Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 55 MINNINGAR ✝ GuðmundurGuðmundsson fæddist í Bolungar- vík 21. október 1913. Hann lést á heimili sínu á Ísa- firði 4. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðríður Hannibalsdóttir, f. á Neðri Bakka í Langadal í Nauteyr- arhreppi 20.6. 1874, d. 20.6. 1921, og Guðmundur Steins- son, f. á Ósi í Bol- ungarvík 16.10. 1874, d. 7.11. 1923. Systkini Guðmundar voru Sigurvin, f. 27.6. 1902, d. 13.6. 1919, Sigríður Jóna, f. 20.8. 1903, d. 26.12. 1983, Steinn, f. 16.12. 1904, d. 1.9. 1991, Hannibal, f. 24.4. 1907, d. 9.12. 1984, Elín Kristjana, f. 14.10. 1908, d. 27.2. 1984, Guðlaug Guðrún, f. 6.7. 1911, d. 27.11. 1911, Arnór Gunn- ar, f. 22.11. 1915, d. sama ár. Hálf- systir samfeðra Halldóra, f. 6.7. 1954, d. 27.6. 2004. Þau eignuðust þrjá syni, auk þess sem Rafn átti dóttur fyrir. Guðmundur var búinn að missa báða foreldra sína þegar hann var níu ára og eftir það var hann með elstu systur sinni í kaupavinnu víða um Ísafjarðardjúp. Á Lauga- bóli í Laugardal var hann fram yf- ir fermingu eða allt þar til að Hannibal bróðir hans hóf búskap í Þernuvík og tók Guðmund til sín. Hann stundaði sjómennsku þar til hann hóf eigin búskap á Birnu- stöðum með konu sinni og síðan á Bjarnastöðum í Ísafirði. 1949 flutti fjölskyldan til Ísafjarðar þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Guðmundur vann hin ýmsu störf, hann átti og rak vörubifreið um nokkurra ára skeið. Árið 1959 hóf hann störf hjá Pósti og síma og vann þar þangað til hann varð sjö- tugur. Eftir það starfaði hann sem stefnuvottur þangað til hann varð 88 ára. Guðmundur var í mörg ár gjaldkeri hjá Sjálfsbjörgu á Ísa- firði. Barnabörn Guðmundar eru tólf, barnabarnabörnin eru ellefu og barnabarnabarnabörnin eru tvö. Útför Guðmundar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1923. Guðmundur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Re- bekku Jónsdóttur frá Birnustöðum í Ögur- hreppi hinn 9.5. 1940, f. 21.9. 1920. Börn þeirra eru: 1) Guðbjört Ásdís, f. 30.10. 1940, maki hennar var Valdimar Össurarson, f. 23.2. 1940, d. 25.2. 1980, þau eignuðust fjóra syni, sambýlismaður hennar er Jón Bald- vin Jóhannesson. 2) Halldór Her- mann, f. 10.5. 1942, eiginkona hans er Þórdís Guðmundsdóttir, hún á þrjá syni frá fyrri sambúð. Halldór á eina dóttur frá fyrri sambúð. 3)Guðríður Guðmunda, f. 21.9. 1953, maki var Guðmundur Jörundsson og eiga þau tvö börn. Þau skildu. Sambýlismaður henn- ar er Róbert Mellk. 4) Friðgerður, 5.12. 1959. Eiginmaður hennar var Rafn Ragnar Jónsson, f. 8.12. Elsku afi, nú ertu kominn yfir móðuna miklu, aðeins 92 ára að aldri. Það var sárt að heyra að heilsu þinni færi hrakandi og ekk- ert hægt að gera nema láta þig í hendurnar á skapara vorum. Ég á eftir að sakna þín mikið, afi, af því að þú hefur ekki verið mér bara afi heldur einnig reynst mér góður vinur í raun. Með þessum fátæk- legu orðum mínum vil ég þakka þér fyrir það sem þú hefur gert fyrir mig um ævina. Ég minnist þess þegar ég kom heim til ykkar hjóna með fisk í soðið og ég fékk góðar móttökur og mikið spjallað um heima og geima yfir kaffibolla og meðlæti. Og þú fyrirgafst mér fyrir stuttu þau glappaskot sem ég gerði í þinn garð á uppvaxtarárum mínum. Þegar ég heyrði í þér síð- ast, viku fyrir andlátið, varstu mjög slappur og ekki vitað hversu langt þú ættir eftir ólifað. Ég veit, afi, að þú ert kominn á góðan stað í dag. Dauðinn er skringilegur hluti af lífinu. Við millilendum hér á leið okkar annað. Notum dauðann. Hann er tækifæri fyrir okkur til