Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ ERU liðnir nokkrir mánuðir frá því að Umhverfisþingi lauk. Þar lofaði Guðlaugur Þór í pallborðs- umræðum að taka til skoðunar þingsályktunartillögu Kolbrúnar Halldórs- dóttur sem miðar að því að koma hjólreiða- brautum í vegalög. Hér er á ferðinni mál sem á ekki á nokkurn hátt að telj- ast flokkspólitískt. Í raun hefði samgöngu- ráðuneytið átt að taka það upp hjá sjálfu sér fyrir mörgum árum með hliðsjón af al- mennu umferðarör- yggi og þeim breyt- ingum sem orðið hafa í samgöngumálum þjóðarinnar. Sagt er að Íslend- ingar séu 30 árum á eftir öðrum þjóðum í ýmsum efnum. Það á svo sannarlega við þegar kemur að sam- göngum. Það er ekki til það Samgöngu- ráðuneyti í nágranna- löndum okkar sem ekki lítur á hjólreiðar og hjólreiðabrautir sem hluta af fjölbreyttu samgöngukerfi nútíma- samfélags. Er það ekki síst í ljósi þess að síðastliðin 10–30 ár hafa ráðamenn í vestrænum löndum átt- að sig á því að einkabílavæðing al- mennings á sér enga framtíð. Því miður hefur það verið svo, þegar fyrrnefnd þingsályktun- artillaga hefur verið rædd á Al- þingi, að stjórnarmeirihlutinn hefur ekki sýnt málinu áhuga, heldur þvert á móti borið fyrir sig kostn- aðarauka ef tillagan fengi braut- argengi. Það bendir því til þess að þingmenn hafi ekki kynnt sér mál- ið. Í raun felur tillagan í sér að endurskoða nokkra úrelta þætti í umferðar- og vegalögum sem varða umferð í þéttbýli. Þeir sem ekki hafa áhuga á hjól- reiðum munu eflaust halda að hér sé mál í uppsiglingu í líkingu við það þegar hestamenn komu reið- vegum í vegalög. En svo er alls ekki. Hér er ekki verið að tala um hjólreiðabrautir meðfram öllum vegum landsins eða upp um fjöll og firnindi. Hér er fyrst og fremst verið að ræða frekara val um sam- göngur í þéttbýli og ekki síst að koma böndum á þá óreiðu sem nú ríkir í umferðar- og skipulags- málum í þéttbýli vegna úreltrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfé- laga. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg er nú þegar búin að leggja fyrstu aðgreindu hjól- reiðabraut landsins án þess að þeim hafi verið fundin staður í um- ferða- eða vegalögum. Hjólreiða- brautir munu fyrr en síðar þurfa meira og minna að samtvinnast ak- brautum. Það er því með eindæm- um ef samgönguráðuneytið ætlar að hunsa hjólreiðar eins og það hefur gert fram til þessa. Hönnuðir umferðarmannvirkja eru þegar farnir að leiða hugann að hjólreiða- brautum en eiga í erfiðleikum með að vinna verkið þar sem allar verk- lagsreglur vantar hér á landi. Þeir hafa því þurft að leita til vinnu- reglna annarra landa til að móta gerð þeirra. Það er hins vegar ekki alls kostar heppilegt þar sem ís- lensk umferðarmenning er á allt öðru stigi en í nágrannalöndum okkar. Hvers vegna samgöngu- ráðuneytið skilur ekki og lokar augunum fyrir mikilvægi hjólreiða þvert á það sem gerst hefur í ná- grannalöndum okkar er ráðgáta. Vera má að hér sé bara á ferð áhuga- og þekkingarleysi þar sem ekki er um vélknúna umferð að ræða. Þó að mikill hluti umferðar í þéttbýli séu reiðhjól og gangandi fólk er lítið tillit tekið til þess í samgöngu- eða umferðarörygg- isáætlunum. Enda hef- ur aldrei verið haft samband við hags- munaaðila við gerð þess háttar áætlana. Það hlýtur að teljast hagur samgöngu- ráðuneytisins að ganga svo frá málum að sam- spil allrar umferðar gangi greiðlega. Hagkvæmur samgöngukostur Í ört vaxandi borg- arsamfélagi er ákaf- lega mikilvægt að al- menningur eigi kost á vistvænum sam- göngum með