Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 35 DAGLEGT LÍF Í MARS www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Himinninn var orðinn rós-gulur og birtan að færastyfir. Skyndilega heyrð-ust undarlegir skrækir. Eða var þetta fuglasöngur?“ Svona lýsir Jóhanna E. Sveinsdóttir upphafi heimsóknar í fornminjarnar Abu Simbel í Egyptalandi. „Þessi hljóð hættu jafn skyndilega og þau byrj- uðu,“ heldur Jóhanna áfram. „Þetta hefur líklega ekki staðið nema í eina og hálfa mínútu.“ Í Abu Simbel lét Ramses II reisa gríðarstór líkneski af sér og eftirlætiseiginkonu sinni, Nefertari. „Það er ótrúlegt að hægt hafi verið að byggja slík ferlíki fyrir 3.500 árum.“ Jóhanna ferðaðist til Egyptalands ásamt hópi ferðalanga á vegum Ferða- þjónustu bænda og þau voru með frábæran egypskan fararstjóra, Noha. „Við lögðum af stað í þessa skoðunarferð snemma um nóttina og Noha vissi greinilega hvað hún var að gera. Við þurftum að ganga meðfram sandhólum á hægri hönd en á vinstri hönd voru iðagræn falleg tré. Þegar við vorum komin framhjá sandhól- unum benti Noha okkur að setjast á meðan við hlustuðum á frásögn henn- ar.“ Í ljós kom að eitt af sérkennum Abu Simbel eru bavíanar sem hefja upp raust sína og „syngja“ rétt fyrir sólarupprás. „Þar kom skýringin á þessum undarlegu hljóðum sem við heyrðum,“ segir Jóhanna. „Þetta hafði engum dottið í hug, syngjandi apar!“ Í næstu andrá benti Noha hópnum á sólina sem var að koma upp. „Og nú upplifðum við stórkost- lega sólarupprás – sólin kom upp eins og hvítur hnöttur sem varð síðan rauður – og á einni mínútu rauk sólin upp á himinhvolfið.“ Jóhanna segir að leiðsögumaður þessi hafi verið kosinn einn af þrem- ur bestu leiðsögumönnum Egypta- lands árið 2004. „Hún vissi allt, kunni allt og það hlýddu henni allir, hvort sem það voru hermenn, lög- reglumenn eða vagnstjórar á hesta- kerrum. Hún var eins og yfirvald sem enginn þorði að mótmæla!“ Hópurinn var líka með ís- lenskan far- arstjóra, Guð- rúnu Bergmann, hún starfaði sam- hliða Noha og fólkið var líka mjög ánægt með hana. Skoðunarferðir á hverjum degi Jóhanna fór í þessa ferð í október síðastliðnum. Í upphafi var flogið til Kaíró og gist þar í tvær nætur en síð- an var farið um borð í bát þar sem hópurinn hélt til við mikinn lúxus í sex daga og sigldi suður Níl. Níl hefur alla tíð ver- ið lífæð Egypta sem ger- ir það að verkum að flestar frægustu forn- minjar liggja meðfram Níl og hægt er að skoða sig mikið um í tengslum við svona siglingu. „Við fórum í skoð- unarferðir á hverjum degi frá skipinu,“ segir Jóhanna. „Reynt var að fara eins snemma af stað og hægt var svo að við værum komin til baka áður en heitast varð yfir dag- inn, sem var um klukkan tvö.“ Hóp- urinn var þess vegna orðinn því van- ur að fara á fætur kl. 3.30. „Þetta þýddi hins vegar að við vorum komin til baka um kl. 13 og þá gátum við notið þess sem eftir lifði dags við slökun uppi á sóldekki og notið útsýn- isins.“ Jóhanna segir að Egyptar hafi komið þeim fyrir sjónir sem glaðvært og kátt fólk sem vildi gera ferða- mönnunum til geðs. „Börn flykktust að okkur og báðu um penna,“ segir hún og virðist hálfundrandi. „Það var ótrúlegt hvað pennar voru hátt skrif- aðir.“ Hún ráðleggur því fólki sem hefur hugsað sér að ferðast til Egyptalands að hafa birgðir af ódýr- um pennum með sér. „Þegar farið er í hestvagnaferðir þar sem börnin þyrpast að er hægt að gleðja marga fyrir lítinn pening með einum penna.“ Ekkert annað en tóm kista Að lokum lýsir Jóhanna ferð alla leið inn í konungsherbergið í Keops- pýramídanum. „Ég hélt nú aldrei að ég myndi komast alla leið. Eftir á að hyggja er ég eiginlega alveg hissa á að ég skyldi demba mér inn af því að Noha lýsti þessu svo hrikalega og bannaði öllum sem væru bak- veikir, hjartveikir, með innilokunarkennd eða slæmir í hnjám að fara þarna inn,“ segir hún. „Við urðum að ganga hálfbogin í fimmtán mínútur áður en við komum í áfangastað af því að göngin eru einungis um 1,40 m á hæðina. Egyptar voru ekki hærri en það þegar pýramídarnir voru byggðir.“ Erfiðið var þess virði. „Við toguðum okkur upp kengbogin og másandi, urðum oft að stoppa til að víkja fyrir fólki á niðurleið, en skyndilega gátum við rétt úr okkur og sáum innviði þessarar feiknarlegu byggingar. Síðan fórum við inn í kon- ungsherbergið. Þar inni var nú bara ein tóm kista – ekkert annað.“ And- rúmsloftið var þó sérkennilegt, segir Jóhanna. „Það var eiginlega þykkt af sögu og dulúð. Þetta herbergi geymir marga leyndardóma sem mannkynið mun líklega aldrei fá neitt að vita um. Ég var eiginlega frá í hnjánum í fjóra daga á eftir en ég hefði ekki viljað missa af þessari heimsókn í Keops- pýramídann fyrir nokkurn mun.“  FERÐALÖG | Sigldu í miklum lúxus suður Níl „Börn flykkt- ust að okkur og báðu um penna,“ segir hún og virðist hálfundrandi. „Það var ótrú- legt hvað pennar voru hátt skrifaðir.“ Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Jóhanna Sveinsdóttir tyllir fingri á einn af Keops-pýramídunum. Síðasta kvöldið um borð í bátnum var haldið Galabaja-kvöld. Þá klæddust allir egypskum búningum sem keyptir voru í ferðinni. Noha fararstjóri að- stoðaði hópinn við að klæðast fatnaðinum eftir kúnstarinnar reglum og passaði að höfuðfötin sætu rétt. Hún hjálpaði líka fólkinu við förðun að fornum egypskum hætti. Farþegarnir lifðu í vellystingum praktuglega á siglingunni. Þegar komið var um borð eftir skemmtilegar skoðunarferðir var gott að slappa af við sundlaugina á meðan mesti hitinn var yfir daginn. Syngjandi bavíanar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.