Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 26
Reykjavík | Heldur hefur verið
rysjótt tíð að undanförnu. Það
er eins gott fyrir gangandi veg-
farendur í Reykjavík að vera vel
búnir. Nú er aftur spáð norðan-
átt og kólnandi veðri, með
slyddu eða snjókomu norð-
anlands en bjartara veðri sunn-
anlands.
Morgunblaðið/Ásdís
Rysjótt tíð í borginni
Veður
Austurland | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland
Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími
569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Það var líflegt í safnaðarheimili Þórs-
hafnarkirkju þegar nemendur grunnskól-
anna á Þórshöfn og Svalbarði fjölmenntu
til að hlusta á tónlist. Á dagskrá var verk-
efnið „Tónlist fyrir alla“ og tónlistarmenn-
irnir voru að þessu sinni þeir Jón Rafns-
son, Ásgeir Óskarsson og Pálmi Sigur-
hjartarson en Þórshöfn er síðasti við-
komustaður þeirra á Norðurlandi. Til-
gangur verkefnisins „Tónlist fyrir alla“ er
að kynna íslenskum grunnskólabörnum
ólíkar tegundir tónlistar í lifandi flutningi
listamanna og markmiðið er að efla þekk-
ingu þeirra og skilning á tónlist. Krakk-
arnir tóku undir sönginn af fullum krafti
með Pálma enda búin að æfa sig, því skól-
arnir fengu fyrr í vetur sendan geisladisk
með nokkrum laganna sem flytja átti. Að
loknum tónleikum flykktust krakkarnir
kringum „poppstjörnurnar“ og báðu um
eiginhandaráritanir. Félagarnir þrír
brugðust vel við og eyddu góðum tíma við
skriftir fyrir þessa áhugasömu og þakk-
látu áheyrendur.
Hjá elstu bekkjum grunnskólans er allt-
af nóg að gera, ekki síst þegar árshátíð
stendur fyrir dyrum. Næsta sunnudag
sýna þeir söngleikinn „Grasee “ svo stífar
æfingar eru þessa dagana. Veikindi hafa
herjað á unglingana, eins og víða annars
staðar, svo mikinn tíma þarf að vinna upp.
Það er jafnan gleðiefni þegar fjölgar í
einhverju bæjarfélagi en átta ungar konur
eignuðust börn hér í fyrra. Leikskóli er til
staðar á Þórshöfn en börnin þurfa að vera
orðin átján mánaða til að fá vist þar. Sum-
ar mæður gætu gjarnan þegið að eiga þess
kost að koma börnum sínum í gæslu nokk-
uð fyrr og því sendu þær beiðni til sveit-
arstjórnar þar sem þær óska eftir aðstoð
sveitaryfirvalda til að koma að málinu.
Beiðninni var vel tekið og hún rædd á
fundi hreppsnefndar þar sem samþykkt
var að auglýsa eftir einstaklingum til að
sinna daggæslu í eigin húsnæði. Ætlunin
er að vinna að fyrirkomulagi þjónustunnar
í samráði við félags- og skólaþjónustu
Þingeyinga.
Úr
bæjarlífinu
ÞÓRSHÖFN
EFTIR LÍNEYJU SIGURÐARDÓTTUR
Fjögur ný sveit-arfélög, öll fá-menn, skrifuðu
undir svokallaða Ólafsvík-
uryfirlýsingu á nýafstað-
inni landsráðstefnu Stað-
ardagskrár 21 sem haldin
var í Reykholti fyrir
skömmu. Með yfirlýsing-
unni skuldbinda sveit-
arfélögin sig til að leggja
sitt af mörkum til sjálf-
bærrar þróunar, meðal
annars með því að virkja
íbúa, félagasamtök og að-
ila atvinnulífsins til öfl-
ugrar þátttöku í verk-
efnum sem hafa sjálfbæra
þróun að leiðarljósi.
Sveitarfélögin fjögur
eru Fljótsdalshreppur og
Borgarfjarðarhreppur á
Austurlandi og Hörg-
árbyggð og Svalbarðs-
strandarhreppur á Norð-
urlandi. Síðustu þrjú árin
hefur verið unnið að sér-
stöku verkefni sem miðar
að því að aðstoða fámenn
sveitarfélög við að innleiða
sjálfbæra þróun í sínu
byggðarlagi undir merkj-
um Staðardagskrár 21.
