Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 53 MINNINGAR ✝ Bára Signý Sig-urvinsdóttir fæddist á Suðureyri 9. júní 1968. Hún lést á heimili sínu í Fjarðarstræti 55 á Ísafirði föstudaginn 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigurvin Magn- ússon og Guðný Guð- mundsdóttir. Systk- ini Báru eru: 1) Kristbjörg Unnur, gift Paul A. Fawcett, börn þeirra eru Sara Heiðrún, Kristrún Joyce og Sandra Steinunn. 2) Margrét Alda, gift Ragnari Sigurðssyni, börn þeirra eru Ágúst Atli og Daníel Arn- ar. 3) Þórður Emil, í sambúð með Þór- eyju Maríu Ólafs- dóttur, börn þeirra eru Telma Lísa, Pat- rekur Guðni, Óliver Eyþór og Viktoría Rós. 4)Þorleifur Kristján, í sambúð með Arnheiði Svan- bergsdóttir, börn þeirra eru Álfdís Hrefna og Svanfríð- ur Guðný. Bára Signý verður jarðsungin frá Suðureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Bára Signý. Mér finnst svo sárt að þú sért farin frá okkur. Mig langar að skrifa hér nokkrar línur til minningar um þig. Ég man svo vel annan daginn sem ég kynntist þér. Þá var ég mætt í nýju vinnuna mína aðeins 18 ára gömul, ég var mætt klukkan 8 um morguninn. Það gekk bara vel en svo í hádeginu var minn versti dagur sem ég hef upplifað, þegar þú fékkst flogakast. Það var hræðilegt, þú þurftir að fara á sjúkrahús og varst þar í tvo eða þrjá daga. Ég var nú ekki viss um að ég ætti að mæta meira í vinnuna en hugsaði með mér að þetta gæti ekki orðið verra. Þegar ég mætti svo í vinnu eftir að þú komst heim fórum við í göngutúr, en viti menn, Bára var sko ekki hætt að hrella mig, nei hei … ég held nú síður, hún dró mig einhverja fjallabaksleið eftir ein- hverju túni þarna áleiðis inn í skóg. Ég var farin að halda að hún ætlaði að fara með mig upp á heiði og bara til Suðureyrar, ég vissi þá að for- eldrar hennar bjuggu þar. En svo sneri hún loksins við og við fórum heim í Bræðratungu aft- ur, konurnar sem ég vann með sögðu að þetta væri einhver hringur sem þær löbbuðu stundum. „Já, já … bara einhver hringur.“ Hún Bára vissi sko um alla hringi sem til voru og hafði víst gaman af að hrella nýtt starfsfólk með einhverju glensi, en hún náði mér þónokkuð vel á mínum fyrstu dögum sem meðferðarfulltrúi í Bræðratungu. Svo kom bróðir hennar einu sinni í heimsókn, hann heitir víst Þórður og mér fannst svo fallegt að sjá kærleikann á milli þeirra, hvað þau gerðu með fingurgómunum. Síðan kynntist ég bróður hennar og þá fór Bára að hitta mig heima, það varð nú svolítið skrítinn svipur á henni þá, en svo brosti hún með sínu stríðnisglotti. Ef ég hefði getað lesið hugsanir hennar hefði hún hugsað eitthvað í þessa áttina: „He he … nú ræður þú engu, ég er hjá mömmu núna.“ Hún Bára Signý var allt öðruvísi hjá mömmu sinni en hjá okkur í Bræðratungu, því hún kunni á okk- ur og var fljót að reikna út hvernig við vorum og nýtti sér það vel. Það er svo margt sem ég get sagt frá þér, þú varst frábær og allt grínið hjá þér. Ég man þegar þú hljópst með alla kökudiskana í hringi og Gulla matráðskona hló svo mikið, ég var svo hrædd um að þú myndir brjóta þá, ég gargaði: „Bára, komdu með diskana.