Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 43
MINNINGAR
✝ Þóra Halldórs-dóttir, fæddist í
Reykjavík 19. ágúst
1935. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut mið-
vikudaginn 1. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigrún Guð-
mundsdóttir, f. á Bæ
í Árneshreppi í
Strandasýslu, f.
28.6. 1915, d. 26.8.
1998 og Halldór
Guðmundsson húsa-
smíðameistari, f. á Breiðabólstað
á Skógarströnd á Snæfellsnesi, f.
2.5. 1913, d. 11.10. 1994. Þóra var
elst sjö systkina, yngri eru 1)
Gréta, f. 1937, 2) Hrafnhildur, f.
1940, gift John P. DeMarco, 3)
Ragnheiður, f. 1945, gift Guð-
mundi V. Ólafssyni, 4) Guðmund-
ur, f. 1946, kvæntur Hólmfríði
Rögnvaldsdóttur, 5) Sigrún, f.
1949, gift Hafþóri Edmond Byrd,
og 6) Björn, f. 1951, kvæntur Auði
Gilsdóttur.
Þóra giftist 20. október 1956,
Gunnari Ragnari Sveinbjörnssyni,
f. í Kothúsum í Garði, Gerða-
hreppi, 24.11. 1933. Foreldrar
hans voru Ágústa Sigurðardóttir,
f. í Brennu í Reykjavík 21.8. 1901,
d. 13.2. 1936, og Sveinbjörn Árna-
son skólastjóri, f, í Kothúsum í
Garði Gerðahreppi, f. 2.10.1899,
d. 3.6. 1977. Dætur Þóru og Gunn-
ars eru: 1) Ágústa Sigríður, f. í
Keflavík 6.3. 1957. Hún vinnur við
heimsóknarþjónustu hjá Fjöl-
skyldu- og félags-
þjónustu Reykjanes-
bæjar. Eiginmaður
hennar er Halldór
A. Þórarinsson,
verkstæðisformað-
ur hjá SBK í Kefla-
vík, f. í Reykjavík
17.3. 1957, dætur
þeirra eru Þóra
Björk, f. í Reykjavík
20.2. 1980, nemi við
Háskóla Íslands og
starfsmaður hjá
IGS, flugþjónust-
unni á Keflavíkur-
flugvelli, og Ólöf Ösp Halldórs-
dóttir, f. í Keflavík 30.3. 1988,
nemi við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. Kærasti hennar er Jón
Gauti Jónsson nemi, f. í Keflavík
21.7. 1986. 2) Sigrún, f. í Keflavík
1.6. 1959, d. 12.10.2005. Hún vann
við verslunarstörf. Synir hennar
eru Gunnar Ragnar Sveinbjörns-
son, nemi og bílstjóri, f. í Keflavík
18.4. 1980 og Bjarni Jón Svein-
björnsson, nemi við Háskóla Ís-
lands, f. í Keflavík. 7.10. 1985. 3)
Valdís Þóra í Reykjavík, f.
28.51975, vinnur á sérvörusviði
Haga hf. Sonur hennar er Andri
Fannar Tómasson, f. í Reykjavík
24.8. 2001. 4) Sara Lind, f. í
Reykjavík 15.4. 1980 nemi við Há-
skólann í Reykjavík. Unnusti
hennar er Páll Þórir Jónsson dúk-
lagningameistari, f. í Reykjavík
28.6. 1975.
