Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 69. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is frá aðra leið Reykjavík Oslo Kr. 8.000 www.flysas.is Aðrir áfangastaðir í Noregi einnig á frábæru verði! Skattar og flugvallargjöld innifalin. Flug hefst 27. mars. Sími fjarsölu: 588 3600. frá aðra leið Reykjavík Bergen Kr. 9.500 Ferill Erlings spannar 60 ár Spilaði fjögurra ára á fyrstu tónleikunum | Menning og Lesbók Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Um ljóð Gyrðis Elíassonar  Um tvítyngi og blendingsmál Börn | Sniðugar systur  Teikningar  Verðlaunaleikur  Uppáhaldsísinn Íþróttir | Klinsmann með eigin áætlanir  Markakóngurinn styður Arsenal EF nýsköpunarfyrirtækjum eins og CCP væri boðið upp á sams konar skattaafslætti og kjör og stóriðjunni væri ekkert því til fyrirstöðu að CCP starfaði á Sauðárkróki eða þess vegna Húsavík. Þetta kom fram í máli Reynis Harð- arsonar, sköpunarstjórnanda og eins stofn- enda fyrirtækisins CCP, sem framleiðir EVE- Online tölvuleikinn. Sagði Reynir stóriðju- stefnu stjórnvalda kosta fyrirtæki sitt um- talsverðar tekjur, en kostnaður þess væri allur innlendur og tekjurnar nær allar erlendis frá, í dollurum og evrum. | 6 Morgunblaðið/RAX Gætu starfað á Sauðárkróki eða Húsavík Bangkok. AP. | Thaksin Shinawatra, forsætis- ráðherra Taílands, hef- ur átt undir högg að sækja upp á síðkastið, hann hefur verið sak- aður um spillingu og af- sagnar hans verið kraf- ist. Ástandið í taílensk- um stjórnmálum tók hins vegar á sig glæ- nýja mynd í gær þegar Thaksin, sem rauf nýverið þing og boðaði til kosninga, sakaði andstæðinga sína um að beita yfirnáttúrulegum kröftum til að skaða hann. „Þeir hafa beitt öllum brögðum til að fella mig, þ.m.t. svartagaldri og hinu yf- irnáttúrulega,“ sagði Thaksin á fundi með embættismönnum í forsætisráðuneytinu. Telur hann stjórnarandstæðinga nú hafa gengið of langt. Fullyrti Thaksin að helstu andstæðingar hans hefðu m.a. notað ljós- myndir af honum og vúdú-dúkkur, í því skyni að hneppa hann í álög og valda hon- um óláni. Thaksin, sem sjálfur er í hópi þeirra fjölmörgu Taílendinga sem mikla trú hafa á stjörnuspeki og yfirnáttúrulegum kröft- um ýmiss konar, var þó hvergi banginn. „Hafið ekki áhyggjur,“ sagði hann við undirmenn sína, „ég er vel birgur af töfra- gripum og ýmsum búdda-verndargripum sem verja mig fyrir galdri þeirra.“ Thaksin Shinawatra Segir and- stæðinga beita svartagaldri Washington. AFP. | George W. Bush Banda- ríkjaforseti harmaði í gær að ríkisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Dubai Ports World, skyldi hafa neyðst til að segja sig frá rekstri hafna í Banda- ríkjunum, sem fyrirtæk- ið hafði tekið yfir með kaupum á bresku fyrirtæki. Sagði hann að niðurstaðan í þessu máli sendi röng skila- boð til bandalagsþjóða Bandaríkjanna. DP World greindi frá því í fyrrakvöld að fyrirtækið myndi ekki taka yfir rekstur hafna í sex borgum í Bandaríkjunum í kjöl- far þess að þingmenn snerust gegn sam- komulagi þar að lútandi á þeirri forsendu að það kynni að ógna öryggi Bandaríkjanna. Bush Bandaríkjaforseti hafði lagt bless- un sína yfir samkomulagið, sagði það enga hættu skapa, en í vikunni varð ljóst að þing- ið ætlaði ekki að gefa sig í þessu máli. „Ég hef áhyggjur af því hvers konar skilaboð þetta sendir til vina okkar og bandamanna í heiminum, einkum og sér í lagi í Mið-Austurlöndum,“ sagði Bush í gær. „Til að sigra í hryðjuverkastríðinu verðum við að efla samband okkar og styrkja vináttu okkar við hófsöm arabaríki í Mið-Austurlöndum.