Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 34
„VIÐ sváfum eiginlega með augun opin fyrstu tvær næturnar,“ segir Ingvar Örn Ákason, framkvæmda- stjóri handknattleiksdeildar KR, um hótelgistingu sem hann fann á net- inu. Ingvar var staddur í New York nýlega ásamt systur sinni, Jónínu Ásdísi, og erindi þeirra var að fara á tónleika með hljómsveitinni Life- house. „Hótelið heitir Hotel Penn- sylvania og ég pantaði það í gegnum netið,“ heldur Ingvar áfram. „Mynd- irnar á netinu voru rosalega flottar en þær voru örugglega teknar þegar hótelið var nýbyggt og það er nokk- uð komið til ára sinna og orðið freeekar ógeðslegt.“ Fólki var ráð- lagt að setja öryggislásinn á þegar komið væri upp á herbergið. „Sá lás var hins vegar brotinn og við gátum þess vegna ekki læst. Þetta var mjög sérstakt, en kannski bara sjarm- erandi að kynnast því líka.“ Ingvar fór nokkuð sérstaka leið í því að skipuleggja ferðina til New York því að hann byrjaði á að tryggja sér miða á tónleikana og svo var farið í að útvega flugmiða. „Það var ákveðið bara nóttina áður en ég fór út að Jónína kæmi með. Ég er búinn að halda lengi upp á þessa hljómsveit, Lifehouse, og Jónína hefur smitast aðeins af áhuga mín- um. Hún spurði mig hvort hún mætti koma með mér og ég hugsaði bara; af hverju ekki?“ Þannig að það varð úr að þau fóru bæði. „Við fórum líka á tvo NBA-leiki. Sáum New Jersey Nets leika gegn Miami Heat og New York Knicks á móti Houston Rockets. Seinni leik- urinn var í Madison Square Garden, sem er hinumegin við götuna við hót- elið, þannig að það var ekki allt slæmt við hótelið,“ segir Ingvar og hlær. „Hótelið var nefnilega á mjög góðum stað og við gátum labbað um allt.“ Sem dæmi nefnir hann að Empire State-byggingin sé við hlið- ina á hótelinu. Ólýsanlegir tónleikar Fyrsta kvöldið ákváðu þau að rölta aðeins um Manhattan. „Við vorum nú svolítið skelkuð til að byrja með, aðallega vegna mannfjöldans.“ Hræðslan var ekki ríkjandi lengi því að þau fundu sig vel heima á Man- hattan. „Þetta lagaðist nú fljótt því eftir klukkutíma leið okkur bara eins og við ættum heima þarna, við viss- um hvar allt var og svona. Manni líð- ur svo vel þarna,“ segir Ingvar léttur í bragði og útskýrir að allir hafi ein- faldlega verið svo viðkunnanlegir og einstaklega kurteisir. Það var mikil upplifun fyrir systk- inin að fara á tónleikana sem voru tilefni ferðalagsins og þeir stóðu fyllilega undir væntingum. „Tónleikarnir voru ólýsanlegir,“ segir Ingvar. „Þetta var mjög lítill staður, helmingi minni en Nasa, og sviðið jafnlangt og kannski tveir bílar,“ lýsir hann. „Mér var sagt að ef ég ætlaði að vera framarlega yrði ég að mæta snemma í röð. Við mætt- um mjög snemma, eða um hádegi, og húsið var opnað klukkan átta.“ Þau biðu þess vegna úti í um átta klukku- stundir. „Í einhverjum mesta kulda sem ég hef upplifað á ævinni,“ segir Ingvar en bætir við að biðin hafi ver- ið fyllilega þess virði og óþægindin lítilvæg miðað við hvað tónleikarnir voru frábærir. Þau systkinin könnuðu veitinga- húsamenninguna lítillega og Ingvar nefnir sérstaklega Skylight Diner. „Það er staður eins og maður sér í bíómyndunum, þar eru borð á milli tveggja langra sófa, svona eins og í Seinfeld-þáttunum.“ Hooters sló líka í gegn hjá þessum ungu systkinum og Ingvar segir að koman þangað sé með því eftirminnilegra úr ferðinni. Ingvari er ekkert sérstaklega vel við að fljúga. „Ég er bara eins flug- hræddur og hægt er að vera,“ segir hann. „Ég gerði ráðstafanir áður en ég fór, kvaddi mína bestu vini sér- staklega, ef eitthvað skyldi koma upp á. Ég býst alltaf við því að hver flug- ferð verði mín hinsta,“ útskýrir hann en getur samt ekki annað en hlegið. „Ég var mjög hræddur á leiðinni út, við vorum vöruð við hristingi og þeg- ar boðið var upp á djús rétt á meðan hristingurinn varði svaraði ég því til að ég ætlaði ekkert að vera að drekka djús á meðan ég horfði á vænginn titra svona!