Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Brúðkaup 09 | 03 | 2006 Komdu á brúðkaupssýninguna Já! í Blómavali við Skútuvog og taktu þátt í brúðkaupsleik Morgunblaðsins Draumabrúðkaupsferð, ásamt öðrum glæsilegum vinningum, dregin út sunnudaginn 12. mars í Blómavali við Skútuvog UNDIR drekavæng heitir barna- óperan sem sýnd verður í Norræna húsinu á morgun kl. 14. Óperan verður flutt á sænsku. Klukkutíma fyrir sýningu, eða kl. 13, hefst grímugerð fyrir börnin, en þau bera eigin fuglagrímur á sýn- ingunni. Einnig verða þeim kennd nokkur lög, sem þau syngja síðan med söngvurunum. Óperan hefur verið sýnd í Gerðu- bergi og á nokkrum stöðum á landsbyggðinni fyrir börn á aldr- inum 1½–9 ára, en eldri börn eru einnig velkomin. Strengjaleikhúsið er að fara með óperuna í leikferð til Finnlands og Svíþjóðar og hefur af því tilefni þessa eina opnu sýningu hér heima á sænsku. Undir drekavæng fjallar um tígr- isdýrið Tígur, Fjólu fiðrildi og Litla Dreka og afdrifarík ævintýri þeirra vinanna í heimi tónlistarinnar. Höfundar óperunnar eru Mist Þorkelsdóttir og Messíana Tóm- asdóttir. Flytjendur eru Marta G. Halldórsdóttir sópran, Bergþór Pálsson barítón og Örn Magnússon píanóleikari. Enginn aðgangseyrir. Litli dreki flýgur til Finnlands ÞAÐ má segja að Ásgeir J. Ásgeirs- son hafi staðið í eldlínu Skófílanna sl. miðvikudagskvöld, því að af tíu verk- um er kvartettinn lék voru níu eftir hann, en eitt eftir Ólaf Jónsson. Minning hét það, en Afi er það var frumflutt fyrir nokkrum árum af Jónsson/Gröndal kvintettnum í Kaffileikhúsinu. Það er ansi falleg ballaða í klassískum stíl Coltrane- tímabilsins, vel blásin af höfundi, og æði ólík því sem Ásgeir er að semja. Þar er allt á nýrri nótum, þótt ekki hafi verið skorið á naflastrenginn við nýboppið og bopplínur læðist inn í tónverkin þegar henta þyki og fjór- skiptur taktur skjóti upp kollinum þótt aðrar taktegundir, sem djass- mönnum þóttu jafn flóknar á árum áður og austur-evrópskum að svinga í fjórumfjórðu, ráði jafnan ríkjum. Það hefur kannski ekki mikið uppá sig að nefna lög Ásgeirs, sem öll eru samin á síðustu tveimur árum fyrir utan Fes es blúsinn sem var á fyrstu skífu orgeltríósins B3. Hann var spilaður á svipuðum nótum og hjá B3, en kannski hefði þarna mátt gefa í grúfið því spilamennskan hafði verið dálítið einhæf til þessa. Þó var næsta verk, Film & slim, nokkuð grípandi og eitt það hefðbundnasta er Ásgeir bauð uppá, næst fylgdi ballaða Ólafs og svo var endað á stórskemmtilegu lagi, Sveitt efrivör, og þar ríkti fjörið öðru ofar og hefði getað sómt sér á balli með blúsuðum sveitafíling og Ásgeir með breyttum gítarhljóm að hætti framsækinna djassrokkara. Það getur verið snúið að mynda sér skoðun á átta verkum sem mað- ur heyrir í fyrsta sinni en þessar tón- smíðar Ásgeirs voru heilsteyptar og tilraun gerð til að endurtaka ekki það sem alltaf er verið að gera. Fyrir utan þá ópusa sem þegar hafa verið nefndir skal nefna draumkennda ballöðu, Swot, þarsem Ólafur blés í sópran og Róbert lék vel upp- byggðan sóló einsog í fleiri ballöðum kvöldsins. Í Dutrix tókst að byggja upp spennu, sérílagi með sterkum hljómum Ásgeirs bæði á undan og er Ólafur blés melódíuna í lokin og ball- aðan But maby var sérdeilis vel leik- in af Ásgeiri. Kannski voru sólóar Ásgeirs enn betri en tónsmíðarnar og hafði hann það fram yfir hina ein- leikarana að þekkja verkin út og inn – ekki það að kvartettinn hafi leikið út og suður. Hann small vel saman enda þekkja þeir félagar hver annan vel og Erik Qvick trommar betur með Ásgeiri en flestir aðrir. Það gildir það sama í djassinum og tónskáldatónlistinni. Verk eru flutt einu sinni á tónleikum og svo sjaldan aftur. Vonandi fáum við að heyra þessi verk oftar og enn einu sinni vil ég minna íslenska djassleikara á að leita í smiðju íslenskra kollega sinna í stað endalausra Shortera og Jarretta þótt góðir séu. Frumsaminn Skófíladjass TÓNLIST Múlinn í Þjóðleikhúskjallaranum Skófílar: Ólafur Jónsson tenór- og sópr- ansaxófónar, Ásgeir J. Ásgeirsson gítar, Róbert Þórhallsson bassi og Eric Qvick trommur. Miðvikudagskvöldið 8.2. 