Morgunblaðið - 24.02.2006, Page 32

Morgunblaðið - 24.02.2006, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Fann-ey Björnsdóttir fæddist á Skógum í Þorskafirði 8. júní 1921. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi aðfaranótt sunnu- dagsins 19. febrúar síðastliðins. For- eldrar hennar voru Björn Jónsson, f. á Kinnarstöðum í Reykhólasveit 3. janúar 1877, d. 21. september 1938, og Ketilríður Gísladóttir, f. á Brunn- gili í Bitru í Strandasýslu 1. október 1897, d. 12. desember 1932. Alsystkini Sigríðar voru Jóhanna Fanney, f. 1918, d. 1924, Guðrún Aðalheiður, f. 1920, d. 1925, og Aðalheiður Jóhanna, f. 1928, d. 1996. Hálfsystkini sam- feðra Kristín Guðrún, f. 1904, d. 1980, og Jón Hákon, f. 1908, d. 1960. Sambýlismaður Sigríðar var Vilberg Jónsson, f. á Fagurhóli á Miðnesi í Gullbringusýslu 30. maí 1891, d. 17. júlí 1982. Börn þeirra eru: 1) Erna, f. 22. októ- ber 1942, maki Haukur Heiðdal. Börn þeirra eru Vilberg, d. 2000, og Anna Fanney. Þau skildu. Erna giftist Guðjóni Má Jónssyni og er sonur þeirra Jón Ingiberg. Þau skildu. 2) Hafsteinn, f. 13. febrúar 1944, d. 12. apríl 1975. Maki Hansína Kolbrún Jónsdótt- ir. Börn þeirra Jón Fannar, Kristín og Hafrún Ásta. 3) Að- alsteinn Valgarður, f. 21. maí 1945, maki Erla Katrín Kjart- ansdóttir, d. 23.12. 2004. Börn þeirra eru Kjartan Ágúst, Sigurður Vilberg og Sólrún Ósk. Sambýliskona Aðal- steins er Ingibjörg Ingólfsdóttir. 4) Brimrún, f. 24. des- ember 1947. Maki Helgi E. Kristjáns- son. Börn þeirra Óðinn Burkni og Sylvía Rós. Þau skildu. Brimrún giftist síðar Jóni Hjartarsyni og er sonur þeirra Vilberg Hafsteinn. 5) Björn, f. 7. maí 1951, maki Hervör Poulsen, dóttir þeirra er María Fjóla. Þau skildu. Sonur Björns og Ingi- bjargar Ólafsdóttur er Ólafur. 6) Ketill, f. 12. janúar 1954, maki Ingibjörg Erna Helgadóttir. Börn þeirra Benedikt, Lilja Björk og Berglind. 7) Már, f. 8. desemer 1956, maki Margrét Arnfinnsdóttir. Dætur þeirra eru Maren Lind og Helena. 8) Jón Hákon, f. 5. september 1960. Sambýliskona Guðrún Kristófers- dóttir. Sonur þeirra er Kristófer. Þau slitu sambúð. Jón Hákon kvæntist síðar Guðrúnu Vignis- dóttur. Börn þeirra eru Vignir Már, Sigríður Hlín og Margrét Anna. Barnabarnabörn Sigríðar og Vilbergs eru 24. Sigríður og Vilberg bjuggu á Patreksfirði til ársins 1972, þá fluttu þau á Akranes. Útför Sigríðar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma. Það er svo erfitt að skrifa niður allar minningarnar um þær stundir sem við áttum saman. Mér fannst svo gaman að koma á Vitateiginn til að heimsækja þig og Frosta. Þér þótti afar vænt um hann. Ég gleymi aldrei hversu mikið við töluðum um dýrin, enda miklir dýravinir. Við horfðum saman á Hundalíf og aðrar dýramyndir. Þú saumaðir út fallegar myndir. Um tíma málaðir þú líka mikið styttur. Við vorum mjög nánar og góðar vin- konur og ég sakna þín alveg ótrú- lega mikið að orð mín fá því ekki lýst. En núna ertu alltaf hjá mér og það er notalegt að hugsa um það því þá veit ég að ég er í öruggum hönd- um. Svo fluttir þú á Vallarbraut og gast því miður ekki átt Frosta leng- ur. Við lituðum myndir saman. Þú kenndir mér að lita fallegar myndir og vanda mig. Það var svo gaman að koma til þín eftir skóla eða sundæf- ingar og þá hjálpaði ég þér stundum við að gefa fuglunum, það hafðir þú gert alla tíð. Ég man þegar þú fannst vængbrotinn skógarþröst og fórst með hann inn og annaðist hann vel. Við