hollum hætti. Það er því ekki aðeins samgöngu- ráðuneytið sem ætti að sýna hjólreiðum áhuga heldur einnig umhverf- is- og heilbrigðisráðu- neytið. Fram að þessu hafa yfirvöld einblínt á vélknúnar samgöngur, sem oftar en ekki hafa bitnað á öðrum samgöngum. Sér- stakar afmarkaðar hjólreiðabrautir myndu ekki einungis auka öryggi hjólreiðamanna heldur líka gang- andi vegfarenda þar sem hjólreiðar og umferð gangandi fólks á ekki samleið eftir sömu brautum. Þá er einnig ljóst að rýmra verður um bíla á akbrautum ef ökumenn kjósa að fara ferða sinna á hjóli. Greiðar og öruggar hjólreiðabrautir munu stuðla að aukinni notkun reiðhjóla sem samgöngutækja. Þær munu draga úr hávaða- og loftmengun, bæta lýðheilsu, minnka umferð- artafir á álagstímum og auka lífs- gæði borgarbúa. Vandamál vegna stefnuleysis stjórnvalda í samgöngumálum verða sífellt alvarlegri. Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að loftmengun frá bílaumferð er orðin allt of mikil. Hávaðamengun er eitt helsta umkvörtunarefni borgarbúa. Offita og hreyfing- arleysi er nú þegar eitt helsta heil- brigðisvandamál þjóðarinnar sem og losun gróðurhúsalofttegunda og almenn orkusóun. Það hefur sýnt sig í skemmti- og heilsuátaki ÍSÍ sem kallast „Hjólað í vinnuna“ að ekki vantar vilja al- mennings til þess að nota reiðhjól til og frá vinnu. Margir gefast hins vegar upp að lokum vegna að- stöðuleysis. Hér gildir það sama og með sundlaugarnar. Ef engar væru laugarnar þá stundaði enginn sund. Það vantar fyrst og fremst öruggar og greiðfærar samgönguleiðir, ekki síst milli sveitafélaga á höfuðborg- arsvæðinu, svo að fólk geti valið reiðhjól sem samgöngutæki. Þetta er eingöngu pólitískur vandi. Hér er ekki pláss til að sýna fram á arðsemi hjólreiðabrauta í tölum. En fyrir þá sem hafa áhuga á slíku má benda á að ýmislegt má finna í greinasafni á vef Lands- samtaka hjólreiðamanna, www.hjol.org. Ég hvet Guðlaug Þór til að efna loforð sitt frá því á Umhverf- isþinginu í nóvember sl. og koma þessu mjög svo þarfa máli í höfn. Er ekki kominn tími til að stjórn- völd sýni ódýrasta, vistvænasta og heilbrigðasta ferðamáta sem völ er á einhvern skilning? Guðlaugur Þór, láttu gott af þér leiða Magnús Bergsson fjallar um hjólreiðar og hvetur Guðlaug Þór Þórðarson til dáða Magnús Bergsson ’Er ekki kominntími til að stjórn- völd sýni ódýr- asta, vistvænasta og heilbrigðasta ferðamáta sem völ er á einhvern skilning?‘ Höfundur er stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna. Í ÁRSBYRJUN 2005 samþykkti ríkisstjórnin að skipuð yrði fjöl- skyldunefnd að tillögu forsætisráð- herra. Við skipan nefndarinnar þann 4. febrúar lét Halldór svo þessi orð falla: „Það er bjargföst trú mín að samheldin og ástrík fjölskylda sé kjarninn í hverju þjóð- félagi. Þann kjarna þarf að styrkja og treysta og við höfum komið til móts við breyttar kröfur með fæðingarorlofi fyrir báða foreldra, sem var mikið jafnréttismál. Að sama skapi höfum við lagt áherslu á að allir geti eignast sitt eigið húsnæði. En betur má ef duga skal. Ég hef því ákveðið að setja af stað vinnu við að meta stöðu ís- lensku fjölskyldunnar.