2006. Djass Vernharður Linnet Eins og margir vita á selló-snillingurinn Erling Blön-dal Bengtsson ættir að rekja hingað til Íslands, það var árið 1946 sem hann hélt sína fyrstu tónleika hér á landi, þá að- eins 13 ára gamall. Lék hann þá ásamt föður sínum á tónleikum í Gamla bíói í Reykjavík og síðan á Ísafirði og Akureyri. Til að minnast þessara tíma- móta ætlar Erling að halda ein- leikstónleika í Salnum í dag kl. 16. Á efnisskránni eru fyrsta og síð- asta einleikssvíta Jóhanns Sebast- ians Bachs fyrir selló, ásamt verk- inu Úr ríki þagnarinnar eftir Atla Heimi Sveinsson, sem er tileinkað Erling, og 16 etýður eftir danska tónskáldið Niels Viggo Bentzon. „Fyrstu einleikssvítu Bachs spilaði ég á fyrstu tónleikum mín- um á Íslandi fyrir 60 árum síðan og þess vegna valdi ég að spila hana líka í dag. Ég er mjög hrif- inn af einleiksverkum Bachs, seinna verkið eftir hann er hreint meistaraverk og því valdi ég það með,“ segir Erling. „Verk Atla Heimis er sérstaklega skrifað fyr- ir mig og því er viðeigandi að hafa það á efnisskránni, það er mjög fallegt og dularfullt. Svo spila ég danskt verk eftir vin minn Niels Viggo Bentzon, sem var frábært tónskáld. Það er svolítil saga í kringum það verk: Eitt kvöldið settumst við niður eftir að hafa spilað saman og ég sagði að það væri furðulegt að við værum alltaf að spila hundrað ára gömul lög og spurði hvers vegna hann semdi ekki verk í nútímastíl. Morguninn eftir hringdi hann í mig til að segja mér að hann hefði lokið við að semja nútímaverk og ég mun spila part af því í dag.“ Gerði fiðlu að selló Þegar Erling kom í fyrsta sinn fram á Íslandi var hann ungur en þrátt fyrir það hafði hann verið að koma fram frá fjögurra ára aldri. „Það eru reyndar um sjötíu ár síð- an ég kom fyrst fram en það var mikil reynsla á sínum tíma að koma til fæðingarlands móður minnar og spila, það var stór at- burður fyrir mig.“ Spurður hvers vegna hann valdi sellóið fram yfir önnur hljóðfæri segir Erling að það hafi ekkert annað komið til greina. „Báðir for- eldrar mínir voru tónlistarmenn og eins og í öllum tónlistar- fjölskyldum fá börnin hljóðfæri í hendurnar mjög ung. Faðir minn lét mig fá fiðlu þegar ég var um þriggja ára gamall, ég leit á hana og setti strax á milli hnjánna á mér og spilaði þannig. Faðir minn sagði: „Nei, hún á að vera undir kinninni á þér“. Ég neitaði því og setti hana aftur á milli hnjánna á mér, svo það mætti segja að ég hafi valið sellóið sjálfur. Ég man auðvitað ekkert eftir þessu en mér hefur verið sögð þessi saga.“ Kemur aftur til Íslands Erling finnst skemmtilegast að spila á sellóið það sem hann er að fást við á hverjum tíma. „Þetta er eins og með alla list, ef ég er að spila gæða tónverk þá skiptir ekki máli hvort það er 300 ára gamalt eða skrifað í gær, það eru gæðin sem skipta máli. En ég verð aldrei þreyttur á Bach.“ Eftir dvöl sína á Íslandi fer Er- ling aftur til Bandaríkjanna þar sem hann hefur búið ásamt konu sinn undanfarin sextán ár. „Ég er að kenna við Michigan-háskóla en ég hætti störfum í maí. Eftir það mun ég halda áfram að vinna í tónlist og kenna masters-nám- skeið.“ Erling segist vona að þetta verði ekki hans seinustu tónleikar á Íslandi. „Ég hef komið hingað reglulega til að halda tónleika og ætla að halda því áfram.“ Tónleikarnir hefjast í Salnum kl. 16 í dag en Erling heldur aðra tónleika, með sömu efnisskrá, á Ísafirði á morgun. Tónlist | Spilaði á fyrstu tónleikunum fjögurra ára gamall Erling minnist áranna sextíu Morgunblaðið/Sverrir Erling Blöndal Bengtsson við styttuna Tónlistarmaðurinn sem hefur staðið á Hagatorgi í rúm þrjátíu ár. Það var Erling sem sat fyrir þegar myndhöggvarinn Ólöf Pálsdóttir vann styttuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.