“ Gulla og þú hlóguð svo mikið, en ég var í sjokki. Svo þegar ég flutti aftur á Ísa- fjörð var svo gaman að bjóða þér í kaffi til okkar og krökkunum þótti svo vænt um þig þegar þú komst til okkar, en þetta hefði mátt vera oft- ar, eins og margt fleira. Síðan þeg- ar ég byrjaði aftur að vinna, þá í Hvestu, var ég svo stolt af þér, þú varst svo dugleg að vinna og föndra, langflottust, enda mágkona mín. Þú varst snillingur, kona góð, og útgeislun þín heillaði alla sem kynntust þér. Einu sinni var mér sagt að manneskja eins og þú væri engill sem guð sendir til jarðar svo við myndum læra af ykkur. Alla- vega lærði ég margt af þér. Takk fyrir góðar samverustundir. Elsku Bára mín, það er stórt skarð í hjarta mínu. Megi minning um góða stúlku lifa lengi. Hvíldu í friði, Bára Signý. Þín mágkona, Þórey María. Komið er að kveðjustund þó svo að við séum ekki öll tilbúin til að kveðja hana Báru Signýju, kæra vinkonu og samstarfskonu til margra ára, en hún vann með okkur í Hæfingarstöðinni Hvestu á Ísa- firði. Bára var mjög verklagin og þau verkefni sem hún tók sér fyrir hendur leysti hún með miklum sóma og svo var komið, að núna í vetur var erfitt að finna verkefni sem ögruðu henni. Hún „rúllaði þeim upp“ og brosti oft stórum þeg- ar henni var hrósað. Bára var mjög ákveðin kona og sökum ákveðni Báru voru sum verkefni sem hún fékkst ekki til að gera og þar við sat og vakti ákveðni hennar oft mikla kátínu meðal samstarfsmanna. En þó gat ákveðnin stundum orð- ið henni fjötur um fót og oftar en ekki valdi hún erfiðari leiðina við að framkvæma hlutina. En ánægjan sem hún hlaut af í lokin og brosið sem lýsti upp allt andlitið, sagði meira en mörg orð. Kannski ætti það að vera okkur hinum til eft- irbreytni, það er ekki alltaf best að velja auðveldustu leiðina. Eitt af því skemmtilegasta sem Bára gerði í Hvestu var að fara í sund og þær stundir sem leiðbein- endur áttu með henni í slíkum ferð- um gleymast aldrei. Kæru Guðný, Sigurvin, Unnur, Margrét, Þórður, Þorleifur, ætt- ingjar, vinir og aðrir sem sakna, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð og vonum að þessi orð muni styrkja ykkur í sorginni: Harmið mig ekki með tárum þótt ég sé látinn. Hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar. (Kahlil Gibran.) Kveðja. Samstarfsfólk og leiðbeinendur á Hæfingarstöðinni Hvestu. Elsku Bára Signý, nú er ævisólin þín til viðar hnigin og er þín sárt saknað. Elsku Bára, aldrei fór mikið fyrir þér í gegnum tíðina, þú sem varst svo ljúf og góð. Þrátt fyrir fötlun þína fann maður hvernig þér leið einungis með því að fylgjast með svipbrigðum þínum, þau sýndir þú sterkt og oftast var þetta þín eina tjáning. Ljúft var að finna þegar þú hallaðir þér upp að okkur, brostir og lést í ljós ánægju þína með létt- um hlátri. Þú hafðir alveg einstakt lag á að láta okkur þykja undur- vænt um þig, oft langaði okkur að vita hvað þú værir að hugsa þá stundina er þú varst í þínum eigin hugarheimi. Sérlega þótti okkur gaman að þeim stundum er þú sýndir okkur þína glettnu hlið og gerðir at í okkur. Við höfum átt margar ánægju- legar stundir saman og ber þá sér- staklega að nefna þær ferðir sem farnar voru inn í Reykjanes við Ísa- fjarðardjúp. Mikið fannst þér gam- an þegar keyrt var af stað og dvalið þar í nokkra daga. Þá var farið í sundlaugina góðu og þar var svaml- að daglangt, þar grilluðum við líka á kvöldin og skemmtum okkur. Við minnumst þín fyrir þá list- rænu hæfileika sem þú sýndir og það næmi sem þú hafðir fyrir litum þannig að út komu hin fallegustu málverk. Ein af þínum ánægjustundum var þegar þú fluttist af sambýli í sjálf- stæða búsetu í Fjarðarstrætið haustið 1999 ásamt þinni vinkonu, Gunnu Lilju. Þar eignaðist þú þitt eigið heimili og