Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 34

Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HVERFA- og þjónustumiðstöðin Miðgarður í Grafarvogi tók til starfa fyrir rúmum áratug og var þá tilraunaverkefni ríkis og borgar. Þar voru í fyrsta sinn starfandi að- ilar eins og hverfislögregla og starfsmenn borgarinnar undir sama þaki og afrakstur þeirrar nálægðar hefur verið ríkulegur og augljós öll- um þeim sem sjá vilja. Þess vegna er athyglisvert og næsta óskiljanlegt að slíku samstarfi sé ekki framhaldið á þeim þjónustumiðstöðvum sem nýlega hafa verið opnaðar í öðrum hverfum borgarinnar. Í nýju stöðvunum starfa nær allir aðilar sem koma að mál- efnum einstaklinga og fjölskyldna, en enginn vilji var fyrir því af hálfu ríkisins að hverf- islöggæsla væri til staðar. Það leiðir hug- ann að því hvort ekki fari best á að færa löggæsluna í borginni frá ríki til Reykjavíkur. Unglingum býðst að bæta fyrir brot sín Sem formaður í hverfaráði Graf- arvogs sá ég glöggt hversu árang- ursríkt samstarfið er. Tökum sem dæmi málefni unglings undir lög- aldri sem fremur afbrot er hann vinnur skemmdarverk í einkagarði og er staðinn að verki. Hluti af af- greiðslu á máli unglingsins er að kalla til fundar þar sem hann og eigandi garðsins eru leiddir saman, ásamt fulltrúa frá hverfislögreglu og öðrum sem mál unglingsins er talið varða, s.s. foreldrum, fé- lagsráðgjafa eða skólaaðila. Eigandi garðsins fær tækifæri á að skýra frá sínum tilfinningalega og fjár- hagslega skaða og unglingurinn fær tækifæri til að útskýra sína hlið á málinu. Áður en fundi lýkur er búið að finna leið sem unglingnum býðst að fara til að bæta brot sitt gagn- vart garðeigandanum. Þessi leið er kannski flóknari en margar aðrar, en að sama skapi árangursríkari. ÍTR og barnaverndina vantar á þjónustumiðstöðvarnar En það eru fleiri en hverf- islögregla sem vantar á þjónustu- miðstöðvarnar. Til- gangurinn með öllum þjónustumiðstöðvum er ekki síst að borg- arstarfsmenn sem skipuleggja marg- víslegt starf í hverfinu vinni saman að mál- efnum einstaklinga og fjölskyldna. Hins veg- ar vantar upp á til að þetta kerfi gangi full- komlega upp, vegna þess að í nýju stöðv- unum er hvorki að finna starfsmenn ÍTR né barnaverndina. Undir ÍTR heyrir m.a. skipulagn- ing á félagsstarfi barna- og ung- linga sem og forvarnarstarf og því væri eðlilegast að ÍTR ætti starfs- fólk inni á þjónustumiðstöðvunum. Svo er hins vegar ekki og því verð- ur að breyta. Sama á við barna- verndina. Oftast er það svo að áður en til kasta barnaverndar kemur hafa skjólstæðingar hennar, börnin, gengið í gegnum miklar mannlegar hremmingar. Oft hafa þau og fjöl- skyldur þeirra verið undir hand- leiðslu félagsráðgjafa á þjónustu- miðstöð borgarinnar í sínu hverfi. Mikilvægur trúnaður og ómetanlegt traust hefur oft myndast á milli barns og félagsráðgjafans á stöð- inni, sem þekkir vel allar aðstæður þess. Eins og mál standa í dag, er það svo að aukist erfiðleikar barnsins og færist á það stig að nauðsynlegt er fela það barnavernd Reykjavíkur gerist það um leið að tengsl barns- ins við félagsráðgjafann eru rofin því málið færist í aðra stofnun. Þar taka við nýir aðilar í nýju umhverfi. Þegar unnið hefur verið með mál- efni barnsins þannig að mestu erf- iðleikarnir eru að baki, færist málið aftur til félagsráðgjafans á þjón- ustumiðstöðinni. Þarna vinna margir aðilar gott verk, en starf þeirra yrði hnitmið- aðra og einfaldara fyrir barnið ef barnaverndin væri inni