Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 51 MINNINGAR fötum með hárið allt vatnsgreitt aftur, reykjandi pípu. Það hefur sjálfsagt þótt frekar furðulegt á þeim tíma. Að lokum læt ég fylgja með tvær stökur sem við Bobbi frændi hnoðuðum saman fyrir fimmtán árum eða svo og sendum ömmu til að stríða henni og gleðja: Amma þú ert indæl pæja agalega mikið góð. Ef ég mætti með þér hlæja mynd’ ég ferðast langa slóð. Amma þú ert nettur nagli, naumast hef ég slíkan hitt. Sem sólargeisli í hörðu hagli hlýjar ávallt brosið þitt. María Pálsdóttir. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín – yndislega sveitin mín! – heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sigurður Jónsson frá Arnarvatni) Sigga amma unni heitt æsku- stöðvum sínum, Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit. Hún fullyrti ósjaldan að þessi staður væri himnaríki á jörð, dásamaði gróskuna, veðurfarið og mannlífið í kring. Í þessum átthögum kynntist amma einnig mannsefni sínu, Ingv- ari Guðna Brynjólfssyni. Þau hjón- in bjuggu lengi í Reykjavík, afi kenndi þýsku við Menntaskólann í Reykjavík og síðar Menntaskólann í Hamrahlíð. Tengsl ömmu við Reykhús rofnuðu aldrei, enda stundaði bróðir hennar Jón Hall- grímsson búskap þar lengi. Nokkr- um árum eftir að Sigga amma varð ekkja flutti hún aftur norður og var þar með komin nær barnabörn- unum sínum en við ólumst öll upp í Reykhúsum rétt eins og hún. Þrjú af fjórum börnum Siggu ömmu kusu nefnilega að flytja úr Reykja- vík til Reykhúsa og setjast þar að. Því má segja að Siggu ömmu hafi tekist að smita börnin sín af hug- myndinni um himnaríki á jörð. Sigga amma hafði sérstakt yndi af börnum. Hún átti það til að bregða á leik við okkur krakkana og ljómaði þá af óbeislaðri kátínu, enda fórum við snemma að kalla hana Siggu leikömmu. Þessi kátína varð einn lífseigasti þráðurinn í persónuleika Siggu ömmu. Þegar hún var búin að tapa bæði heyrn og máli lét hún það ekki aftra sér í að bregða á leik við börnin með grettum og dillandi hlátri. Nú þegar Sigga amma er látin í hárri elli, minnumst við hennar með mikilli hlýju og þakklæti. Valdís Eyja, Kristín Inga Pálsdætur og fjölskyldur. Það kom ekki á óvart að Sigga amma skyldi stíga lokaskref lífsins. En stakk samt. Þegar ég var lítill bjó Sigga amma á Miklubrautinni í Reykja- vík. Með Ingvari afa. Með vegginn sem allir máttu teikna á. Með bast- körfur og lukkutröll. Með rödd sem minnti á Skrám í sjónvarpinu. Með sykraðar pönnukökur og kakó. Þá var langt til Reykjavíkur, en mikil tilhlökkun ef ákveðið var að fara, og vitað að komið yrði við hjá Sig- gömmu og Ingvari afa. Siggu leik- ömmu. Svo dó Ingvar afi, og Siggamma kom norður með afa í krukku og stakk honum niður á milli foreldra hans í Akureyrarkirkjugarði. Þá glitraði á hrukkóttan hvarm. Sigg- amma flutti norður í Lönguhlíðina á Akureyri. Og skammaði blað- burðarbörn sem báru út kynn- ingaráskrift að Morgunblaðinu. Siggamma var framsóknarkona. Siggamma kíkti oft í sveitina. Hún barðist við njóla. Hún skellti sér á bak honum Mána hennar Valdísar, einn lítinn hring. Hún sat eins og herforingi, lágvaxinn herforingi. Heilt sumar gaf hún mér að borða, og mynd af þverskorinni ýsu, smjöri, kartöflum og rúg- brauði situr. Það bragðaðist vel. En heilsunni hrakaði og Sigg- amma varð að flytja í þjónustu- íbúðir við Kristnesspítala. Og amma var komin heim. Þangað var frumburðurinn í hópi barnabarna borinn, og amma hafði á orði að hún þyrfti að lifa lengi til að fylgj- ast með þeirri hnátu, hún væri svo kraftmikil. Það stendur, en amma gat ekki fylgst með henni lengi. Ég veit að fjörðurinn minn er fallegur núna, eins og köld brot- hætt kona, sem ekki vill láta snerta sig, af ótta við að brotna niður. Það hrímar líka í Riga í Lettlandi þar sem ég er staddur. Blessi þig Sigríður Hallgríms- dóttir, ég er ánægður með að þú skulir hafa verið amma mín. Ingvar Brynjólfsson. „Litla hjartað“ er hvíslað í kveðjuskyni og hlýr faðmur í bláum skokk umvefur mig augna- blik. Ég vinka til baka til ömmu sem stendur brosandi í dyragætt- inni. „Amma með stóra hjartað,“ hvísla ég nú á kveðjustund og faðma þig þéttingsfast. Í huga mér stendur amma brosandi í dyra- gættinni og vinkar. Sigríður Hrefna Pálsdóttir. Dýrastöðum, varð það eins og svo oft, að það kom manni í opna skjöldu. Ég hafði þekkt Klemenz frá því við vorum börn í