áttir þar margar ánægjulegar stundir. Það gaf okkur mikið að fá að upplifa þessi ham- ingjuár með þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu þína. Foreldrum og aðstandendum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þínar vinkonur og stuðningur í Fjarðarstrætinu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín vinkona Guðrún Lilja. BÁRA SIGNÝ SIGURVINSDÓTTIR bar af öðrum glímumönnum hvað hann glímdi vel. Um tíu ára skeið 1985–1995 sátum við báðir í stjórn GLÍ. Frumkvæði Hjálms á Íþróttaþingi 1988 við að afla glímunni viðurkenningar og fjár- magns frá Alþingi skipti sköpum og hefur fest hana í sessi meir en nokk- uð annað. Oft átti ég erindi í Aðallandið til Hjálms og Siggu og drakk þar marg- an kaffisopann og ekki má gleyma matnum. Hjálmur var góður kokkur og oft var blandaður réttur á pönn- unni eða þá silungur eða gæs sem hann veiddi sjálfur og allt smakkað- ist ljómandi vel. Hjálmur var laus við allt tilhald í framkomu og klæðaburði. Hann var sveitamaður í anda og kunni best við sig í stutterma bol og víðum buxum innandyra en lopapeysu og gúmmí- skóm úti á landi. Svo átti hann bláa Lödu. En hann var líka heimsborgari sem kom vel í ljós í utanferðum sem hann fór fjölmargar sem fararstjóri glímumanna. Þá bjó hann sig upp á ef svo bar til og sinnti hlutverki sínu með sóma. Við fórum eftirminnilegar ferðir saman bæði utanlands og innan. Á Dalvík, Reyðarfjörð, í Mývatnssveit, Dali og víðar þar sem við áttum vin- um að mæta. Hann fylgdist vel með og hlustaði á hvern fréttatíma út- varps. Hjálmur var bókamaður með fjölbreytt áhugamál. Allt þjóðlegt og fróðlegt var honum að skapi. Hann lagði sig allan fram í starfi æskulýðsfulltrúa á Skagaströnd síð- ustu árin og þegar hljómsveitin Spor vann til verðlauna í samkeppni var Hjálmur glaður. Ég kveð Hjálm vin minn með söknuði og sendi fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Rögnvaldur Ólafsson. Hurðin opnast á skrifstofunni og spurt er: „Er ég að trufla?“ síðan er gengið inn og derhúfan er tekin ofan. „Nú þarf ég að segja þér hvað þú þarft að gera, hlustaðu nú.“ Þetta var dæmigerð innkoma hjá Hjálmi, vini mínum og fyrrverandi samstarfs- manni. Því miður kynntist ég Hjálmi seint á lífsleiðinni en var þó þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast honum og hans lífsskoðunum. Hjálmur hafði marga góða kosti og var hugmyndaríkur og jákvæður maður. Hans besti kostur og jafn- framt versti galli var að hann lá ekki á skoðunum sínum og þeir sem ekki þekktu Hjálm og hans framkomu gátu oft orðið hvumsa við fyrstu kynni. Við Hjálmur áttum það til að deila hart um ýmis mál en aldrei skyggði það á vináttu okkar á nokk- urn hátt. Eftir sumar rökræðurnar gátum við skilið við hvor annan dálít- ið snúnir en oftar en ekki hringdi Hjálmur samdægurs eftir slík samtöl og sagði: „Þetta er alveg rétt hjá þér á margan hátt“ og léttara hjal tekið upp í staðinn. Ég harma það að hann skyldi kveðja þennan heim langt fyr- ir aldur fram og tel að við sem eftir stöndum séum fátækari fyrir vikið. Ég votta fjölskyldu og vinum Hjálms mína dýpstu samúð. Megi guð geyma hann. Arnþór Sigurðsson. Hjálmur Sigurðsson hafði trú á okkur frá fyrstu stundu og leyfði okkur ALDREI að gefast upp. Hann var alltaf bjartsýnn og skemmtilegur maður, við gátum líkt honum við frænda okkar sem var alltaf til staðar til að hjálpa og styðja okkur í einu og öllu. Við litum á hann