gátum setið tímunum saman og dundað okkur. Svo þegar þú fórst að verða veikburða, fórstu á Dvalarheimilið Höfða. En lífið gekk sinn vanagang og alltaf varst þú jafn góð. Hvar sem þú varst var allt- af gott að koma í heimsókn og þegar ég fór heim kvaddir þú mig með þessum orðum „bless elskan, guð blessi þig“. Þessi fallegu orð munu alltaf sitja efst í huga mér. Þú pass- aðir svo vel uppá mig og gerir það enn. Núna vakir þú yfir mér dag sem nótt. Síðan afi fór hefur þú alltaf þráð að hitta hann. Þú saknaðir hans svo mikið í öll þessi ár. Núna hefur sá draumur ræst og megi Guð geyma þig. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú þráðir á meðan þú varst veik. Ég sakna þín svo sárt en ég veit að þú ert í góðum höndum. Þótt líf þitt hér endi, rís það upp í drott- ins hendi. Ástin er tákn, sem guð gefur, hún blómstrar, líkt og út- sprungin rós. Ástin getur brugðist, líkt og rósin dáið, tárin falla, af hamingju eða sorg. Hvíldu í friði elsku amma og mundu að ég elska þig. Þín Helena. Elsku amma. Á svona stundu er svo margt sem maður hugsar um. Nú er gott að eiga allar þessar minningar. Þú hefur haft svo mikil áhrif á mig. Þú minntir mig stöðugt á að fjöl- skyldan væri það dýrmætasta sem maður ætti og að ég ætti að meta það. Ég ætti að hugsa um það ef upp kæmi ágreiningur milli mín og foreldra minna. Þú komst þá oftast til mín og sagðir mér frá þinni æsku, því þú varst svo ung þegar þú misstir þína foreldra. Þú sagðir mér alltaf að gera mitt besta og þannig yrði maður að betri manneskju. Það var alltaf gott að koma á Vitateiginn, þar leið þér vel. Þá áttir þú hundinn Frosta sem þér þótti svo ofboðslega vænt um. Þú varst mikill dýravinur og þú hafðir gaman af öllum dýramyndum, hvort sem það voru teiknimyndir eða dýralífs- myndir. Þegar þú fluttir á Vallar- brautina gat Frosti ekki verið leng- ur hjá þér. Þá hugsaðirðu enn meira um litlu fuglana. Þú gafst þeim allt- af að eta. Það var svo þægilegt að vera hjá þér. Við gátum setið tímunum sam- an og spjallað, litað, skoðað myndir og svo margt fleira. Þú hafðir mik- inn áhuga á tónlist og þér fannst alltaf gaman að hlusta á mig og Hel- enu spila á hljóðfærin okkar. Þó svo að þú værir veik þá sástu alltaf spaugilegu hliðarnar á málunum sem við vorum að ræða um. Það var alltaf gott að vera í návist þinni, mér leið alltaf vel hjá þér. Ég sakna þín alveg ótrúlega mikið en ég veit að nú ertu komin á betri stað, núna ertu komin til afa og þangað vildir þú fara. Þó að þú sért ekki lengur hérna hjá okkur þá veit ég að þú vakir yfir mér og verndar. Engin orð geta lýst því hvað ég elska þig mikið. Hvíldu í friði. Þín Maren Lind. Snemma á sunnudagsmorgni hringdi mamma í mig og lét mig vita að amma væri farin í langþráða ferðalagið sitt, mér brá en svo varð ég ánægð fyrir hennar hönd því hún var búin að vera svo veik. Nú þegar ég ætla að skrifa þá veit ég ekki hvar á að byrja. Það rifjast upp allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Mér er minnistætt þegar þú komst upp á spítala þegar ég átti Fanney, þá varðstu bara að koma og skoða litlu dúlluna, og svo þegar var verið að skíra hana, þá varstu nú voða ánægð með nafnið þó svo að þú vildir ekki viðurkenna það strax. Það er svo margt annað sem mig langar að segja en kem ekki orðum að, svo ég vil bara láta þig vita hvað mér þykir vænt um þig og ég veit að þér líður vel núna hjá afa. Takk fyr- ir allan þann tíma