Morgunblaðið - 10.02.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 49
FRÉTTIR
BJÖRGUNARBÁTURINN Sigurvin fór í fyrradag um
80 sjómílur norður í haf til að ná í veiðskipið Jón Stein-
grímsson RE 7 973, en skipið hafði fengið veiðarfæri í
skrúfuna. Leiðindaveður var á þessum slóðum en ekk-
ert amaði að áhöfninni og hafði hún það þokkalegt.
Bógskrúfan gat beint skipinu með stefnið í vind og öld-
ur. Sigurvin og kom að bryggju á Siglufirði með bátinn
klukkan 23.35 um kvöldið, en ferðin hafði gengið vel,
ganghraði mun hafa verið um 6 sjómílur með bátinn í
togi.
Ljósmynd/Steingrímur Kristinsson
Fékk veiðarfæri í skrúfuna
Tívolísyrpa
Íslandsbanka
og Hróksins
TÍVOLÍSYRPA Íslandsbanka og
Skákfélagsins Hróksins stendur
fram á vor og er fyrir alla krakka á
grunnskólaaldri. Teflt verður í ein-
um opnum flokki en verðlaunað í
eftirtöldum þremur flokkum: 1. til 3.
bekkur, 4. til 6. bekkur og 7. til 10.
bekkur.
Fyrsta mótið hefst sunnudaginn
12. febrúar í höfuðstöðvum Íslands-
banka á Kirkjusandi kl. 13. Fyr-
irkomulagið er með þeim hætti að
fyrst fara fram þrjú stigamót, eitt í
mánuði, og munu 6 krakkar úr
hverjum flokki tryggja sér rétt til að
tefla á úrslitamóti í maí. Fyrstu
verðlaun á úrslitamótinu eru ferð
fyrir tvo til Kaupmannahafnar.
Íslandsbanki og Hrókurinn munu
einnig verðlauna þau sem lenda í 1.,
2. og 3. sæti á öllum stigamótum
sem haldin verða í Íslandsbanka.
Einnig verða viðurkenningar fyrir
mætingu og framfarir á hverju móti
og dregið verður í happadrætti
þannig að allir eiga möguleika á
vinningi.
Boðið verður upp á ókeypis veit-
ingar fyrir keppendur og foreldra.
Allir eru velkomnir.
Skákskóli Hróksins, Ármúla 44,
býður einnig upp á ókeypis æfingar
fyrir börn og heldri borgara.
Æfingar fyrir 60 ára og eldri
verða á þriðjudögum kl. 15–16.30.
Æfingar fyrir stúlkur á grunn-
skólaaldri verða á miðvikudögum
kl. 17.15–18.45. Kennsla fyrir stráka
og stelpur á grunnskólaaldri verður
á fimmtudögum kl. 17.15–18.45.
Jóga fyrir karl-
menn hefst á ný
GUÐJÓN Bergmann hefur ákveðið
að endurvekja námskeiðið Jóga fyr-
ir stirða og stressaða karlmenn, eftir
nokkurra mánaða hlé, segir í frétta-
tilkynningu. Guðjón hefur haldið
þessi námskeið í Jógamiðstöðinni,
Ármúla 38, síðastliðin fjögur ár. Á
námskeiðinu eru kenndar einfaldar
teygjur í bland við djúpöndunar- og
slökunartækni sem þátttakendur
geta nýtt sér í framhaldi af nám-
skeiðinu. Næsta námskeið hefst 20.
febrúar. Skráning er hafin á
www.jogamidstodin.is.
Tekið á hraðakstri
við Hraunberg
LÖGREGLAN í Reykjavík fékk
ábendingu fyrir helgi um hraðan
akstur bifreiða í Hraunbergi í
Breiðholti. Þar er 30 km hámarks-
hraði og við götuna er m.a. leik-
skóli og mikil umferð gangandi
fólks. Síðastliðinn föstudag fór lög-
reglan á vettvang og mældi hraða
84 bíla. Þar af voru 29 á of miklum
hraða og geta vænst sektar. Aftur
var mælt í götunni á mánudag og
þá voru 7 af 38 á of miklum hraða,
eða á 44–59 km/klst.