sem umboðs- mann okkar þótt honum fyndist það ekki þrátt fyrir að hann hafi alltaf verið til í að keyra okkur á tónleika eða koma þessari hjómsveit á fram- færi, enda tókst það vel hjá honum. Hjálmur var alltaf í góðu skapi í kringum okkur og tók þátt í aula- húmornum, hann var ávallt hress og í góðu formi enda sá maður hann oft hjólandi þótt hjálmurinn hafi ekki verið á sínum stað. Eins og nafnið gefur til kynna þá tók hann alltaf af okkur fallið þegar okkur gekk illa og vorum á mörkum þess að gefast upp. Okkur þótti afar vænt um þennan mann þótt við hefðum ekki þekkt hann lengi. Hann skildi eftir sig stórt spor í hjarta okkar allra. Megi hann hvíla í friði. Hjómsveitin S.P.O.R. (Almar, Ómar, Sævar og Kristján). Með þessum orðum kveðjum við Hjálm Sigurðsson, sem kom hingað til Skagastrandar fyrir einu og hálfu ári síðan, ráðinn sem tómstunda- og æskulýðsfulltrúi. Við í stjórn fé- lagsmiðstöðvarinnar Undirheima störfuðum með honum þennan tíma. Hjálmur stóð sig vel og gerði margt gott fyrir okkur og með okkur. Við eigum eftir að minnast hans sem góðs vinar. Oft skiptust á skin og skúrir í okkar samstarfi sem við gát- um alltaf leyst og eftir stöndum við sterkari einstaklingar með dýpri skilning á lífinu og tilverunni, því það er ekki sjálfsagt að allir hafi sömu skoðanir en Hjálmur kenndi okkur að við getum komist að samkomu- lagi. Hjálmur var mjög opinn fyrir nýjum hugmyndum, hann var bjart- sýnn og hvetjandi fyrir okkur. Hann barðist mikið fyrir bættu félagslífi á Skagaströnd s.s. í sambandi við fé- lagsmiðstöðina og aðrar tómstundir og við teljum að erfitt verði að fylla hans skarð. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Við viljum að lokum kveðja Hjálm með miklu þakklæti og hlýju frá okk- ur og biðjum guð að geyma hann fyr- ir okkur. Við sendum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Stjórn Undirheima, Ástrós Villa, Jóhann Már og Helena Mara. Mig langar með örfáum orðum að minnast Hjálms Sigurðssonar, vinar og félaga úr frjálsíþróttunum. Við í frjálsíþróttadeild Ármanns kynntumst Hjálmi fyrir u.þ.b. 8 ár- um þegar Ásdís dóttir hans, þá 12 ára, byrjaði að æfa hjá félaginu. Hjálmur varð strax mjög virkur í frjálsíþróttastarfinu, fylgdi Ásdísi á öll mót og hvatti hana til dáða. Það var augljóst strax frá byrjun að þau feðgin voru mjög náin. Hann fór fljótt að bjóða fram krafta sína sem starfsmaður á mótum og vann marg- ar klukkustundirnar í sjálfboðavinnu við að mæla, raka eða hvað annað sem gera þurfti. Alltaf með bros á vör og jákvæðnina að leiðarljósi. Hjálmur var iðinn við að hvetja íþróttafólkið til dáða, gleðjast yfir góðum árangri og ekki síður hug- hreysta þegar verr gekk. Þá skipti engu máli í hvaða félagi fólk var eða hvort um var að ræða helstu keppi- nauta dóttur hans. Ég vil trúa því að hann haldi áfram að fylgjast með íþróttafólkinu og hvetja það til dáða því hann mun vera áfram í hjörtum okkar allra. Minn- ingin um frábæran félaga og sam- starfsmann á vellinum mun lifa með okkur um ókomna tíð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Ásdís og fjölskylda, við sendum ykkur okkar dýpstu samúð- arkveðjur. F.h. Frjálsíþróttadeildar Ár- manns, Katrín Sveinsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Hjálm Sigurjón Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Magnús Jónasson, Stjórn Glímusambands Íslands. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.