Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 37
á svæðinu og sótti Freysteinn um
vinnu þar. Fór hann í atvinnuviðtal
sem var tekið upp á segulband.
Sótti hann um að fá að kenna yf-
irmönnum í Bandaríkjaher rúss-
nesku. Taldi hann að samkeppnin
sem væri í geimferðum milli
Bandaríkjamanna og Rússa mundi
leiða til þess að geimferðir yrðu af-
lagðar vegna fjárskorts ef svo
héldi fram sem horfði. Taldi hann
nauðsynlegt að þjóðirnar ynnu
sameiginlega að svo stóru verkefni
til að nýta fjármagn og hugvit bet-
ur. Til þess að svo gæti orðið
þyrftu yfirmenn í Bandaríkjaher
að læra rússnesku. Einnig lýsti
hann framtíðarsýn sinni varðandi
þessi mál. Varð strax svo mikill
áhugi fyrir hugmyndum Frey-
steins að hann var beðinn að koma
eins fljótt aftur til Bandaríkjanna
og hann gæti. Freysteinn lést hins
vegar hálfum mánuði eftir að hann
kom heim úr þessari för. Hug-
myndir hans voru notaðar, rúss-
neskukennsla meðal yfirmanna í
Bandaríkjaher varð staðreynd og
unnu Bandaríkjamenn og Rússar
saman að geimferðum. Freysteinn
var einyrki í þessu máli og veltur
því á stjórnmálamönnum hvort
verk hans eru viðurkennd eður ei.
Einnig má segja að Fischer hafi
lagt nokkuð til friðarmála með
sigri sínum yfir Spassky því þar
vann hann einnig sigur á rúss-
neska kerfinu.
Ekki veit ég hvaða tillögur páfi
hafði fram að færa til að eyða
kalda stríðinu en líklega getur
menntamálaráðherra upplýst les-
endur um það.
’… fleiri lögðu þó hönd áplóginn og þar á meðal
Íslendingur þótt ekki
virðist taka því að nefna
hann.‘
Höfundur var gift Freysteini
Þorbergssyni.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 37
UMRÆÐAN
sem eru á fleygiferð með Frístunda-
skólabílunum á degi hverjum um
Reykjanesbæ. Það var ljóst frá
fyrsta vetri að Frístundaskólinn var
kominn til að vera. Starfseminni vex
stöðugt fiskur um hrygg. Foreldrum
finnst gott að geta verið róleg í
vinnunni sinni vitandi að börnin
þeirra eru í öruggum höndum og eru
glöð og ánægð að iðka sínar tóm-
stundir á meðan foreldrarnir sinna
sínum skyldustörfum.
Að mörgu er að hyggja í þessum
efnum. Það er langur tími fyrir
yngstu skólabörnin að vera að heim-
an frá sér 8–9 tíma á dag. Þess
vegna þarf að huga vel að aðstæðum
og skipulagi innan skólanna til að
börnunum líði sem best. Foreldrar
þurfa líka að vera sér meðvitandi um
að þessi lausn hentar ekki öllum
börnum, sum börn þrífast ekki í hóp-
samveru af þessu tagi. Í skóla-
samfélagi nútímans, þar sem boð-
orðið er einstaklingsmiðað nám, þarf
sú hugsun og stefna líka að ná til
Frístundaskólans. Það er verkefni
sem leysa þarf í nánustu framtíð.
Höfundur er verkefnisstjóri
Frístundaskóla Reykjanesbæjar.
Saab
KLASSI,
ÖRYGGI,
STÍLL!
Saab 9-3 er margverðlaunuð nýjung þar sem öryggi og mýkt í akstri er í fyrirrúmi.
Stórkostleg hönnun, öflug vél, frábærir hemlar og ríkulegur staðalbúnaður gera
Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum.
Saab 9-3
Örugg athygli!
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
7
9
5
Selfossi
482 3100
Umboðsmenn
um land allt
Njarðvík
421 8808
Akranesi
431 1376
Höfn í Hornafirði
478 1990
Reyðarfirði
474 1453
Akureyri
461 2960
Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.geymslusvaedid.is og í síma 565 4599
Útboð á bifreiðum og ýmsu öðru frá Varnarliðinu verður 9.-14. mars. Bifreiðarnar verða til sýnis á plani Geymslusvæðisins
Við Reykjanesbraut gegnt álverinu. Hægt er að skila inn tilboðum á vefslóðinni www.geymslusvaedid.is
Útboð
Útboð
Útboð