Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13-15 LÓMASALIR 14-16, KÓP., BJALLA 403 Vorum að fá í einkasölu glæsilega og rúmgóða 91 fm 3ja herb. íbúð á 4. hæð (efstu) í nýl. lyftuhúsi ásamt stæði í bílskýli. Stofa og borðst. m. norðv.svölum og glæsilegu útsýni. Eldhús m. mahóní-innréttingu og vönduðum tækjum. Hjóna- og barnaherb. bæði m. skápum. Bað- herb. m. hornbaðkari og flísal. í hólf og gólf. Þvottaherb. í íbúð. Halogen-lýsing. Hnotuparket og vandaðar flísar á gólfi. Stutt í skóla, sund o.fl. Glæsileg eign á vinsælum stað. Verð 23,9 millj. VERIÐ VELKOMIN. TEIGASEL 11, RVK., 2. HÆÐ OPIÐ HÚS Í DAG KL. 16-18 Vorum að fá í einkasölu nýupp- gerða 3ja herb. útsýnisíbúð í litlu fjölbýli. Stofa/borðstofa sem er björt og með svalir í suður. Bað- herbergi með baðkari, glugga og t.f. þvottavél. 2 svefnherb. Eldhús með nýlegri eikarinnréttingu frá HTH, borðkrókur með GLÆSI- LEGU ÚTSÝNI. Fallegt eikarparket frá Agli Árnasyni er á öllum gólfum nema á baði sem er flísalagt. Stutt í skóla og alla þjónustu. LAUS FLJÓTLEGA. Ragnheiður tekur vel á móti ykkur. VERIÐ VELKOMIN. VEIÐISAFNIÐ á Stokkseyri í sam- vinnu við afkomendur Jóns Björns- sonar frá Dalvík stofnaði Drífuvina- félagið 12. mars 2005 en Jón heitinn smíðaði 120 haglabyssur sem allar eru listasmíði og einstakar í sögu þessa lands, ekki bara sem skotvopn heldur líka sem smíðisgripir og þar með partur af íslenskri iðnsögu. Jón kallaði þessar byssur Drífur og segir nafnið nokkuð um gæðin og þóttu þær góðar til veiða. Með stofn- un Drífuvinafélagsins er líklegt að flestar þær byssur sem þá voru í notkun hafi fengið annað gildi hjá eigendum sínum og teljast í dag lík- lega án undartekninga safngripir, en mikil vinna var lögð í það af hálfu Veiðisafnsins og afkomenda Jóns Björnssonar að hafa uppi á þessum byssum og gera eigendalista og er hann birtur á heimasíðu Veiðisafns- ins www.hunting.is en þar má einnig finna ítarlegri upplýsingar um Jón Björnsson og Drífurnar en Jón heit- inn byrjaði á að merkja fyrstu byss- una nr. 101 og er síðasta byssan sem hann smíðaði nr. 220. Nánast allir Drífueigendur sem haft var samband við tóku vel í gerð eigendalistans þegar félagið var stofnað og ber að þakka það en þó vantar okkur sjö byssur af þessum 120 sem Jón smíðaði og auglýsum við hér með eftir Drífum #122 #140 #142 #166 #167 #171 #201 en lík- legt er að byssa nr. 206 sé komin fram. Allar þessar Drífur eru einsskots með boltalás og löngu 36“ hlaupi, merktar á þeirri hlið er snýr á móti bolta, JB Drífa 3“ Dalvík og eintaks- númeri. Líklegt er að þessar umræddu haglabyssur séu í dánarbúum og/eða í geymslu hjá aðilum sem ekki þekkja til þeirra né Drífuvinafélags- ins og er það ósk okkar sem að þessu stöndum að viðkomandi gefi sig fram svo skrá megi byssurnar með hinum. Þessi haglabyssusmíði Jóns Björnsonar frá Dalvík er einstök á landsvísu og með ólíkindum að einn og sami maðurinn hafi handsmíðað 120 haglabyssur sem allar eru lista- smíði og ber okkur sem á eftir hon- um komum skylda til að halda nafni hans og smíðum á lofti til komandi kynslóða. Allar nánari upplýsingar og skráningu annast Veiðisafnið á Stokkseyri sími 483 1558 heimasíða www.hunting.is PÁLL REYNISSON, veiðimaður og skotvopnaeigandi. Átt þú (íslenska) haglabyssu? Frá Páli Reynissyni: Páll Reynisson UNDIRRITAÐUR mætti á aðal- fundi hjá Straumi Burðarási föstu- daginn 3.3. Þetta var glæsileg sam- koma, þar sem stjórnendur kynntu frábæran árangur af starfsemi fé- lagsins á sl. ári. Jafnframt var kynnt að félagið myndi greiða 65% í arð. Þetta er ágæt arðgreiðsla, en sá galli er á gjöf Njarðar að meiri hluti arðgreiðslunnar er í hluta- bréfum í öðrum félögum. Ekkert er við því að segja þó hluti arðsins sé greiddur í hluta- bréfum, en eðlilegra hefði verið að greiða með hlutabréfum í félaginu sjálfu og enn betra að gefa hluthöf- unum kost á að velja hvort þeir fái peninga eða hlutabréf eins og Ís- landsbanki