Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 61
NÝLEGA var opnaður vefur um
vímuefnamál og forvarnir og er
hýstur á slóðinni www.edru.is. Við-
staddur formlega opnun var Rafn
Jónsson, verkefnastjóri í áfengis-
og vímuvörnum hjá Lýðheilsustöð,
ásamt eigendum og umsjónarað-
ilum vefsins. Það eru samtökin
ÍUT-forvarnir sem eiga og reka
edru.is, en með tilstyrk fjölmargra
fyrirtækja í landinu, velunnara ÍUT
og Samstarfsráðs um forvarnir,
hefur vefsvæðið nú verið opnað fyr-
ir almenna umferð.
Vefsíðunni er ætlað að vekja at-
hygli og áhuga ungs fólks á Íslandi
á vímulausum lífsstíl, vera fræð-
andi um skaðsemi fíkniefna og upp-
lýsandi um þær hliðar á afleið-
ingum fíkniefna sem oft eru faldar
fyrir ungu fólki í þeim tilgangi að
laða þau að neyslu efnanna. Um leið
og boðið er uppá upplýsingar um
skaðsemi fíkniefna, er vefnum ætl-
að að gera vímulausan lífsstíl aðlað-
andi fyrir ungt fólk og síðar meir
verði hægt að bjóða gestum þátt-
töku í netklúbbastarfi með sér-
aðgangi að skemmtilegum leikjum
og verðlaunamöguleikum.
Ritnefnd edru.is er skipuð fólki á
öllum aldri, en sérstakir rýnihópar
unglinga vinna við framleiðslu efnis
og útlits fyrir vefinn. Vefstjóri
edru.is er Sigrún Einarsdóttir,
nemi í margmiðlunarfræðum.
Rafn Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð (t.h.), opnar hér forvarnavefinn edru.is að
viðstöddum gestum. Hjá Rafni stendur Sigrún Einarsdóttir, vefstjóri edru.is.
Vímulaus lífsstíll á netinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 61
FRÉTTIR
FYRSTA keppnishelgin af nítján í
Formúla 1 kappakstrinum hefst
um næstu helgi með móti á Sak-
hir-brautinni í Barein. Ríkissjón-
varpið verður með útsendingar
frá öllum keppnunum ásamt
tímatökum, alls 38 beinar útsend-
ingar á árinu. Skrifað var undir
samninga við innlend fyrirtæki
um kostun á útsendingunum í
gær. Um leið var keppnisfyr-
irkomulag og fyrirkomulag út-
sendinga kynnt blaðamönnum.
Sem fyrr verður það Gunn-
laugur Rögnvaldsson sem hefur
umsjón með Formúlunni í sjón-
varpinu og honum til aðstoðar
verður rallkappinn Rúnar Jóns-
son. Sýnt verður frá tímatökum í
Evrópukappakstrinum laug-
ardögum en breytt útfærsla verð-
ur á þeim. Þrjár 20 mínútna um-
ferðir verða eknar og í síðustu
umferðinni keppa 10 fljótustu
ökumennirnir um besta stað á
ráslínu. Kappaksturinn sjálfur fer
svo fram á sunnudögum og hefst
kl. 12 í Evrópu en á öðrum tíma í
Asíu og Norður-Ameríku. Hann
stendur yfir í 120–140 mínútur. Á
undan útsendingu er upphitun
með gestum og fróðleikur í
myndveri áður en kappakstur
hefst.
Gunnlaugur segir að stærstu
breytingar á þessu keppn-
istímabili felist í því að keppn-
isbílarnir eru núna með V8 vélum
í stað V10 véla sem eru um 200
hestöflum aflminni. Í staðinn
kemur að leyfð verða dekkja-
skipti á ný og spá þeir félagar,
Gunnlaugur og Rúnar, að lítið
muni draga úr hraða bílanna
þrátt fyrir vélarbreytingarnar
þar sem ökuþórarnir muni síður
spara dekkin og keyra bílana á
hærri vélarsnúningi en áður. Það
hafi reyndar komið í ljós á æfing-
um að undanförnu að bílarnir eru
að klára sig á svipuðum tíma og í
fyrra svo ekki virðast vélarbreyt-
ingarnar ætla að hafa áhrif á
keppnirnar.
Á miðvikudagskvöldum verður
sérstakur Formúlu 1 þáttur sem
er sýndur fyrir mótshelgarnar.
Spjallað verður við ökumenn,
rætt við tæknimenn og skyggnst
bak við tjöldin í Formúlu 1.
Formúlan að hefjast
*+' ,(& -
. /'
%( %% %5%8*'<
%%5%&
8?.
% %
%)4%2*)- %C- )-%8
36
- %B**%* *%*%3
9%
'""
8
,$% " '. =
=
=
=
=
=!
=
=
!=
=
=
=
=
=
=
=
C?
C?
C?
C?
C?
?
?
!#
&#
&#
&#
D )
C 5
> 5
3 )%C 5)$
EF#
)
D 6*)
C$) D )-
) -
D )- 5 )
8 )-
,4 )-
G)(? )-
B
)-
5
5)
9 )
D 5
1 ! *
/
"##
7
"##
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
8) )-%*) *
!!
!
