Morgunblaðið - 10.02.2006, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Svavar Guð-björn Svavars-
son fæddist í
Reykjavík 10. mars
1978. Hann lést á
heimili sínu 2. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Svavar Svavarsson
markaðsstjóri f. í
Reykjavík 25. ágúst
1948 og Jónína G.
Garðarsdóttir
kennari, f. á Eski-
firði 1. október
1949. Systkini
Svavars eru Helga J. Svavars-
dóttir f. 31. október 1973, gift
Hallgrími S. Sveinssyni og eiga
þau eina stúlku og Garðar Á.
Svavarsson, f. 16. júlí 1983 í sam-
búð með Aldísi A. Sigurjónsdótt-
ur og eiga þau einn son. Hálf-
systir Svavars er Þórunn H.
Svavarsdóttir Paulsen, f. 18. des-
ember 1974 í sambúð með Kjart-
ani Bjarnasyni og eiga þau þrjú
börn.
Svavar lauk grunnskólanámi
frá Snælandsskóla í Kópavogi
1994 og stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum við Sund
1999. Á þessum ár-
um æfði hann sund
með sundfélaginu
Ægi og dvaldi sem
skiptinemi í Thaí-
landi. Með skóla
vann hann við ýmis
störf bæði til sjós
og lands hjá
Granda hf.
Svavar útskrifað-
ist sem lögreglu-
maður frá Lög-
regluskóla ríkisins í desember
2001 og hóf nám í afbrotafræði
við Jacksonville State University
í Alabama árið 2003 en varð að
hverfa frá námi haustið 2004
vegna veikinda. Frá því í janúar
árið 2000 hefur Svavar starfað
sem lögreglumaður hjá Lögregl-
unni í Reykjavík og eitt sumar á
Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglu-
stjóra.
Útför Svavars fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku Svavar.
Ég var tæplega fimm ára gömul
og við nýflutt í Kóngsbakkann þeg-
ar þú komst í heiminn. Ég var svo
spennt að fá lítinn bróður. Ég sótti
þig oft á leikskólann og passaði þig
þangað til mamma og pabbi komu
heim úr vinnunni. Samband okkar
hefur alltaf verið gott og við gátum
alltaf talað saman. Þær eru ógleym-
anlegar stundirnar sem við áttum
saman í Daltúninu, þú, Garðar og
pabbi að spila á gítar og allir sungu
með. Þó að oft hafi verið langar
vegalengdir á milli okkar í seinni tíð
þá var alltaf eins og við hefðum hist
síðast í gær. Þetta nýttist okkur vel
þegar þú veiktist, við áttum gott
með að tala saman og það hjálpaði
mikið.
Það var stoltur frændi sem hélt í
fyrsta sinn á Guðrúnu Karítas þeg-
ar hún kom í heiminn. Hún átti stór-
an sess í hjarta þínu frá upphafi og
síðan að hún fékk vit hefur þú átt
stóran sess í hennar hjarta. Hún var
alltaf spennt að hitta þig og gaf þér
stórt knús og kossa í hvert sinn.
Það sem við höfum óttast síðasta
eina og hálfa árið er orðið að veru-
leika. Samt er þetta svo óraunveru-
legt. Ég bara trúi því ekki að þetta
hafi gerst. Að síðasta eina og hálfa
árið hafi ekki bara verið draumur.
En nú ertu farinn og þarft ekki að
þjást lengur og við sem eftir stönd-
um verðum að trúa því að nú líði þér
vel.
Það er margs að minnast og
margar góðar minningar sem við
getum yljað okkur við. Ég er þakk-
lát fyrir þann tíma sem við fengum
þótt hann hafi verið erfiður. Þú
varst svo ákveðinn í að nýta tímann
vel og þú gafst okkur svo mikið með
því að vera opinn og einlægur. Það
má segja að ég hafi kynnst þér upp
á nýtt á þessum tíma því það verða
einhvern veginn öðruvísi samskipti
þegar maður veit hversu dýrmætur
hver einasti dagur er. Það verður
skrítið að halda áfram án þín. Núna
er sársaukinn og söknuðurinn svo
mikill en við verðum að læra að láta
minningu þína verða ljósið í lífi okk-
ar.