“ Halldór Ás- grímsson. Þarna glöddumst við í hljóði og fögnuðum því að loksins kæmi að því að ríkisstjórnin ætlaði sér að meta stöðu íslensku fjölskyldunnar og þar á meðal einstæðra foreldra. Hugtakið „fjölskylda“ virðist þó ekki ná til allra fjölskylduforma hjá ríkisstjórninni, því við skipan nefndarinnar kom aldrei til greina að leita eftir fulltrúa frá einstæðum foreldrum sem þó eru yfir 12.000 manns. Og þrátt fyrir ítrekaðar kröfur og óskir forsvarsmanna Fé- lags einstæðra foreldra þá hefur Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra og Björn Ingi, aðstoðarmaður forsætisráðherra og formaður fjöl- skyldunefndar, ítrekað neitað félag- inu um hvers konar þátttöku í starfi nefndarinnar, jafnt um sæti í nefnd- inni og áheyrnarfulltrúa. Varð það tillaga ráðuneytisins í lokabréfi sínu að einstæðir foreldrar skyldu skrá sig í önnur félög sem nú þegar hafa fulltrúa í fjölskyldunefnd. Það er augljóst að okkur var ekki ætluð þátttaka og að ekki stæði til að at- huga sérstaklega málefni einstæðra foreldra. Nú ári síðar hefur nefndin ekki tekið upp eitt málefni er varð- ar einstæða foreldra og börn þeirra og ætlar seint að taka við sér í þeim málefnum. Það er krafa okkar að fá að taka beinan þátt í störfum nefndarinnar og frá því víkjum við ekki. Það sem varðar fæðingarorlof Þegar fæðingarorlof var fest í lög gleymdist aftur að huga að öðru fjölskylduformi en sambúðar- og hjóna- fólki. Foreldrum og börnum er með þess- um lögum gert kleift að vera heima með barnið fyrstu 9 mánuði af ævi þess. Þetta eru forréttindi sem þó allir fá ekki að njóta. Þær mæður sem vegna ým- issa ástæðna hafa ekki maka til að sinna nýfæddu barni eru neyddar til að ljúka fæðing- arorlofi þegar barnið er orðið 6 mánaða, nema skerða laun og lengja orlofið. Þrátt fyrir ábend- ingar og ítrekaðar kröfur til félags- málaráðherra frá því í ágúst 2004 um að leiðrétta þennan galla í fæð- ingarorlofskerfinu hefur Árni Magnússon látið það alveg ógert að svara erindum hvað þetta varðar sem og koma með lausn á því órétt- læti sem þar á sér stað. Húsnæðismál Í dag er staða húsnæðislána og húsnæðismála þannig að nánast ómögulegt er fyrir einstætt foreldri að festa sér kaup á húsnæði á höf- uðborgarsvæðinu. Ekki standa þeim til boða sértæk lán sem miða við aðstæður, laun og eignir og þurfa að lágmarki að eiga 2.500.000 kr. til útborgunar og hafa 197.000 kr. til ráðstöfunar, að öðru leyti geta þau ekki eignast húsnæði. Þeir einstæðu foreldrar sem þó hafa átt eða getað keypt sér húsnæði sitja ekki við sama borð og sambúðar- og hjónafólk hvað varðar vaxtabætur og eignatengingu. Réttur til vaxta- bóta fellur niður hjá einstæðu for- eldri þegar nettóeign þess er orðin 5,9 milljónir króna, en það gerist ekki fyrr en 3,9 milljónum seinna hjá sambúðar- og hjónafólki eða þegar nettóeign þess er orðin 9,8 milljónir. Þar að auki eru hámarks vaxtabætur einstæðra foreldra rúmum 62.000 lægri en hjá sam- búðar- og hjónafólki. Í þessu felst gífurlegur ójöfnuður. Nú spyrjum við Hvar er fjölskyldustefna rík- istjórnarinnar í málefnum 12.000 einstæðra foreldra og 20.000 barna einstæðra foreldra? Hvaða hlutverk ætlar forsætisráðherra og rík- isstjórn einstæðum foreldrum í þjóðfélaginu? Því fá ekki öll börn möguleika á að vera 9 mánuði heima hjá foreldri í fæðingarorlofi? Hvernig stendur á því að aðeins hluti einstæðra foreldra á kost á húsnæðisláni, hvernig hyggst rík- isstjórnin létta undir með ein- stæðum foreldrum og hvar í ósköp- unum eru mæðra- og feðralaunin, hyggst ríkisstjórnin eitthvað lag- færa þau til hins betra eða er ætl- unin að útrýma eða leggja niður mæðra- og feðralaun að öllu leyti? Og síðast en ekki síst, er það enn skýr stefna hjá Halldóri Ásgríms- syni forsætisráðherra og Birni Inga, formanni fjölskyldunefndar, að halda forsvarsmönnum ein- stæðra foreldra algerlega frá störf- um fjölskyldunefndarinnar, eða verður einstæðum foreldrum að