Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Kynning um helgina
áður: 1.590
helgartilboð: 1.390
Irish Coffee terta
M
IX
A
•
fí
t
•
6
0
0
5
0
T
he Bad Plus hljómar í fyrstu eins og
svo mörg hljómsveitanöfn sem
dúkka upp í Músíktilraunum Tóna-
bæjar ár hvert. Kannski er það
barnalegri mótsögninni að kenna
eða þá einfaldlega ákveðna greininum sem önn-
ur hver hljómsveit í dag virðist telja nauðsyn-
legan til frægðar. En The Bad Plus er langt frá
því að vera unglingahljómsveit. Hún er skipuð
þremur frábærum hljóðfæraleikurum sem láta
sig hefðbundinn ramma djasstónlistarinnar
engu varða og það er líklega þess vegna sem
sveitin hefur vakið jafn mikla athygli og raun
ber vitni. Túlkun þeirra á lögum, Aphex Twin,
Blondie og Nirvana hristi upp í djassheiminum
þegar þau komu út á plötunni These Are the
Vistas árið 2003 og síðan hefur hróður sveit-
arinnar borist vítt og breitt um allan heim.
„Það er oft þannig með djassbönd að þau eru
iðulega skírð í höfuðið á leiðtoga sveitarinnar,“
segir Reid. „Dave Brubecks Quartet svo dæmi
sé tekið. Við erum hins vegar sveit af þeirri gerð
að við höfum allir jafnan atkvæðisrétt og við
semjum tónlistina yfirleitt saman. Af þeirri
ástæðu vildum við skíra hljómsveitina alvöru
hljómsveitarnafni en ekki í höfuðið á einum okk-
ar.“
Reid segir að David King, trommuleikari
sveitarinnar, hafi fundið upp á nafninu einn dag
þegar þeir lágu með höfuðið í bleyti.
„Satt að segja þýðir það ekki nokkurn skap-
aðan hlut. Að einhverju leyti minnir það á pop-
list. Það virðist hafa merkingu og það er auðvelt
að muna það en í raun og veru þýðir það ekki
neitt.“
Fyrir forvitni sakir
Iðulega þegar tónlistarskríbentar fjalla um
The Bad Plus heyrist frasi sem hljómar eitthvað
á þessa leið: The Bad Plus eru annaðhvort rokk-
innblásið djasstríó eða rokkhljómsveit sem spil-
ar djass. Reid er beðinn um að höggva á hnút-
inn.
„Ég held að svarið við því sé ekki jafn þýðing-
armikið í okkar huga og það er í hugum þeirra
sem fjalla um okkur,“ segir hann og viðurkennir
að hafa heyrt þessa setningu áður. „Við semjum
ekki tónlist með ákveðna skilgreiningu í huga
eða innan ákveðinna huglægra marka. Við höf-
um gaman af alls konar tónlist og við eigum ekki
í neinum vandræðum með að blanda því saman
við hinn hefðbundna djass ef okkur sýnist.
Við erum í grunninn djasstónlistarmenn en
við ólumst upp með rokktónlist í eyrunum svo
að ef það gerist að rokkáhrif læðast inn í tón-
smíðina þá streitumst við ekki á móti því.“
En hvað varð til þess að þú fórst að leika
djass?
„Ég held að það skrifist á forvitni. Ég hlust-
aði mikið á útvarpið þegar ég var strákur, þá á
rokkstöðvarnar aðallega en eftir að ég byrjaði
að leika á hljóðfæri fór ég fljótlega að skoða um í
kringum mig. Ég var forvitinn að vita hvað ann-
að væri í boði og þegar ég kynntist djassinum
var ekki aftur snúið.“
Djass með stóru d-i
Hvaða djasstónlistarmenn hafa haft mest
áhrif á þig?
„Uhh, Ornette Coleman, Keith Jarrett, John
Coltraine. Djassarar sem voru í framvarðasveit
avant garde-hreyfingarinnar. Hins vegar erum
við jafn miklir aðdáendur gömlu meistaranna;
Duke Ellington og hinna – þótt þú gætir vissu-
lega sagt að Ellington hafi verið avant garde.“
Með þessa tónlistarmenn alla í huga, hvaða
augum líturðu á djassinn eins og hann er í dag?
„Mér finnst eins og hann sé loksins að átta sig
á því að hann þarf ekki að vera djass með stóru
d-i. Djasstónlistarmenn af minni kynslóð hafa
um langt skeið reynt að afneita öðrum tónlistar-
stefnum en nú er það að breytast. Menn eru
orðnir opnari fyrir öðrum tegundum tónlistar
og það er mjög gott að mínu mati.“
Þið eruð á samningi hjá stóru plötufyrirtæki
(Columbia Records). Er það mikilvægt í ykkar
tilviki að vera með stóran bakhjarl?