Norðurárdalnum. Þá kom fljótlega í ljós hvað þessi dreng- ur var vel af guði gerður og góðum gáfum gæddur. Hann Klemmi hneigðist til búskap- ar og tók svo við myndarbúi af for- eldrum sínum á Dýrastöðum. Á Dýrastöðum hefur hann ásamt eiginkonu sinni og tveimur sonum bú- ið af mikilli reisn og er búið lands- þekkt fyrir snyrtimennsku, myndar- skap og miklar afurðir. Eftir að ég kom aftur í Borgar- fjörðinn fyrir um 23 árum, endurnýj- uðust okkar kynni. Mér fannst það mikið happ að Klemmi var aftur orðinn náinn vinur eftir margra ára aðskilnað og við sáumst nú orðið reglulega. Það kom í ljós nú hin seinni ár að Klemmi gekk ekki heill til skógar því hann átti við sjúkdóm að stríða sem stöðugt gekk honum nærri. Hann fór sem betur fer ekki leynt með þetta við okkur kunningja sína og eins það, hvað hann óskaði þess, að verða heill heilsu. Klemmi var duglegur í því að leita sér hjálpar á þessari píslargöngu sinni, til að geta unnið bug á þeim sjúkdómi sem æ meir virtist gera vart við sig og voru margir góðir til kallaðir og margt reynt til lækninga. Því miður lét bati á sér standa. Honum hefur vafalaust fundist ganga sín vera orðin nógu löng og tíminn til frekari lækninga liðinn og lái honum hver sem vill. Nú er hann horfinn á braut þessi hæfileika- og kærleiksríki vinur. Það er stórt skarð höggvið í vinahópinn þegar hans nýtur ekki lengur við. Þó verði að skilja vegir, von mín er og trú, að endurfundi eigi aftur ég og þú. Eiginkonu hans, sonum og systk- inum, svo og öðrum sem eiga um sárt að binda við fráfall hans, votta ég mína dýpstu samúð. Gunnar G. Gunnarsson. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA BERNHARÐSDÓTTIR hjúkrunarkona, lést í Saltsjöbaden, Svíþjóð, föstudaginn 3. mars. Einar Pálsson, Páll og Christina, Tómas og Lena, Eggert og Zemfira, Kristín og Renzo og barnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma okkar, HERTHA NEUMANN, lést þriðjudaginn 28. febrúar. Jarðarförin fór fram frá Leopoldskirkju, Klosterneuburg, föstudaginn 10. mars kl. 14.00. Marin Gísladóttir Neumann, Helmut Neumann, Hertha og Klaus, Claus og Iris, Ruth og Stefan og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR, Helgamagrastræti 42, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri fimmtu- daginn 9. mars. Útför auglýst síðar. Pálmi B. Aðalbergsson, Björk Lind Óskarsdóttir, Andrés V. Aðalbergsson, Ólöf Konráðsdóttir, Stefán Aðalbergsson, Guðmundur Páll Pálmason, Snorri Pálmason, Kristín Sesselja Kristinsdóttir og langömmubörn. Okkar elskulega frænka og mágkona, JÓNA I. HANSEN dönskukennari, Hraunbæ 90, lést á heimili sínu fimmtudaginn 9. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Magnús Nielsson Hansen, Sigurbjörg Nielsdóttir Hansen, Guðbjörg Nielsdóttir Hansen, Guðlaug Kristófersdóttir, Þórður G. Hansen. Ástkær eiginkona mín, mamma, tengdamamma, amma og langamma, SIGRÚN GRÉTA GUÐRÁÐSDÓTTIR, Dalbraut 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt fimmtudagsins 9. mars. Útförin verður auglýst síðar. Sigurjón Ágústsson, María Hrund Sigurjónsdóttir, Jafet Óskarsson, Guðráður Jóhann Sigurjónsson, Unnur Ólöf Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir mín, tengamóðir og amma, GUÐBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, fimmtudaginn 9. mars. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. mars kl. 15.00. Friðrik Thomas Whalen, Hulda Ósk Whalen, Michael Freyr Friðriksson Whalen. Elskuleg móðir okkar, GUÐLEIF MAGNÚSDÓTTIR frá Hamarsseli í Álftafirði, til heimilis í Þangbakka 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 14. mars kl. 15.00. Eygló Bogadóttir, Jónína Hjörleifsdóttir, Dagbjört Hjörleifsdóttir, Gústa Hjörleifsdóttir, Magnhildur Hjörleifsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, systir, dóttir, barnabarn og systurdóttir, ÁSTA GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR, Laufengi 106, Reykjavík, lést laugardaginn 4. mars. Tómas Freyr Arnarsson, Lilja Gunnarsdóttir, Brynjar Ægir Gunnarsson, Laufey Diljá Gunnarsdóttir, Elva Björk, Helena Sif og aðrir aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, SÓLON LÁRUSSON fyrrv. járnsmiður og kennari, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 9. mars. Útförin verður auglýst síðar. Ragnar, Gísli Grétar, Nella, Einar og Theodór Sólonsbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.