Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 2
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt tvítugan karlmann til 12
mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa
samræði við sextán ára stúlku, í apríl
á síðasta ári, gegn vilja hennar en
ákærði notfærði sér ölvunarástand
stúlkunnar. Hann er jafnframt
dæmdur til að greiða stúlkunni 700
þúsund krónur í miskabætur og 507
þúsund krónur í sakarkostnað, þar
með talin 325 þúsund króna máls-
varnarlaun verjanda síns og 150 þús-
und króna þóknun réttargæslu-
manns stúlkunnar.
Málsatvik voru þau að ákærði
keyrði stúlkuna og tvo félaga hennar
heim eftir að setið hafði verið að
drykkju í samkvæmi. Ákærði, sem
ekki bragðar áfengi, keyrði félaga
stúlkunnar heim áður en haldið var
heim til hennar. Á þessum tíma var
stúlkan svo ölvuð að hún gat varla
staðið upprétt, rakst í veggi og bíla
og þurfti að styðja við hana. Ákærði
bauðst til að fylgja stúlkunni upp að
dyrum á þriðju hæð heimilis hennar.
Á leið upp tröppurnar hrasaði
stúlkan í sífellu og var við að sofna
áfengisdauða þegar hún lagðist í
stigann á þriðju hæð hússins.
Ákærði dró þá niður buxur hennar
og nærbuxur og hafði við hana sam-
ræði í stiganum. Stúlkan bar fyrir
dóminum að hún hafi verið á milli
svefns og vöku og hvorki getað and-
mælt samræðinu né spornað við því.
Þegar ákærði hætti samræðinu lag-
aði hann stúlkuna til og fylgdi henni
að dyrum.
Baðst fyrirgefningar
í SMS-skeytum
Í dómi héraðsdóms kemur fram að
ákærði hafi margoft reynt að biðja
stúlkuna afsökunar á framferði sínu
og voru m.a. mörg sms-skeyti send
úr síma ákærða til stúlkunnar lögð
fram sem gögn fyrir dóminn. Í einu
þeirra segist ákærði hafa áttað sig á
því hversu rangt var af honum að
nauðga stúlkunni og hversu mikið
hún hafi þjáðst af „misnotkun“ hans.
Þá býðst hann jafnframt til að ræða
málin.
Í öðru skeyti frá ákærða til stúlk-
unnar segir að til þess að ná bata
verði hún að fyrirgefa honum og fá
þannig endanlega lausn á vandanum.
Þar segir einnig að hann hafi verið
ástfanginn af stúlkunni og „girnd-
arást“ hans hafi leitt hann í freistni.
Í dóminum kemur fram að litið sé
til að ákærði hafi verið allsgáður og
því hafi hann átt að hafa dómgreind-
ina í lagi. Hann hafi misnotað sér ölv-
un stúlkunnar til að hafa við hana
samræði þar sem hún gat ekki
spornað við því eða skilið þýðingu
þess.
Brot ákærða telst ekki síst alvar-
legt í ljósi þess að það beindist að
kynfrelsi vinkonu hans sem treysti
ákærða fyrir velferð sinni undir bág-
um kringumstæðum og með verkn-
aðinum olli hann stúlkunni sálar-
tjóni, sem ekki er víst að verði bætt.
Því þótti ekki fært að skilorðsbinda
refsinguna að neinu leyti.
Héraðsdómur var fjölskipaður og
kvöddu upp dóminn héraðsdómar-
arnir Jónas Jóhannsson, Helgi I.
Jónsson og Kristjana Jónsdóttir.
Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak-
sóknari hjá ríkissaksóknara, flutti
málið en Örn Clausen hrl. varði
manninn. Steinunn Guðbjartsdóttir
var réttargæslumaður stúlkunnar.
Dæmdur í árs fangelsi
fyrir kynferðisbrot
2 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HRAÐARI ÞJÓNUSTA?
Kanna þarf hvort og þá hvernig
leyft verður að einstaklingar geti
greitt aukalega til að flýta þjónustu
sem þeir fá í heilbrigðiskerfinu. Er
það ein þeirra leiða sem kynnt er í
nýrri skýrslu um endurskilgreiningu
verksviða innan heilbrigðisþjónust-
unnar.
Áhyggjur af verðbólgu
ASÍ hefur áhyggjur af því að verð-
bólguhorfur séu dökkar. Vísitala
neysluverðs í mars er 252,3 stig og
hækkaði um 1,12% frá fyrri mánuði,
en síðustu tólf mánuði hefur verð-
bólga samkvæmt mælingum Hag-
stofunnar verið 4,5%, sem er tölu-
vert yfir 2,5% verðbólgumarkmiði
Seðlabanka Íslands.
Methagnaður FL Group
Hagnaður FL Group-samstæð-
unnar fyrir skatta árið 2005 var
rúmir 20,5 milljarðar króna sam-
anborið við rúmlega 4,3 milljarða
króna hagnað árið áður. Lagt er til
við aðalfund FL Group að greidd
verði 35% af hagnaði félagsins í arð
eða 6.038 milljónir króna.