Útför Þóru fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku mamma mín, það er svo
sárt að kveðja þig, það eru ekki
nema nokkrir mánuðir síðan við
kvöddum Sissu systur. Það vantar
svo mikið í okkar litlu fjölskyldu, þú
stóðst eins og klettur við bakið á
okkur öllum þegar Sissa lést, þrátt
fyrir að vera sárþjáð sjálf. Alltaf að
hugsa fyrst og fremst um aðra, ég
þekki ekki duglegri manneskju en
þig, aldrei kvartaði þú. Það eru svo
margar góðar minningar úr barn-
æsku. Ég man vel allar ferðirnar
upp í Borgarfjörð á sumrin, í veiði í
Þverá, Gljúfurá og Brennu. Þú
hafðir svo gaman af þessum ferðum
og gladdist mikið ef einhver fékk
lax. Þú lagðir mikið upp úr því að
hafa mikinn og góðan mat og var
kjötsúpan fræg. Alltaf passaðir þú
að allir væru vel búnir og engum
væri kalt. Á unglingsárum mínum
fórum við til Spánar á haustin og
þar naustu þín vel, í sólbaði eða að
skoða þig um, sérstaklega heilluðu
litlu fjallaþorpin. Það voru margir
fallegir hlutir keyptir sem prýða
heimili ykkar pabba og minna mann
á þessa tíma. Þegar ég er 18 ára og
um það bil að fara að heiman kom
Valdís systir í heiminn, og fimm ár-
um síðar fæddist Sara. Það ár vor-
um við þrjár mæðgurnar barnshaf-
andi á sama tíma og fædduð þið
Sissa í sömu vikunni. Það var mikið
fjör þegar við komum saman með
allan hópinn, „amma, mamma“ var
kallað úr öllum áttum og sinntir þú
öllum köllum. Þú áttir alltaf eitt-
hvað gott að gefa smáfólkinu. En nú
er smáfólkið orðið fullorðið og mun
ég reyna að hjálpa því eftir bestu
getu.
Elsku mamma, alltaf hefur þú
hvatt mig og hrósað mér, sama
hvað ég hef tekið mér fyrir hendur,
hvort sem það er að sauma, mála
eða föndra, og ef þú gast eitthvað
hjálpað mér þá varst þú alltaf boðin
og búin. Þú varst líka mjög hug-
myndarík þegar að kom að föndri,
og á ég marga fallega hluti eftir þig.
Elsku mamma, þakka þér fyrir að
vera alltaf svo yndislega góð amma
dætra minna, þín er sárt saknað.
Hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi þig
og varðveiti, hvíl í friði.
Þín dóttir,
Ágústa.
Elsku hjartans mamma mín, til-
veran er svo furðuleg núna og það
var svo margt sem ég átti eftir að
spyrja þig um og margt sem ég átti
eftir að læra af þér en minning þín
er ljós í lífi mínu. Ég er þakklát fyr-
ir að hafa fengið að gefa þér Andra
litla sem var augasteinninn þinn og
ég er þakklát fyrir að hafa gengið
með þér í gegnum súrt og sætt. Ég
held að það sé mjög erfitt að finna
manneskju sem hefur jafn stórt
hjarta og þitt. Þú hjúkraðir mér
óteljandi sinnum og einhvern veg-
inn skipti það ekki máli hversu
gömul ég var, ég var alltaf barnið
þitt og fékk ást og umhyggju. Þú
átt stórt pláss í hjarta fjölda fólks
sem átti samleið með þér. Það er
tómlegt í veröldinni án þín. Ég veit
að þú ert núna hjá Sissu okkar,
ömmu og afa og þau hafa tekið vel á
móti þér. Ég reyni að vera sterk og
dugleg eins og þú sagðir mér alltaf
að vera og passa upp á pabba og
alla hina. Það er svo margt sem lifir
í minningunni og ég mun ætíð
geyma það í brjósti mér. Hafðu
þökk fyrir allt og allt. Ég elska þig
ætíð.
Mig langar að enda á bæninni
sem þú kenndir mér.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín dóttir,
Valdís Þóra.
Elsku mamma, hvernig get ég
sætt mig við að mamma, konan sem
ég elska svo mikið, konan sem stóð
ávallt við hlið mér, gat allt og gerði
allt fyrir alla, sé farin frá mér.
Mamma mín var gull af manneskju,
annað get ég ekki sagt. Hún tók
marga undir sinn verndarvæng í
gegnum tíðina og heimili hennar
var ávallt opið öllum.
Ég man þegar ég var lítil, þá tók
ég alltaf vinkonurnar með heim eft-
ir skóla og þá beið okkar alltaf eitt-
hvað gott að borða og nær und-
antekningarlaust skúffukaka með
bleiku kremi. Við hlæjum oft að því
að heimili foreldra okkar sé eins og
brautarstöð, allir koma þangað til
að hittast, borða, spila eða bara
njóta félagsskapar hvers annars.
