Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í SKÝRSLUNNI „Hver gerir hvað í heilbrigðisþjónustunni“ er
lagt til að þjónustugjöld sjúklinga verði endurskoðuð, samræmd
og forsendur þeirra skilgreindar á gagnsæjan hátt. Sjúklingar
greiði sama verð fyrir sams konar þjónustu án tillits til þess
hvort meðferð er veitt í legu á sjúkrahúsi, á dag- eða göngudeild-
um eða hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum. Þá er
lagt til að við ákvörðun þjónustugjalda verði einkum litið til þess
hvernig þau geta stuðlað að hagkvæmum rekstri, hagræðingu og
eðlilegri samkeppni en jafnframt viðhaldið valfrelsi sjúklinganna.
Að mati nefndarinnar eru forsendur greiðsluþátttöku sjúklinga
á stundum óljósar og telur hún brýnt að forsendur fyrir greiðslu-
þátttöku verði skilgreindar betur og með gagnsæjum hætti. Skoð-
að verði hvernig hagsmunum fólks með lágar tekjur verði best
borgið og hvernig heppilegast sé að jafna aðgengi að heilbrigð-
isþjónustu m.t.t. búsetu og ferðakostnaðar. Jafnframt verði kann-
að, að hvaða marki viðbótargreiðslur eru réttmætar ef jafnframt
er tryggt að slíkt leiði ekki til lakari þjónusta fyrir aðra.
Nefndin telur eðlilegt að þjónustugjöld verði notuð til stýringar
innan heilbrigðisþjónustunnar og að við ákvörðun þeirra verði
einkum litið til þess hvernig
rekstri, hagræðingu og eðli
eðlilegt valfrelsi sjúklinga. J
ustugjalda að gæta þess að
þeir geti leitað eftir nauðsy
eðlilegt að sjúklingar greiði
án tillits til þess hvar hún e
hvort sem meðferð fer fram
Ójafnræði sjúklinga og ó
Í skýrslunni eru tekin dæ
sjúklinga í lögum og reglug
veitt (þ.e. á einkastofu eða s
dóm eða hvers konar aðger
taka sjúklinga er t.d. verule
ingu eftir ófrjósemisaðgerð
sjónmælingar, sálfræðiþjónu
aðgerðir, sjónlagsaðgerðir,
Regluleg endurskoðun á þes
Forsendur greiðsluþátt
Lagt til að þjónustugjöld verði endurskoðuð
M
ikill samhljómur er í drög-
um að frumvarpi til nýrra
laga um heilbrigðisþjón-
ustu og skýrslu hinnar
svokölluðu Jónínunefndar,
Hver á að gera hvað í heilbrigðisþjónust-
unni?, en efni bæði skýrslunnar og frum-
varpsdraganna var kynnt á fjölmennum
fundi í Öskju í gær. Það er þó engin til-
viljun að innihaldið rími, því nokkurt sam-
starf var með þeim nefndum sem unnu að
málunum. Margir litu enda svo á að ekki
væri hægt að endurskoða heilbrigðislögin,
sem eru að uppleggi frá árinu 1973, fyrr en
fyrir lægi hvert hlutverk allra aðila sem
veita heilbrigðisþjónustu ætti að vera, þ.e.
hver ætti að gera hvað. Báðar nefndirnar
lögðu áherslu á þau grundvallaratriði og
lagaramma sem íslensku heilbrigðiskerfi
er ætlað að mótast af á komandi árum.
Bæði leggja áherslu á skiptingu landsins í
heilbrigðisumdæmi þar sem hlutverk
hverrar stofnunar sem veitir heilbrigð-
isþjónustu er skilgreint nokkuð ítarlega.
