Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 25 ERLENT Sheer Driving Pleasure BMW X5 www.bmw.is London. AFP, AP. | John Profumo, fyrrverandi ráðherra í bresku ríkisstjórninni, lést í fyrrinótt úr heilablæðingu 91 árs að aldri. Nafn Profumos komst á allra varir snemma á sjöunda áratug síðustu aldar en ástarsamband hans og vændiskonunnar Christine Keeler er talið hafa stuðlað að falli ríkisstjórnar íhaldsmanna í kosningunum 1964. Profumo-málið var án efa eitt helsta hneykslismál breskra stjórnmála á síðustu öld. Profumo var stríðs- málaráðherra þegar hann hóf stutt samband við Keeler árið 1961. Keeler, sem var nítján ára gömul, var þá hins vegar einnig í tygjum við sovéskan flotasendifulltrúa og leyniþjónustumann, Jevgení Ívanov. Kalda stríðið var á þessum árum í algleymingi og hið óviðurkvæmilega samband Profumos við Keeler vakti því enn meiri athygli en ella þegar það komst upp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að sambandið hefði ekki ógnað þjóðaröryggi Bretlands en engu að síður hrikti í stoðum ríkisstjórnar Harolds Macmillan og dagblaðales- endur um allan heim fylgdust hugfangnir með fram- vindu málsins. Sögur um svallveislur fyrirmanna komust á kreik og gerðu dagblöð sér mat úr því. Af ítölskum aðalsættum Profumo var efnaður maður af ítölskum aðalsættum og lauk námi frá Oxford. Hann þjónaði í breska hernum í síðari heimsstyrjöldinni en var fyrst kjörinn á þing 1940, þá 25 ára gamall. Á sjötta áratugnum var hann um tíma utanríkisráðherra og þótti eiga bjarta framtíð fyrir sér í stjórnmálum, jafnvel var rætt um hann sem hugsanlegan leiðtoga íhaldsmanna. Profumo-málið, sem ávallt var kallað svo, batt hins vegar enda á stjórnmálaferil hans. Profumo neitaði því í fyrstu þegar upp komst um sam- band hans og Keeler snemma árs 1963. Eftir að dagblöð í Bretlandi birtu opinberlega bréf sem hann skrifaði Keel- er sagði Profumo hins vegar af sér bæði ráðherradómi og þingmennsku í júní 1963. Harold Macmillan forsætis- ráðherra sagði af sér í október sama ár af heilsufars- ástæðum, en rætt var um að heilsu hans hefði hrakað vegna Profumo-málsins. Og í kosningum árið eftir töp- uðu íhaldsmenn völdunum til Verkamannaflokksins. Búinn að bæta fyrir mistökin Profumo ræddi aldrei um málið opinberlega en reyndi hins vegar að endurheimta æru sína, hann starfaði lengi launalaust við að hjálpa fátækum í London og var haft eftir Deedes lávarði, blaðamanni og vini Profumos, í gær að hann hefði fyrir löngu verið búinn að bæta fyrir mis- tök sín. Saga Christine Keeler og sambands hennar við Prof- umo og Ívanov, en þó ekki síður við Stephen nokkurn Ward, sem gerði Keeler og fleiri stúlkur út sem vænd- iskonur, var kvikmynduð árið 1989 en þar fór Sir Ian McKellen með hlutverk Profumos. Myndin hét Scandal og lék Joanne Whalley þar Keeler. Keeler sat síðar í fangelsi um níu mánaða skeið en Ward var hins vegar ákærður fyrir að hafa viðurværi sitt af ósiðlegri iðju og framdi hann sjálfsmorð á síðasta degi réttarhaldanna yf- ir honum. Eitt helsta hneykslismál Bretlands á síðustu öld AP John Profumo ásamt eiginkonu sinni, Valerie Hobson, árið 1963. Valerie Hobson, sem lést árið 1988, stóð með manni sínum í gegnum þykkt og þunnt. John Profumo, sem lést í fyrri- nótt, eyddi fjörutíu árum ævi sinnar í að bæta fyrir mistök sín STÚLKA víkur sér undan er lituðu dufti er slett á hana á vorhátíð í Rab- indra Bharati-háskóla í Kalkútta á Indlandi í gær. Háskólinn er nefndur eftir skáldinu Rabindra Nath Tagore, sem var sæmdur Nóbelsverðlaunum árið 1913, fyrstur Indverja. AP Vorhátíð á Indlandi Los Olivos, Kaliforníu. AP. | Yfirvöld í Kaliforníu hafa bannað starfsmönn- um á Neverland-búgarði Michaels Jacksons að mæta til vinnu sinnar og sektað söngvarann um tæpar fimm milljónir íslenskra króna vegna ógoldinna launa og tryggingaiðgjalda. Alls telja yfirvöld að söngvarinn hafi látið tryggingar 69 starfsmanna sinna á búgarðinum renna út þann 10. janúar sl., en að sögn Deans Fryers, talsmanns vinnumálaráðuneytis Kali- forníu, þýðir þetta að óbreyttu að Neverland verði lokað. „Þeir eru ekki að gera starfsmönn- um sínum kleift að vera löglegt vinnu- afl,“ sagði Fryers. Sjálfur hefur Jackson búið í Barein við Persaflóa síðan hann var sýknað- ur í júní sl. af ákærum um kynferð- islega misnotkun á börnum. Vegna þeirrar stöðu sem er komin upp munu yfirvöld taka í sína vörslu dýr sem eru í dýragarði á búgarði söngvarans, þ.á m. fíla, gíraffa, snáka, órangútanapa, tígrisdýr og krókódíl. Búgarðurinn er á um 1.100 hektara svæði í mið-Kali- forníu. Neverland-búgarði Jacksons lokað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.