gerir. Jafnframt kynnti stjórnarformaður að hin nýju hlutabréf yrðu komin í vörslu hlut- hafa strax næsta mánudag sam- kvæmt gengi í Kauphöllinni við lok- un viðskipta á föstudagskvöldi og væri hluthöfum þá frjálst að selja þau. Í framhaldi af þessu fór ég að hugleiða hvernig væri fyrir okkur litlu hluthafana að selja umrædd bréf. Þessi 65% arðgreiðsla skiptist þannig 48,66% fer í hlutabréf hjá Avion Group 3,41% í Icelandic Gro- up og 12,93% í peningum. Jafn- framt kom fram í ársskýrslunni að 8.218 minnstu hluthafarnir eiga samtals 38.751.000 hluti eða að meðaltali hver hluthafi 4,715 hluti. Hver hluthafi fær þá 2.294 krónur í hlut í Avion Group og 161 krónu í hlut í Icelandic Group. Nú taka verðbréfafélögin minnst 3.000 krónur fyrir hver hlutabréfa- viðskipti og þá er útilokað fyrir þessa 8.218 hluthafa að selja sín bréf. Ef ég held svo áfram og at- huga næsta hóp smárra hluthafa þá kom fram í ársskýrslunni að 8.704 hluthafar eiga samtals 190.103.000 hluti. Eða að meðaltali 21.841 hlut hver. Hver hluthafi fær þá hluti í Avion Group fyrir 10.628 krónur og í Icelandic Group fyrir 745 krónur. Það er þá a.m.k. ekki hægt að selja hlutina í Icelandic Group. Umrætt föstudagskvöld var gengið í Icelandic Group 7,40 og í Avion Group 42,50. Hver af þess- um 8.218 minnstu hluthöfum fær þá 22 hluti í Icelandic Group, 54 hluti í Avoin Group. Ef þessi félög myndu á næsta ári greiða 30% í arð sem óvíst að þau geri þá yrði arðurinn hjá Icelandic Group 7 kr. og hjá Avion Group 29 kr. Þrátt fyrir alla tölvuvæðingu þá kostar hver arðgreiðsla peninga og fyr- irhöfn sem er margfalt meiri en arðgreiðslurnar. Ég vil því beina þeim tilmælum til viðkomandi fé- laga að kaupa hluti þessara agn- arsmáu hluthafa til að losna við þá. Eðlilegt væri að í hlutafélagalög- unum væri ákvæði sem kvæði á um að lágmarkseign væri t.d. 1.000 hlutir eða 1.000 krónur að nafn- verði, eða jafnvel 10.000 hlutir BALDUR DAVÍÐSSON, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi borgarstarfsmaður. Furðuleg ráðstöfun á arði Frá Baldri Davíðssyni: ÞEGAR ég var í Ameríku á síðasta ári tók ég eftir því að þegar ég notaði VISA-kortið mitt þá birtist kortanúmerið í heild sinni á nót- unni. En bara á nótunni sem fór í kassa viðkomandi verslunar. Þetta fannst mér mjög skrýtið. Ég tók upp á því að krota yfir númerið um leið og ég skrifaði undir. Þegar heim var komið fór ég að athuga hvort þetta væri svona í verslunum hér. Og það var eins og mig grun- aði, númerið kemur fram á nótunni sem fer í kassann. Þetta líkar mér bara alls ekki og krota því yfir það. Ég hafði samband við VISA og þar var mér tjáð að þar sem ekki væru til lög um þetta væri verslunum heimilt að hafa þetta svona. Sú sem ég talaði við sagði einnig að þau reyndu að upplýsa viðskipta- vini sína um þetta. Ég er búin að vera með VISA-kort lengur en ég vil muna, en aldrei hef ég fengið neina viðvörun frá þeim um að kortanúmerið mitt væri fyrir alla að sjá. Ég talaði einnig við Per- sónuvernd og reyndum við að kom- ast að því hvernig stæði á þessu. Sá sem ég talaði við hélt helst að þetta væri kannski bókhaldsleg ástæða. Síðan þetta var (í október) hef ég reynt að upplýsa alla sem ég kemst í tæri við um þetta og þetta er ekki bókhaldsleg ástæða. Ein verslun, sem ég hef verslað í, birtir ekki númerið á nótunum. Ég hef reynt að koma þessu í umræðu í blöðum og útvarpi en engum virð- ist finnast neitt athugavert við þetta. Nú hefur svo komið í ljós að þeir sem eru viðriðnir Og Voda- fone-málið voru með helling af kortanúmerum í sínum fórum. Og það er enginn vandi fyrir hvern þann sem vinnur í verslun að skrifa númerið niður og gildistím- ann (já, hann birtist líka), fara á netið og versla. Rosalega einfalt. Þó að verslunin treysti sínu starfsfólki þá er ekki þar með sagt að ég þurfi að gera það. Mig langaði bara að koma þessu á framfæri, því ekki gera kortafyrirtækin það. HAFDÍS INGA KARLSDÓTTIR, Dofraborgum 