Þá er hjá báðum lögð áhersla á að skil-
greina kennsluhlutverk stofnananna og er
m.a. í fyrsta sinn skilgreint hvert hlutverk
háskólasjúkrahúss eigi að vera Þá er hlut-
verk Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri,
sem reyndar er nefnt Sjúkrahús Akureyr-
ar í drögunum, skilgreint í þessu sam-
bandi sem kennslusjúkrahús. Einnig er í
fyrsta sinn fest í lög, samkvæmt frum-
varpinu, að heilsugæslan eigi að jafnaði að
vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigð-
iskerfinu, þótt það hafi lengi verið stefna
stjórnvalda.
Grunnskipulag þjónustunnar
Guðríður Þorsteindóttir, skrifstofustjóri í
heilbrigðisráðuneytinu, sagði í kynningu
sinni í gær að markmið með frumvarpinu
væri m.a. að mæla fyrir um grunnskipulag
heilbrigðisþjónustunnar og að setja skýr-
an lagaramma um málaflokkinn.
Lagt er til að landinu verði skipt upp í
heilbrigðisumdæmi og í drögum að reglu-
gerð þar sem nánar er kveðið á um skipt-
hliðum. Nefndi
um hvernig bre
fjárþörf vegna
skoðað verði hv
brigðisþjónustu
auknar frá því
skuli þjónustug
þá að hvaða ma
staklingum að
mennum sjúkli
þjónustu eða fá
veitendum heil
greiðslur að ein
aðilum án þess
ustu fyrir aðra
„Við þurfum
þarfar sem allir
iskerfinu,“ segi
maður nefndar
„Ætlum við að
þjónustugjöldu
framlög ríkisin
annarra leiða t
sem geta fullko
fyrir þjónustun
fólkið á ofurlau
lokasamningan
á öðrum, að þei
eigum við að hu
að huga að útle
okkar heilbrigð
Fjármögnun
Nefndin leggur
húsþjónustu ve
ig að greiðslur
hluta til í formi
til verktengdar
fall verktengdr
nefndarinnar a
vera hvatning t
virkni. Telur ne
verði farið í fyr
inguna, er lagt til að þau verði sjö talsins.
Tilgangurinn er að styrkja stofnanir innan
hvers umdæmis og gera þær sjálfstæðari.
Í hverju umdæmi verði ein heilbrigð-
isstofnun sem veiti almenna heilbrigð-
isþjónustu sem þó geti veitt sérhæfðari
þjónustu í vissum tilvikum. Það verði ann-
ars LSH og FSA sem veiti sérhæfðustu
sjúkrahúsþjónustuna. Í frumvarpinu er
hlutverk LSH í raun skilgreint í fyrsta
sinn sem meginsjúkrahús landsins og há-
skólasjúkrahús sem veiti sérhæfða þjón-
ustu fyrir alla landsmenn og veiti almenna
þjónustu í sínu umdæmi. Þá er kveðið á
um ráðgefandi nefnd spítalans og stjórn-
arnefnd hans þar með felld niður. Hlut-
verk ráðgefandi nefndarinnar á að vera að
tryggja tengsl spítalans við þjóðfélagið,
styðja við starfsemi hans og veita stjórn-
endum ráðgjöf og álit.
Guðríður segir um 100 umsagnir hafa
borist vegna frumvarpsdraganna sem nú
fái meðferð hjá nefndinni. Er vonast til
þess að drögunum verði skilað til ráðherra
innan skamms. Siv Friðleifsdóttir heil-
brigðisráðherra sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hún teldi ákjósanlegt að frum-
varpið yrði lagt fram á yfirstandandi þingi
til skoðunar en að ólíklegt væri að hægt
yrði að afgreiða það frá þinginu þar sem
tíminn væri naumur.
„Jónínunefndin“ fer víða
Nefnd undir formennsku þingmannsins
Jónínu Bjartmarz, hefur frá árinu 2003
unnið að tillögum um endurskilgreiningu
verksviða innan heilbrigðisþjónustunnar. Í
fjölþættum tillögum nefndarinnar í skýrsl-
unni Hver gerir hvað í heilbrigðisþjónust-
unni? er tekið á mjög mörgum þáttum.