Styður tillögu
um stækkun
friðlandsins
MEIRIHLUTI í hreppsnefnd Skeiða-
og Gnúpverjahrepps fagnar yfirlýs-
ingu umhverfisráðherra um áform-
aða stækkun friðlands Þjórsárvera
og er tilbúinn að vinna að því með
umhverfisráðherranum. Yfirlýsing
þessa efnis var samþykkt á fundi
sveitarstjórnar. „Hugmyndir hafa
verið ræddar í hreppsnefnd um að
hefja undirbúning að því að koma
Þjórsárverum inn á heimsminjaskrá
UNESCO. Þeim hugmyndum hefur
óformlega verið komið á framfæri
við umhverfisráðherra,“ segir í bók-
un meirihluta sveitarstjórnar.
Bónusfjöltefli
í Kringlunni
HRÓKURINN og Bónus bjóða
börnum og fullorðnum í opið og
ókeypis fjöltefli við Henrik Daniel-
sen, stórmeistara og skólastjóra
Hróksins. Fjölteflið verður í dag,
föstudaginn 10. febrúar, við verslun
Bónuss í Kringlunni frá klukkan 16
til 18 og er öllum velkomið að
spreyta sig gegn stórmeistaranum.
Með fjölteflinu vill Hrókurinn
vekja athygli á mikilvægum stuðn-
ingi Bónuss við skákstarf meðal
barna og ungmenna, segir í frétta-
tilkynningu. Meðan á fjölteflinu
stendur býður Bónus gestum og
gangandi upp á kaffi og kleinur.
Háskóli Reykjavíkur
stofnar atvinnuþjónustu
HÁSKÓLINN í Reykjavík hefur
stofnað til atvinnuþjónustu fyrir
nemendur sína en með þessu hefur
HR hug á því að styrkja samband
sitt við atvinnulífið. Að sögn Ástu
Bjarnadóttur, forstöðumanns at-
vinnuþjónustunnar, hefur þjónusta
sem þessi tíðkast í háskólum er-
lendis en ekki hefur borið á henni
hér á landi. Hún segir þetta vera
lið í því að efla tengslin við at-
vinnulífið jafnframt sem þjónusta
við nemendur skólans eykst fyrir
vikið.
Um fyrirkomulag þjónustunnar
sagði Ásta að tvær leiðir væru í
boði fyrir fyrirtæki sem leituðu
eftir starfsfólki, annars vegar væri
hægt að senda inn auglýsingu sem
birt væri á vef sem aðgengilegur
væri fyrir núverandi og fyrrver-
andi nemendur skólans. Hins veg-
ar gætu fyrirtæki beðið þjón-
ustuna um að leita eftir ákveðnum
starfskrafti með ákveðna eigin-
leika en Ásta sagði að mikill fjöldi
nemenda hefði gefið þjónustunni
aðgang að skólagögnum sínum
sem og gögnum frá kennurum og
því gæti þjónustan fundið einstak-
ling sem hentaði vel kröfum hvers
fyrirtækis.
Ásta sagði að þjónusta hefði ver-
ið sett á laggirnar vegna sífelldrar
aukningar á fyrirspurnum fyrir-
tækja um starfsfólk en til að byrja
með væri þjónusta fyrst og fremst
ætluð nemendum í viðskiptadeild
en um 300 manns útskrifast úr
deildinni á ári hverju, hvort sem
er úr grunnámi eða framhalds-
námi.
Aðspurð um viðbrögð frá at-
vinnulífinu sagði Ásta að síminn
hefði ekki stoppað á þeim 2 dögum
sem þjónustan hafi verið auglýst.