Helga J. Svavarsdóttir.
Elsku bróðir, við börðumst öll
saman í hálft annað ár, baráttu sem
við vissum frá upphafi að við gætum
ekki unnið. Þrátt fyrir það skildi
þessi barátta eftir sig mikinn fjölda
af litlum sigrum þegar í ljós kom að
við höfðum náð einum degi til.
Ég hélt að ósanngirni lífsins ætl-
aði engum enda að ná þegar þú
komst í sumarleyfi frá skólanum í
Bandaríkjunum og greindist með al-
varlegt krabbamein. Á einu augna-
bliki breyttist allt. Ég man svo vel
eftir svipnum á þér, eitt augnablik
leyfðirðu okkur að sjá hvað þetta
var sárt.
Framhaldið var svo lýsandi fyrir
þig bróðir sæll. Þú lagðir áherslu á
það að þú værir stóri bróðir minn og
ég skyldi umgangast þig þannig, þú
þyrftir enga vorkunn. Í stað fram-
tíðarinnar var fjölskyldan sett í sæti
nr. 1, 2 og 3. Stöðugar áhyggjur þín-
ar af líðan þeirra sem þú skilur eftir
þig voru dæmigerðar fyrir mann-
gerð þína. Þú umkringdir þig vinum
og ættingjum sem voru tilbúnir til
að njóta lífsins með þér og berjast
fyrir öðrum degi.
Ég gleymi aldrei einum af okkar
stærstu sigrum. Þegar við gátum
farið saman til London og horft á
fótboltann sem var okkur svo kær
og svo stór hluti af samverustund-
um okkar. Að koma inn á leikvang-
inn þrír saman og horfast í augu við
tvö af okkar stærstu augnablikum,
við vorum komnir á leikinn og Hall-
grímur var kominn í Chelsea-treyju.
Í gegnum líf mitt hef ég fengið að
fylgjast með þér hvert einasta fót-
spor. Þú varst duglegur við að
kynna mig fyrir vinum þínum og
tryggja það að vinir þínir væru vinir
mínir. Þegar árin tóku að líða fór
þetta að verða erfiðara og erfiðara
þar sem þú snertir líf svo margra og
vinir þínir náðu engri tölu. Í gegn-
um veikindi þín hafa vinir þínir orð-
ið hluti af fjölskyldunni og þakklæti
okkar í þeirra garð er mikið, traust-
ari vinir eru ekki til.
Eftir fráhvarf þitt hef ég setið
með Helgu systur og skrifað með
henni bréf til allra vina þinna er-
lendis og persónuleg bréf til þeirra
margra. Þvílíkur fjöldi af vinum og
þvílíkir vinir. Ekki nóg með að
margir þeirra legðu í löng ferðalög
frá öllum heimsálfum til að koma að
hitta þig, þá komu margir hverjir
oftar en einu sinni.
Það er mér ómetanlegt að hafa
haft þig í mínu lífi og óviðunandi að
missa þig. Augnablikið þegar við Al-
dís komum til þín, mömmu og pabba
og sögðum að við værum að fara að
eignast lítið barn var yndislegt. Þú
varst svo glaður fyrir okkar hönd
þótt það hefði aldrei hvarflað að þér
á því augnabliki að þú myndir halda
syni mínum undir skírn.
Kæri bróðir, þakka þér fyrir
ómetanlegar stundir á liðnum árum
og megi bjartir tímar blasa við þér á
nýjum stað.
Garðar Ágúst.
Elsku Svavar, hvar byrja ég á að
lýsa sorg minni og söknuði? Svo
blendnar tilfinningar, reiði og sorg
vega á móti létti yfir því að þjáning
þín er liðin.
Svo ungur með allt lífið fram und-
an er þér tjáð að þinn tími sé á þrot-
um. Þetta var og er allt saman svo
óraunverulegt.
