Morgunblaðið - 24.02.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 24.02.2006, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VETRARHÁTÍÐ Reykjavíkur verð- ur í kvöld helguð söfnum borg- arinnar og munu 24 söfn, gallerí og fleiri stofnanir taka þátt í Safnanótt. Að vanda er dagskráin fjölbreytt og verða um hundrað sýningar og uppá- komur um alla borg. Dagskráin verður sett í Þjóð- minjasafninu í kvöld kl. 19.00 og mun Stefán Jón Hafstein, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, setja Safna- nóttina. Við það tilefni mun skóla- hljómsveit Austurbæjarskóla leika nokkur létt lög og safnanætur- strætóar leggja af stað á þá fjöl- mörgu staði sem taka þátt í nóttinni. Á meðal viðburða á Safnanóttinni verður samískt kvöld í Norræna hús- inu en þar verða samíska söngform- inu Joik gerð skil. Samíska söng- konan Marit Hætta Överli hefur fært Joik yfir í nútímalegt form en hún kemur fram ásamt Klemet And- ers Buljo. Auk samíska söngsins verða fimm samískar stuttmyndir sýndar frá klukkan 19.30 til 24.00. Í Listasafni Reykjavíkur – Hafn- arhúsi standa nú yfir fjórar sýn- ingar. Boðið verður upp á leiðsögn um sýningu Kristínar Eyfells, Fræg andlit/Óþekktar konur. Á sýningunni verða myndir sem Kristín málaði á áttunda og níunda áratugnum af þekktum andlitum í þjóðfélaginu ásamt óþekktum konum. Hannes Lárusson myndlistamaður annast leiðsögnina en hún hefst klukkan 22.00 í kvöld. Einnig verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Errós, en nú stendur yf- ir sýning á verkum sem hann gerði fyrir árið 1957 þegar hann hélt sína fyrstu sýningu og ber hún yfirskrift- ina Listamaður verður til. Til sýnis eru myndir frá því að hann hóf að teikna og frá námsárum hans og eru þau mjög frábrugðin þeim verkum sem hann er þekktastur fyrir. Þor- björg Gunnarsdóttir, forstöðumaður safnadeildar, annast leiðsögnina og hefst hún klukkan 20.30. Lesið upp úr bréfum Einars Jónssonar Í Listasafni Einars Jónssonar les Sigurður Skúlason leikari upp úr bréfum sem Ásgrímur Jónsson og Jóhannes S. Kjarval sendu Einari Jónssyni myndhöggvara á árunum 1902–1921. Stundaði Einar meðal annars nám í Róm á þeim tíma og er athyglisvert að heyra af upplifun Ís- lendings á þessari heimsborg á tím- um sem ferðalög Íslendinga til Suð- ur-Evrópu voru ekki algeng. Upplesturinn hefst klukkan 20.00 og verður safnið opið til 24.00. Svart og sykurlaust Í Gallerí humar og frægð í Kjör- garði við Laugaveg verður opnuð sýning klukkan 18.00 í kvöld um götuleikhópinn Svart og sykurlaust en hópurinn var starfandi á árunum 1983–1986. Hópurinn var brautryðj- andi í götuleikhúsi hér á landi en starfssemi hans var í anda leikhóps- ins El Comediants sem kom fram hér á landi á Listahátíð árið 1980. Götuleikhópurinn kom víða fram hér á landi auk þess að fara í leikferð um Ítalíu og var meðal annars kvikmynd gerð um þá ferð. Auk sýningarinnar kemur hljóm- sveitin Mammút fram auk hip-hop- tónlistarmannanna Steve Sampling og Beatmakin Troopa. Öll söfn sem taka þátt í Safnanótt- inni munu verða merkt með bláum ljósaseríum en önnur söfn og gallerí sem taka þátt í Safnanóttini eru Sjó- minjasafnið í Reykjavík, Borg- arbókasafnið í