sem við áttum saman, elsku amma mín. Elsku Alli, Kalli, Jón, Mássi, Bjössi, Brimrún, Edda, og fjölskyld- ur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og Guð veri með ykkur. Kveðja, Sylvía Rós. Elsku amma, eins erfitt og það er að sjá á eftir þér, þá veit ég að nú hefurðu fengið þann frið sem þú þráðir lengi. Minningar mínar um þig eru svo margar og góðar. Ég man alltaf að sama hvað ég reyndi að passa að þú vissir ekki að ég væri að koma tókstu alltaf til kökur, kaffi og gos þegar ég leit inn. Og þegar ég sagði þér að þú ættir ekki að vera að hafa svona mikið fyrir okkur þá sagðirðu alltaf: „Hvað, ég hafði ekkert fyrir þessu.“ Einnig áttum við margar góðar stundir þegar ég var lítil stelpa. En svona þær nýjustu eru þær hvað þú varðst glöð þegar frum- burður okkar Sigga fæddist og fékk nafnið hans pabba og ekki fannst þér verra að hann héti báðum nöfn- unum hans, Hafsteinn Vilbergs. Alltaf þótti honum svo gaman að heimsækja þig og skoða hann Frosta litla hundabangsann. Því miður náði Heiðmar Máni ekki að kynnast þér á sama hátt. Nú veit ég að pabbi, afi og Frosti taka á móti þér kátir í bragði og það verða fagnaðarfundir. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni eg dey, þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti eg segi. Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Amma, þú munt lifa í hjörtum okkar og minning okkar um þig er björt. Takk fyrir allt og allt, Hafrún Ásta. „Hringdu í mig, stelpa, ef þú lendir í vandræðum með skötuna!“ kallaði hún á eftir mér þegar ég kvaddi hana á Höfða rétt fyrir síð- ustu jól. Við brostum hvor til ann- arrar og veifuðum í síðasta sinn. Kynni okkar Sigríðar hófust haustið 1986 þegar hún réð sig sem húshjálp til okkar á Vesturgötuna. Starfið fólst í því að gæta aldraðrar konu á heimilinu og taka á móti börnunum þegar þau kæmu heim úr skólanum meðan foreldrarnir voru úti að vinna. Hvort tveggja gerði Sigríður af sömu alúð og er skemmst frá því að segja að ekki voru liðnar margar vikur þegar hún var orðin eins og einn af heima- mönnum. Hún annaðist gömlu kon- una af hlýju og umhyggju, var glett- in við krakkana, ákveðin ef svo bar undir en alltaf spjallsöm og skiln- ingsrík. Hennar var sárt saknað þegar hún hætti nokkrum árum síð- ar vegna eigin vanheilsu.Vinskapur- inn hélst órofinn til hinsta dags. Sigríður kenndi mér að sjóða skötu. Ég var ein um að vilja borða hana á heimilinu og nánast á flótta með skötuna þegar Sigríður bauð mér að koma til sín. Eftir það borð- uðum saman á Þorláksmessu hvert ár. Stundum líka „sumarskötu“. Nú brá svo við að heimilismenn eltu í fjörið og skötuna hjá Sigríði. Þegar hún flutti inn á Höfða og ég var komin til Reykjavíkur stjórnaði hún skötuveislu á Flókagötunni símleið- is. Þó að ég hugsi um Sigríði og gömlu dagana með trega get ég ekki varist því að brosa líka. Tilhugsunin um sumt fólk veldur einfaldlega vel- líðan sem fæðir af sér bros. Svo er um Sigríði. Lífið var þó ekki bara hlátur og seinni árin sátum við oft með myndaalbúmin og skoðuðum gamlar myndir. Frosti var henni of- arlega í huga, hundurinn sem henni þótti svo einlæglega vænt um en lét lóga þegar hún flutti í blokkina. Og nú er komið að kveðjustund. Um leið og ég er forsjóninni þakklát fyrir að hafa leitt okkur Sigríði sam- an bið ég þessari vinkonu minni vel- farnaðar á nýjum slóðum. Víst er að minningin um góðan vin yljar. Kristín Steinsdóttir. Einu