Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 9 FRÉTTIR iðunn tískuverslun Ný sending af yfirhöfnum frá Kringlunni, s. 588 1680 Laugavegi 40, s. 561 1690 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ný sending Glæsilegur silkifatnaður Kjólar, dragtir, skyrtur, buxur, pils Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 STAKIR JAKKAR str. 46-56 Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Sigurstjarnan Opið virka kl. 11-18 virka dag, kl. 11-15 laugardaga, einnig sunnudaginn 12. mars kl. 13-16 Ekta pelsar og úlpur - Stór númer 50-60% afsláttur Allir lampar 50% - Gjafavörur 30-50% - Rúmteppi 40% - Perlujakkar og sjöl 70% - Kjólar 50% Risaútsalan er hafin Mörkinni 6, sími 588 5518. • Stuttkápur • Leðurjakkar • Vattjakkar • Rúskinnsjakkar • Heilsársúlpur • Hattar og húfur Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 FERMINGAR- MÖMMUR OG ÖMMUR, STÓRGLÆSILEGUR VORFATNAÐUR (DRESS) FRÁ Taifun FUCHS- SMITTH STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri tók á fimmtudag fyrstu skóflustungu að nýbygg- ingu sunnan Egilshallar. Þar mun Nýsir hf., eigandi hússins, hefja framkvæmdir á næstu vikum og er ráðgert að þeim ljúki fyrir ára- mót. Byggð verður 10 þúsund m² nýbygging sunnan Egilshallar sem verður tengd höllinni. Í ný- byggingunni verður fjögurra sala Sambíó sem rúmar þúsund manns, 36 brauta keilusalur og í kjall- aranum verður þemasýning sem nefnist Auga Óðins þar sem gestir geta upplifað norræna goðafræði. Eftir stækkun verður lóð Egils- hallar 94 þúsund m², gert verður hringtorg á Víkurvegi með nýrri aðkomu að höllinni, bílastæðum fjölgað í tvö þúsund og gervigras- völlur byggður norðan hall- arinnar. Morgunblaðið/Sverrir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi og formaður Fjölnis, Árni Samúelsson, forstjóri SAM-bíóanna, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis hf. Fyrsta skóflustungan tekin að viðbyggingu við Egilshöll REGLULEGA gera erlendir aðilar tilraunir til að svíkja fé út úr hér- lendum bændum í ferðaþjónustu með ýmsum aðferðum, en forsvars- maður Ferðaþjónustu bænda segir félagsmenn yfirleitt farna að átta sig á aðferðum svindlaranna, sem nái litlum árangri hér á landi. Aðferðin, sem beitt er, er yfir- leitt svipuð, pöntuð er gisting fyrir hóp í nokkra daga, og greitt fyrir með erlendri ávísun, segir Mar- teinn Njálsson, formaður stjórnar Ferðaþjónustu bænda. Það getur tekið um tvær vikur að fá erlendri ávísun skipt, og áður en það tekst reyna svindlararnir að afpanta gistinguna og fá endurgreiðslu inn á bankareikning sinn. Í ljós kemur svo að ávísunin er innistæðulaus og geta því aðilar í ferðaþjónustu tapað endurgreiðslunni. Marteinn segir ótrúlegt að enn sé reynt að svindla með þessari að- ferð, og segist ekki þekkja dæmi um að bændur hafi fallið í gildruna á síðasta ári, þótt málið geti vissu- lega verið feimnismál fyrir þá sem falla fyrir bragðinu og þeir því þagað um það. Hann segir að gjarnan sé reynt að hafa um 100 þúsund krónur af bændunum í hvert skipti, og gjarnan sagt að sá sem pantar sé frá viðurkenndum samtökum, söfnuði eða einhverju svipuðu til að gefa pöntuninni trú- verðugleika. Vegna frétta af því að ein- staklingar hafi reynt að svindla með því að segjast vera á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, eða annarra samtaka, vill UNICEF á Íslandi taka fram að samtökin hafi frétt af tveimur til- vikum þar sem nafn samtakanna var notað við tilraun til svindls. Allar pantanir í nafni UNICEF fari hins vegar í gegnum skrifstofuna hér á landi, og rétt sé að hafa sam- band þangað reyni aðrir að panta í nafni UNICEF. Reglulega reynt að svindla á ferða- þjónustubændum HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir fíkniefnalaga- og vopnalagabrot á árinu 2004. Er refsing mannsins þó milduð um fjóra mánuði og var hann dæmdur til tveggja ára og sex mánaða fangelsisvistar auk þess sem rúmar 190 þúsund krón- ur, sem ákærði notaði til að greiða fyrir fíkniefnin, eru gerðar upp- tækar. Honum er jafnframt gert skylt að greiða sakarkostnað máls- ins í héraði og fyrir Hæstarétti, að upphæð 716 þúsund krónur. Ákærða var gefið að sök að hafa í ágúst árið 2004 lagt á ráðin við ótilgreindan mann um kaup á fíkniefnum og innflutningi þeirra hingað til lands í ágóðaskyni. Hann tók síðan við fíkniefnunum mið- vikudaginn 3. nóvember, alls um 832 grömm af hassi, en hafði þeg- ar selt meginhluta þeirra þegar lögregla handtók ákærða – voru þá í vörslu hans um 212 grömm af hassi. Föstudaginn 12. nóvember tók ákærði jafnframt við 235,77 grömmum af kókaíni, en lögregla handtók hann skömmu síðar á bif- reiðastæði. Hafði hann sama dag greitt sendanda kókaínsins erlend- is 200 þúsund krónur og gerði lög- regla rúmar 191 þúsund krónur upptækar. Við húsleit hjá ákærða fannst einnig afsöguð haglabyssa af óþekktri tegund sem hann hafði í vörslu sinni án tilskilins leyfis. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Gunnlaugur Claessen, Guð- rún Erlendsdóttir og Hrafn Braga- son. Kolbrún Sævarsdóttir, saksókn- ari hjá ríkissaksóknara, flutti mál- ið fyrir hönd ákæruvaldsins en Jó- hannes Albert Sævarsson hrl. varði manninn. Fangelsi fyrir fíkniefna- innflutning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.