Tryggvagötu, Borg- arskjalasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Graf- íksafn Íslands, Listasafn Reykjavík- ur – Kjarvalsstöðum, Grasagarður Reykjavíkur, Menningarmiðstöðin Gerðubergi, Árbæjarsafn, Raf- heimar, Gallerí 100°, Listasafn Ís- lands, Þjóðmenningarhús, Listasafn ASÍ, Sögusafnið, Safn og Ný- listasafnið. Ókeypis er inn á alla viðburði Safnanætur og mun sérlegur safna- næturstrætó aka gestum á milli safna. Nánari upplýsingar um dag- skrá Safnanætur og Vetrarhátíðar er hægt að nálgast hjá Höfuðborg- arstofu eða á vefsíðu Vetrarhátíðar, www.rvk.is/vetrarhatid. Vetrarhátíð | Yfir hundrað viðburðir og sýningar í söfnum borgarinnar Blá ljós einkenna Safnanótt Morgunblaðið/Árni Torfason Hljómsveitin Mammút kemur fram í Galleríi Humri og frægð klukkan 19 í kvöld. Morgunblaðið/Eggert Leiðsögn um sýningu á verkum Errós, Listamaður verður til, hefst klukkan 20.30 í kvöld. Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra mælti fyrir frum- varpi til laga um breytingu á laga- ákvæðum um fjármálaeftirlit á Alþingi í gær. „Tilgangur frum- varpsins er að skýra betur eftirlits- heimildir Fjármálaeftirlitsins og eyða óvissu um samspil laga um op- inbert eftirlit með fjármálastarfsemi og ákvæði ýmissa sérlaga sem Fjár- málaeftirlitinu er falið að fram- kvæma,“ sagði ráðherra. Í frumvarpinu eru lagðar til breyt- ingar á nokkrum lögum og sagði ráð- herra í lok ræðu sinnar að um mikils- vert mál væri að ræða. „Kjarni þessa frumvarps er að taka af allan vafa um að gildissvið laganna nái ekki að- eins til eftirlitsskyldra aðila heldur einnig til annarra sem heyra undir starfsemi eftirlitsins; hnykkt er á því að Fjármálaeftirlitið er sjálfstætt gagnvart ráðherra, ákvæði um kærunefnd eru felld brott, gert er ráð fyrir því að ágreiningsmál fari beint til dómstóla og skýrð eru enn frekar ákvæði um virka eignarhluta og samstarf eigenda þeirra.“ Í frumvarpinu er m.a. lagt til að fellt verði á brott ákvæði um að fyr- irhugaðar aðgerðir Fjármálaeftir- litsins skuli þegar í stað tilkynntar ráðherra. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði ákvæðið að umtalsefni og sagði að samkvæmt því hefði ráðherra lagalegan rétt og hugsanlega skyldu til að tjá sig um aðgerðaleysi Fjármálaeftirlits- ins. „Samkvæmt þessu hefur ráð- herra t.d. lagaleg- an rétt til að tjá sig við Fjármála- eftirlitið varðandi það hvort eftirlit- ið hefði átt að grípa til aðgerða vegna hugsanlegra rangra upplýs- inga um eignarhlut þýsks banka í Búnaðarbankanum þegar hann var einkavæddur.“ Valgerður svaraði því til að sér fyndist óæskilegt að ráðherra tjáði sig um gjörðir Fjármálaeftirlitsins. „Eftirlitið er sjálfstætt og vinnur sjálfstætt. Og með því að taka þetta ákvæði út úr lögunum, sem við leggj- um til, erum við að hnykkja á því að það er sjálfstætt,“ sagði hún. Össur Skarphéðinsson tók þó fram í umræðunum að hann væri býsna ánægður með frumvarpið. Hann sagði að þingmenn Samfylk- ingarinnar hefðu talað fyrir sterkum eftirlitsstofnunum. Hann sagði jafn- framt að íslenskur fjármálamarkað- ur væri enn á bernskuskeiði og að honum hefði stundum fundist sem fyrirtæki og athafnamenn hefðu teygt sig út á ystu nöf; einstakir at- hafnamenn hefðu farið út á hið gráa svæði og jafnvel handan við