á þjónustu- miðstöðinni og allir þeir sem barn í hremmingum þyrfti á að halda væru á sama stað. Þannig hefur málum verið komið fyrir í Miðgarði og málefni ein- staklinga og fjölskyldna eru á hendi sömu aðila allan tímann. Því skap- ast ekki þetta rof sem myndast þegar málefni barna eru færð frá einni stofnun til annarrar, oft á erf- iðasta tímabilinu. Og eru það ekki börnin sem allt þetta starf snýst um? Einfaldari lausn fyrir barn í hremmingum Eftir Guðrúnu Erlu Geirsdóttur ’Þarna vinna margir að-ilar gott verk, en starf þeirra yrði hnitmiðaðra og einfaldara fyrir barnið ef barnaverndin væri inni á þjónustumiðstöðinni og allir þeir sem barn í hremmingum þyrfti á að halda væru á sama stað.‘ Guðrún Erla Geirsdóttir Höfundur er kennari og mynd- höfundur og biður um 5. sæti í opnu prófkjör Samfylkingarinnar um næstu helgi. Prófkjör Reykjavík NÚ ÞEGAR Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn í borginni hafa lokið sínum próf- kjörum er það ljóst að frambjóð- endur í efstu sætum hafa orðið að reiða fram umtalsverða fjámuni til að tryggja sér sigur. Það er líklegt að stærstur hluti þess fjármagns sé kominn frá fyrirtækjum og sú spurning hlýtur að vera áleitin hvað þau vilji fá fyrir sinn snúð. Mikið hefur verið fjallað um fjármál flokkanna undanfarin ár og sú krafa orðið há- værari að settar verði reglur þar um, líkt og gert er í flestum lýð- ræðisríkjum. Þrátt fyr- ir að íslensku flokk- arnir hafi í æ ríkara mæli fengið fjármagn frá ríkinu er fjárþörfin stöðugt að aukast. Markaðsvæðingin virðist ráða ferð- inni og auglýsingastofur og rándýrir sérfræðingar skipa meginhlutverk í kosningabaráttunni. Að sama skapi eru flokkarnir að breytast. Félagsleg virkni víkur fyr- ir aðkeyptri þjónustu. Flokkarnir verða líkari fyrirtækjum en lýðræð- islegu tæki félaganna. Vegna síauk- innar fjárþurftar verða þeir æ háð- ari fjarmálaöflunum og ekki síst þeim stærstu. Ef það er varhugavert að flokk- arnir gerist mjög háðir fjármálafá- veldinu hlýtur það að teljast bók- staflega háskalegt að einstakir frambjóðendur taki við miklu fé. Hættan er augljóslega sú, að þeir gerist handgengnir þeim sem láta féð af hendi rakna. Frambjóðendur til borgarstjórnar stefna á borg- arfulltrúasæti og nefndarstörf fyrir borgina. Þeir verða hluti stjórnkerf- isins og búast má við því að fyrr eða síðar lendi þeir í óþægilegri stöðu gagnvart þeim sem styrkinn veitti. Það getur til að mynda ekki talist óeðlilegt að nefndarmaður sem á sæti í skipulagsráði dæmist van- hæfur þegar fjallað er um mál verk- takafyrirtækis sem stutt hefur hann fjár- hagslega í prófkjöri. Öðruvísi flokkur Vinstri grænir hafa sjálfir sett sér ákveðnar reglur (sem eru í lögum flokksins) um upplýsingar er varða fjármál flokks- ins. Þær kveða á um opið bókhald sem birt er á heimasíðu hans og þær innihalda ákvæði þess efnis að styrkja sem fara yfir ákveðna upphæð (í dag 300.000 kr.) skuli sérstaklega getið í bókhaldinu. Vinstri græn í Reykjavík efndu til forvals í nóvember á síðasta ári sem markaði upphafið að undirbúningi fyrir borgarstjórnarkosningar nú í maí. Þar voru 10 manns að takast á um sex sæti. Ef miðað er við þau prófkjör sem síðan fóru af stað fór forval vinstri grænna ekki hátt. Ástæðan er einföld, félagsfundur VGR lagði blátt bann við því að frambjóðendur settu fjármagn í aug- lýsingar. Undirritaður varð þess heiðurs aðnjótandi að hreppa þriðja sætið í forvalinu. Eini kostnaðurinn sem af kosningabaráttunni hlaust var óvenjuhár