4, 112 Reykjavík. Kortanúmer á lausu Frá Hafdísi Ingu Karlsdóttur: MAGN svifryks er langt yfir heilsu- verndarmörkum svo dögum skiptir í Reykjavík. Viðbrögð yfirvalda og fjöl- miðla eru á þann veg að veðráttunni sé um að kenna. Varla er minnst á að bílarnir séu orsök mengunarinnar. Viðkvæmu fólki er ráðlagt að halda sig fjarri umferðargötum. Hvað með þá sem ekki eru með viðkvæm önd- unarfæri, er svifryk bráðhollt fyrir þá? Læknir segir í viðtali við Blaðið hinn 6. mars: „Þó það komi einhverjir dagar þar sem svifryk er mikið hér í borginni hefur það ekki stórkostlegar afleiðingar. Ég veit til að mynda ekki til þess að fólk hafi lagst inn á spítala vegna svif- ryksins.“ Er það mælikvarðinn á óhollustu? Lækn- irinn segir að verra sé að reykja en að anda að sér svifryki. Ég efast ekki um það, en hvað með þá sem ekki reykja en búa nálægt umferð- argötum og vilja hreyfa sig úti (sem mælt er með sem heilsubót)? Eigum við að hugsa okkur til hreyfings þeg- ar vel viðrar? Sem sagt í roki og rign- ingu? Nú er mikið rætt um reykingabann á veitingastöðum. Mætti ekki með sömu rökum segja þeim sem ekki reykja að halda sig fjarri stöðum sem reykt er á? Og segja þeim sem ekki eru á bíl að halda sig fjarri götunum? Hverjar eru skoðanir þeirra sem bjóða fram þjónustu sína fyrir Reyk- víkinga í vor? Vilja þeir óbreytt ástand og vona að vindurinn blási svifrykinu burt eða tryggja það að öll- um sé óhætt að fara út þegar sólin skín? ERLA SÓLVEIG ÓSKARSDÓTTIR Mjóuhlíð 6, 105 Reykjavík. Er svifryk veðrinu að kenna? Frá Erlu Sólveigu Óskarsdóttur: Erla Sólveig Óskarsdóttir MIKIL þörf er á samgöngubótum víða um land og ekki annað að sjá en þörfin vaxi stöðugt þannig að framkvæmdir halda ekki í við aukn- ar þarfir. Í haust var lokið við áfanga í vegagerð yfir Svínahraun. Þessi framkvæmd var orðin brýn og þarna varð bylting hvað varðar ör- yggi, sérstaklega þar sem mætast leiðirnar yfir Þrengsli og Hellis- heiði. Það er hins vegar hægt að lýsa vonbrigðum með þröngsýni þá sem virðist ríkja við framkvæmd sem þessa. Þarna er lagður nýr vegur og brú gerð yfir mislæg gatnamót. Nýi vegurinn er einungis 3 akreinar sem annar engan veginn þeim umferð- arþunga sem skapast á þessum vegi á hverjum degi. Þó litið sé framhjá því þá getur maður ekki orða bund- ist þegar kemur að köntunum. Þar eru engin öryggissvæði og virðist sem eina úrræðið sem grípa verður til ef t.d. hjólbarði springur sé að aka bara út af veginum, þvílíkt er plássleysið. Það er a.m.k. alveg ljóst að springi hjólbarði vinstra megin á ökutækinu þá er alveg vonlaust að hægt sé að athafna sig við að skipta um hann á staðnum og væri reynd- ar fífldirfska að reyna það. Það er einnig ótrúlegur molbúaháttur að hafa ekki brúna yfir mislægu gatna- mótin fullbreiða þ. e. með 4 akrein- um og öryggissvæði til viðbótar, þannig að ekki þyrfti að fara í dýrar framkvæmdir við hana þegar ráðist verður í að breikka veginn, sem hlýtur að þurfa að gerast innan mjög skamms tíma. Og skammsýnin heldur áfram. Nýlega var tekið í notkun nýtt hringtorg við Norðlingaholt. Það var haft einbreitt og svo mjótt og krappt að það hlýtur að vera far- artálmi stærstu flutningabílum sem um veginn aka og eru ekki óalgeng farartæki á vegum landsins. Þörf er á breyttri hugsun við hönnun og framkvæmdir á nýlögn- un vega. Það þarf að taka til við að haga nýframkvæmdum þannig að verið sé að byggja til framtíðar og skilja þannig við hverja nýfram- kvæmd að ekki sé hrópandi þörf á viðbót við hana daginn sem lokið er við hana. Sú plástrastefna sem ríkir í þessum málum í dag gerir ekki annað en fjölga brýnum fram- kvæmdaþörfum í vegagerð og stefn- ir í algjört óefni ef svoleiðis heldur áfram. Ég gæti nefnt mörg önnur dæmi svipaðs eðlis en læt þetta duga að sinni. EGGERT AÐALSTEINN ANTONSSON mjólkurfræðingur. Vegagerð á villigötum Frá Eggerti Aðalsteini Antonssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.