að læra að meta hvert annað betur. Elskum hvert annað. Gleymum öll- um barnalegum ágreiningi. Notum tækifærið til að vera saman á með- an við getum. Guð er til og hann elskar okkur. Kærleikurinn deyr aldrei. Kærleikurinn sigraði dauð- ann. Dauðinn er ekki til. Elsku amma, mamma, Dúddi, Gurrý, Dedda og frændfólk, Guð veri með ykkur í ykkar sorg. Guð blessi þig, afi, um alla eilífð. Sæl veri minning þín. Össur P. Valdimarsson. Þeim fækkar óðum þessum öð- lingum sem voru í heiminn bornir á fyrri hluta 20. aldarinnar. Einn þeirra, Guðmundur Guðmundsson eða Gummi póstur eins og margir þekkja hann, kvaddi samferða- mennina nú í byrjun mars eftir langa og farsæla ævi. Ungur missti hann foreldra sína og varð það sem kallað var mun- aðarlaus. Þá var ekkert velferð- arkerfi, engin barnaverndarnefnd. Börn máttu þræla eins lengi og þau stóðu og það mátti láta þau vinna erfiðari verk en þau gátu. Slíkt heyrir nú sögunni til. En þessi hrausti drengur braust áfram, óx við mótlætið og varð glæsilegur ungur maður. Á örlaga- stundu hitti hann gjafvaxta og kærleiksríka unga stúlku, eina heimasætuna frá Birnustöðum, hana Bekku. Saman hafa þau gengið lífsveginn og eiga fjögur mannvænleg myndarbörn. Fjöl- skyldan hefur verið samhent og börnin launað gott uppeldi með að- stoð við foreldra sína þegar þess hefur þurft með. Gummi var harðduglegt ljúf- menni, samviskusamur og heiðar- legur. Hann var það sem stundum er kallað að vera þúsundþjalasmið- ur og einstakt snyrtimenni. Um það bar sumarbústaður þeirra hjóna og heimili glöggt vitni. Hann var skarpgreindur, víðlesinn og geislaði jafnan af góðmennsku. Undir gráum hárum voru augu full af glettni og galsa jafnvel þótt heilsan væri ekki upp á það besta á stundum. Það var alltaf stutt í kímnina hjá honum og alltaf var reynt að sjá þetta broslega sem hægt er víst að sjá í öllu. Hér á ekki að rita neitt æviágrip heldur aðeins þakka fyrir alla vin- semd og móttökur á liðnum árum. Ég gæti rifjað margt upp frá því að við Haukur vorum að brjótast vestur af miklum vanefnum. Ég man þegar við tókum okkur far með djúpbátnum, Fagranesinu, og fengum að gista í hlýjum rúmum hjá Gumma og Bekku með elstu börnin okkar. Og svo var okkur auðvitað skutlað niður á bryggju, og veifað glaðlega í kveðjuskyni. Södd og sæl lögðum við á Djúpið eftir morgunverðarhlaðborð að hætti hússins hjá þessum greið- viknu hjónum. Ég man líka eftir berjaveislunum í Skóginum. Hví- líkur dugnaður og nostur við að afla þeirra. Já, það streyma hlýjar minning- ar frá þessum vini og frænda. Hvíld er þreyttum kær og þegar ég hitti hann í haust inni í Ögri fannst mér eins og við værum að kveðjast í hinsta sinn. Elsku Bekka, Dísa, Dúddi, Gurrý, Dedda og fjölskyldur ykk- ar. Guð gefi ykkur og öðrum syrgj- endum innri frið og styrk, minnug þess að á bandi minninganna merla gimsteinar liðinna ára. Með þessum hendingum kveðj- um við Haukur og börnin okkar kæran frænda og samferðamann og þökkum af heilum hug sam- fylgdina með ósk um að sál hans finni frið. Ég dey og ég veit nær dauðann að ber. Ég dey, þegar komin er stundin. Ég dey, þegar ábati dauðinn er mér. Ég dey, þegar stundin mér hentust er og eilífs lífs uppspretta er fundin. (Stefán Thorarensen.) Blessuð sé minning Guðmundar Guðmundssonar. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Elsku langafi. Núna ertu farinn frá okkur. Það er erfitt að sætta sig við það, þó að við vissum hvert stefndi. Okkur langar til að skrifa nokkrar línur um góðan afa. Við munum stundirnar sem við áttum með þér og Rebekku ömmu uppi í sumarbústað og hvað ynd- islegt var að koma til ykkar í Tangagötuna, alltaf tekið vel á móti manni, með mikilli hlýju. Við vitum að þér líður vel núna, búinn að hitta alla og við vitum að það hefur verið tekið vel á móti þér. Veru sæll, elsku langafi, við eig- um eftir að sakna þín. Bentína, Andrea Lind og Rebekka Tinna. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Innilegar þakkir fyrir auðsýndan samhug og stuðning vegna andláts og útfarar okkar ástkæra ÓMARS STEINDÓRSSONAR, Ægissíðu 15, Grenivík. Vinátta ykkar og hlýja er okkur styrkur. Marsibil Elín Kristjánsdóttir, Regína Sigrún Ómarsdóttir, Jósep Grímsson, Valgerður Ósk Ómarsdóttir, Óli Grétar Skarphéðinsson, Ellen Ósk Ingvarsdóttir, Þorgeir Ingvarsson, Ómar Már Ólason, Sigrún Ragnarsdóttir, Kristján Stefánsson Heiðrún Steindórsdóttir, Björgvin Steindórsson, Þórir Steindórsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, áður til heimilis að Álftarima 11, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar- heimilinu Ljósheimum Margrét Lúðvígsdóttir, Þorfinnur Valdimarsson, Sigurður Gísli Lúðvígsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs sonar okkar og bróður, RÚNARS VINCENTS JENSSONAR, Laufbrekku 9, Kópavogi. Ásdís Óskarsdóttir, Jens Alexandersson, Jón B. Hermannsson, Riitta Liisa Alexandersson, Einar Hjalti Jensson, Hannah Hamer, Egill Fjalar Jensson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞRÁINS JÓNSSONAR, Ekrusíðu 9, Akureyri. Sérstakar þakkir til Friðriks Yngvarssonar læknis, starfsfólks Heimahlynningar á Akureyri og Oddfellowreglunnar á Akureyri. Halla Gunnlaugsdóttir, Ásta Þórunn Þráinsdóttir, Gunnlaugur Þráinsson, Erla Margrét Haraldsdóttir, Halla Sjöfn Ágústsdóttir, Friðrik Már Steinþórsson, Anna Rut Ágústsdóttir, Gunnar Pétur Hauksson, Ágúst Orri Ágústsson, Gauti Gunnlaugsson, Sandra Ýr Gunnlaugsdóttir, Birkir Már Friðriksson. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, KRISTBJARGAR PÉTURSDÓTTUR fv. kennara, Holtagerði 84, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis- ins Sunnuhlíðar fyrir mjög góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Þórir Hjálmarsson, Magni Hjálmarsson. Elsku amma. Amma, þú varst besta amma, sem hægt er að eiga. Við áttum svo margar góðar stundir saman sem ég gleymi aldrei. Til dæmis í afmæl- inu hennar mömmu varstu alveg rosalega skemmtileg og dansaðir við mig og ætlaðir aldrei að hætta. Alltaf þegar mér leið eitthvað illa þá gast þú hjálpað mér mikið. Mér leið strax betur þegar þú varst búin að tala við mig þegar ég átti eitthvað erfitt. Þú varst alltaf brosandi og ánægð og maður brosti allan daginn eftir RAGNA LÍSA EYVINDSDÓTTIR ✝ Ragna Lísa Ey-vindsdóttir (Góa) fæddist á Siglufirði 6. mars 1934. Hún lést á sjúkrahúsi á Spáni hinn 25. febrúar síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Fossvogskirkju hinn 9. mars. að hafa verið með þér. Mér þótti líka vænt um hvað þú varst góð við alla vini mína og hugsaðir alltaf um hvað ég var að gera þegar þú varst að passa mig. Mér fannst mjög gaman þegar þú komst að passa okkur á Ásvallagötunni og þegar við fengum að koma til þín í Hvera- gerði og slappa af og ræða um marga hluti við þig. Mér fannst það svo fallegt af þér að vera alltaf búin að útbúa litla veislu þegar við komum í heimsókn. Allir snúðarnir og kökurnar og líka upphitaða pítsan. Mér þótti óendanlega mikið vænt um þig, elsku amma, og ég á eftir að sakna þín mikið. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þinn Benedikt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.