Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 61
NÝLEGA var opnaður vefur um vímuefnamál og forvarnir og er hýstur á slóðinni www.edru.is. Við- staddur formlega opnun var Rafn Jónsson, verkefnastjóri í áfengis- og vímuvörnum hjá Lýðheilsustöð, ásamt eigendum og umsjónarað- ilum vefsins. Það eru samtökin ÍUT-forvarnir sem eiga og reka edru.is, en með tilstyrk fjölmargra fyrirtækja í landinu, velunnara ÍUT og Samstarfsráðs um forvarnir, hefur vefsvæðið nú verið opnað fyr- ir almenna umferð. Vefsíðunni er ætlað að vekja at- hygli og áhuga ungs fólks á Íslandi á vímulausum lífsstíl, vera fræð- andi um skaðsemi fíkniefna og upp- lýsandi um þær hliðar á afleið- ingum fíkniefna sem oft eru faldar fyrir ungu fólki í þeim tilgangi að laða þau að neyslu efnanna. Um leið og boðið er uppá upplýsingar um skaðsemi fíkniefna, er vefnum ætl- að að gera vímulausan lífsstíl aðlað- andi fyrir ungt fólk og síðar meir verði hægt að bjóða gestum þátt- töku í netklúbbastarfi með sér- aðgangi að skemmtilegum leikjum og verðlaunamöguleikum. Ritnefnd edru.is er skipuð fólki á öllum aldri, en sérstakir rýnihópar unglinga vinna við framleiðslu efnis og útlits fyrir vefinn. Vefstjóri edru.is er Sigrún Einarsdóttir, nemi í margmiðlunarfræðum. Rafn Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð (t.h.), opnar hér forvarnavefinn edru.is að viðstöddum gestum. Hjá Rafni stendur Sigrún Einarsdóttir, vefstjóri edru.is. Vímulaus lífsstíll á netinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 61 FRÉTTIR FYRSTA keppnishelgin af nítján í Formúla 1 kappakstrinum hefst um næstu helgi með móti á Sak- hir-brautinni í Barein. Ríkissjón- varpið verður með útsendingar frá öllum keppnunum ásamt tímatökum, alls 38 beinar útsend- ingar á árinu. Skrifað var undir samninga við innlend fyrirtæki um kostun á útsendingunum í gær. Um leið var keppnisfyr- irkomulag og fyrirkomulag út- sendinga kynnt blaðamönnum. Sem fyrr verður það Gunn- laugur Rögnvaldsson sem hefur umsjón með Formúlunni í sjón- varpinu og honum til aðstoðar verður rallkappinn Rúnar Jóns- son. Sýnt verður frá tímatökum í Evrópukappakstrinum laug- ardögum en breytt útfærsla verð- ur á þeim. Þrjár 20 mínútna um- ferðir verða eknar og í síðustu umferðinni keppa 10 fljótustu ökumennirnir um besta stað á ráslínu. Kappaksturinn sjálfur fer svo fram á sunnudögum og hefst kl. 12 í Evrópu en á öðrum tíma í Asíu og Norður-Ameríku. Hann stendur yfir í 120–140 mínútur. Á undan útsendingu er upphitun með gestum og fróðleikur í myndveri áður en kappakstur hefst. Gunnlaugur segir að stærstu breytingar á þessu keppn- istímabili felist í því að keppn- isbílarnir eru núna með V8 vélum í stað V10 véla sem eru um 200 hestöflum aflminni. Í staðinn kemur að leyfð verða dekkja- skipti á ný og spá þeir félagar, Gunnlaugur og Rúnar, að lítið muni draga úr hraða bílanna þrátt fyrir vélarbreytingarnar þar sem ökuþórarnir muni síður spara dekkin og keyra bílana á hærri vélarsnúningi en áður. Það hafi reyndar komið í ljós á æfing- um að undanförnu að bílarnir eru að klára sig á svipuðum tíma og í fyrra svo ekki virðast vélarbreyt- ingarnar ætla að hafa áhrif á keppnirnar. Á miðvikudagskvöldum verður sérstakur Formúlu 1 þáttur sem er sýndur fyrir mótshelgarnar. Spjallað verður við ökumenn, rætt við tæknimenn og skyggnst bak við tjöldin í Formúlu 1. Formúlan að hefjast *+' ,( & -    . /'   %( %% %5%8* '< %%5%&  8?. % % %)4%2*)- %C- )-%8 36 -  %B* *%* *%*%3 9 %  '""       8 ,$% " '.  =  = = = = =! =  = != = = = = = =   =               C?  C?  C? C? C? ? ? !# &# &# &# D ) C  5 > 5 3 )%C 5)$ EF #  ) D 6 *) C$) D  )-  ) - D )- 5 ) 8  )- ,4  )- G)( ?  )- B  )-  5 5)  9 ) D 5 1 !   *  /     "# # 7    "# # #  #  #  #  #  #  #  #   #  #  #  #  #  #  #  #   #   #  8 ) )-%*) * !!     !  ) B>  %% )- 4)) %% )- 4))             %% )- 4)) !H%% )- 4))  C6I ) 8  B* * A ' 2*)-  -%D  DCA%3 # C8 B* *%* * 3 9 % J Reuters TILLAGA uppstillingarnefndar að framboðslista sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ vegna sveitarstjórnar- kosninga 2006 var samþykktur á fundi fulltrúaráðs í febrúar sl. Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæj- arstjóri mun leiða listann sem skipa sjö karlar og sjö konur og skipa nú- verandi bæjarfulltrúar sömu sæti á listanum og þeir gera í dag. Magnús Sigsteinsson var formaður uppstill- ingarnefndar. Listann skipa: 1. Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri 2. Haraldur Sverrisson formaður bæjarráðs 3. Herdís Sigurjónsdóttir forseti bæjarstjórnar 4. Hafsteinn Pálsson bæjar- fultrúi 5. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson vinnumarkaðsfræðingur 6. Bryndís Haraldsdóttir mark- aðsfræðingur og varabæjarfulltrúi 7. Bjarki Sigurðsson rafvirki og varabæjarfulltrúi 8. Agla Elísabet Hendriksdóttir sjóðsstjóri 9. Hilmar Stefánsson svæð- anuddari 10. Elín Karítas Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur 11. Theódór Kristjánsson lög- reglumaður 12. Katrín Dögg Hilmarsdóttir há- skólanemi 13. Grétar Snær Hjartarson gang- brautarvörður 14. Klara Sigurðardóttir varabæj- arfulltrúi Listi sjálfstæðis- manna í Mosfellsbæ STARFSMANNAFÉLAG Reykja- víkurborgar lýsir vanþóknun sinni á seinagangi Orkuveitu Reykjavík- ur sf. og Félagsbústaða hf. við gerð nýrra kjarasamninga við félagið. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins. „Fundurinn skorar á þessi öflugu fyrirtæki, að fallast nú þegar á réttlátar og eðlilegar kröfur St.Rv., og setja sig þannig í hóp annarra viðsemjenda félagsins sem á und- anförnum vikum hafa gert viðun- andi átak í að leiðrétta laun sinna starfsmanna.“ Á fundinum var einnig samþykkt ályktun þar sem lögð er áherslu á góða og trausta almannaþjónustu. „Forsenda kraftmikils samfélags og blómlegs atvinnulífs eru góð heil- brigðis- og félagsþjónusta, lifandi mennta- og menningarstofnanir, æskulýðsstarf, góðar almannasam- göngur og traust veitukerfi raf- magns, vatns og skólps. Á undanförnum árum hefur þeirrar tilhneigingar gætt í vaxandi mæli, bæði hjá ríki og sveitarfélög- um, að markaðsvæða þessa grunn- þjónustu samfélagsins og liggja nú fyrir Alþingi fjölmörg frumvörp þessa efnis. Þar má nefna frumvarp um að Rafmagnsveitur ríkisins verði gerðar að hlutafélagi, rann- sóknarstofnanir sem gegna örygg- ishlutverki í matvælaiðnaði stendur til að hlutafélagavæða svo og flug- málastjórn að ógleymdu Ríkisút- varpinu. Hlutafélagavæðing hefur nánast undantekningarlaust verið undanfari sölu viðkomandi starf- semi. Við þessari stefnu varar aðal- fundurinn mjög eindregið. Með hlutafélagavæðingu og einkavæð- ingu eru kjör og réttindi almennra starfsmanna rýrð, dregið er úr gegnsæi starfseminnar og notendur bera iðulega skarðan hlut frá borði eftir að gróðasjónarmið ráða fyrst og fremst för.“ Á aðalfundinum var Garðar Hilmarsson kjörinn formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Sjöfn Ingólfsdóttir, sem verið hefur formaður undanfarin ár, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Skorar á OR og Félagsbústaði að semja AÐALFUNDUR Félags dönsku- kennara skorar á stjórn Kennara- sambands Íslands að standa vörð um hagsmuni skóla og nemenda með því að koma í veg fyrir að sú skerðing sem fyrirhuguð er með styttingu náms til stúdentsprófs nái fram að ganga. „Styttingin mun fela í sér skerð- ingu á menntun Íslendinga í nor- rænum tungumálum og getur haft alvarleg áhrif á framtíðarmögu- leika íslenskra ungmenna hvað varðar aðgengi að framhaldsnámi í Danmörku og tengingu þeirra við norrænt samstarf og menningu. Í alþjóðavæddu samfélagi nú- tímans er norrænt samstarf mjög mikilvægt til þess að styrkja stöðu smærri þjóða. Minni menntun í norrænum málum getur haft nei- kvæð áhrif á þátttöku Íslendinga í því samstarfi og ýmsa styrktar- möguleika úr norrænum sjóðum til mennta- og menningarmála. Góð og almenn tungumálakunnátta opnar dyr að alþjóðasamfélaginu og dönskukunnátta færir okkur nær nágrönnum okkar og samherj- um á Norðurlöndunum.“ Dönskukennarar mót- mæla styttingu náms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.