Morgunblaðið - 24.02.2006, Page 29

Morgunblaðið - 24.02.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 29 UMRÆÐAN AÐ UNDANFÖRNU hefur mikil orrahríð staðið um samkomulag sem Kennarasamband Íslands gerði við menntamálaráðherra 2. febrúar síð- astliðinn. Kennarar í framhalds- skólum hafa haldið fundi og sam- þykkt ályktanir þar sem samkomulaginu er mótmælt. Gagn- rýnina má draga saman í eftirfar- andi meginþætti: 1. Forystan átti ekki að ganga til samkomulags við menntamálaráð- herra þar sem ekki lá fyrir að ráð- herrann hefði fallið frá því pólitíska markmiði sínu að stytta námstíma úr 14 árum í 13 eða frá því að gera það með því að stytta framhaldsskól- ann úr 4 árum í 3. 2. Ekki átti að ganga til slíks sam- komulags fyrr en eftir umræðu í öll- um skólum og jafnvel atkvæða- greiðslu um málið. 3. Ákvörðun um að ganga til við- ræðna um málið í heild sinni var tek- in á röngum tíma. Um fyrsta liðinn má segja að ef Kennarasambandið ætti að haga samskiptum sínum við yfirvöld menntamála og fjármála svona þyrfti að leggja niður stóra þætti starfsemi KÍ og félaga. Hún snýst einmitt um að leitast við að ræða við stjórnvöld og reyna að hafa áhrif til stefnubreytingar á ýmis áform þeirra sem kennarasamtökin telja ekki gæfuspor fyrir menntun og skólastarf í landinu, fyrir nemendur eða störf og kjör kennara. Þetta gildir t.d. um mótun laga, reglu- gerða og námskráa og við gerð kjarasamninga. Varðandi annan liðinn skal á það bent að hefði Kennarasambandið efnt til allsherjar kynningar og um- ræðu um öll málin í 10 punkta sam- komulaginu hefði menntamálaráð- herra vafalítið efnt til víðtækrar umræðu við sitt bakland á sama tíma. Ég tel að það hefði ekki verið málinu til framdráttar og minni á að efnis- atriði samkomulagsins eru í fullu samræmi við samþykktir þings KÍ og aðalfundar FF 2005. Þriðja atriðið er rétt hvað það varðar að kennarasamtökin höfðu beðið allt frá árinu 2003 eftir því að menntamálaráðherra ræddi beint við sam- tökin um málið í heild og efndi um leið til víðtækrar um- ræðu um það í samfélaginu. Kenn- arasamtökin verða þó seint ásökuð um að hafa ekki reynt og vitnar um það viðleitni forystumanna kennara jafnt í ræðu sem riti og jafnt gagn- vart ráðherra og ráðuneyti sem og á öðrum vettvangi. Hvorki samið um styttingu né skerðingu Því hefur ranglega verið haldið fram að forystumenn KÍ og aðild- arfélaga hafi samið við mennta- málaráðherra um að láta óátalin áform hennar um að stytta náms- tíma til stúdentsprófs úr fjórtán ár- um í þrettán og um að skerða nám og námstíma í framhaldsskóla með því að fækka námsárum úr fjórum árum í þrjú. Hið rétta í málinu er að samið var um að hefja viðræður um verkefni sem stefna að sveigjanlegra skólakerfi á grundvelli heildarend- urskoðunar á námi og breyttrar námsskipunar skóla- stiganna eins og segir orðrétt í samkomulag- inu. Þannig er síðan í fyrst tölulið sam- komulagsins rætt um heildarendurskoðun á lögum allra skólastiga neðan háskólastigs og er markmiðið þar aukin samfella milli skólastig- anna, sveigjanleiki milli og innan skólastiga og að mæta breytilegum þörfum ólíkra nem- enda. Lokamarkmiðið er betri menntun og betri námsárangur nemenda. Nauðsynlegt er að lesa þessi vinnuáform í samhengi við þriðja tölulið samkomulagsins þar sem