Fyrirtæki úr flestum geirum at-
vinnulífsins höfðu haft samband en
þó hefði borið mest á fjármálafyr-
irtækjum.
Í FRAMHALDI af tilkynningu
Umferðarstofu um að hinn 15.
febrúar nk. verði sala á upplýs-
ingum úr ökutækjaskrá lögð niður
hjá stofnuninni, hefur Lánstraust
hf. bætt við upplýsingaveitu fyr-
irtækisins úr ökutækjaskrá. Þetta
þýðir að hægt er að nálgast sömu
upplýsingar úr kerfi Lánstrausts,
í stað hjá Umferðarstofu áður.
Forsaga málsins er að Umferð-
arstofa ákvað að hætta smásölu
upplýsinga úr ökutækjaskrá eftir
að samkeppniseftirlitið kvað upp
úrskurð 10. október sl. um miðlun
þessara upplýsinga.
Síðastliðin fimm ár hefur Láns-
traust hf. verið miðlað upplýs-
ingum úr ökutækjaskrá en með
nýjum samningi við Umferð-
arstofu er Lánstrausti hf. nú
heimilað að fjölga uppflettimögu-
leikum sínum á www.LT.is þannig
að leit í slysaskrá eða leit eftir
kennitölu eiganda bifreiðar bætist
við.
Lánstraust
hf. bætir
við öku-
tækjaskrá
Frá undirritun samnings Lánstrausts hf. og Umferðarstofu. Á myndinni
eru Sigurður E. Levy, deildarstjóri hjá Lánstrausti hf., og Brynhildur
Georgsdóttir, framkvæmdastjóri ökutækjasviðs hjá Umferðarstofu.
NOKKUR ferðaþjónustufyrirtæki
hafa sent frá sér yfirlýsingu þar
sem þess er krafist að ekki verði af
frekari uppbyggingu stóriðju með
tilheyrandi þenslu og háu gengi.
Að öðrum kosti verði erfitt að
halda úti rekstri ferðskrifstofa á
Íslandi og hætt sé við að starfsemi
þeirra verði rústir einar árið 2015.
„Framtíð ferðaþjónustu er ógn-
að með stefnu stjórnvalda í virkj-
ana- og stóriðjumálum. Veldur þar
fyrst og fremst tvennt, annars veg-
ar hátt gengi íslensku krónunnar
og hins vegar æ meiri ásókn orku-
fyrirtækja í mikilvægustu söluvöru
íslenskrar ferðaþjónustu; hreina
og ósnortna náttúru.
Nú blasir við stórfellt rekstr-
artap fjölda fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu sem er afleiðing virkjunar-
stefnu og hás gengis íslensku
krónunnar.
Ríkisstjórn Íslands rekur mjög
einhæfa stóriðjustefnu sem ógnar
fjölda svæða á hálendi Íslands og
eru mörg þeirra mjög mikilvæg
fyrir ferðaþjónustuna. Nægir þar
að nefna svæðið norðan Vatnajök-
uls, Hellisheiði, Torfajökulssvæðið,
Langasjó, Skjálfandafljót, Kerl-
ingafjöll og Jökulsá eystri og
vestri í Skagafirði svo eitthvað sé
nefnt.
Undirrituð fyrirtæki krefjast
þess að ferðaþjónusta og útivist í
ósnortinni náttúru verði viður-
kennd sem arðbær og mikilvæg at-
vinnugrein til jafns við aðrar at-
vinnugreinar í landinu.
Nýting þeirra á íslenskum nátt-
úruperlum er sjálfbær og til langs
tíma mun arðbærari en virkjunar-
framkvæmdir og áliðnaður.
Jafnframt krefjast fyrirtækin
þess að ekki verði af frekari upp-
byggingu stóriðju með tilheyrandi
þenslu og háu gengi. Að öðrum
kosti verður erfitt að halda úti
rekstri ferðskrifstofa á Íslandi og
hætt er við að starfsemi þeirra
verði rústir einar árið 2015.“
Undir yfirlýsinguna skrifa
Ferðakompaníið, Íslandsflakkarar,
Íslenskir fjallaleiðsögumenn,
Ultima Thule og Ævintýrasmiðjan
Eskimo.
