Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 2
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa samræði við sextán ára stúlku, í apríl á síðasta ári, gegn vilja hennar en ákærði notfærði sér ölvunarástand stúlkunnar. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur og 507 þúsund krónur í sakarkostnað, þar með talin 325 þúsund króna máls- varnarlaun verjanda síns og 150 þús- und króna þóknun réttargæslu- manns stúlkunnar. Málsatvik voru þau að ákærði keyrði stúlkuna og tvo félaga hennar heim eftir að setið hafði verið að drykkju í samkvæmi. Ákærði, sem ekki bragðar áfengi, keyrði félaga stúlkunnar heim áður en haldið var heim til hennar. Á þessum tíma var stúlkan svo ölvuð að hún gat varla staðið upprétt, rakst í veggi og bíla og þurfti að styðja við hana. Ákærði bauðst til að fylgja stúlkunni upp að dyrum á þriðju hæð heimilis hennar. Á leið upp tröppurnar hrasaði stúlkan í sífellu og var við að sofna áfengisdauða þegar hún lagðist í stigann á þriðju hæð hússins. Ákærði dró þá niður buxur hennar og nærbuxur og hafði við hana sam- ræði í stiganum. Stúlkan bar fyrir dóminum að hún hafi verið á milli svefns og vöku og hvorki getað and- mælt samræðinu né spornað við því. Þegar ákærði hætti samræðinu lag- aði hann stúlkuna til og fylgdi henni að dyrum. Baðst fyrirgefningar í SMS-skeytum Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi margoft reynt að biðja stúlkuna afsökunar á framferði sínu og voru m.a. mörg sms-skeyti send úr síma ákærða til stúlkunnar lögð fram sem gögn fyrir dóminn. Í einu þeirra segist ákærði hafa áttað sig á því hversu rangt var af honum að nauðga stúlkunni og hversu mikið hún hafi þjáðst af „misnotkun“ hans. Þá býðst hann jafnframt til að ræða málin. Í öðru skeyti frá ákærða til stúlk- unnar segir að til þess að ná bata verði hún að fyrirgefa honum og fá þannig endanlega lausn á vandanum. Þar segir einnig að hann hafi verið ástfanginn af stúlkunni og „girnd- arást“ hans hafi leitt hann í freistni. Í dóminum kemur fram að litið sé til að ákærði hafi verið allsgáður og því hafi hann átt að hafa dómgreind- ina í lagi. Hann hafi misnotað sér ölv- un stúlkunnar til að hafa við hana samræði þar sem hún gat ekki spornað við því eða skilið þýðingu þess. Brot ákærða telst ekki síst alvar- legt í ljósi þess að það beindist að kynfrelsi vinkonu hans sem treysti ákærða fyrir velferð sinni undir bág- um kringumstæðum og með verkn- aðinum olli hann stúlkunni sálar- tjóni, sem ekki er víst að verði bætt. Því þótti ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Héraðsdómur var fjölskipaður og kvöddu upp dóminn héraðsdómar- arnir Jónas Jóhannsson, Helgi I. Jónsson og Kristjana Jónsdóttir. Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak- sóknari hjá ríkissaksóknara, flutti málið en Örn Clausen hrl. varði manninn. Steinunn Guðbjartsdóttir var réttargæslumaður stúlkunnar. Dæmdur í árs fangelsi fyrir kynferðisbrot 2 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HRAÐARI ÞJÓNUSTA? Kanna þarf hvort og þá hvernig leyft verður að einstaklingar geti greitt aukalega til að flýta þjónustu sem þeir fá í heilbrigðiskerfinu. Er það ein þeirra leiða sem kynnt er í nýrri skýrslu um endurskilgreiningu verksviða innan heilbrigðisþjónust- unnar. Áhyggjur af verðbólgu ASÍ hefur áhyggjur af því að verð- bólguhorfur séu dökkar. Vísitala neysluverðs í mars er 252,3 stig og hækkaði um 1,12% frá fyrri mánuði, en síðustu tólf mánuði hefur verð- bólga samkvæmt mælingum Hag- stofunnar verið 4,5%, sem er tölu- vert yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Methagnaður FL Group Hagnaður FL Group-samstæð- unnar fyrir skatta árið 2005 var rúmir 20,5 milljarðar króna sam- anborið við rúmlega 4,3 milljarða króna hagnað árið áður. Lagt er til við aðalfund FL Group að greidd verði 35% af hagnaði félagsins í arð eða 6.038 milljónir króna. Dæmdir fyrir bankarán Héraðsdómstóll í Noregi dæmdi í gær þrettán menn í sex til nítján ára fangelsi fyrir vopnað bankarán sem kostaði lögreglumann lífið í Staf- angri í apríl 2004. Áætlað er að mennirnir hafi rænt um sem