Þar er m.a. fjallað um verkaskiptingu milli
heilbrigðisstofnana og fjármögnun heil-
brigðisþjónustu framtíðarinnar frá ýmsum
Línurnar lagðar fyrir heilbrigðisþjónustu fram
Nauðsynlegt að
mæta á aukinni
Á að vera heimilt að greiða
fyrir forgang í heilbrigð-
isþjónustu? Þessum
spurningum er m.a. varp-
að fram í skýrslunni Hver
á að gera hvað í heilbrigð-
isþjónustunni? Sunna Ósk
Logadóttir sat kynning-
arfund þar sem einnig var
fjallað um drög að nýjum
heilbrigðislögum.
„VIÐ verðum sjálf, hvert og eitt okkar, að læra að taka me
um, og áratugum, muni einstaklingurinn og ábyrgð hans á
ismál. Forvarnir, lýðheilsa og ábyrgðin á eigin heilsufari e
því að reka öfluga, sérhæfða spítalaþjónustu, sagði Siv Fri
Einstaklingurinn axli ábyrgð á
HVERS KONAR ÞJÓÐFÉLAG
ER ÞETTA ORÐIÐ?
Fyrir nokkrum dögum fór fjöl-skyldufaðir út úr húsi með tvöbörn sín til þess að keyra þau í
píanótíma. Slíkur akstur með börn,
hvort sem er í tónlistartíma, íþrótta-
æfingu eða til einhvers náms eða
tómstundaiðju, er daglegt brauð hjá
fjölmörgum fjölskyldum um höfuð-
borgarsvæðið allt.
Í viðtali við Morgunblaðið í gær
segir fjölskyldufaðirinn:
„Þau voru nýfarin út úr bílnum og
ég á leið heim um Gagnveg, þegar ég
fann hressilegt högg og áttaði mig á,
að það hafði verið ekið aftan á mig.
Ég hélt ró minni og ætlaði að stöðva
bílinn eftir ákeyrsluna en þá fann ég
annan og verri skell dynja á bílnum.
Við það hrökk mælaborðið í sundur
og bíllinn þeyttist út fyrir veg og
snerist þversum.“
Þegar þessi friðsami borgari var að
komast til sjálfs sín eftir höggin tvö
leit hann út um hliðarrúðu bílsins. Þá
sá hann bílinn, sem ekið hafði á hann,
nálgast. „Þeir eltu mig út fyrir veginn
og óku af afli inn í vinstri hlið bílsins.“
Það liggur í augum uppi, að ef
börnin hefðu verið í bílnum hefðu þau
stórslasast.
Þetta er óhugnanlegur atburður.
Hann ætti að verða dropinn, sem fyll-
ir mælinn. Ofbeldisverk af margvís-
legu tagi færast í aukana. Það er því
miður ekki hægt að nota annað orð
yfir ákveðinn hóp í þessu þjóðfélagi
okkar en að þar sé glæpalýður á ferð.
Það er umhugsunarefni fyrir okkur
öll hvernig hann er orðinn til. En það
er ekki hægt að horfa fram hjá því, að
svo er. Og það er ekki lengur hægt að
taka þessa ofbeldismenn neinum
vettlingatökum.
Í stórborgum úti í heimi hefur tek-
izt ótrúlega vel að hreinsa götur
þeirra af ofbeldismönnum. Í því felst
ekki að ráðin hafi verið bót á þeim
þjóðfélagsmeinum, sem að baki
liggja.
Það er tímabært að stórauka lög-
gæzlu á höfuðborgarsvæðinu. Það
þýðir að ekki verður hjá því komizt að
fjölga lögreglumönnum, sem eru á
ferð.
Fólk getur ekki lengur búið óhult í
húsum sínum heldur verður hinn al-
menni borgari að kaupa dýra þjón-
ustu öryggisgæzlufyrirtækja, sem á
að einhverju leyti að auka öryggi
hans.