“ Kallaði Bush Sameinuðu arabísku fursta- dæmin „staðfastan bandamann í hryðju- verkastríðinu“ og benti á að í Dubai væru þjónustuð fleiri bandarísk herskip en nokk- urs staðar annars staðar, þ.e. utan Banda- ríkjanna. Sendir vina- þjóðum röng skilaboð George W. Bush SKOÐA þarf hvort og þá að hvaða marki einstaklingum verði heimilt að greiða aukalega til að fá fyrr þjónustu eða viðbótarþjónustu inn- an heilbrigðiskerfisins, án þess að slíkt leiði til lakari þjónustu fyrir aðra. Þetta er ein þeirra leiða sem kanna þarf til að mæta vaxandi fjárþörf heilbrigðiskerfisins og fjallað er um í skýrslu nefndar heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra um endurskilgreiningu verksviða innan heilbrigðisþjónustunnar. „Við þurfum að horfa til aukinn- ar fjárþarfar sem allir sjá að verður í heilbrigðiskerfinu,“ segir Jónína Bjartmarz, formaður nefndarinn- ar. „Ætlum við að greiða hana með hærri þjónustugjöldum, ætlum við að hækka framlög ríkisins eða ætl- um við að leita annarra leiða til að ná fjármagni frá þeim sem geta fullkomlega borgað fullt verð fyrir þjónustuna? [...] Ef það kemur ekki niður á öðrum, að þeir fái ekki lak- ari þjónustu, eigum við að huga að þessu.“ Skýrslan var kynnt á fjölmennu málþingi í gær ásamt drögum að frumvarpi til nýrra laga um heil- brigðisþjónustu þar sem m.a. er lagt til að landinu verði skipt í heil- brigðisumdæmi, mun stærri en nú er, og hlutverk heilbrigðisstofnana og samstarf þeirra á milli skil- greint. Siv Friðleifsdóttir heil- brigðisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að hún teldi ákjós- anlegt að frumvarpið yrði lagt fram til skoðunar á yfirstandandi þingi. Breyta fjármögnun í áföngum Í skýrslunni Hver gerir hvað í heilbrigðisþjónustunni? er lagt til að fjármögnun sjúkrahúsþjónustu verði breytt í áföngum. Greiðslur verði að hluta til í formi fastra fjár- veitinga og að hluta til verktengdar og tengdar gæðum. Nefndin legg- ur til að samningar um kaup á allri heilbrigðisþjónustu verði á einni hendi innan stjórnsýslunnar og að hlutverk kaupanda og seljanda verði aðskilið. Jónína segir að t.d. megi hugsa sér að samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins fái meira sjálfstæði og sjái um alla samn- ingsgerð fyrir hönd ráðuneytisins. Þá leggur nefndin til að þverfag- leg nefnd eða stofnun óháðra aðila, verði stofnuð, kaupanda heilbrigð- isþjónustunnar og öðrum til ráð- gjafar. Hærri gjöld eða auka- greiðsla fyrir forgang? Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Skoða þarf allar leiðir til að mæta vaxandi fjárþörf í heilbrigðisþjónustu  Nauðsynlegt að skoða | 38 ÖRN Arnarson verður meðal keppenda á heims- meistaramótinu í sundi í 25 metra laug, sem fram fer í Sjanghæ í Kína í byrjun apríl, aðeins tæpum fimm mánuðum eftir að hann hneig nið- ur eftir keppni í Laugardalslauginni. Þá upp- götvaðist meðfæddur hjartagalli og Örn fór í aðgerð sem að hans sögn heppnaðist afar vel. Hann verður eini keppandi Íslands á mótinu en ákveður eftir Íslandsmeistaramótið, sem fram fer um aðra helgi, í hvaða greinum hann keppir í Sjanghæ. Sundsamband Íslands tekur ekki þátt í kostnaði Arnar við þátttöku í mótinu, sem nemur um 400 þúsund krónum, en Sundfélag Hafnarfjarðar sér um að útvega fjár- muni til fararinnar. | Íþróttir Örn keppir í Sjanghæ Örn Arnarson ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.