“ Og það var ekki allt. „Á leiðinni út vorum við rétt sest inn í vél þegar okkur var til- kynnt að flugtak myndi tefjast af því að það vantaði varahlut í vélina. Við þurftum að fara frá borði og í klukkutíma horfði ég á viðgerð- armenn berja í hreyfilinn með hamri, það vantaði sem sé ekkert varahlut heldur var eitthvað að hreyflinum,“ segir Ingvar og skellihlær þegar hann rifjar þetta upp. „Svo ypptu þessir menn bara öxlum og hristu hausinn og þá fengum við tilkynn- ingu um að við mættum fara um borð aftur!“ segir Ingvar Örn Ákason að lokum og bætir því við að hann hlakki mikið til að fara aftur til út- landa, þrátt fyrir alla flughræðslu.  FERÐALÖG | Logandi hræddur í flugvélinni Það eina góða við hótelið var staðsetningin. Jónína Ás- dís í Empire State-byggingunni sem er við hliðina á Hotel Pennsylvania. Í átta klukkutíma í biðröð í mesta kulda sem hann hef- ur upplifað. Ingvar og Jónína voru fyrst ein í biðröðinni ásamt tveimur stúlkum frá New Jersey. Á tónleikunum var Ingvar með stórt spjald þar sem hann vakti athygli á því að hann hefði komið alla leið frá Íslandi til að fara á tónleikana með Lifehouse. Jason Wade, söngvara hljómsveitarinnar, þótti þetta merkilegt og gaf sig á tal við Ingvar af þessu tilefni á tónleikunum. Fundu sig heima á Manhattan sia@mbl.is 34 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Kynningarfundir samgönguráðherra um Fjarskiptaáætlun til ársins 2010 Patreksfjörður Félagsheimilið Sunnudagur 12. mars kl. 14:00 Ólafsfjörður Félagsh. Tjarnaborg Þriðjudagur 14. mars kl. 20:00 Siglufjörður Bíó Café Miðvikudagur 15. mars kl. 20:00 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. Afgreiðslugjöld á flugvöllum. Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna, og rútur með/án bílstjóra. Höfum bíla með dráttarkrók og smárútur, allt að 14 manna. Smárútur fyrir hjólastóla. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum - frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni. - Þið takið húsið frá í 3 daga án greiðslu og við staðfestum síðan og sendum samning og greiðsluseðla. Einnig má greiða með greiðslukorti. LALANDIA Útvegum sumarhús í Lalandia, einhverju skemmtilegasta orlofshverfi Danmerkur. Lágmarksleiga 2 dagar. Húsbílar, hjólhýsi fyrir VM 2006 Höfum nokkra húsbíla fyrir VM 2006 í Þýskalandi til afgreiðslu frá Kaupmanna- höfn og Flensborg. Getum útvegað hjólhýsi og bíla með dráttarkrók. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Fylkir.is ferðaskrifstofa sími 456 3745 Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Gönguferð á suðurströnd Tyrklands Úrval-Útsýn og Göngu-Hrólfur bjóða upp á gönguferð á suðurströnd Tyrk- lands, vikuna 22. apríl –1. maí Gengið verður um valda hluta „Lýkíu- leiðarinnar“ – fyrstu merktu göngu- leiðar Tyrklands. Hún er 500 kílómetra löng, var opnuð almenningi árið 2000 og var þá strax valin ein af tíu bestu gönguleiðum í heiminum af tímaritinu Sunday Times. Flogið verður til Antalía og haldið þaðan beint til sveitaþorpsins Cirali undir hlíðum Ólymposfjallsins þar sem dvalið verður sex nætur, næstu fimm nætur er síðan gist í Kas, gömlu fiskiþorpi á rústum fornborgarinnar Antipellos. Verð á mann í tvíbýli er 121.600 og er þá allt innifalið nema drykkir. Lífsstíls- og heilsunámskeið fyrir