Morgunblaðið - 24.02.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 24.02.2006, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN U mræða um kynferð- islegt ofbeldi gegn börnum hefur verið talsverð að und- anförnu. Auglýs- ingaherferð Blátt áfram og Ung- mennafélags Íslands hefur vakið athygli og umtal, og síðasti Kompássþáttur á fréttastöðinni NFS hefur vakið fólk til umhugs- unar. Í auglýsingunum sjást krakkar lýsa skoðunum sínum á því hvað fullorðið fólk má ekki gera við þá. Þær eru nokkuð áhrifamiklar. Í Kompási var hins vegar sett upp gildra á einkamálavef, þar sem þrettán ára stúlka kynnti sig og óskaði eftir kynnum við karl- menn. Það stóð heima, að tugir karlmanna settu sig í samband við stúlkuna, þótt ungur aldur hennar dyldist engum. Leikurinn var spunninn áfram og kom í ljós að fjórir karlmenn sem ákveðið var að halda sambandi við, fyrir hönd stúlkunnar, voru meir en fúsir að hitta hana til ástarfunda, þótt hún ítrekaði í samtölum sín- um við þá, að hún væri aðeins þrettán ára. Það þarf ekki að orðlengja þá sögu, svo sorgleg sem hún er. Í þættinum kom fram að 17 prósent íslenskra barna, fimmta hver stúlka og tíundi hver dreng- ur verða fyrir kynferðislegri mis- beitingu fyrir 18 ára aldur. Ekki kom fram hvers vegna tvöfalt fleiri stúlkubörn lenda í slíkum háska, en það er rannsóknarefni út af fyrir sig. Aðeins þrjú pró- sent tilfella eru kærð til lögreglu, en ekki kom fram í þættinum hve margar kærur leiða til formlegrar ákæru dóms. Það er sorgleg stað- reynd að þær eru allt of fáar. Þau vöktu sérstaka athygli mína í Kompássþættinum, orð sem höfð voru eftir fyrrverandi yfirlækni á neyðarmóttöku vegna nauðgana. Hann sagði að hefð- bundið siðgæði og gildi í uppeldi barna ættu undir högg að sækja gagnvart tísku sem væri mjög ágeng og nærgöngul og reyndi að breyta börnum í kynverur áður en þau verða fullþroska. Þessi ummæli læknisins ríma fullkomlega við frábæra grein eft- ir Ágústu Johnson sem birtist hér í blaðinu 17. febrúar. Þar talar Ágústa um brenglaða staðal- ímynd stúlkna og kvenna, og seg- ir hennar gæta allt niður í 7–8 ára aldur. Ágústa segir: „Hið eftirsótta útlit ungra kvenna snýst ekki að- eins um það að verða ofurmjóar, heldur einnig um það að vera sem mest kynæsandi! Sýna allar línur, brjóstin hálfber, g-strengurinn upp úr, ber magi með gat í nafla o.s.frv.“ Hún sakar fyrirmynd- irnar, þann litla hluta kvenna heims sem lifa og hrærast í heimi tískunnar, um að vera ekki aðeins vondar fyrirmyndir, heldur óraunhæfar. Ágústa spyr hvort foreldrar hafi brugðist í uppeld- inu, og hvort almennur skortur sé á sjálfsvirðingu hjá ungum stúlk- um í dag. Ég held að hvort tveggja geti verið rétt, en myndi seint treysta mér til að draga ungar stúlkur einar til ábyrgðar á því sem kann að virðast skortur á sjálfsvirð- ingu. Meinið er að mínu mati dýpra og rótgrónara en svo. Það er staðreynd, að í versl- unum í Reykjavík, fást nærföt á litlar telpur sem líta út eins og nærföt fullorðinna kvenna. Ull- arbolur, bómullarbolur utanyfir og vænar bómullarnærbuxur, eru ekki tíska dagsins í dag fyrir stúlkur, heldur haldlitlar hýjal- ínsdulur: g-strengur og upp- stoppaður brjóstahaldari. Þannig lítur barnið auðvitað út eins og fulltíða kona – með barm þótt enginn vísir að barmi sé fyrir. Og merkilegt nokk, þetta virðist selj- ast. Eru það ömmur og afar sem kaupa slíkan klæðnað á barna- börnin – eða eru það foreldrar? Varla eru það börnin sjálf. Það er líka staðreynd að í verslunum hér hafa sést flíkur á telpur með áprentunum á borð við: prostitute in