En hvað gerum við þegar braut-
arstjórinn er farinn, eins og Bjarni
frændi sagði um daginn. Konan sem
hélt öllu saman, hornsteinninn.
Mamma, ég veit hreinlega ekki
hvernig ég fer að án þín. En minn-
ingarnar eru margar og góðar sem
ég mun geyma í hjarta mínu alla
ævi. Ég veit að þú ert komin á góð-
an stað, til Sissu systur og hinna
ástvina okkar sem fallnir eru frá.
Megi allir Guðs englar passa þig,
þín dóttir
Sara Lind.
Elsku amma, orð fá því vart lýst
hversu ótrúlegt það er að þú skulir
vera farin frá okkur. Ég hélt að við
fengjum lengri tíma saman en ég er
þó fegin því að þú þurftir ekki að
þjást lengi í þessum hræðilegu
veikindum og ég finn huggun í því
að nú eruð þið Sissa saman.
Það er svo erfitt að rifja upp allar
þær góðu minningar sem ég á um
þig, þú varst mér alltaf svo hlý og
góð. Þú varst alltaf með allt á
hreinu, fylgdist alltaf vel með öllu
því sem ég tók mér fyrir hendur. Þú
tókst ávallt svo vel á móti mér þeg-
ar ég kom í heimsókn til þín og afa.
Þegar ég var lítil þá gisti maður svo
oft hjá þér, afa, Söru og Völlu. Það
voru skemmtilegir tímar, þú og afi
voruð alltaf að gera eitthvað fyrir
okkur, sem ég er mjög þakklát fyr-
ir. Mér finnst að núna á síðustu ár-
um höfum við náð betur saman eða
allt frá því að ég fór að vinna í
Hafnarfirði um tíma og var mikið
heima hjá þér. Við töluðum um
heima og geima og auðvitað á með-
an spilað var Yatzy, sem var þitt
uppáhaldsspil. Elsku amma, ég skal
lofa að bera nafnið vel og vera því
til sóma. Þín er sárt saknað.
Hvíl í friði, þín
Þóra B. Halldórsdóttir.
Elsku amma, þín er sárt saknað,
en við vitum öll að nú ert þú komin
á betri stað þar sem þér líður vel.
Elsku amma mín, ég vil þakka
þér fyrir allar yndislegu stundirnar
sem við áttum saman. Það var alltaf
svo gott að koma í heimsókn til þín,
enda var það ekki sjaldan sem ég
kom þegar ég var yngri. Ég hlakk-
aði alltaf til helganna að fá að fara
til ömmu og gista. Það var alltaf svo
mikið að gerast og alltaf svo margir
hjá ömmu og afa. Þegar maður kom
til ömmu var maður alltaf dreginn í
spil, það var það sem þér þótti gam-
an og ég man ekki hvað við spil-
uðum oft Yatzy.
Elsku amma mín, hvíldu í friði,
ég sakna þín sárt.
Þín
Ólöf Ösp.
Nú er komið að leiðarlokum að
sinni, stóra systir horfin á braut.
Hún var kletturinn sem svo gott
var að halla sér að. Í hugann
streyma minningarnar frá uppvaxt-
arárunum á Hjalteyri þar sem gott
var að alast upp. Oft var glatt á
hjalla og við brölluðum margt sam-
an. Stuttu síðar vorum við orðnar
þrjár því Hrafnhildur hafði bæst í
hópinn. Og síðar komu Ragnheiður
og Guðmundur. Á vetrum var oft
farið á skíði, sleða og skauta, við
undum okkur líka vel með leikföng-
in sem pabbi smíðaði handa okkur.
Þóra hafði næmt tóneyra og spilaði
á orgelið eftir eyranu. Þurfti aðeins
að heyra lagið leikið einu sinni til að
geta spilað það sjálf. Árið 1947
fluttist fjölskyldan til Keflavíkur og
voru það viðbrigði fyrir sveitastúlk-
urnar að fara á mölina. Eftir að
þangað var komið bættust Sigrún
og Björn í hópinn. Þóra útskrifaðist
sem hárgreiðslumeistari frá Iðn-
skólanum í Keflavík og starfaði á
hárgreiðslustofunni Sunnu sem
móðir okkar átti þar.