rætt er um að framhaldsskólum verði gefinn fjögurra ára aðlög- unartími til að takast á við breytta námsskipan, á grundvelli heildar- endurskoðunar á námi og breyttrar námsskipunar skólastiganna, út frá eigin skipulagi. Það er engin ástæða til að ætla annað en að hér sé átt við aðlögun að hverjum þeim breyt- ingum sem sátt verður um og þann skilning mun Kennarasambandið hafa að leiðarljósi. Um styttingu og skerðingu Það skal að lokum áréttað hér til að auðvelda frekari umræður í kenn- arastétt um málið að tillögur um nám og námsskipan í bláu skýrsl- unni frá 2004 eru, í samræmi við er- indisbréf menntamálaráðherra fyrir nefndina sem setti þær fram, mála- miðlun um útfærslu á námi í efstu bekkjum grunnskóla og í framhalds- skóla miðað við að stefna mennta- málaráðherra um styttingu náms- tíma með því að stytta framhalds- skólann yrði að veruleika. Bláa skýrslan sýnir þannig fyr- irkomulag náms miðað við fyrirfram gefinn ramma um námstíma og færri einingar í námi til stúdents- prófs. Kennarasambandið og aðild- arfélög féllust ekki á þær tillögur ár- ið 2004 og gera það heldur ekki í dag. Ástæðan er sú að þau telja að yfirlýstum markmiðum um að bjóða upp á jafngilt nám eða jafngilda menntun eftir slíkar breytingar verði ekki náð. Stytting námstíma með þeim hætti sem þar er sett fram sé í raun skerðing á námi. Hins veg- ar lýsti þing Kennarasambandsins í mars 2005 því yfir að skýrsluna í heild sinni mætti nota sem umræðu- grundvöll. Orð eru til alls fyrst Ég hvet kennara til þess að taka höndum saman við forystumenn sína og ræða efnislega alla þætti sam- komulagsins frá 2. febrúar síðastlið- inn. Orð eru til alls fyrst. Í beinum samræðum kennara og yfirvalda menntamála er mikilvægt að náist sátt um framþróun og breytingar á námi og námsskipan sem bæta menntun í landinu. Opið bréf til kennara Elna Katrín Jónsdóttir fjallar um styttingu náms til stúdentprófs ’Ég hvet kennara tilþess að taka höndum saman við forystumenn sína og ræða efnislega alla þætti samkomulags- ins frá 2. febrúar sl.‘ Elna Katrín Jónsdóttir Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. AÐ UNDANFÖRNU hefur verið þó nokkur umræða um styrki til kjörforeldra til þess að standa straum af kostnaði við ættleiðingar. Fram hefur komið að þessi kostn- aður geti numið allt að 1,2–1,5 millj- ónum króna og þess vegna hafa t.d. önnur Norðurlönd þegar ákveðið og komið í framkvæmd slíkum styrkj- um. Rökin sem þar liggja að baki eru margvísleg, m.a. þau að þjóðfé- lagið eigi að koma til móts við þá sem ekki geta eignast börn sín á sama hátt og aðrir. En þar koma líka til jafnréttissjónarmið, ríkið styrkir nú þegar aðra foreldra með því að halda úti heilbrigðiskerfi sem gerir fólki kleift að fæða börn á sjúkrahúsum og veitir ýmsa heil- brigðisþjónustu bæði fyrir fæðingu og fyrstu mánuðina á eftir. Kjörfor- eldrar hafa bent á að slíkur kostn- aður fellur ekki til þegar barn er ættleitt. Í staðinn hafa kjörforeldrar sjálfir greitt kostnað varðandi ferða- lög og aðra umsýslu. Þessi kostn- aður getur verið verulegur fyrir þá einstaklinga sem ættleiða börn en er hins vegar lítill kostnaður í heild sinni. Á árunum 1996–2004 voru ættleidd að meðaltali 20 börn á ári. Ef hið opinbera mundi styrkja helm- ing af þessum kostnaði væri þannig