training og kiss my ass. Slík klámvæðing gerir út á konulíkamann – gerir hann að markaðsvöru. Ekki bara með því að hann sé beinlínis sjálfur mark- aður fyrir milljarðabisness útlits- dýrkunarinnar sem Ágústa nefndi, heldur er hann sjálfur söluvara. Kynþokki er söluvara. Telpan er gerð að konu, og glatar þar með æsku sinni, og konan er gerð að glyðru og tapar þar með frelsi sínu til að vera sú kynvera sem hún sjálf kýs. Það fallegasta, eðlilegasta og besta í samlífi fólks, kynlífið, er dregið niður í fúlan peningapytt og markaðsmykjuhaug. Og dap- urlegt er að við erum að verða ónæm fyrir ósköpunum. Það er ömurleg staðreynd að Ríkisútvarpið, í eigu okkar allra, og með þátttöku okkar allra, skuli enn ýta undir klámvæðinguna og styrkja hana í sessi, með því að velja árlega kynþokkafyllsta fólk landsins. Allir eru á framboðslist- anum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Í fyrra varð fjaðrafok vegna þess að sú sem hlaut tit- ilinn kynþokkafyllsta konan, kærði sig ekkert sérstaklega um að verða þessa tvíræða heiðurs aðnjótandi. Í verðlaun voru hjálp- artæki ástarlífsins og fleira. Enn var þessi keppni haldin á dögunum, og kom sjálfsagt eng- um á óvart að leikritið Silvía Nótt skyldi sigra. Ber það ekki merki um firrt veruleikaskyn okkar í ljósi þess að Ágústa Eva Erlends- dóttir skyldi svo hreppa fjórða sætið. Ef ekki þá er það örugg- lega til marks um algeran sof- andahátt okkar og andvaraleysi – eða á ég kannski bara að kalla það okkar eigin samsekt, að Solla stirða – ímynd heilbrigðrar og góðrar telpu skyldi valin í áttunda sæti í þessu fáránlega vali, sem er útvarpinu til skammar. Hvaða brenglun er hér í gangi? Hafi það verið börn sem kusu Sollu kyn- þokkafyllstu konuna er það í sjálfu sér hryllingsfrétt. Hafi full- orðnir gert það, finnst mér þeir ekkert betri en karlarnir fjórir í Kompási. Kynveran Solla Telpan er gerð að konu, og glatar þar með æsku sinni, og konan er gerð að glyðru og tapar þar með frelsi sínu til að vera sú kynvera sem hún sjálf kýs. begga@mbl.is VIÐHORF Bergþóra Jónsdóttir REYKJAVÍKURBRÉF Morg- unblaðsins sunnudaginn 12. febrúar sl. er að hluta til helgað tilraun til að hrekja rök mín gegn fullum ættleið- ingarrétti homma og lesbía og rök mín gegn rétti lesbísks pars til tæknifrjóvgunar með nafnlausu gjafasæði, sem birtust í grein minni í Morgunblaðinu þann tólfta janúar sl. Ég hef ekki miðopnu blaðsins til að svara fyrir mig, en mun gera mitt besta innan þess ramma sem Morgunblaðið úthlutar mér. Reykjavíkurbréf er óundirrituð leið- aragrein á ábyrgð Morgunblaðsins. Afstæð mannréttindi? Höfundi Reykjavík- urbréfs verður tíðrætt um réttindi samkyn- hneigðra. Réttindi homma og lesbía á Íslandi virðast mikilvægari í augum Morgunblaðsins og standa nær hjarta blaðsins en mannréttindi mun- aðarlausra erlendra barna. Komin hingað til lands eiga þau börn auðvit- að skilið að búa við kjöraðstæður. Þau eiga skilið að eignst bæði hæfan föður sem og hæfa móður. En engu er líkara en mannréttindi séu afstæð á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðs- ins. Byltingarkennd „hagræðing“ Kjarna málsins varðandi tækni- frjóvganir og ættleiðingar telur Morgunblaðið vera að börn eignist tvo hæfa og ástríka foreldra. „Er ekki betra að eiga tvær ástríkar mömmur en pabba, sem skiptir sér ekki af manni – svo dæmi sé nefnt?“ Þetta eru haldlítil rök. Í skýrslu forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðra stendur á bls. 85: „Þau börn samkynhneigðra, sem þessar rannsóknir beindust að, höfðu í flestum tilvikum fæðst í fyrra sam- bandi foreldris við maka af gagn- stæðu kyni en eins og við er að búast eru ekki fyrirliggjandi neinar rann- sóknir á börnum sem samkynhneigt par hefur frumættleitt.