Eftir að hún og Gunnar gengu í
hjónaband var ávallt gott að sækja
þau heim. Hún hlúði ávallt vel að
fjölskyldunni og var ánægjulegt að
fylgjast með dætrunum í uppvext-
inum. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Góður guð varðveiti þig og Sigrúnu
og verndi og styrki Gunnar, dæt-
urnar, tengdasyni og barnabörnin.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
Og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Gréta systir.
Nú er komið að kveðjustund,
elsku systir, margs er að minnast
frá æskuárunum á Hjalteyri og í
Keflavík. Faðir okkar vann við
byggingu síldarverksmiðjunnar á
Hjalteyri við Eyjafjörð og dvöld-
umst við þar til ársins 1947. En þá
fluttist fjölskylda okkar til Kefla-
víkur. Mér er minnisstætt þegar
foreldrar okkar keyptu orgel og það
leið ekki langur tími þangað til þú
gast spilað á það, af fingrum fram,
þó svo að þú hefðir aldrei notið
neinnar kennslu á því sviði. Þú áttir
líka auðvelt með að spila á gítar og
hafðir tóneyra, eins og kallað er.
Þóra sagði mér að hún hefði haft
það verkefni að sitja með mig á
tröppunum á hverju kvöldi til að
bíða eftir að pabbi kæmi heim úr
vinnunni. Hún sagði mér að það
hefði verið ansi strembið, því þungt
var í mér pundið. Enda var hún að-
eins sex ára gömul, en ég ársgömul,
feit og pattaraleg.
Á unglingsárunum í Keflavík,
gerðist hún meðlimur í skátahreyf-
ingunni. Og eftir gagnfræðaskólann
lauk hún prófi frá Iðnskóla Kefla-
víkur og nam hárgreiðslu og öðl-
aðist meistararéttindi í þeirri grein.
Hún starfaði á hárgreiðslustofu
móður okkar, þar til hún gekk í
hjónaband með Gunnari Svein-
björnssyni framkvæmdastjóra frá
Kothúsum í Garði. Eftir það helgaði
hún sig fjölskyldunni og heimili.
Þau hjónin bjuggu lengst af á Krók-
velli í Garði. Heimili þeirra var
mjög fallegt og gestrisni í hávegum
höfð, enda var húsfreyjan snillingur
í matargerð.
Þóra og Gunnar eignuðust fjórar
dætur, fyrst þær Ágústu Sigríði og
Sigrúnu. Sextán árum síðar fæddist
Valdís Þóra og fimm árum seinna
bættist Sara Lind í hópinn. Ég
sagði alltaf að ég hefði yngt þau svo
vel upp, með því að skíra yngri son
minn í höfuðið á þeim. Hann heitir
Gunnar Þór og var skírður í stof-
unni á Krókvelli og hélt Þóra veg-
lega skírnarveislu fyrir hann og var
allt mjög rausnarlega fram borið,
eins og þeirra háttur var. Þóra var
alltaf boðin og búin að passa börnin
mín, þegar ég þurfti á að halda.
Arnar Þór sonur minn var mjög
hændur að henni og sagði alltaf við
hana að þegar hann yrði stór ætlaði
hann að taka hana með sér til
tunglsins. Var henni mjög skemmt
við þessi orð. Hann á margar góðar
minningar frá dvöl sinni þar, eins
og Angela systir hans.
Síðastliðinn október urðu þau
hjónin fyrir þeirri sorg að missa
Sigrúnu dóttur sína langt um aldur
fram. Ég get helst lýst systur minni
sem bjargi sem haggaðist ekki,
hvað sem á dundi. Hún var mjög
dul að eðlisfari og bar ekki tilfinn-
ingar sínar á torg. Stóð sig eins og
hetja og bar harm sinn í hljóði, var
mikill styrkur fyrir fjölskylduna.