um að ræða upphæð í kringum 12–15 milljónir. Á Alþingi hefur m.a. verið flutt þingsályktun- artillaga um þetta mál og það er ánægjulegt að sjá hversu jákvæð við- brögð hún hefur fengið í þetta sinn, bæði af þingmönn- um stjórnar og stjórnarandstöðu. Í Blaðinu birtist sl. laugardag viðtal við Pétur Blöndal þar sem hann lýsti því eindregið yfir að hann væri mótfallinn slíkum styrkjum. Fyrir þessu gaf hann þær ástæður að flest fólk sem ættleiddi væri barnlaust og þetta fólk hefði haft möguleika á að auðgast það mikið á barnleysi sínu að það þyrfti ekki á styrkjum að halda. Hann bætti því svo efnislega við að ef þessir verðandi kjörfor- eldrar hefðu ekki efni á þessu þá ef- aðist hann um að þessir foreldrar hefðu efni á því að ala upp börn. Þessi kostulega afstaða þing- mannsins kemur ekki á óvart, hann hefur áður látið þessar skoðanir sín- ar í ljós í umræðum um málið á Al- þingi. Í hans huga eru þeir sem ættleiða börn greinilega búnir að raka saman auðæfum á því að vera barnlausir í nokkur ár. Þessi alhæfing þing- mannsins er afskaplega hæpin og lýsir mjög ein- faldaðri mynd af kjörfor- eldrum. Ástæður fyrir því að fólk ættleiðir geta verið margar, ófrjósemi er ein af þeim en að- stæður hvers og eins eru mjög mismunandi. Ný- lega var einhleypum t.d. leyft að ættleiða og hafa margar einhleypar konur ættleitt börn í framhaldi af því. Margir þeir sem ættleiða eiga líka börn fyrir, hvort sem þau voru ættleidd eða ekki, eða úr fyrra sam- bandi annars maka. Þeir sem ætt- leiða börn eru þannig mjög fjöl- breyttur hópur og sú staðalímynd Péturs að kjörforeldrar séu allir vellauðugir stofnfjáreigendur stenst ekki. Ef þessum sömu röksemdum Pét- urs er beitt á alla verðandi foreldra þá ættu þeir sem eignast sitt fyrsta barn eftir nokkra ára barnleysi ekki að fá stuðning ríkisins við sínar barneignir. Þannig ættu foreldrar sjálfir að greiða raunkostnað við mæðraskoðanir, fæðingu, ungbarna- eftirlit o.s.frv. enda ættu þeir, að mati Péturs, að vera það sterk- efnaðir eftir barnleysisár sín. Mig grunar raunar að þetta sé einmitt skoðun Péturs, þótt hann hafi ekki barist sérstaklega fyrir því að for- eldrar (aðrir en kjörforeldrar) greiði raunkostnað við það að eignast börn sín. Ég held hins vegar að flestir aðrir telji að ríkið hafi ákveðnar skyldur við foreldra sem hingað til hefur verið fullkomin sátt um í þjóð- félaginu. Þessar skyldur eiga að sjálfsögðu að ná til kjörforeldra enda hafa íslensk stjórnvöld skuld- bundið sig til þess að mismuna ekki börnum á grundvelli þess hvort þau eru ættleidd eða á annan hátt til- komin. Þetta er afstaða stjórnvalda á öðrum Norðurlöndum sem eru þau lönd sem við viljum helst miða okk- ur við en jafnvel í Bandaríkjunum eru kjörforeldrar styrktir með skattaívilnunum vegna þess kostn- aðar sem til fellur við ættleiðingar. Vonandi er komið að því að stjórn- völd hér á landi fari að dæmi þeirra og komi þessu máli í höfn. Stuðningur við barneignir Friðjón Guðjohnsen fjallar um styrk til þeirra sem ættleiða börn ’Þeir sem ættleiða börneru þannig mjög fjöl- breyttur hópur og sú staðalímynd Péturs að kjörforeldrar séu allir vellauðugir stofnfjáreig- endur stenst ekki.‘ Friðjón Guðjohnsen Höfundur er kerfisfræðingur og faðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.