Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 33
Sumar stelpur eru í eilítið víðum
pilsum með mynstri.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 33
DAGLEGT LÍF Í MARS
RANNSÓKNIR benda til þess að líkamsrækt
geti hjálpað Parkinsons-sjúklingum að stjórna
hreyfingum sínum betur og jafnvel hægt á sjúk-
dómnum. Þetta kemur m.a. fram á heilsuvef
MSNBC.
Vísindamenn við Háskólann í Pittsburgh hafa
rannsakað þetta og vonast til þess að hægt sé að
hægja á og jafnvel stöðva þróun sjúkdómsins
með markvissri líkamsrækt, þótt ekki sé hægt að
snúa þegar orðinni þróun við. Rætt er við Heat-
her MacTavish sem greindist með Parkinsons
fyrir áratug. Hún dansar til að halda sér í formi
og segir að þegar hún heyri tónlist eigi hún auð-
velt með að hreyfa sig, líkaminn geri það nánast
sjálfur. Parkinsons-sjúkdómurinn lýsir sér þann-
ig að smátt og smátt eyðileggjast
heilafrumur sem framleiða dópamín
sem er nauðsynlegt til að stjórna
vöðvahreyfingum. Afleiðingarnar
eru m.a. skjálfti og stirðleiki í útlim-
um, hægar hreyfingar, skert jafn-
vægi og samhæfingargeta. Lyf sem
gefin eru við sjúkdómnum lækna
hann ekki en geta minnkað skjálfta.
Parkinsonssjúklingar geta lent í
vítahring sem líkamsrækt getur rof-
ið. Vítahringurinn lýsir sér þannig
að því erfiðara sem sjúklingunum
reynist að hreyfa sig eðlilega, því síður reyna
þeir. Fljótlega veikjast vöðvarnir og erfiðara
verður að þvinga þá til að hreyfa útlimina. Reglu-
bundin hreyfing viðheldur hins vegar vöðvastyrk.
Dýratilraunir sýna fram á að hreyf-
ing örvar framleiðslu á efni sem vernd-
ar taugafrumurnar fyrir eyðileggjandi
áhrifum Parkinsons. Rannsóknir á
Parkinsons-sjúklingum sýna fram á
góð áhrif hreyfingar á þá, þ.e. klukku-
tími á stigvél þrisvar í viku, hafði þau
áhrif að sjúklingarnir gengu hraðar og
duttu síður. Áhrifin hafa ekki verið
sönnuð en margt bendir til þess að þau
séu afar jákvæð. Í undirbúningi er vís-
indatilraun þar sem ýmis próf og heila-
myndir verða teknar af Parkinsons-
sjúklingum fyrir, á meðan, og eftir
líkamsæfingar, til að athuga hver áhrifin eru á
heilann. Hreyfing hefur a.m.k. ekki slæm áhrif á
Parkinsonssjúklinga.
Líkamsrækt hjálpar Parkinsons-sjúklingum
HREYFING
ferðalag. Barnið velur mynd af and-
liti, brosandi eða reiðu og festir á
mælinn allt eftir því hversu mikið
var gaman eða leiðinlegt. „Þannig
er þeim kennt að tilfinning hefur
ákveðin blæbrigði og kannski er
óþarfi að reiðast upp í tíu. Fimm
nægja kannski alveg,“ segir Ás-
gerður. „Þarna er einnig unnið með
orð, því þau átta sig ekki á að það
geta verið mörg orð yfir sömu til-
finninguna.“
Þrjár nýjar handbækur
„Það þarf að læra á kassann,“
segir Sigrún. „Það er reyndar hægt
að fylgja handbókinni, hún er það
ýtarleg og þar er að finna frábærar
hugmyndir en það er gott að fá leið-
beiningar á dagsnámskeiði eins og
við höfum verið að bjóða uppá. Í
haust ætlum við að fá hingað til
lands höfunda CAT-kassans og hug-
myndin er að setja upp vinnustofu
fyrir þá kennara sem þegar eru
farnir að nota kassann.“
Ásgerður segir að í framtíðinni sé
stefnt að útgáfu þriggja annarra
CAT-handbóka, ein er fyrir þá sem
haldnir eru átröskun, önnur fyrir
þá sem þjást af kvíða og enn önnur
fyrir þá sem eru þunglyndir.
Hægt er að panta CAT- kassann á
heimasíðu www.cat-kit.com eða
með því að hafa samband við þýð-
endur.
www.cat-kit.com
Einhverfuráðgjöfin Ás
asgol@ismennt.is
sighjart@ismennt.is
Margir strákar nota nú hlið-
artöskur.
Kostum hlaðinn Hiace
www.toyota.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
31
74
8
03
/2
00
6
Toyota
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570 5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
Akureyri
Sími: 460 4300
Toyota Reykjanesbæ
Njarðarbraut 19
Reykjanesbær
Sími: 421 4888
Toyota Selfossi
Fossnesi 14
Selfoss
Sími: 480 8000
Verð frá 1.810.000 kr.
Vinnustaður á hjólum
Íslenskir atvinnubílstjórar hafa aðeins góða reynslu af
Hiace, enda þjónar hönnunin þeim tilgangi að draga
úr óeðlilegu álagi á líkamann. Fjölbreytilegar aðstæður
kalla á fjölhæfan bíl, lipran, háan, breiðan, stöðugan,
öruggan og umfram allt meðfærilegan. Þetta færðu allt
með Hiace.