Það eru ekki nema rúm þrjú ár
síðan ég hitti þig í fyrsta sinn. Við
Garðar höfðum aðeins verið saman í
nokkra daga en mér var ljóst að það
var þitt samþykki sem ég þurfti að
fá til þess að vera með bróður þín-
um. Ég verð því að viðurkenna að
ég var nokkuð stressuð. En ég slapp
fyrir horn, það var skárra að drekka
ekkert kók frekar en diet kók! Þú
bauðst mig velkomna inn í fjölskyld-
una.
Það sýndi sig mest í veikindum
þínum, þar sem þú ítrekaðir fyrir
mér aftur og aftur að ég væri í þín-
um innsta hring. Fyrir það verð ég
ævinlega þakklát.
Ég gleymi ekki deginum sem við
Garðar tilkynntum þér og foreldr-
um ykkar að von væri á litlum sól-
argeisla, þetta augnablik sýndi að
tárin segja oft meira en þúsund orð.
Fjórum mánuðum seinna er von á
öðrum sólargeisla, Helga systir
ykkar var líka ófrísk.
Nú er lítill drengur fæddur og
annar á leiðinni. Ég trúi því að þeir
hafi verið sendir hingað líkt og engl-
ar til að hjálpa okkur í gegnum
þennan erfiða tíma.
Elsku Svavar, tími þinn hér er
liðinn en minning þín mun lifa um
ókomna tíð.
Aldís Anna.
Elsku Svavar.
Það tekur mig svo sárt að þurfa
að kveðja þig á svo ótímabærum
tíma sem þessum. Orð fá ekki lýst
hversu mikið ég á eftir að sakna þín.
Margar góðar minningar hef ég að
geyma sem munu fylgja mér til ævi-
loka, allt frá því við lékum okkur
saman sem krakkar í trjánum í
garðinum hjá ömmu og afa á
Dyngjó og þegar við urðum eldri
var svo gaman að spjalla við þig um
allt og ekkert. Þú varst og ert mér
svo kær og okkur öllum í fjölskyld-
unni, með allri þinni útgeislun og
persónutöfrum sem aldrei munu
gleymast. Mikið tómarúm hefur
myndast með fráhvarfi þínu sem
erfitt verður að fylla. Ég kveð þig
nú kæri frændi með miklum söknuði
en sál þín og allar minningarnar um
góðar stundir munu áfram lifa í
hjarta mínu um ókomin ár.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Lóli, Jónína, Helga Jens-
ína, Garðar Ágúst, Þórunn Hilma,
makar og börn. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð og megi Guð
veita ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Bettina.
Baráttunni er lokið, kæri frændi,
en þar stóðst þú þig með sóma, eins
og í öllu sem þú tókst þér fyrir
hendur.
Það er þungbært að setjast niður
og skrifa fáein orð um þig sem varst
okkur öllum svo kær og varst henni
Tinu frænku þinni sem besti bróðir.
Á þínu stutta æviskeiði áorkaðir
þú ótrúlega miklu og stóðst meðan
stætt var.
Ég vil þakka þér alla hugulsem-
ina í gegnum tíðina í minn garð.
Þú lifðir svo sannarlega upp til
þinnar fyrirmyndar í lífinu, eins og
þú orðaðir það svo fallega í minn-
ingarorðum um afa þinn Svavar,
sem þú sendir alla leið frá Taílandi,
þar sem þú varst skiptinemi það ár-
ið og gast ekki verið viðstaddur út-
förina.
Nú ert þú einstök fyrirmynd
systkinabarna þinna og frændsystk-
ina sem hafa beðið fyrir þér þennan
erfiða tíma.
Styrkur þinn var foreldar þínir og
systkin sem stóðu við hlið þér
hverja einustu stund.
Guð geymi þig
Kristín frænka.
Sólin er farin að hækka á lofti og
skammdegismyrkrið að láta undan
síga, kominn er 2. febrúar þegar þú,
elsku Svavar minn, kveður okkur
eftir erfið veikindi.
Minningarnar eru margar og ljúf-
ar, sem hver og ein er geymd sem
dýrmæt perla.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Jónína, Svavar, Helga,
Garðar, amma Björg og aðrir ást-
vinir, Guð styrki ykkur og styðji á
þessar sorgarstundu.