einhverju leyti boðin þátttaka í starfi nefndarinnar? Opið bréf til ríkis- stjórnarinnar Ingimundur Sveinn Pétursson fjallar um fjölskyldunefnd ’… er það enn skýrstefna hjá Halldóri Ás- grímssyni forsætisráð- herra og Birni Inga, for- manni fjölskyldunefndar, að halda forsvarsmönn- um einstæðra foreldra al- gerlega frá störfum fjöl- skyldunefndarinnar …‘ Ingimundur Sveinn Pétursson Höfundur er formaður Félags einstæðra foreldra. FRELSI til athafna er mörgum manninum hugleikið og ekkert nema gott um það að segja. En frelsi fylgir ábyrgð. Það er grund- vallaratriði í umræðu um frelsi sem ekki má gleymast. Sá sem reykir t.d. í flugvél sem er full af farþegum setur mörg mannslíf í stórhættu ef hann slær vindlinga- glóð annars staðar en í öskubakka. Ef hon- um er frjálst að reykja í flugvél er honum ekki líka frjálst að slá glóðinni þangað sem honum sýnist? Ekki er þörf á því að glíma við þessa spurningu þar sem reykingar eru al- mennt ekki leyfðar í farþegaflugvélum nú á tímum. Það eru hins vegar ekki mörg ár síðan það þótti sjálfsagt að reykja í farþegaflug- vélum. Á tímabili var leyft að reykja í hluta farþegarýmis. Ég man ekki betur en að talsmenn frelsis teldu bann við reykingum í farþegaflugvélum brot á frelsi ein- staklingsins til athafna. Frelsi án ábyrgðar. Kjörnir fulltrúar á Al- þingi hafa sett leikreglur um ým- islegt í okkar samfélagi sem snert- ir lýðheilsu. Börn mega t.d. ekki kaupa tóbak. Neysla reyktóbaks er bönnuð á ákveðnum stöðum. Ákveðnar reglur gilda um meðferð matvæla í því skyni m.a. að koma í veg fyrir heilsutjón, þá gilda sér- stakar reglur um byggingu húsa, frágang rafmagns í húsum, frá- rennsli, meðferð ýmis konar úr- gangs, og margt fleira, einnig með sjónarmið lýðheilsu í huga. Jafn- framt gilda reglur um holl- ustuhætti á vinnustöðum. Enn- fremur um meðferð eiturefna. Almenn sátt virðist ríkja um að sú þróun sem hef- ur átt sér stað á þess- um sviðum á und- angengum áratugum sé til hagsbóta fyrir þjóðina. Engum blöð- um er um eituráhrif tóbaksreyks að fletta. Smátt og smátt hafa þróast reglur í því skyni að hlífa meiri- hluta þjóðarinnar sem ekki neytir reyktób- aks við áhrifum reyksins. Enn þann dag í dag þarf starfsfólk á veitingahúsum hér á landi að búa við mengun á vinnustað, mengun af tóbaksreyk. Í landi því sem gjarnan kemur upp í hugann þeg- ar frelsi einstaklings til athafna ber á góma þ.e. Bandaríki Norð- ur-Ameríku er að finna frumkvæði að næsta skrefi í þessum efnum, þ.e.a.s. banni við reykingum á veitingahúsum. Ýmis lönd Evrópu hafa fylgt í kjölfarið og í öðrum löndum, þ. á m. á Íslandi, hefur umræða um málið átt sér stað og virðist ríkja sátt meðal talsmanna lýðheilsusjónarmiða og hags- munaaðila þ.e. veitingahúsaeig- enda. Frumvarp heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um bann við tóbaksreykingum á veitinga- húsum hefur litið dagsins ljós á hinu háa Alþingi þar sem sitja fulltrúar kjörnir til starfa í al- mannaþágu. Mun frelsi án ábyrgð- ar verða tekið fram yfir sjónarmið lýðheilsu eða munu alþingismenn sýna ábyrgð og taka skref með öðrum frumkvöðlum í þessu efni austan hafs og vestan og veita frumvarpinu brautargengi? Frelsi og tóbaksreykur Jón Steinar Jónsson fjallar um reykingar ’Mun frelsi án ábyrgðarverða tekið fram yfir sjónarmið lýðheilsu eða munu alþingismenn sýna ábyrgð og taka skref með öðrum frumkvöðlum í þessu efni austan hafs og vestan og veita frum- varpinu brautargengi?‘ Jón Steinar Jónsson Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.