„Mikilvægt? Nei. Við höfum vissulega notið
nokkurra fríðinda af því að vera á mála hjá stór-
fyrirtæki. Plöturnar okkar fá meiri dreifingu og
við getum leyft okkur ýmsa hluti sem við gæt-
um annars ekki, værum við á samningi hjá litlu
fyrirtæki. Columbia hefur aldrei reynt að gera
okkur söluvænlegri eða reynt að stýra okkur í
þá átt sem markaðurinn stefnir hverju sinni. Ég
held að okkur hafi ekki tekist að selja fleiri plöt-
ur hjá Columbia en hjá einhverju öðru fyrirtæki
væri það raunin en við höfum að ég tel, náð at-
hygli fólks sem myndi annars fara á mis við okk-
ur og öfugt.“
Aldrei heyrt í Nirvana
Á These are the Vistas plötunni takið þið lög
á borð við „Smells Like Teen Spirit“ með Nirv-
ana, „Flim“ með Aphex Twin og „Heart of
Glass“ með Blondie. Hvað var það við þessi lög
sem heillaði ykkur?
„Þegar við vorum tiltölulega nýbyrjaðir að
spila höfðum við ekki nógu mörg frumsamin lög
til að endast okkur heilt gigg og … sagan á bak
við „Smells Like Teen Spirit“ er að vísu nokkuð
fyndin því að þegar við vorum að kasta á milli
okkar lögum sem við gætum mögulega spilað,
kom það upp úr kútnum að Ethan gítarleikari
hafði aldrei heyrt „Teen Spirit“ áður. Á ein-
hvern ótrúlegan hátt tókst honum að komast í
gegnum tíunda áratuginn án þess að heyra lag-
ið. Okkur fannst það svo merkilegt að við urðum
að spila það.“
Frjálslyndir djassarar
Þið hafið í blaðaviðtölum talað um að djass-
áhugafólk sé upp til hópa frjálslynt og ég þykist
vita að Suspicious Activity sé tilvísun í það
hræðsluástand sem nú hefur sums staðar skap-
ast í Bandaríkjunum. Hversu pólitískir eruð
þið?
„Sem einstaklingar erum við mjög pólitískir
og ég held að ég tali fyrir munn hinna þegar ég
segi að við séum í frjálslyndari kantinum. Við
erum eins og milljónir Bandaríkjamanna,
áhyggjufullir yfir stefnu Bandaríkjastjórnar í
utanríkismálum og reynum eftir megni að tæpa
á þessum málum í gegnum lögin okkar. Ef þú
spyrð okkur út í pólitík skaltu vera viss um að
við svörum þér en í grunninn erum við samt
hljómsveit en ekki skipulagt stjórnmálaafl. Tón-
listin er númer eitt, tvö og þrjú.“
Er erfitt að vera pólitískt þenkjandi tónlist-
armaður í Bandaríkjunum í dag?
„Ég veit það ekki. Ég held ekki. Bandaríkin
er stórt land og það er engin leið að þrjú hundr-
uð milljónir manna sameinist um nokkurn hlut.
Helmingur Bandaríkjamanna lætur sig heims-
málin varða og hefur áhyggjur af þeirri þróun
sem nú virðist óumflýjanleg og endar líklega
með ósköpum. Líklega er það þessi helmingur
sem The Bad Plus höfðar til. Sem betur fer þótt
það hljómi napurlega í þessu samhengi.“
150 milljónir eru sammála
Bandaríska djasstríóið The
Bad Plus hefur vakið athygli
djassáhugamanna um allan
heim fyrir frumleg tök sín á
tónlistarstefnunni. Höskuldur
Ólafsson ræddi við bassaleik-
arann Reid Anderson í tilefni
af tónleikum tríósins sem
haldnir verða á NASA annað
kvöld.
The Bad Plus er skipuð þremur frábærum hljóðfæraleikurum sem láta sig hefbundinn ramma djasstónlistarinnar engu varða.
hoskuldur@mbl.is
’Á einhvern ótrúlegan hátttókst honum að komast í gegn-
um tíunda áratuginn án þess
að heyra [Smells like Teen
Spirit]. ‘
HELJARINNAR rokkabillí-partí
verður haldið í kvöld á Bar 11
undir styrkri stjórn rokkabillíbolt-
ans Curver. Curver sem hefur um
árabil látið til sína taka, jafnt á
lista- og tónlistarsviðinu, hefur átt
viðburðaríkt ár það sem af er og
hélt meðal annars yfirlitssýningu
á verkum sínum sem endaði með
nafnabreytingu. Nýja nafnið hlaut
hins vegar ekki náð fyrir augum
mannanafnanefndar en af við-
brögðum Curvers er ljóst að lista-
maðurinn er ekki af baki dottinn
enn.
Í seinasta rokkabillí-partíi Cur-
vers sem haldið var í byrjun jan-
úar var fullt út úr dyrum og sam-
kvæmt öruggum heimildum var
dansað á öllum hæðum staðarins.
Nú á að endurtaka leikinn og bú-
ist er við gríðarlegri stemningu í
húsinu.
Curver mun spila bragðsterka
blöndu af rokkabillý, surf-tónlist,
twang, garage og gamaldags
rokki og róli. Herlegheitin hefjast
upp úr miðnætti og það er opið
langt fram eftir nóttu.
Tónlist | Rokkabillí-partí Curvers á Bar 11
Dansað á öllum hæðum
Morgunblaðið/Kristinn
Curver er ekki ókunnur plötuspilurunum.