Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Los Angeles. AP, AFP. | Geimfarið Cassini hefur sent myndir af gufu- strókum, sem minna á goshveri, á einu af ístunglum Satúrnusar, En- keladus, að sögn Geimrann- sóknastofnunar Bandaríkjanna, NASA. Er þetta ein af skýrustu vísbend- ingunum til þessa um að vatn sé að finna víðar en á jörðinni. Nokkrir vísindamenn sögðu að bæta þyrfti Enkeladus á lista yfir þá fáu hnetti í sólkerfinu þar sem líf gæti hugs- anlega þrifist. Vísindamenn segja að vatn sé ein af helstu forsendunum fyrir því að líf geti kviknað en hingað til hafa aðeins fundist óbeinar vís- bendingar um að vatn sé að finna á öðrum hnöttum en jörðinni. Þessar vísbendingar hafa einkum byggst á rannsóknum á bergi og öðrum gögnum. Vísindamenn NASA segja að Cassini hafi nýlega tekið myndir sem sýni stróka af vatnsgufu og ísögnum á Enkeladus. Þeir telja að ísagnirnar og gufan hljóti að koma frá vatni undir yfirborði tunglsins. Torrence Johnson, einn geimvís- indamannanna, sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem fundist hefðu vísbendingar um vatn svo nálægt yfirborðinu á öðrum hnetti. Ef líf þrífst á Enkeladus er lík- lega um að ræða örverur eða aðr- ar frumstæðar lífverur sem geta lifað við mjög erfiðar aðstæður. Vísindamennirnir skýra frá þessum niðurstöðum sínum í vís- indatímaritinu Science sem kom út í gær. Cassini, geimfari NASA, var skotið á loft í október 1997 og það flutti evrópska geimkannann Huygens sem losnaði frá geim- farinu í desember 2004 og lenti á stærsta tungli Satúrnusar, Títan. Cassini rannsakar nú hringa og tungl reikistjörnunnar og áætlað er að rannsókningarnar taki fjög- ur ár. +   , "   % %    # ')-'.  -'   . (     '- # '  -  +' . , % %) % )) $ ) %&%' )- '%*%. '%.) '% '%#*  %/ 0 %0 &  '0. ) '%1 )%*%2  ) %3 4 %( %0 &%/ ))%5% 5'  ) %36 )6 %5%7  !"#$%&'!()#"&')*+#+%',"&     8.#  9 249 5*)                    /,   1 *  %        * ?  9' : 0 ; $' : 0 ; )-$   ; )  ,  2  ,   ,  '    34  %< %5 =%*%# .) ' > %/ ) %  % % '%#   , %/ ) )) % %0 & %'% %% 6! ? !  5 ,% '  6  :?! ,         !"#$% O  (!?  ,?P &'  '   ( ''  ' ) % ,% +#+%',"& $-  . -  2 ' 2 = ' 2  %#  , 4 = ( ) 7  / = / ) & *%5  )  0 = $ %* 5 ) 2%%5 39 ) % 0 #* ) 5 )- ' ))% '%/ 0 % )) ' )- %0 &%1 )% ? % % )- 0 #* %)  - % @%'  % 0 ( )%*%' )- %/ 0%* /(  % ' 9<%5 .) '%*% 0 6'  7  *' %&%# % ' 3 < ) %%?<)5 !%>% % )) / ) %*% )   ?. ) )) A '%2 6/  0 ))% ) &  %  , %/ 0 ))  ) ( )  0  ( ) ) %* 0) '#.)- ' )%*% * (5 4 )  B ) % %) 0) % 0  % 5 ) %  %5% 5 %* 0 7  B ) % < 0) = *%( ) = 5 Vísbendingar um vatn á einu tungla Satúrnusar Telja Enkeladus á meðal hnatta þar sem líf geti hugsanlega þrifist SAKSÓKNARAR á Ítalíu hafa beðið dómara að gefa út ákæru á hendur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, og David Mills, eiginmanni breska menningarmálaráðherrans Tessa Jowell, vegna spillingarmáls. Sakar Fabio De Pasquale saksókn- ari Mills um að hafa tvívegis gefið rangan vitnisburð í spillingarmáli á hendur Berlusconi gegn greiðslu. Samkvæmt ítölskum skýrslum gerði Mills m.a. þau „mistök“ við réttarhöldin að minnast ekki á sam- tal sitt við Berlusconi árið 1995, þar sem þeir ræddu það sem saksókn- arar telja ólöglegar greiðslur for- sætisráðherrans til embættismanns- ins Bettino Craxi. Verði dómari við óskum saksókn- ara um að gefa út ákærur á hendur Berlusconi og Mills er reiknað með að þau geti hafist í maí. Samstarf Mills og Berlusconi á sviði fjármála var afar náið á síðustu tveimur áratugum, þegar sá fyrr- nefndi veitti forsætisráðherranum ráðgjöf um hvernig komast mætti hjá greiðslu skatta með stofnun er- lendra félaga og fjárfestingasjóða. Mills og forsætisráðherrann hafa báðir neitað sök. Stuðningsfólk Berlusconis gagn- rýndi í gær harðlega það sem það telur „útreiknaða árás“ dómstóla, en forsætisráðherrann hefur árum saman sakað þá um að vilja skaða pólitískan feril sinn. Tímasetningin óheppileg Tímasetning þessa málareksturs er óheppileg fyrir Berlusconi, því að þingkosningar fara fram á Ítalíu 9. og 10. apríl nk. Beiðni