda þessa verkefnis í hnotskurn. Að engu skiptir hversu miklar upplýsingar flokkar bera á borð um fjármál sín, eins og Fram- sóknarflokkurinn hefur sannarlega gert, ef rógberar sem hirða ekki um satt eða rétt stjórna umræðu um fjár- mál flokkanna. Verkefni allra þeirra sem vilja betri umgjörð um fjármál stjórnmálaflokkanna er því tvíþætt: Annars vegar þarf að setja einhver viðmið um upplýsingaskyldu og önn- ur takmörk sem flokkarnir fara eftir og hins vegar þurfa allir flokkar að taka til í sínum ranni og sammælast um að afneita þeim sem dreifa raka- lausum óhróðri um stjórnmála- starfsemi og heiðarleika þeirra sem að henni koma. Um fjármál stjórnmálaflokka Sigurður Eyþórsson fjallar um fjármál stjórnmálaflokkanna Sigurður Eyþórsson ’Ég fagna allri umræðuum fjármál flokkanna á málefnalegum forsendum en þegar líður á grein Guðjóns fer honum held- ur að fatast flugið …‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og formaður nefndar um lagaumhverfi stjórnmálasamtaka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.