Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 45
UMRÆÐAN
OPIÐ HÚS Á DREKAVÖLLUM 18,
HAFNARFIRÐI LAUGARDAG OG
SUNNUDAG KL.13-17
Kíktu í heimsókn
til okkar
á Drekavöllum 18
í dag frá kl. 13-17.
Sölumenn verða
á staðnum.
Tvær glæsilegar
fullbúnar sýningar íbúðir.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali
Komdu og skoðaðu fallegar og vandaðar íbúðir
í glæsilegu 9 hæða lyftuhúsi.
MARGIR hafa tekið eftir og
furðað sig á stólpum sem eru ut-
aná Kjarvalsstöðum. Varla er hægt
að segja að óprýði sé
að þeim en margir
hafa spáð í tilgang
þeirra. Því skal segja
hér sögu á fárra vit-
orði og senn gleymd.
Hannes Davíðsson
var góður arkitekt en
einþykkur og þver.
Þessir stólpar eru
sorglegar leyfar af
þeirri ágætu hug-
mynd hans að láta
steinsteypta gálga
halda uppi þakinu.
Húsið hefði fengið
það sviflétta yf-
irbragð sem gjarnan
einkennir hengibrýr.
Þetta mátti sjá á
þeim módelum sem
hann lét smíða og eru
hugsanlega enn til.
En mikilúðlegir fjár-
haldsmenn taka oftar en ekki nota-
gildi og sparnað fram yfir feg-
urðina. Og Hannes átti bara tvo
kosti – að beygja sig eða ganga frá
verki. Nauðugur kaus hann fyrri
kostinn. Af þrákelkni hélt hann
sorglegum leyfum af hinni upp-
runalegu hugmynd, veggbitunum
utan á húsinu, sem vekja oft at-
hygli, stundum undrun. Og ekki
brást honum hugarflugið. Hann
ákvað að stjórna flæði ljóssins eins
og pípulagningarmaður stjórnar
vatnsrennsli. Og upp komu þessir
hræðilegu ljósakassar í loftinu,
sem hann hafði tröllatrú á. Á þak-
inu voru fjöldi glerkúfla sem
hleyptu inn því fegursta ofanljósi
sem hugsast gat, en eru nú bara
blind augu. Hæð sal-
anna var í kórréttum
hlutföllum við gólfflöt.
Nú eru salirnir rúnir
tign sinni. Myndlista-
og handíðaskóli Ís-
lands fékk að halda
skólasýningu í vest-
ursal meðan húsið var
í smíðum og var það
einhver besta umgerð
um sýningu sem ég
hef séð, einstaka sól-
argeisli kyssti norð-
urvegg af glettni sinni,
en það kom ekki að
sök. Teóríur Hannesar
hrundu eins og spila-
borg. Þegar kveikt var
á ljósunum í fyrsta
sinn, 40 þúsund vött,
varð hitinn í húsinu
eins og í helvíti og síð-
an þá hefur verið
keyrt á hálfum dampi, 20 þúsund
vött. Og dagsljósið grætur. Það
væri Guðsþakkarvert að rífa þetta
drasl niður, svo að birtan geti hætt
að gráta. En hver verða þá við-
brögð erfingja Hannesar? Þetta er
ekki fyrsta né seinasta dellan í ís-
lenskri byggingarlist. Kotríkið
blífur. Mér fannst ég þurfa að
koma þessu frá mér, senn er eng-
inn á lífi til frásagnar.
Og dagsljósið
grætur
Kjartan Guðjónsson
fjallar um Kjarvalsstaði
Kjartan Guðjónsson
’Þetta er ekkifyrsta né sein-
asta dellan í ís-
lenskri bygging-
arlist. ‘
Höfundur er listmálari.
UMRÆÐAN um stóriðjustefnu
ríkisstjórnarinnar hefur vakið áhuga
minn. Ég hef fylgst með rökræðum
fulltrúa mismunandi fylkinga og
blaðri þeirra um hvaða hagsmuni ber
að verja og upphefja án þess að heyra
sannfærandi niðurstöðu. Ástæðan
fyrir þessu ósamsætti
er sú að menn eru að
bera saman mjög ólík
gildi. Annars vegar er
lögð áhersla á fag-
urfræðilegt gildismat
þar sem rökin snúast
aðallega um að við eig-
um ekki, af siðferðileg-
um ástæðum, að eyði-
leggja landið okkar og
hins vegar eru það fjár-
hagsleg hagsmunasjón-
armið sem liggja að
baki. Sem heimspeki-
menntaður maður (m.a.
í umhverfissiðfræði) er það mín nið-
urstaða að fjárhagslegur ávinningur
sé ekki nægjanlegur til þess að rétt-
læta byggingu stóriðju á Íslandi en
samt sem áður er ég hræddur um að
þegar kemur að viðhorfi almennings
muni fagurfræðilegu rökin tapa
mætti sínum fyrir hugmyndum um
auðveldan skyndigróða.