lögmanna hans um að upptöku málsins verði frestað þar til fram yfir kosningarn- ar var hins vegar hafnað. „Enn og aftur koma ákveðnir lög- menn fram rétt fyrir kosningar og leggja leitina að sannleikanum til hliðar í pólitískum tilgangi,“ sagði Sandro Bondi, einn helsti skipu- leggjandi Forza Italia, flokks Ber- lusconis. Til að auka á vanda Berlusconis sagði Francesco Storace, heilbrigð- isráðherra Ítalíu, af sér embætti í gær vegna gruns um að hann hefði staðið fyrir skipulögðum njósnum um pólitíska andstæðinga sína. Kemur afsögnin á slæmum tíma, enda hefur stjórn hægri flokka Ber- lusconis að undanförnu mælst með minna fylgi í könnunum en stjórn- arandstaðan undir forystu Romano Prodis. Ákærurnar á hendur Mills og Ber- lusconi eru byggðar á 18 mánaða rannsókn á ásökunum um að sá fyrr- nefndi hafi þegið mútur frá forsætis- ráðherranum, en saksóknarar telja sig hafa nægar sannanir fyrir því að árið 1997 hafi fyrirtæki í eigu Ber- lusconis greitt jafnvirði fjörutíu milljóna íslenskra króna inn á bankareikning Mills fyrir að hafa borið ljúgvitni í málinu. Mills er sem fyrr segir kvæntur Tessu Jowell, nánum bandamanni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands. Má segja að mál Jowells hafi tekið óvænta stefnu í síðustu viku þegar fjölmiðlum barst tilkynning um að hún hygðist slíta sambandi sínu við Mills eftir 27 ára hjónaband um óákveðinn tíma vegna ásakananna. Hefur þess verið krafist að Jowell segi af sér vegna málsins, sem sumir andstæðingar bresku stjórnarinnar hafa kallað „Jowellgate-hneykslið“. Vilja að Berlusconi og Mills verði ákærðir David Mills Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ítalski leiðtoginn í vanda nokkrum vikum fyrir kosningar Silvio Berlusconi KÍNVERSKUR veiðimaður stríðir skörfunum sínum á fljóti í grennd við Sjanghæ í Kína í gær. Kínversk- ir veiðimenn hafa notað skarfa í margar aldir við fiskveiðar. Þeir binda hampreipi um háls fuglanna til að koma í veg fyrir að þeir gleypi fiskinn við veiðarnar. AP Fiskisæld skarfanna nýtt Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP. | Sam- tök starfsmanna Sameinuðu þjóð- anna lýstu í fyrrakvöld yfir „van- trausti“ á hendur Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, vegna til- lagna hans um róttækar skipulags- breytingar hjá samtökunum. Snýst óánægjan um þá tillögu Annans að flytja þúsundir starfa úr höfuðstöðv- um SÞ í New York með því að færa til starfsmenn og með því að flytja störf úr landi. Alls er fjöldi starfsmanna undir stjórn Annans um 13.000, þar af eru um 4.200 í New York. Störfin sem um ræðir eru m.a. á sviði þýðinga, eftirlits með heilsutryggingum, upp- lýsingatækni og útgáfustarfsemi. Héldu samtök starfsmanna SÞ skyndifund á fimmtudag, tveimur dögum eftir að Annan birti skýrslu þar sem lagt er til að gerðar verði róttækar breytingar á skrifstofu- stjórnkerfi höfuðstöðva SÞ, svo það megi verða skilvirkara og ábyrgara. Talsmaður samtakanna sagði að þótt starfsmenn SÞ hefðu ekki vald til að víkja framkvæmdastjóranum úr embætti vildu þeir lýsa yfir megnri óánægju sinni í „yfirlýsingu um vantraust á hendur fram- kvæmdastjóranum og stjórn hans“. Að auki vildu samtökin lýsa yfir samhug með þeim starfsmönnum sem eiga á hættu að missa störf sín verði tillögur skýrslunnar að veru- leika. Umrædd skýrsla ber heitið „In- vesting in the United Nations: For a Stronger Organization Worldwide“ og er 34 síðna plagg sem fylgir eftir vinnu vegna tillagna um umbætur sem hófst í fyrra. Er markmið skýrslunnar að bæta siðferði og auka ábyrgð innan SÞ, ásamt því sem henni er ætlað að lag- færa þær brotalamir sem voru af- hjúpaðar í „olíu fyrir mat“-hneyksl- inu svokallaða, fjárdrátt og skjalafölsun innan SÞ og kynferðis- lega misnotkun starfsmanna í til- teknum friðargæsluaðgerðum. Áætlaður kostnaður vegna til- lagna skýrslunnar er allt að 35 millj- arðar íslenskra króna, en þær þurfa samþykki 191 aðildarþjóðar Samein- uðu þjóðanna. Lýstu vantrausti á Annan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.