Okkur grunaði ekki þá að hún væri
helsjúk sjálf og leyndi veikindum
sínum fyrir fjölskyldunni. Það er
stórt skarð höggvið í fjölskylduna á
stuttum tíma og bið ég góðan Guð
að styrkja Gunnar, dæturnar,
barnabörnin og aðra fjölskyldumeð-
limi. Við hjónin, dóttir okkar og
synir, kveðjum þig með virðingu og
þakklæti. Hvíl þú í friði og Guð
blessi minningu þína.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Hrafnhildur.
Það er komið að kveðjustund.
Kær mágkona er látin eftir stutt
veikindi. Það er skammt stórra
högga á milli hjá fjölskyldunni. Að-
eins eru um 4 mánuðir síðan við
fylgdum Sigrúnu dóttur hennar til
grafar.
Það var glæsileg ung kona sem
bróðir okkar valdi sem lífsförunaut,
og glæsileika sínum hélt Þóra alla
tíð.
Ljúft er að eiga góðar samveru-
stundir á lífsleiðinni, áður en þær
verða minningar.
Það var oft glatt á hjalla og gest-
kvæmt hjá Gunnari og Þóru, sér-
staklega á Krókvöllum. Ekki er
hægt að láta hjá líða að minnast á
spilamennskuna og þær fjölmörgu
stundir er við sátum og spiluðum
yatzy, sem var í uppáhaldi hjá Þóru.
Það hefur stundum verið sagt að
amman sé þarfasti þjónninn og þar
var Þóra í aðalhlutverki, svo annt
sem henni var um ömmubörnin sín
og hlúði svo vel að.
Við kveðjum þig að sinni. Bestu
þakkir fyrir allt, hvíl í friði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Gunnar bróðir, Gústa, Val-
dís, Sara og fjölskyldur, missir ykk-
ar er mikill, megi góður Guð gefa
ykkur styrk.
Edda og Guðrún.
Það er ekki laust við það að mér
finnist Guð dálítið eigingjarn núna.
Það er alls ekki ætlun mín að
skammast í Guði þó að maður eigi
alltaf að segja það sem manni
finnst, heldur langar mig að minnist
hennar Þóru móðursystur minnar.
Ég á margar góðar og skemmti-
legar minningar frá því að ég var
send í „sveit“ til þeirra Þóru og
Gunnars. Þóra var alltaf góð við
mig, mér fannst ég eins og prins-
essan sem átti 365 kjóla þegar ég
var hjá þeim, því að Krókvellir
fannst mér vera höllin og síðan áttu
þær systur Gústa og Sigrún heitin
helling af fötum sem ég gat mátað.
Bróðir var ekki hár í loftinu þegar
hann vildi líka fá að fara til Þóru.
Get ég enn heyrt hláturinn í henni
frænku minni þegar hún rifjaði upp
eitt atvik frá þeim tíma, og ætla ég
að deila því með ykkur hér í dag.
En þannig var að Össuri bróður, á
þriðja ári, lá mikið á að komast út í
rigninguna þennan morgun, var
hann eitthvað farið að lengja eftir
frænku sinni að hún kæmi nú og
klæddi hann í pollagallann. Tók
hann sig því til og klæddi sig sjálfur
en gat ekki smellt regnstakknum.
Fór sá stutti því til Þóru og sagði
þessa frægu setningu: „Þóra
smella“ við skulum hafa það í huga
að hann kunni ekki segja bókstafina
Þ og S og setti bókstafinn H í stað-
inn fyrir Þ.
Tók það Þóru þó nokkurn tíma að
átta sig á hvað hann meinti, og
skildi síst í því hversu ljót orð
drengurinn kunni. Hún Sigrún
amma mín gat líkað hlegið mikið
þegar hún rifjaði þetta atvik upp,
og er ég þess handviss að nú hlæja
þær og hafa gaman, amma, Þóra og
Sigrún frænka. Bið ég algóðan Guð
um og gefa ástvinum Þóru frið og
ró í hjarta.
Sigurrós Ásta Hafþórsdóttir.
ÞÓRA
HALLDÓRSDÓTTIR
Þó um stund í þessum heimi
þrjóti vinafundur,
við erum bundin böndum þeim
sem brostið geta ei sundur.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Hafðu þökk fyrir allt og
allt, elsku Þóra.
Björn bróðir
og fjölskylda.
HINSTA KVEÐJA