“ Þetta er kjarni málsins! Þau börn sem hér um ræðir eiga bæði föður og móður (eins og öll börn), en eru ekki svipt þeim rétti í byltingarkenndri „hagræðingu“ ríkisins á samsetningu fjölskyldunnar eins og frumvarpið býður upp á í óbreyttri mynd. Engar rannsóknir styðja því fullyrðingu Morgunblaðsins um „kjarna málsins“. Rósrauð gleraugu Morgunblaðsins Er forsvaranlegt að bjóða munaðarlausu er- lendu barni upp á fjöl- skyldu sem saman- stendur af tveimur samkynhneigðum karl- mönnum? Svarið er nei, hversu hæfir og ástríkir sem þeir annars kunna að vera. Morgunblaðið telur að fordómar í samfélag- inu megi ekki hindra jöfnun á rétti samkynhneigðra til ættleiðinga. Nær væri að vinna markvisst gegn for- dómunum. En ég vil minna á að vel- ferð barna er að veði og mannlegt eðli er breyskt. Það sýnir reynslan okkur. Óskhyggja og bjartsýni breyta engu þar um og réttlætir ekki að taka bara sénsinn. Í því samhengi álít ég, sem og margir fleiri, það sterka röksemd gegn róttækum breytingum á ættleiðingarrétti að engar rannsóknir hafa verið fram- kvæmdar á högum ættleiddra barna á Íslandi, og hvergi í heiminum fram- kvæmdar rannsóknir á frum- ættleiddum erlendum börnum til samkynhneigðra para. Geðlæknar tala hins vegar um „aðskilnaðarsár“ erlendra ættleiddra barna og mögu- legar erfiðar sálrænar og félagslegar afleiðingar. Höfundur Reykjavík- urbréfs minnist hins vegar aðeins á félagslega vandann og metur hann léttvægan. Hugsanavilla Morg- unblaðsins minnir um margt á mál- flutning nýaldargúrús sem neitar að horfast í augu við staðreyndir um breyskleika mannlegs samfélags og mannlegs eðlis, en sér allt í gegnum rósrauð gleraugu væminnar of- urbjartsýni og misskilinnar mann- gæsku. Framtíðartryllir Er forsvaranlegt að ríkisvaldið stuðli að því að lesbískt par fái með nafnlausu gjafasæði tæknifrjóvgað barn á opinberri sjúkrastofnun, barn sem er algerlega svipt karlkynsfyr- irmynd og fær hvorki fósturföður né möguleika til að afla sér upplýsinga um kynföður sinn? Slíkur útópískur gjörningur verður mögulegur ef frumvarpið sem nú liggur fyrir al- þingi verður samþykkt óbreytt eins og höfundur Reykjavíkurbréfs mælir með. Sem betur fer er svarthöfði sá sem Reykjavíkurbréfið ritaði ekki settur yfir þjóðirnar, þótt hann telji sig sýnilega hafa andlega burði til þess. Á hæpnum forsendum vill hann leiða okkar fámennu þjóð til forustu meðal þjóðanna í þessu mjög svo um- deilda máli og taka stökk inn í fram- tíðartrylli þar sem vísindaskáldsögur rætast. Í bókinni Samkynhneigðir og fjöl- skyldulíf kemur fram á bls. 138: „...að í fyrirspurn sem gerð hafði verið meðal ættleiddra erlendra barna á alþjóðlegri ráðstefnu í Finnlandi kváðust þau ekki hafa viljað alast upp hjá samkynhneigðum foreldrum. Við það hefðu þau skorið sig enn meira úr umhverfinu en annars.“ Hvernig væri að hlusta á það sem börnin sjálf hafa að segja? Reykjavíkurbréfi svarað Guðjón Bragi Benediktsson svarar Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins ’Á hæpnum forsendumvill hann leiða okkar fá- mennu þjóð til forustu meðal þjóðanna í þessu mjög svo umdeilda máli og taka stökk inn í fram- tíðartrylli þar sem vís- indaskáldsögur rætast.