Fyrir allmörgum árum fylgdumst
við Íslendingar úr fjarlægð með um-
ræðum í löndum beggja vegna Atl-
antshafsins, sem gengu undir heitinu
Lög og reglur. Þær snerust um það
hvernig ætti að tryggja öryggi hins
almenna borgara. Við skildum tæpast
þessar umræður þá. Við skiljum þær
nú.
Umræður um öryggi hins almenna
borgara gagnvart glæpalýð, sem læt-
ur greipar sópa, eyðileggur eigur
fólks og stofnar lífi þess í hættu, eru
tímabærar. Svo vill til, að í vor fara
fram kosningar til sveitarstjórna.
Það er ástæða til að þessi málaflokk-
ur verði tekinn á dagskrá í þessum
umræðum og að kjósendur í hverju
sveitarfélagi a.m.k. á höfuðborgar-
svæðinu krefji stjórnmálaflokkana
sagna um það, hvernig þeir ætla að
tryggja öryggi almennra borgara í
þessu þjóðfélagi.
Árásin á friðsaman fjölskylduföð-
ur, sem fór um hábjartan dag að
keyra börn sín í skóla, sýnir að ekki
verður lengur undan því vikizt að
taka fast á þessum málum.
SKJÖLDUR FYRIR BÖRN
MEÐ GEÐRASKANIR
Skóli fyrir börn og unglinga meðgeðraskanir var formlega tek-
inn í notkun í Skjaldarvík í Hörg-
árbyggð, skammt norðan Akureyr-
ar, í fyrradag. Skólinn nefnist
Skjöldur og er sérdeild við Hlíð-
arskóla. Soffía Pálmadóttir og Erla
Hilmisdóttir, kennarar við skólann,
segja að þetta úrræði fyrir börn og
ungmenni með geðraskanir sé nýj-
ung. Aðdragandinn að stofnun
Skjaldar sé sívaxandi vandi lang-
veikra barna og unglinga með alvar-
legar geð- og þroskaraskanir, sem
átt hafi fá úrræði í skólakerfinu.
Það er við hæfi að Skjöldur sé
sérdeild við Hlíðarskóla vegna þess
að þar eru við nám 15 drengir, sem
flestir stríða við hegðunarerfiðleika.
Rekstur og ráðgjöf vegna Skjaldar
er á margra hendi og áhersla lögð á
að vinna þvert á faggreinar og
stofnanir. Að verkefninu standa Ak-
ureyrarbær, Barna- og unglinga-
geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri og Heilsugæslustöðin á
Akureyri ásamt Fjölskyldudeild
bæjarins. Markmiðið er að skapa
sérhæft og hnitmiðað nám og með-
ferð þannig að nemendum líði vel,
þeir þroskist og nái árangri í námi,
eins og kemur fram í frétt í Morg-
unblaðinu í gær. Lögð er áhersla á
þátttöku foreldra í starfi Skjaldar
og hefur hver nemandi sinn umsjón-
arkennara. Mest verða fimm nem-
endur í skólanum.
Skólastarfið verður fjölbreytt og
munu nemendur eiga þess kost að
hugsa um dýr, stunda útivist á borð
við siglingar og náttúruskoðun og
leggja stund á skógrækt þannig að
þeir gefi gaum að umhverfi sínu og
læri af því.
Akureyrarbær hefur lagt sérstaka
áherslu á að efla þjónustu við fatl-
aða frá því að hann gerði samning
þar að lútandi við félagsmálaráðu-
neytið árið 1997. Þar hefur verið
lögð áhersla á búsetu fjölfatlaðra og
haft að leiðarljósi að fólk með fötlun
eigi að geta valið sér búsetuform
líkt og aðrir borgarar. Sú uppbygg-
ingarstarfsemi, sem farið hefur
fram á Akureyri, er merkileg.
Skjöldur er hluti af þessari viðleitni
til að leyfa hverjum einstaklingi að
blómstra. Skóli á borð við Skjöld er
mikilvægur, enda er brýnt að börn
með alvarlegar geðraskanir fái
tækifæri og verði ekki fórnarlömb
úrræðaleysis.