Dæmdir fyrir bankarán
Héraðsdómstóll í Noregi dæmdi í
gær þrettán menn í sex til nítján ára
fangelsi fyrir vopnað bankarán sem
kostaði lögreglumann lífið í Staf-
angri í apríl 2004. Áætlað er að
mennirnir hafi rænt um sem sam-
svarar rúmum 560 milljónum ís-
lenskra króna. Er þetta eitt mesta
rán í sögu Noregs. Meintur höf-
uðpaur ræningjanna, David Toska,
sem er þrítugur, var dæmdur í
nítján ára fangelsi.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 38
Fréttaskýring 8 Minningar 49/55
Úr verinu 18 Kirkjustarf 56/57
Viðskipti 18/22 Formúla 61
Erlent 24/25 Myndasögur 62
Minn staður 26 Dagbók 62/65
Austurland 27 Víkverji 62
Suðurnes 28 Velvakandi 63
Árborg 28 Staður og stund 64
Akureyri 29 Leikhús 66
Landið 29 Menning 67/73
Menning 30/31 Bíó 70/73
Daglegt líf 32/35 Ljósvakamiðlar 74
Umræðan 36/48 Staksteinar 75
Bréf 46/47 Veður 75
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu fylgir
kynningarblað frá Listaháskólanum
á Akureyri.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Uppselt á átta
fyrstu sýning-
arnar á Full-
komnu brúðkaupi
SALA aðgöngumiða hófst í gær-
morgun á sýningar í Borgarleik-
húsinu á uppsetningu Leikfélags
Akureyrar á gamanleikritinu
Fullkomið brúðkaup. Mikil eft-
irspurn var eftir miðunum og síð-
degis höfðu selst liðlega 4 þúsund
miðar og er uppselt á átta fyrstu
sýningarnar. Í frétt frá Borg-
arleikhúsinu kemur fram að síma-
kerfi leikhússins hafi hreinlega
sprungið í gærmorgun undan
álagi. Bætt hefur verið við auka-
sýningum í Reykjavík og stendur
miðasala yfir.
Jarðskjálfti út af
Geirfugladrangi
JARÐSKJÁLFTI af stærð 3,3 stig,
varð laust fyrir klukkan 16 í gær
út af Geirfugladrangi á Reykja-
neshrygg. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofunni hefur
nokkur virkni verið á þessu svæði
síðan í lok febrúar, skjálfti af
stærð um 3 mældist á svipuðum
slóðum 27. febrúar. Skjálftinn
núna er ekki talinn vera fyrirboði
neinna sérstakra atburða.
LOFTLEIÐIR Icelandic, leigu-
flugsfélagið innan Icelandair Group,
hefur skrifað undir samkomulag við
flugfélagið Latcharter Airlines í
Lettlandi um samstarf um leigu
flugvéla og leiguflug. Með samstarf-
inu getur Loftleiðir Icelandic sótt
með sínar vélar inn á nýja markaði
sem Latcharter Airlines sinnir og
boðið vélar frá lettneska félaginu á
markaðssvæði sínu. Í frétt frá fyr-
irtækjunum kemur fram að fyrir-
komulag á samstarfinu sé enn í mót-
un og ekki sé útilokað að Loftleiðir
Icelandic muni kaupa hlut í Lat-
charter.
Loftleiðir Icelandic hafa til þessa
sérhæft sig í markaðssetningu og
rekstri á B757- og B767-þotum sem
skráðar eru á flugrekstrarleyfi Ice-
landair. Sigþór Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Loftleiða, segir að
með því að fá aðgang að Airbus 320-
þotum Latcharter geti Loftleiðir
boðið viðskiptamönnum sínum vélar
sem henti betur en Boeing-vélarnar
við vissar aðstæður. Jafnframt hafi
fyrirtækið möguleika á að komast
inn á nýja markaði sem gefi fleiri
möguleika með þotum Loftleiða.
Loftleiðir Icelandic sinnir verk-
efnum sínum í dag í Norður- og
Suður-Ameríku, Evrópu og Mið-
Austurlöndum með fjórum B757-
þotum og þremur B767-þotum.
Latcharter, sem stofnað var árið
1992, rekur tvær Airbus 320-200
þotur og eina Yak 42-þotu.
Loftleiðir Icelandic
í samstarf við flug-
félag í Lettlandi
NÆSTU daga verður fyrsta vélasamstæðan
vegna rafmagnsframleiðslu flutt í Hellisheið-
arvirkjun. Aðfaranótt föstudags var fluttur
þangað fyrsti hluti samstæðunnar, en um var
að ræða rafal sem vegur 145 tonn.
Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykja-
víkur stóð til að flytja túrbínu á staðinn aðfara-
nótt laugardags og einnig fjölda gáma með
ýmiss konar fylgihlutum.
Vélarnar eru frá japanska framleiðandanum
Mitsubishi og annar búnaður frá Burke-Dur.
Vélarnar koma frá verksmiðjum Mitsubishi í
Nagasaki í Japan og voru um einn og hálfan
mánuð á leiðinni hingað sjóleiðis. Önnur véla-
samstæða er á leiðinni og verður sett upp á
vordögum. Samkvæmt upplýsingum Helga Pét-
urssonar, almannatengslafulltrúa Orkuveit-
unnar, er gert ráð fyrir að rafmagnsfram-
leiðsla hefjist í Hellisheiðarvirkjun í haust og
að hitaframleiðsla hefjist þar á árinu 2008 eða
2009.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framleiðsla á rafmagni mun hefjast í vor