símreikningur. Það er mikill léttir að geta sinnt þeim ábyrgðarstörfum fyrir borgarbúa sem mér vonandi hlotnast, án þess að hafa efnt til skulda sem tengjast framboði mínu. Stóraukin áhrif fjármálamanna í stjórnmálum eru mörgum áhyggju- efni. Ef Ísland á að teljast lýðræð- isríki ríður á að settar verði reglur þar um. Reglur sem kveða á um opið bókhald, takmarkaðar upphæðir styrkja frá fyrirtækjum eða jafnvel bann en þess í stað aukið opinbert fjármagn. Það myndi að sönnu kosta skattborgarann sitt. En þegar upp er staðið kynni það engu að síður að reynast honum góð fjárfesting. Stuðningur fyrirtækja og efna- manna við stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka getur nefnilega reynst samfélaginu dýrkeyptur! Höfuðmáli skiptir, að þeir flokkar sem vilja kalla sig lýðræðislega hætti að haga sér eins og fyrirtæki og fari þess í stað að hlúa að félög- unum og auka virknina. Stjórn- málaflokkar eru ekki fyrirtæki. Þeir eiga að vera vettvangur hugmynda- og hugsjónabaráttu. Þannig flokkur vill Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð vera. Peningar og pólitík Þorleifur Gunnlaugsson fjallar um fjármál stjórnmálaflokka ’Stuðningur fyrirtækjaog efnamanna við stjórn- málamenn og stjórn- málaflokka getur nefni- lega reynst samfélaginu dýrkeyptur!‘ Þorleifur Gunnlaugsson Höfundur er formaður VGR og skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík. H a – getur verið að Silvía Nótt fari í taugarnar á ykk- ur? Það eina sem ég fíla ekki við Silvíu Nótt eru þeir sem fíla hana ekki. Silvía Nótt er ógeðslega fræg, rosalega talenteruð, og innst í hjartarótum er ég ofboðs- lega hamingjusöm yfir því að hún skuli hafa fæðst, OG vera Íslend- ingur: Silvía Nótt á eftir að bösta Eurovision, svo ógeðslega flott með Homma og Nammi upp á arminn; – hún ER Eurovision, hún er við, hún er hugsun okkar, hún er talsmáti okkar, hún er lífs- viðhorf okkar, hún er kjarni þess að vera Íslendingur, hún er slöttið og fjallkonan – og hún mun sigra! Annars get ég sagt ykkur í trúnaði að það er eitt sem ég hef mikla minnimáttarkennd yfir gagnvart Silvíu Nótt. Meðan ég engist um í vel innrættu sam- viskubiti yfir því hvað ég er farin að slangra og sletta ógeðslega mikið – á ensku, og tala almennt asnalega þegar ég er ekki sér- staklega að vanda mig – þá stend- ur hún keik, hrein og bein og full- komlega einlæg, talar eins og henni sýnist og brúkar þann munn sem henni er gefinn. Hún er búin að sjá ljósið! Og þið hneykslist? Óþarfi, – segi ég, því senn líður að því að vel innrættum samviskuþrautum mínum linni, og við Silvía Nótt verðum sem síamstvíburar í hispurslausum talsmáta þar sem slangur og slettur fá ekki bara að njóta sín, heldur öðlast viðurkenningu. Framtíðarhópur Viðskiptaráðs Íslands vill bæta enskukunnáttu mína – og telur brýnt að ég verði jafnvíg á bæði málin. „Hvert í log- andi“ – hvað? … þegar „what the fuck“ hljómar miklu betur, að ekki sé talað um hagræðinguna sem næst með sparnaði á stöfum og atkvæðum. Hingað og ekki lengra, og afsakið orðbragðið. Snilld Silvíu Nætur felst í því hvað hún er tær mynd af íslensku þjóðinni. Hún sér í gegnum okk- ur; er löngu búin að átta sig á að Eurovision er vettvangurinn fyrir hana, – einmitt vegna þess að þar er veruleikinn marflatur, geldur, steindauður, – og enskur! Þar eru engar víddir, engin sérkenni, ekk- ert sem gæti storkað einsleitninni – nema einmitt hún. Silvía Nótt er perla sannleikans, meðan allt annað er skrum. Framtíðarhóp Viðskiptaráðs