Óttast afleiðingar stóriðjustefnu
fyrir ferðaþjónustuna
EIGNAUMBOÐIÐ mun um
helgina standa fyrir kynningu á
fasteignum sem eru til sölu á
Spáni ásamt því að aðstoða fólk við
fjármögnun.
Er þetta gert í samstarfi við
spænska fyrirtækið Euromarina,
en samkvæmt upplýsingum frá
Eignaumboðinu færist það stöðugt
í vöxt að Íslendingar fjárfesti í
fasteignum á Spáni.
Á sýningunni verða meðal ann-
ars kynnt á sérstöku kynningar-
verði nokkur hús sem hönnuð hafa
verið eftir kröfum íslenska mark-
aðarins. Íslenskur starfsmaður
Euromarina á Spáni, Harpa Guð-
laugsdóttir, og framkvæmdastjóri
þess, Geli Hernandes de Blas,
verða á staðnum og veita upplýs-
ingar ásamt starfsfólki Eignaum-
boðsins. Hægt verður að fá upp-
lýsingar um skoðunarferðir til
Spánar og bóka sérstakar kynn-
ingar fyrir einstaklinga, fyrirtæki
og hópa.
Sérstakur Spánarleikur verður í
gangi þar sem sýningargestir eiga
möguleika á að vinna flugferð til
Spánar, gistingu og Spa-meðferð á
hótel La Laguna, fjögurra stjörnu
hóteli í eigu Euromarina, og golf-
hring á La Marquesa-golfvellinum
ásamt fleiri góðum vinningum.
Áhugi Íslendinga á fjárfesting-
um á Spáni hefur aukist á und-
anförnum árum og velja margir að
kaupa sér sumarhús þar fremur en
á Íslandi. Ástæður þess eru meðal
annars þær að svipað verð er á
sumarhúsum þar og á Íslandi en
fjármögnun er auðveldari og veð-
urfar dregur einnig marga til
Spánar. Með tilkomu lággjalda-
flugfélaga hefur ferðamátinn
breyst og sífellt auðveldara er að
ferðast með flugi.
Sýningin mun fara fram á skrif-
stofu Eignaumboðsins á Skúlagötu
32–34 og verður opið frá kl. 11 til
17 á laugardag og sunnudag.
Sýning á spænskum fasteignum
Mikilvægt innlegg í
Evrópuumræðuna
„EVRÓPUSAMTÖKIN hafa í lang-
an tíma haldið því fram að aðild að
Evrópusambandinu væri besta leið-
in til að tryggja efnahagslega, fé-
lagslega og pólitíska hagsmuni Ís-
lendinga í fjölbreyttu samfélagi
þjóða í heiminum í dag. Spádómur
Halldórs Ásgrímssonar forsætis-
ráðherra á Viðskiptaþingi í gær um
að Ísland verði fullgildur meðlimur
Evópusambandsins innan 10 ára er
mikilvægt innlegg í umræðuna um
stöðu Íslands í alþjóðasamfélag-
inu.“ Þetta segir í ályktun frá Evr-
ópusamtökunum. Evrópusamtökin
taka undir áskorun Halldórs til við-
skiptalífsins að ræða Evrópumálin
á breiðum grunni. „Það er ljóst að
einungis Samtök iðnaðarins hafa
haldið uppi virkri umræðu um kosti
og galla Evrópusambandsaðildar af
öllum hagsmunasamtökum at-
vinnulífsins undanfarin ár. Evrópu-
samtökin vonast til að áskorun for-
sætisráðherrans verði til þess að öll
samtök atvinnulífsins taki sig nú
saman og hefji markvissa umræðu
og fræðslu um Evrópumál.“