Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
www.urvalutsyn.is
59.940 kr.
Netverð á mann í tvíbýli á Domina Grand
23. mars í 3 nætur.
*Innifalið: Beint flug, skattar,
gisting og íslensk fararstjórn.
Fáðu ferðatilh
ögun og nána
ri upplýsingar
hjá Úrval-Úts
ýn, Lágmúla 4
, sími 585 40
00
Verðdæmi:
*
Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, hefur allt það sem aðrar
höfuðborgir bjóða þó hún sé ein fámennasta höfuðborg
Evrópu. Ljubljana er mikil menningarborg með sinfóníu-
hljómsveit, óperu og leikhúsum. Listir og menning hafa
alltaf skipað veglegan sess meðal Slóvena og síðan ríkið
varð sjálfstætt hefur menningarlífið blómstrað.
Í nágrenni borgarinnar eru hinir undirfögru dalir Alpa-
fjallanna þar sem náttúran skartar sínu fegurstu litum.
FORMLEGA var gengið frá stofnun
norsks-íslensks viðskiptaráðs í Ósló í
gær. Utanríkisráðherrar Íslands og
Noregs, Geir H. Haarde og Jonas
Gahr Störe, fluttu ræður í tilefni
stofnunar ráðsins og lögðu báðir
áherslu á langa og mikilvæga við-
skiptasögu Íslands og Noregs allt frá
samþykkt Gamla sáttmála árinu 1262.
Í tilefni af stofnun viðskiptaráðsins
tilkynnti Bjarni Ármannsson, for-
stjóri Íslandsbanka, um styrk til lax-
averndunarsamtaka við Þrándheims-
fjörðinn í Noregi að upphæð 630
þúsund norskra króna. Þessi samtök
hafa gengið til liðs við Orra Vigfússon
sem barist hefur fyrir friðun laxa-
stofnsins í Atlantshafi.
Geir H. Haarde afhenti styrkinn en
eftir stofnfundinn sagði hann að við-
skiptaráðið gæti haft mikla þýðingu
fyrir bæði löndin. Hann sagði að allt
sem greiddi fyrir viðskiptum og yki
vilja á samstarfi milli atvinnulífsins í
löndunum væri af hinu góða.
Velkomin til Noregs
Geir sagði einnig að velgengni í ís-
lensku atvinnulífi væri að vissu marki
kveikjan fyrir stofnun þessa ráðs.
Mörg fyrirtæki á Íslandi væru orðin
það stór að þau þyrftu að leita út fyrir
landsteinana eftir frekari vaxtarskil-
yrðum. Hann sagðist hafa orðið var
við það í heimsókn sinni til Noregs að
Norðmenn hefðu tekið eftir vexti ís-
lenskra fyrirtækja og byðu þau vel-
komin til Noregs. Því væri tími til
kominn að stofna viðskiptaráð milli
þessara landa enda væri búið að
stofna viðskiptaráð milli Íslands og
fleiri landa áður.
Aðspurður um hvort stofnun við-
skiptaráðsins væri liður í að styrkja
löndin gagnvart ESB sagði Geir það
ekki vera. Hann sagði að efnahags-
árangurinn bæði á Íslandi og í Noregi
benti til þess að hægt væri að komast
vel af án þess að vera í ESB. Hann
sagði að þeir Jonas Gahr Störe hefðu
einmitt rætt það sín á milli að hvorugt
landanna hefðu neinar áætlanir um að
ganga í ESB í náinni framtíð.
Ljósmyndir/Guðni Ölversson
Styrkur Í tilefni stofnunar norsks-íslensks viðskiptaráðs gaf dótturfélag Ís-
landsbanka í Noregi, DN bank, laxaverndunarsamtökum í Þrándheimi
styrk sem Geir H. Haarde afhenti fulltrúa samtakanna í gær.
Norskt-íslenskt við-
skiptaráð stofnað
Eftir Guðna Ölversson í Osló
Noregur Bjarni Ármannsson, for-
stjóri Íslandsbanka, flutti erindi á
stofnfundinum og greindi m.a. frá
starfsemi bankans í Noregi.
Fréttasíminn 904 1100