Verkefnið um fámenn
sveitarfélög er á vegum
umhverfisráðherra og iðn-
aðarráðherra en lands-
skrifstofa Staðardagskrár
21, sem er staðsett í Borg-
arnesi, sér um fram-
kvæmdina.
Með þessari viðbót hafa
samtals fjörutíu sveit-
arfélög á landsvísu skrifað
undir Ólafsvíkuryfirlýs-
inguna og í þessum sveit-
arfélögum búa um 218.000
manns, eða um 73% þjóð-
arinnar.
Ljósmynd/Anne Maria Sparf
Skrifað undir Ráðherra og fulltrúar sveitarfélaga, fv.
Sigríður Anna Þórðardóttir, Kristjana Björnsdóttir,
Árni K. Bjarnason og Birna Jóhannesdóttir.
Fámenn sveitarfélög sam-
þykkja Ólafsvíkuryfirlýsingu
Ólafur Stefánssonyrkir um sígandisól Framsóknar í
höfuðborginni:
Fyrirlíta Framsókn mest,
forhertir í kvölinni,
þeir sem áður áttu hest,
en eru nú á mölinni.
Jóhannes Sigmundsson
í Syðra-Langholti leggur
út af vísu Ólafs:
Eitt sinn Framsókn átti hest,
efnilegan fola.
Hann í banka hefur sest,
hrun má Framsókn þola.
Davíð Hjálmar
Haraldsson las um það í
Morgunblaðinu að
japönskum
vísindamönnum hefði
tekist að búa til vanillulykt
úr mykju. Hann orti:
Hugvitið í hæðir rís,
heimsmet ótal féllu
byggju þeir til Brynjuís
beint úr kúadellu.
Af fylgi
Framsóknar
pebl@mbl.is
Ísafjörður | Stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga
hefur ákveðið að flytja afgreiðslu sína og
aðra starfsemi á Ísafirði í nýbyggingu sem
nú rís við Hafnarstræti. Er nýja húsið um
þriðjungi stærra en núverandi húsnæði
Sparisjóðsins í Aðalstræti 20. Þá verður
starfsemin öll á einni hæð en er nú á tveim-
ur hæðum. Kemur þetta fram á vef Bæj-
arins besta á Ísafirði.
Að sögn Eiríks Finns Greipssonar að-
stoðarsparisjóðsstjóra er reiknað með því
að sparisjóðurinn verði kominn í hið nýja
húsnæði í haust. „Ástæða þess að við ger-
um þetta nú er sú að okkur hefur verið tek-
ið mjög vel og viðskipti okkar eru sífellt að
aukast, sérstaklega á sviði einstaklinga og
smærri fyrirtækja,“ segir Eiríkur Finnur
við bb.is.
Sparisjóður
Vestfirðinga í
nýtt húsnæði
Ólafsvík | Aðalfundur Ferðamálasamtaka
Snæfellsness, sem haldinn var í Ólafsvík
fyrir skömmu, fagnaði í ályktun fjölgun og
uppsetningu góðra merkinga við bæi og
stofnanir í sveitum á Snæfellsnesi. Jafn-
framt beindi fundurinn þeim tilmælum til
sveitarstjórna í þéttbýlisstöðum á Snæ-
fellsnesi að sjá til þess að húsa-, götu- og
umferðarmerkingar séu í góðu ástandi.
Fundurinn telur áríðandi að í nágrenni
allra þéttbýlisstaðanna verði skipulagðar
frístundabyggðir, séu slíkar byggðir ekki
fyrir í skipulagi.
Marteinn Njálsson var kjörinn formaður
stjórnar Ferðamálasamtakanna og með
honum í stjórn eru Svanborg Siggeirsdótt-
ir, Skúli Alexandersson, Kristín Jóhann-
esdóttir og Þorkell Símonarson.
Hugað verði
að merkingum
í þéttbýli
♦♦♦
Byggja björgunarmiðstöð | Hvera-
gerðisbær áformar að byggja björg-
unarmiðstöð við Austurmörk. Miðstöðin
gæti hýst starfsemi slökkviliðs, Hjálp-
arsveitar skáta og skátafélagsins Stróks.
Félögin tvö misstu húsnæði sitt í bruna.
Á fundi bæjarráðs Hveragerðis var bæj-
arstjóra heimilað að selja Orkuveitu
Reykjavíkur áhaldahús bæjarins fyrir 34
milljónir kr. og jafnframt ákveðið að flytja
starfsemi áhaldahúss í hús slökkvistöðv-
arinnar þegar hún flytur.