það. Eftirlitsheim- ildir skýrðar Valgerður Sverrisdóttir JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði á Al- þingi á þriðjudag að skýrsla sér- fræðinga og yfirmanna sjúkra- tryggingasviðs Tryggingastofnunar ríkisins (TR) um réttlátari not- endagjöld í sjúkratryggingum hér á landi, væri meingölluð. Hann kvaðst jafnframt vera ósammála veigamiklum þáttum í skýrslunni. „Ætlast menn til þess að notenda- gjöld á öldruðum, börnum eða ör- yrkjum séu hækkuð til að einfalda kerfið? Er það það sem menn ætl- ast til? Ég er ósammála þessu.“ Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra út í skýrsluna í upphafi þingfundar. Hún sagði að í skýrsl- unni kæmi fram réttmæt gagnrýni á greiðsluþátttökureglur. Í skýrsl- unni væri sömuleiðis talið nauðsyn- legt að taka til gagngerrar endur- skoðunar allt regluverk um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga; reglurnar yrði að endurskoða og einfalda til að tryggja jöfnuð. Ásta sagði að skýrslan hefði ver- ið nokkuð í fréttum en þó hefði hún ekki verið birt opinberlega. Hún spurði hvers vegna svo hefði ekki verið. Jafnframt óskaði hún eftir því að skýrslan yrði kynnt í heil- brigðis- og trygginganefnd þings- ins. Ráðherra sagði að skýrslan væri aðgengileg bæði hjá ráðuneyt- inu sem og hjá TR. Hann sagði að- spurður að hún væri þó ekki komin á netið. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokks og stjórnarformaður TR, sagði að skýrslan hefði verið kynnt ræki- lega á stjórnarfundi TR fyrir helgi. Þar hefði komið fram að skýrslan væri opinbert gagn; engin leynd hvíldi yfir henni. Hann sagði enn- fremur athyglisvert að í skýrslunni kæmi m.a. fram að notendagjöld drægju lítið úr kostnaði við heil- brigðiskerfið. Hann sagði að í skýrslunni væru atriði sem vert væri að skoða. Segir skýrslu um sjúkratrygging- ar meingallaðaÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttirmenntamálaráðherra sagði á Alþingi í gær að unnið væri að því að leysa vanda Háskólans á Akureyri. „Ég vil ítreka að aldrei hefur verið um nið- urskurð að ræða til Háskólans á Ak- ureyri og það er afskaplega mikilvægt að við hlúum vel að þessari merkilegu og mikilvægu menntastofnun.“ Hún sagði að unnið væri að því, í samvinnu við rektor HA, að fara yfir fjárhag skólans. „Það höfum við auð- vitað gert með það í huga að gera hann sterkari og öflugri til að ganga til móts við nýja tíma, aukna sam- keppni og fleira í háskólamálum.“ Hún tók fram að nemendum Háskól- ans á Akureyri hefði fjölgað um 123% á árunum frá 2000 til 2005. Fjárveit- ingar til skólans hefðu á sama tímabili aukist um 113% á föstu verðlagi. Vel- vilji Alþingis til skólans væri því alveg skýr. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar um Háskólann á Ak- ureyri. Hann sagði m.a. að aukin verkefni skólans yrðu ekki fjár- mögnuð með núverandi rekstrarfé skólans. Hann hvatti ráðherra til að vinna málefnum skólans brautargengi innan ríkisstjórnarinnar og innan fjármálaráðuneytisins. Hann sagði jafnframt mikilvægt að samhljómur yrði um málefni skólans meðal póli- tískra flokka; málefni skólans mættu ekki verða að pólitísku bitbeini. Unnið að því að leysa vanda Háskólans á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.