)
B>
%%)-
4))
%%)-
4))
%%)-
4))
!H%%)-
4))
C6I )
8
B*
*
A '
2*)- -%D
DCA%3
#
C8 B**%* * 3
9%
J
Reuters
TILLAGA uppstillingarnefndar að
framboðslista sjálfstæðismanna í
Mosfellsbæ vegna sveitarstjórnar-
kosninga 2006 var samþykktur á
fundi fulltrúaráðs í febrúar sl.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæj-
arstjóri mun leiða listann sem skipa
sjö karlar og sjö konur og skipa nú-
verandi bæjarfulltrúar sömu sæti á
listanum og þeir gera í dag. Magnús
Sigsteinsson var formaður uppstill-
ingarnefndar. Listann skipa:
1. Ragnheiður Ríkharðsdóttir
bæjarstjóri
2. Haraldur Sverrisson formaður
bæjarráðs
3. Herdís Sigurjónsdóttir forseti
bæjarstjórnar
4. Hafsteinn Pálsson bæjar-
fultrúi
5. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson
vinnumarkaðsfræðingur
6. Bryndís Haraldsdóttir mark-
aðsfræðingur og varabæjarfulltrúi
7. Bjarki Sigurðsson rafvirki og
varabæjarfulltrúi
8. Agla Elísabet Hendriksdóttir
sjóðsstjóri
9. Hilmar Stefánsson svæð-
anuddari
10. Elín Karítas Bjarnadóttir
hjúkrunarfræðingur
11. Theódór Kristjánsson lög-
reglumaður
12. Katrín Dögg Hilmarsdóttir há-
skólanemi
13. Grétar Snær Hjartarson gang-
brautarvörður
14. Klara Sigurðardóttir varabæj-
arfulltrúi
Listi sjálfstæðis-
manna í Mosfellsbæ
STARFSMANNAFÉLAG Reykja-
víkurborgar lýsir vanþóknun sinni
á seinagangi Orkuveitu Reykjavík-
ur sf. og Félagsbústaða hf. við gerð
nýrra kjarasamninga við félagið.
Ályktun þessa efnis var samþykkt á
aðalfundi félagsins.
„Fundurinn skorar á þessi öflugu
fyrirtæki, að fallast nú þegar á
réttlátar og eðlilegar kröfur St.Rv.,
og setja sig þannig í hóp annarra
viðsemjenda félagsins sem á und-
anförnum vikum hafa gert viðun-
andi átak í að leiðrétta laun sinna
starfsmanna.“
Á fundinum var einnig samþykkt
ályktun þar sem lögð er áherslu á
góða og trausta almannaþjónustu.
„Forsenda kraftmikils samfélags og
blómlegs atvinnulífs eru góð heil-
brigðis- og félagsþjónusta, lifandi
mennta- og menningarstofnanir,
æskulýðsstarf, góðar almannasam-
göngur og traust veitukerfi raf-
magns, vatns og skólps.
Á undanförnum árum hefur
þeirrar tilhneigingar gætt í vaxandi
mæli, bæði hjá ríki og sveitarfélög-
um, að markaðsvæða þessa grunn-
þjónustu samfélagsins og liggja nú
fyrir Alþingi fjölmörg frumvörp
þessa efnis. Þar má nefna frumvarp
um að Rafmagnsveitur ríkisins
verði gerðar að hlutafélagi, rann-
sóknarstofnanir sem gegna örygg-
ishlutverki í matvælaiðnaði stendur
til að hlutafélagavæða svo og flug-
málastjórn að ógleymdu Ríkisút-
varpinu. Hlutafélagavæðing hefur
nánast undantekningarlaust verið
undanfari sölu viðkomandi starf-
semi.
Við þessari stefnu varar aðal-
fundurinn mjög eindregið. Með
hlutafélagavæðingu og einkavæð-
ingu eru kjör og réttindi almennra
starfsmanna rýrð, dregið er úr
gegnsæi starfseminnar og notendur
bera iðulega skarðan hlut frá borði
eftir að gróðasjónarmið ráða fyrst
og fremst för.“
Á aðalfundinum var Garðar
Hilmarsson kjörinn formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar. Sjöfn Ingólfsdóttir, sem
verið hefur formaður undanfarin
ár, gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs.
Skorar á OR og
Félagsbústaði
að semja
AÐALFUNDUR Félags dönsku-
kennara skorar á stjórn Kennara-
sambands Íslands að standa vörð
um hagsmuni skóla og nemenda
með því að koma í veg fyrir að sú
skerðing sem fyrirhuguð er með
styttingu náms til stúdentsprófs
nái fram að ganga.
„Styttingin mun fela í sér skerð-
ingu á menntun Íslendinga í nor-
rænum tungumálum og getur haft
alvarleg áhrif á framtíðarmögu-
leika íslenskra ungmenna hvað
varðar aðgengi að framhaldsnámi í
Danmörku og tengingu þeirra við
norrænt samstarf og menningu.
Í alþjóðavæddu samfélagi nú-
tímans er norrænt samstarf mjög
mikilvægt til þess að styrkja stöðu
smærri þjóða. Minni menntun í
norrænum málum getur haft nei-
kvæð áhrif á þátttöku Íslendinga í
því samstarfi og ýmsa styrktar-
möguleika úr norrænum sjóðum til
mennta- og menningarmála. Góð
og almenn tungumálakunnátta
opnar dyr að alþjóðasamfélaginu
og dönskukunnátta færir okkur
nær nágrönnum okkar og samherj-
um á Norðurlöndunum.“
Dönskukennarar mót-
mæla styttingu náms