konur í Orlando Lsstíls- og heilsunámskeið voru stofnuð til þess að gefa konum kost á að læra að láta sér líða betur og líta vel út á sama tíma með aðstoð rétts hugs- unarháttar, líkamsþjálfunar og nær- ingar. Í fréttatilkynningu frá Betra formi kem- ur fram að námskeiðin standi yfir viku í senn og séu samspil persónusniðinnar líkamsþjálfunar, réttrar næringar, sjálf- styrkingar og fyrirlestra. Hægt er að framlengja, og taka tveggja vikna nám- skeið. Skipulögð dagskrá er frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 2 eftir hádegi. Reyndir þjálfarar stjórna námskeiðinu og verða aldrei fleiri en 6 til 8 konur um hvern þjálfara þannig að hægt sé að laga námskeiðin að þörfum hverrar og einnar. Gist er í 10–12 manna lúx- usvillum með einkasundlaugum og frá- bærri aðstöðu. Innifalinn í námskeiðinu er morgunverður og hádegisverður ásamt tveimur millimáltíðum á hverjum degi. Þetta er sannkölluð dekurferð fyr- ir sál og líkama og er tekið á móti þátt- takendum með veglegum gjafakörfum, snyrtivörum og sloppi til að tryggja ógleymanlega ferð. Tuscan Hill í Kissimmee, Orlando, er hrein paradís, veður þessa fyrstu mán- uði sumars frábært og nóg að gera við lausan tíma sem skapast. Sjónvarps- konan Sigríður Arnardóttir, Sirrý, verð- ur með í fyrstu ferðinni og býður upp á þjálfun í öruggri tjáningu, auknu sjálfs- trausti og framsækni. Létt verkefni og æfingar til að styrkja sál og líkama í sól- inni. Til að tryggja að þátttakendur haldi áfram eftir að heim kemur fylgir mán- aðarkort á líkamsræktarstöð í Reykja- vík. Sérstakt kynningartilboð gildir á fyrstu tvö námskeiðin. Allar frek- ari upplýsingar má finna á Lífs- stíls- og heilsunámskeið, www.lifs- stillogheilsa.net. Einnig er fyrirspurnum svarað á bok- anir@lifsstillogheilsa.net. Morgunblaðið/Ómar NÝR ferðavefur verður formlega opnaður í dag klukkan 13. Að vefnum standa félagarnir Einar Hjaltason og Axel Gunnlaugsson, sem báðir starfa sem forritarar, og Sigurður Gunnarsson, sem starfað hefur í ferðabransanum. Þeir hafa stofnað fyrirtækið Ferðatorg ehf. í kringum vef- inn og er vefslóðin www.ferdatorg.is. Vefurinn er algjörlega sjálfstætt framtak þre- menninganna, en þeir hafa nú fengið til liðs við sig allar innlendar ferðaskrifstofur, sem eru með ferðaskrifstofuleyfi og bjóða Íslendingum ferðir út í heim. Um er að ræða 22 ferðaskrif- stofur, stórar sem smáar. „Við leggjum ríka áherslu á að vera í sam- starfi við alvöru ferðaskrifstofur, sem eru að bjóða upp á margvíslegar pakkaferðir til út- landa. Hér er á ferðinni fyrsti og eini safnvef- urinn, þar sem notendur fá nánast tæmandi upplýsingar um ferðir og ferðategundir sem eru í boði á ákveðnum tímabilum. Ef einhver fær t.d. þá hugdettu að langa í gönguferð til útlanda í ágúst, þá getur hann einfaldlega leitað að öllum gönguferðum, sem íslensku ferðaskrifstofurnar eru að bjóða, undir flokknum hreyfi- og útivist- arferðir, á tilteknu tímabili. Lítist mönnum á einhverja ferð, er hægt að fara beint af ferda- torgi.is og yfir í bókunarkerfi viðkomandi ferða- skrifstofa,“ segir Einar og bætir við að ferða- torgið taki yfir allar tegundir ferða svo sem golf- og íþróttaferðir, sólarlandaferðir, menning- arferðir, gönguferðir og svo framvegis. Á síð- unni finnur ferðamaðurinn svör við algengum spurningum. Sérstök síða geymir tilboðssíðu ef ferðatilboð bjóðast hjá viðkomandi ferðaskrif- stofum auk þess sem til stendur að efna til ferðaleikja af og til á vefnum.  FERÐALÖG | Allar utanlandsferðir á glænýjum ferðavef fyrir Íslendinga Fyrir ferðaþyrsta Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.