sinni var Akranes mið- punktur tilverunnar, Reykjavík fjarlægur staður og útlönd langt í burtu. Það var á þeim tíma sem Sig- ríður Fanney Björnsdóttir kom inn á heimilið okkar á Skaga. Fyrst flutti Sigga amma í húsið á Vest- urgötunni og síðan kom Sigríður Björns til að passa ömmu á daginn og líta eftir okkur. Breytingarnar voru umtalsverðar fyrir lítil börn en Sigríður Björns varð fljótt vinur okkar og félagi. Hún hafði hlýja nærveru og sýndi einskæran áhuga á því sem við tók- um okkur fyrir hendur. Við fundum hvað henni þótti vænt um okkur og sú væntumþykja var gagnkvæm. Að geta gengið að því vísu að Sig- ríður tæki á móti okkur þegar við kæmum heim veitti okkur örygg- iskennd, enda var hún ævinlega til í að ræða málin og hlusta ef eitthvað var að. Í gleði og sorg var gott að tylla sér hjá Sigríðunum tveimur og spjalla. Stundum sátu þær við eld- húsborðið og þá setti Sigríður Björns ef til vill pönnukökur með sí- trónudropum á disk. Við systkinin vorum uppátækja- söm og gátum verið fyrirferðarmik- il, en Sigríður sýndi okkur mikla þolinmæði. Fjörugum leikjum og matreiðslutilraunum úr Matreiðslu- bók Mínu og Mikka, með tilheyr- andi sóðaskap í eldhúsinu, tók hún með jafnaðargeði. Henni tókst að feta þann undraverða milliveg að vera ákveðin við okkur án þess að byrja að ráðskast. Hún tók þannig ekki fram fyrir hendurnar á okkur en var hins vegar alltaf til staðar, líka þegar við reiddum fram frum- lega rétti á borð við eggjasnaps bjarnarins Balú! Og ef fjölskyldunni var smalað saman til að hlusta á okkur „freta“ í lúður eða berja á pí- anóið lét Sigríður sig ekki vanta. Þótt það væri ekki lengi sem Siggurnar voru þrjár á Vesturgöt- unni, var í hugum barna eins og Sig- ríður Björns hefði alltaf verið hluti af fjölskyldunni. Sambandið hélst áfram eftir að hún hætti og þegar við hittumst urðu ævinlega fagnað- arfundir. Lítil börn sem orðin eru stór í dag eru innilega þakklát fyrir að hafa kynnst Sigríði og fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá hana inn á heimilið. Sigríður Víðis, Eiríkur og Steinn Arnar. SIGRÍÐUR FANNEY BJÖRNSDÓTTIR Þú mikli, eilífi andi, sem í öllu og alls staðar býrð, þinn er mátturinn, þitt er valdið, þín er öll heimsins dýrð. (D. Stef.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Með Sigríði Fanneyju Björnsdóttur er góð kona gengin. Jóhanna. HINSTA KVEÐJA Elskuleg móðir okkar, KRISTBJÖRG PÉTURSDÓTTIR fv. kennari, Holtagerði 84, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðju- daginn 21. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju föstudaginn 3. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsam- lega bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Fyrir hönd vandamanna, Þórir Hjálmarsson. Magni Hjálmarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GRÓA BJARNEY HELGADÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 22. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Sigrún Þorláksdóttir, María Þorláksdóttir, Þór Jóhannsson, Sigurjón Þorláksson, Svanfríður Magnúsdóttir, Gunnar Þorláksson, Kristín Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og stuðning við fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns, GUÐMUNDAR KRISTJÁNS HÁKONARSONAR. Sérstakar þakkir eru færðar Herjólfsbræðrum í Vestmannaeyjum. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra K. Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.