‘ Guðjón Bragi Benediktsson Höfundur er heimavinnandi, þriggja barna faðir. Í GREIN í Morgunblaðinu þann 22. febrúar sl. fór ég fram á rök for- svarsmanna Spalar vegna þess sem ég tel vera okurgjald- töku í Hvalfjarðar- göngum og óraun- hæfni í verðforsendum gjaldflokka. Stjórn- arformaður Spalar, Gísli Gíslason, sagði í stuttu viðtali við Morg- unblaðið í gær að Spöl- ur ætti ,,erfitt með að taka tillit til tísku- breytinga í fólks- bílaeign landsmanna og það [væri] líka ljóst að þótt við myndum lengja mörkin myndu eftir sem áður einhverjir lenda á mörkunum.“ Stjórnarformaðurinn nefnir einnig að sex metra bílar og lengri séu talsvert þyngri en venju- legur fólksbíll. Ég fæ á tilfinninguna að stjórn- arformaðurinn hafi ekki lesið grein- ina og þ.a.l. ekki spurningarnar sem fram komu í henni. Spurningarnar voru í eðli sínu mjög einfaldar. Hvers vegna er mörg hundruð prósenta munur á gjaldtöku gjaldflokka I og II miðað við afsláttargjöldin kr. 270 annarsvegar og kr. 2.000 hinsvegar? Hvers vegna er hlutfallslega lítill munur milli gjaldflokka II og III miðað við afsláttargjöldin kr. 2.000 annars vegar og kr. 2.546 hinsvegar? Þyngd bíla virðist skipta Spöl litlu máli í framkvæmd þar sem gjaldtaka miðast við lengd bílsins, ekki tengi- tæki, sem mörg hver eru mjög þung, sbr. fullhlaðnar kerrur, hestakerrur og stór hjólhýsi, sem öll virðast falla undir gjaldflokk I þrátt fyrir að heildarlengd sé mun meiri en 6 m í mörgum tilvikum. Slík tengitæki eru oftast dregin af jeppum og pallbílum. Í svari stjórnarfor- mannsins kemur einnig fram að stærðarmörk bíla hafi verið rædd nokkrum sinnum, en engu að síður hafi gjald- flokkaskiptingin verið óbreytt í átta ár! Svo mörg voru þau orð. Eru þetta rök fyrir und- arlegri gjaldflokkaskipt- ingu í Hvalfjarðargöngum? Réttlætir átta ára breytingarleysi mörg hundr- uð prósenta mun milli gjaldflokka I og II, en mjög lítinn mun milli gjald- flokka II og III? Eru þetta rök fyrir því að gjaldskrá Spalar er, að mínu mati, gjörsamlega úr takti við það sem eðlilegt getur talist? Hvet ég notendur Hvalfjarðar- ganga eindregið til þess að kynna sér þessi mál þar sem mér sýnist að eig- endur ,,tískubíla“ og aðrir í gjald- flokki II þurfi að átta sig á þessu ójafnvægi, þ.m.t. atvinnubílstjórar á litlum sendiferðabílum. Stjórn- arformaður Spalar segir í Morg- unblaðinu að ,,… þetta hafi fengið að vera svona í átta ár og þeir hafi ekki fengið mikil viðbrögð við þessari gjaldskrá frá atvinnubílstjórum.“ Eru bílstjórar lítilla sendiferðabíla, og auðvitað húsbílaeigendur, sem falla undir gjaldskrá II, sáttir við að borga kr. 2.000 miðað við afslátt fyrir hverja ferð í gegnum göngin? Ekki ætlast ég til að Gísli Gíslason svari þessari spurningu en varpa henni fram til umhugsunar. Fróðlegt væri einnig að fá upplýs- ingar um hlutfall þeirra sem aka í gegnum göngin á lægsta gjaldi í gjaldflokki I ( kr. 270), jafnvel með 3–4 m tengitæki í togi, svo þeirra sem aka í gjaldflokki II, og síðast en ekki síst tröllanna, sem aka í gjaldflokki III, og borga eilítið meira en gjald- flokkur II. Þessar upplýsingar ættu að vera Speli auðveldar þar sem mér skilst að fyrirtækið sé með rafræna lengdarmælingu bíla við greiðsluhlið og þar með rafræna skráningu þeirra. Ein lokaspurning: Er rétt munað hjá mér að uppgreiðsla láns vegna gangnagerðarinnar sé mun lengra komin en gert var ráð fyrir vegna mikillar umferðar um göngin? Enn og aftur, svör óskast. Ófullnægjandi svör stjórnarformanns Spalar Ellen Ingvadóttir skrifar um gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum ’Þyngd bíla virðist skiptaSpöl litlu máli í fram- kvæmd þar sem gjaldtaka miðast við lengd bílsins, ekki tengitæki …‘ Ellen Ingvadóttir Höfundur er pallbílseigandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.