Minningin um Svavar mun lifa
um ókomin ár
Herdís.
Ég kynntist Svavari á 2. ári í
Menntaskólanum við Sund. Þar
kynntumst við einnig Boggu og
Dagmar og mynduðum við fjögur
mjög sterk vinatengsl þetta ár sem
hafa haldist sterk síðan þrátt fyrir
landfræðilegar fjarlægðir. Við gerð-
um svo margt saman ásamt fleirum
sem hafa tengst þessum hóp síðan
s.s. ferðalög um landið og óteljandi
kvöld þar sem við bara sátum og
nutum þess að vera í góðra vina
hópi og tala saman um allt og ekk-
ert.
Það er svo margt gott að muna af
þeim tíma sem við eyddum saman.
Þegar við tókum Steingerði, skóla-
blað MS, í nafni ritfrelsis (eða
prakkaraskapar) og dreifðum henni
um ganga skólans. „Kaffihúsakvöld-
in“ okkar heima í Heiðarási með
Dagmar og Boggu. Skíðaferðin
norður á Akureyri og verslunar-
mannahelgin á Skagaströnd. Vídeó-
kvöldin okkar þar sem við tókum lé-
legar vísindaskáldsögur og átum
sveitta Skallaborgara.
Fastur punktur síðastliðið ár hef-
ur verið þriðjudagskvöldin. Svavar
kom í heimsókn með nammi og kók
og við horfðum á sjónvarpið. Þrátt
fyrir veikindin þá klifraði hann stig-
ana hérna upp á þriðju hæð í næst-
um hverri viku. Besti hluti þriðju-
dagskvöldanna var að skutla honum
heim, en þá töluðum við svo mikið
saman og sátum löngum stundum
úti í bíl fyrir utan heimilið hans. Síð-
asta þriðjudagskvöldið var ekki
nema tveimur vikum áður en hann
kvaddi okkur fyrir full og allt.
Að eignast besta vin, trúnaðarvin
sem er til staðar sama hvað gengur
á er eitt það besta sem lífið hefur
upp á að bjóða. Þann vin fann ég í
Svavari. Hann var minn besti vinur,
guðfaðir sonar míns og ég á eftir að
sakna hans meira en orð fá lýst.
Hugrekki, staðfesta og lífsgleði
hans í þessum veikindum fylltu mig
aðdáun í hvert skipti sem við hitt-
umst. Þegar hann átti góða daga
mætti hann til vinnu í Lögreglunni
eða nýtti tímann til þess að hitta
fjölskyldu og vini. Þegar Svavar
greindist tóku lögregluembættin sig
saman og buðu honum stöðu sem
hann gat sinnt í veikindum sínum.
Framkoma þeirra var langt umfram
væntingar og eiga þau þakklæti og
heiður skilin.
Þegar Svavar greindist með
krabbameinið áttum við von á okkar
fyrsta barni. Við höfðum alltaf ætlað
okkur að biðja hann um að vera
guðfaðir og það gladdi okkur mikið
að hann skyldi þiggja það. Það var
einstaklega gott að sjá hversu mikið
það gaf honum og í hvert skipti sem
hann hitti Magna Val, gladdist hann
mikið og það lifnaði yfir honum.
Svavar kom mikið í heimsóknir til
okkar í gegnum árin og eftir að
hann veiktist hélt hann því áfram.
Hann ræddi alltaf mikið við okkur
um veikindin og vissum við oft betur
en aðrir hversu veikur hann var í
raun orðinn.
Við höfðum oft haft á orði hversu
heppin við öll vorum með þá sem
standa okkur að baki. Það sannaðist
svo sannarlega á þessum síðustu og
verstu tímum. Fjölskylda Svavars
stóð sig alveg ótrúlega vel í að sinna
honum á heimili þeirra. Við viljum
koma fram þakklæti og samúðar-
kveðju til þessa frábæra fólks. Þið
eigið hug okkar allan.