dreymir stóra drauma um frægð og frama, eins og Silvíu Nótt; – dreymir um að íslenska þjóðin verði eins og aðrar þjóðir, – aðrar merkilegar þjóðir, þjóðirnar sem hafa eitthvað að segja, þjóðirnar sem hafa völdin. Þær tala líka ensku. En munurinn á framtíð- arhópi Viðskiptaráðs og Silvíu Nótt er sá, að meðan hún er satt leikrit er hann lygilegur raun- veruleiki – og það er grundvall- aratriði. Þess vegna er Silvía Nótt sökksess, en framtíðarhópurinn ekki. Hópurinn segir í skýrslu sinni að tvímælalaust eigi að færa enskukennsluna niður í yngstu bekki grunnskólans þegar börnin séu móttækilegust fyrir mál- örvun, og að sjálfsagt sé að árið 2015 verði ákveðnar námsgreinar í grunn- og framhaldsskólum kenndar á ensku. Og hvað er í húfi ef við gerum þetta ekki? Við gætum ekki notið okkar í alþjóð- legum viðskiptum og sam- skiptum! Og bitte nú! Satt að segja hef ég staðið í þeirri trú að Íslendingar væru þegar þjóða bestir í ensku, – fyrir utan þær sem hafa hana að móð- urmáli. Svíar eru kannski betri – ég veit ekki. Hvers konar heims- yfirráð eru það eiginlega sem framtíðarhópurinn sér fyrir sér fyrir okkar hönd? Og hefur ein- hverjum þótt viðskiptavit Íslend- inga í útlöndum naumt skorið? Er þetta ekki þjóðin sem hefur selt útlendingum fisk frá því hún man eftir öðru en mold og töðu, og staðið sig vel í því? Eru Íslend- ingar ekki að kaupa upp bæði Lundúnir og Kaupmannahöfn? Eigum við ekki banka og verk- smiðjur í Austur-Evrópu? Það eru hversdagsfréttir að heyra af landvinningum þjóðarinnar er- lendis og ekkert sem bendir til þess að henni séu neinar hömlur settar fyrir kunnáttuleysi í ensku, – þvert á móti. Okkur skortir ekk- ert þegar að enskunni kemur. Þar erum við seif. En ég spyr á móti hverslags þröngsýni og hugmyndafátækt það sé hjá framtíðarhópi Við- skiptaráðs að ætla okkur bara að geta talað við enskumælandi fólk, – úr því að á annað borð er verið að sigra heiminn. Varla er það eina fólkið sem stundar „viðskipti og samskipti“. Ég ætla að leggja það til að hverjum og einum skóla í landinu verði skylt að kenna nemendum sínum eitt „framandi“ tungumál. Enskukunnátta hefur ekki bjarg- að þjóðum heims frá stríðum og volæði, og nær að leggja sig eftir tungumálum sem hugsanlega geta bætt samskipti okkar við aðra heimshluta. Hvernig væri ef Rimaskóli yrði úrdú-skólinn, Vesturbæjarskóli yrði portú- gölsku-skólinn, Fellaskóli yrði marathi-skólinn, Laugarbakka- skóli yrði quechuaskólinn, Gler- árskóli yrði arabískuskólinn, Hvassaleitisskóli yrði jap- önskuskólinn … þá fyrst færum við að tala bissness – ekki satt? Og bara svo þið vitið það, þá tala 80 milljónir manna marathi, og væri nú virkilega gaman að heyra hvað það fólk hefði að segja af sín- um högum – að ég tali nú ekki um að gera við það bissness. Og svona í framhjáhlaupi í lok- in langar mig að nefna það, að það væri líka fínt ef við héldum áfram að tala íslensku. Ég kann hana nefnilega þokkalega. Mér finnst þó ekki nóg, að „mikilvægt sé að slá hvergi af kröfunni um að „við- halda“ íslenskri tungu, eins og það var orðað í fréttinni um skýrslu framtíðarhópsins – við- hald hljómar eins og ill nauðsyn. Íslenskuna á að nota sem skap- andi verkfæri orðs og æðis. Silvía Nótt skilur sannleikann í því. Silvía Sökksess Munurinn á framtíðarhópi Viðskipta- ráðs og Silvíu Nótt er sá, að meðan hún er satt leikrit er hann lygilegur raun- veruleiki – og það er grundvallaratriði. begga@mbl.is VIÐHORF Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.