Þessar vangaveltur mínar valda
mér hugarangri og því langar mig að
reyna að hafa áhrif á lesendur með
því að gagnrýna ríkjandi stefnu (við-
horf) ríkisstjórnarinnar þegar kemur
að stóriðju. Til þess hef ég kosið að
nota líkindamál sem er einföld leið til
að útskýra sjónarmið og oft bæði
áhugaverð og árangursrík. Leiðin
sem ég hef kosið er sú að líkja stór-
iðjustefnu ríkisstjórnarinnar við hór-
mang.
Það er hvorki ólöglegt né siðlaust
að stunda vændi á Íslandi, að selja ut-
anaðkomandi aðilum aðgang að lík-
ama sínum fyrir fjárhagslegan gróða,
svo lengi sem það er ekki aðal-
innkoma viðkomandi. Þetta á einnig
við um stóriðju. Ef Ísland væri mann-
eskja væri hún (í þessu tilfelli) hóra
og ríkisstjórnin væri hórmangarinn
því það er enginn gildismunur á stór-
iðjustefnu ríkisstjórn-
arinnar og hórmangi.
Stóriðjustefna rík-
isstjórnarinnar beinist
að því að selja ut-
anaðkomandi aðilum
aðgang að náttúru Ís-
lands til að misnota
hana og eyðileggja.
Vissulega eru til hórur
sem lifa góðu lífi því
þær hafa, á stuttu lífs-
skeiði sínu, nóg að gera
og græða mikinn pen-
ing. Þær „hafa það
gott“ svo lengi sem
nóga vinnu er að fá og þær hafa lík-
amlega burði til að sinna þeirri vinnu.
Svo er það náttúrulega viðskiptavin-
urinn sem er fylgjandi vændi því
hann hefur af því bæði gagn og gam-
an. En við vitum öll að lífið snýst ekki
bara um (fjárhagslega) hagsmuni
heldur líka viðhorf. Hvaða hóra
myndi stolt segja börnum sínum frá
því að hún hefði nú einu sinni verið
hóra? Réttlætir það athöfn við-
skiptavinarins að misnota ástand ein-
hvers svo lengi sem viðkomandi hafi
grætt sæmilega á því? Eigum við Ís-
lendingar að selja líkama okkar fyrir
skyndigróða? Það er óumdeilanlegt
að með uppsetningu fleiri álvera
munum við auka þjóðartekjur okkar
en fyrir hvað viljum við standa? Er-
um við virkilega í svo slæmri stöðu að
við neyðumst til að yfirgefa sæmd
okkar og fórna líkama okkar fyrir
skjótan fjárhagslegan ávinning? Er
ekki alltaf annar möguleiki? (Nýjasta
dæmið um það er útrás stórbankanna
og gífurlegar skattgreiðslur þeirra
inn í þjóðarbúið.)
Þetta er mitt viðhorf og þó svo að
ég sé að nota einfalt líkindamál því til
stuðnings finnst mér vera mikið í
húfi. Ég er ekki endilega að græta
landspildurnar sem hverfa á flot
vegna stíflugerðar heldur finnst mér
miður að tilheyra þriðjaheimsríkj-
andi hugsunargangi svokallaðra leið-
toga minna sem tilneyða mig í að-
stöðu sem einkennist af skammsýni
og undirgefni. Ég vil ekki að sérstaða
mín sem Íslendings einkennist af
misnotkun og vanvirðingu þegar ég
veit að styrkur þjóðar minnar hefur
upp á mun meira merkilegra að
bjóða.
Íslendingar eru stolt þjóð og eru
vel búnir til að sýna öðrum þjóðum
gott fordæmi. Forfeður okkar voru
sterkir og hugrakkir menn og konur
sem stóðu fyrir sjálfstæði og dug og
létu hvergi bilbug á sér finna þótt
harðnaði í ári. Við eigum að halda
uppi heiðri þeirra með því að standa
fast á skoðunum okkar og skilja eftir
okkur arfleifð sem bæði við, forfeður
okkar og afkomendur mega vera
stoltir af. Við eigum ekki náttúruna,
við erum hluti af henni! Sýnum nú
hvers megnug við erum og höfum
fordæmisleg áhrif á Íslandssöguna.
Hættum að misbjóða líkama okkar.
Stöðvum stóriðju!
Er Ísland hóra?
Ottó Tynes fjallar um stóriðju
’Sýnum nú hvers megn-ug við erum og höfum
fordæmisleg áhrif á Ís-
landssöguna. Hættum að
misbjóða líkama okkar.
Stöðvum stóriðju!‘
Ottó Tynes
Höfundur er auglýsingaleikstjóri.