sam- svarar rúmum 560 milljónum ís- lenskra króna. Er þetta eitt mesta rán í sögu Noregs. Meintur höf- uðpaur ræningjanna, David Toska, sem er þrítugur, var dæmdur í nítján ára fangelsi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 38 Fréttaskýring 8 Minningar 49/55 Úr verinu 18 Kirkjustarf 56/57 Viðskipti 18/22 Formúla 61 Erlent 24/25 Myndasögur 62 Minn staður 26 Dagbók 62/65 Austurland 27 Víkverji 62 Suðurnes 28 Velvakandi 63 Árborg 28 Staður og stund 64 Akureyri 29 Leikhús 66 Landið 29 Menning 67/73 Menning 30/31 Bíó 70/73 Daglegt líf 32/35 Ljósvakamiðlar 74 Umræðan 36/48 Staksteinar 75 Bréf 46/47 Veður 75 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir kynningarblað frá Listaháskólanum á Akureyri. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                         Uppselt á átta fyrstu sýning- arnar á Full- komnu brúðkaupi SALA aðgöngumiða hófst í gær- morgun á sýningar í Borgarleik- húsinu á uppsetningu Leikfélags Akureyrar á gamanleikritinu Fullkomið brúðkaup. Mikil eft- irspurn var eftir miðunum og síð- degis höfðu selst liðlega 4 þúsund miðar og er uppselt á átta fyrstu sýningarnar. Í frétt frá Borg- arleikhúsinu kemur fram að síma- kerfi leikhússins hafi hreinlega sprungið í gærmorgun undan álagi. Bætt hefur verið við auka- sýningum í Reykjavík og stendur miðasala yfir. Jarðskjálfti út af Geirfugladrangi JARÐSKJÁLFTI af stærð 3,3 stig, varð laust fyrir klukkan 16 í gær út af Geirfugladrangi á Reykja- neshrygg. Samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofunni hefur nokkur virkni verið á þessu svæði síðan í lok febrúar, skjálfti af stærð um 3 mældist á svipuðum slóðum 27. febrúar. Skjálftinn núna er ekki talinn vera fyrirboði neinna sérstakra atburða. LOFTLEIÐIR Icelandic, leigu- flugsfélagið innan Icelandair Group, hefur skrifað undir samkomulag við flugfélagið Latcharter Airlines í Lettlandi um samstarf um leigu flugvéla og leiguflug. Með samstarf- inu getur Loftleiðir Icelandic sótt með sínar vélar inn á nýja markaði sem Latcharter Airlines sinnir og boðið vélar frá lettneska félaginu á markaðssvæði sínu. Í frétt frá fyr- irtækjunum kemur fram að fyrir- komulag á samstarfinu sé enn í mót- un og ekki sé útilokað að Loftleiðir Icelandic muni kaupa hlut í Lat- charter. Loftleiðir Icelandic hafa til þessa sérhæft sig í markaðssetningu og rekstri á B757- og B767-þotum sem skráðar eru á flugrekstrarleyfi Ice- landair. Sigþór Einarsson, fram- kvæmdastjóri Loftleiða, segir að með því að fá aðgang að Airbus 320- þotum Latcharter geti Loftleiðir boðið viðskiptamönnum sínum vélar sem henti betur en Boeing-vélarnar við vissar aðstæður. Jafnframt hafi fyrirtækið möguleika á að komast inn á nýja markaði sem gefi fleiri möguleika með þotum Loftleiða. Loftleiðir Icelandic sinnir verk- efnum sínum í dag í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu og Mið- Austurlöndum með fjórum B757- þotum og þremur B767-þotum. Latcharter, sem stofnað var árið 1992, rekur tvær Airbus 320-200 þotur og eina Yak 42-þotu. Loftleiðir Icelandic í samstarf við flug- félag í Lettlandi NÆSTU daga verður fyrsta vélasamstæðan vegna rafmagnsframleiðslu flutt í Hellisheið- arvirkjun. Aðfaranótt föstudags var fluttur þangað fyrsti hluti samstæðunnar, en um var að ræða rafal sem vegur 145 tonn. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykja- víkur stóð til að flytja túrbínu á staðinn aðfara- nótt laugardags og einnig fjölda gáma með ýmiss konar fylgihlutum. Vélarnar eru frá japanska framleiðandanum Mitsubishi og annar búnaður frá Burke-Dur. Vélarnar koma frá verksmiðjum Mitsubishi í Nagasaki í Japan og voru um einn og hálfan mánuð á leiðinni hingað sjóleiðis. Önnur véla- samstæða er á leiðinni og verður sett upp á vordögum. Samkvæmt upplýsingum Helga Pét- urssonar, almannatengslafulltrúa Orkuveit- unnar, er gert ráð fyrir að rafmagnsfram- leiðsla hefjist í Hellisheiðarvirkjun í haust og að hitaframleiðsla hefjist þar á árinu 2008 eða 2009. Morgunblaðið/Árni Sæberg Framleiðsla á rafmagni mun hefjast í vor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.