Elsku Svavar, okkur þótti svo
vænt um þig og þökkum fyrir allar
þær góðu stundir sem við höfum átt
með þér. Nú ert þú kominn á betri
stað og þarft ekki að þjást lengur.
Jón Pétur Magnason,
Dagmar Heiða Reynisdóttir
og Magni Valur Jónsson.
Í Menntaskólanum við Sund lágu
saman leiðir nokkurra ungmenna úr
ólíkum áttum. Tókst fljótlega mikill
vinskapur með þeim og úr varð
skemmtilegur kokteill fólks með
ólíkar skoðanir og væntingar. Eftir
útskrift skildi leiðir og hvert okkar
tók sér mismunandi verkefni fyrir
hendur. Þrátt fyrir það óx hópurinn
og vináttan styrktist eftir því sem
árin liðu. Ekki óraði okkur fyrir að
brátt yrði höggið stórt skarð í dýr-
mæta hópinn okkar. Eftir sitjum við
með ótal spurningar en engin svör.
Þeir sem kynntust Svavari kom-
ust fljótlega að því að hann bjó yfir
miklum mannkostum. Hann var ein-
staklega rólegur og yfirvegaður en
hafði einnig lúmskan, svartan húm-
or sem fylgdi honum hvar sem hann
kom. Hann hafði mikinn áhuga á
hinum ýmsu þjóðfélagsmálum og
því var einstaklega gaman að rök-
ræða við hann um heima og geima.
Svavar tók öllum jafn vel og fór ekki
í manngreinarálit. Hann var sannur
vinur vina sinna og fjölskyldan skip-
aði stærstan sess í lífi hans. Með
þessa eiginleika í farteskinu fann
hann sig í starfi lögreglumanns sem
hann sinnti af lífi og sál. Hann lét þó
ekki þar við sitja heldur hélt til
Bandaríkjanna til frekara náms. Í
námi kom enn betur í ljós hversu
metnaðargjarn og samviskusamur
hann var enda var námsferillinn
glæsilegur. Góðmennskan var þó
aldrei langt undan því ásamt að því
að stunda námið af kappi var hann
ötull við að aðstoða samnemendur
sína.
Svavar hafði mikið dálæti á börn-
um og lifnaði yfir honum þegar þau
voru nærri. Á meðan hann var í lög-
reglunni hafði hann á orði að honum
þætti einna skemmtilegast þegar
börn urðu á vegi hans og voru að
forvitnast um lögreglubúninginn.
Svavar hafði sérstaklega gaman af
frændsystkinum sínum og lagði oft
mikinn metnað í þeirra samveru-
stundir. Þeim verður ætíð minnis-
stætt þegar hann bauð þeim í bíltúr
á lögreglubíl þar sem keyrt var um
götur bæjarins með blikkandi ljós
og sírenur og svo var farið í flugferð
á lítilli flugvél um nágrenni Reykja-
víkur. Eins og við var að búast vakti
þetta mikla lukku og voru frænd-
systkinin með stjörnur í augum að
ferð lokinni. Þetta er lýsandi dæmi
þess sem Svavar gerði fyrir þá sem
voru honum kærir. Þegar Svavar
greindist með krabbamein, fyrir
einu og hálfu ári, kallaði hann vina-
hópinn saman og útskýrði stöðu
mála. Hann vildi hafa alla hluti á
hreinu og fór ekki leynt með veik-
indi sín gagnvart okkur en bar sig
þó jafnan vel. Ef einhver breyting
varð lét hann okkur vita. Þrátt fyrir
að vera orðinn máttfarinn undir lok-
in hélt hann áfram að hughreysta og
hvetja okkur til að sinna verkefnum
okkar sem best. Hann átti alltaf
auðvelt með að slá á létta strengi og
sjá björtu hliðarnar á lífinu sem án
efa hjálpaði þeim sem stóðu honum
næst að takast á við þessar erfiðu
aðstæður. Hann var staðráðinn í að
lifa lífinu lifandi fram til síðasta
dags og gaf með því fólkinu í kring-
um sig ómetanlega gjöf.
SVAVAR GUÐBJÖRN
SVAVARSSON