Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður Hall-grímsdóttir
fæddist í Reykhús-
um í Hrafnagils-
hreppi 5. júlí 1907.
Hún lést á Kristnes-
spítala 4. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru María
Jónsdóttir hús-
freyja, f. 18. ágúst
1874, d. 2. júní 1954,
og Hallgrímur
Kristinsson, for-
stjóri Sambands ís-
lenskra samvinnu-
félaga, f. 6. júlí 1876, d. 30. janúar
1923. Systkini Sigríðar voru Jón, f.
1903, d. 1993, Kristinn, f. 1905, d.
1997, og Páll, f. 1912, d. 2005.
Sigríður giftist Ingvari Guðna
Brynjólfssyni menntaskólakenn-
ara, f. 8. mars 1914, d. 28. janúar
1979. Börn þeirra eru 1) Hallgrím-
ur, fyrrv. loftskeytamaður, f. 9.
okt. 1940, býr í Gautaborg í Sví-
þjóð í sambúð með Lisbet Karlson.
2) Brynjólfur, læknir, f. 27. okt.
1941, kvæntur Rósu Aðalsteins-
dóttur meinatækni. Þau eiga fimm
syni. a) Ingvar Guðni, húsasmíða-
meistari, f. 1966. b) Jón Aðal-
steinn, kennari, f.
1968. c) Davíð, f.
1970. d) Brynjólfur,
kennari, f. 1971. e)
Hjálmar Stefán, lög-
fræðinemi, f. 1981.
3) Páll, bóndi í Reyk-
húsum, f. 22. sept.
1946, kvæntur Önnu
Guðmundsdóttur
skólastjóra. Þau
eiga fjórar dætur. a)
Valdís Eyja, sál-
fræðinemi, f. 1968.
b) María, leikkona, f.
1970. c) Sigríður
Hrefna, kerfisfræðingur, f. 1976.
d) Kristín Inga, sjúkraþjálfari, f.
1979. 4) Guðrún María, dagmóðir,
f. 15. des. 1948. Hún var gift Páli Þ.
Jóhannssyni mjólkurfræðingi. Þau
eiga tvo syni. a) Sigurður Kristinn,
bifvélavirki, f. 1977. b) Jóhann Ás-
grímur, sölumaður, f. 1981.
Sigríður var í Samvinnuskólan-
um og Húsmæðraskólanum á Stað-
arfelli. Hún var húsmóðir og
lengst af bjó hún með fjölskyldu
sinni á Miklubraut 58 Reykjavík.
Útför Sigríðar verður verð frá
Grundarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Móðir okkar fæddist í Reykhús-
um 5. júlí 1907 og var þriðja barn
hjónanna Hallgríms Kristinssonar
og Maríu Jónsdóttur. Elstur var
Jón, þá Kristinn og yngstur Páll.
Hún ólst upp á fjölmennu sveita-
heimili þar sem rúm var fyrir alla
nánustu, unga sem gamla. Aðal-
leiksvæðið var við stóra steininn á
Reykhúsahólnum og þar söfnuðust
saman til leikja systkinin í Reyk-
húsum og systurnar í Kristnesi.
Hún átti eingöngu góðar minningar
um bernskuna í Reykhúsum.
1918 flytur fjölskyldan sig um
set og sest að í Þingholtsstræti 27 í
Reykjavík, þegar Hallgrímur tekur
við forstjórastarfi í SÍS. Móðir
okkar fór í Landakotsskóla og voru
það mikil viðbrigði. Nunnurnar
voru strangar og töluðu dönsku í
þokkabót. Henni leið ekki alltaf vel
þar. Mikill gestagangur var hjá
fjölskyldunni því húsbóndinn var
þjóðkunnur og landsbyggðarfólk
átti ýmis erindi þangað eða kom
bara til að heilsa upp á fólkið.
Eftir að hafa átt heima í Þing-
holtsstræti í 5 farsæl ár deyr Hall-
grímur úr botnlangabólgu aðeins
46 ára. Þá tekur María sig upp og
flytur aftur norður í Reykhús og
tekur við búi þar. Allt er breytt og
nú reynir á fjölskylduna. Ekkjan
býr í Reykhúsum til 1931 með
börnum sínum en tekur sig þá aft-
ur upp og flytur suður til Reykja-
víkur.
Áður en þau fluttust suður hafði
Sigríður kynnst ástinni. Ingvar
Guðni Brynjólfsson hét ungur mað-
ur, ættaður úr Skagafirði, er tek-
inn var í fóstur 11 ára gamall af
systkinunum á Stokkahlöðum,
þeim Rósu, Aldísi og Bjarna, sem
voru ógift og barnlaus. Ingvar þótti
einn myndarlegasti pilturinn í
sveitinni og hún féll algjörlega fyr-
ir honum. Þau hjóluðu saman á síð-
kvöldum og þótti sumu ráðsettu
fólki að hún tæki niður fyrir sig
eða jafnvel að hún afvegaleiddi
hann en hún var sjö árum eldri.
Ástin spyr ekki um slíkt.
Eftir að faðir okkar hafði lokið
námi í Þýskalandi giftu þau sig
1940 og settust að í Reykjavík.
Börnin fæddust eitt af öðru og var
fjölskyldan í húsnæðishraki eins og
margar aðrar á þessum árum. Þau
leigðu fyrstu árin og eitt árið flutti
fjölskyldan þrisvar. Langþráðum
áfanga var náð þegar þau keyptu
íbúð á Miklubraut 58. Loksins
komin í eigin íbúð. Þar áttum við
heima. Krakkaskari í öllum húsum
og allir úti að leika sér eftir skóla.
Fótbolti á Klambratúni og leikir í
sumum görðum.
Heimilið var opið fyrir áhuga-
málum okkar og var mamma klett-
urinn sem hélt fjölskyldunni sam-
an. Gestagangur var töluverður og
ættingjar og vinir að norðan litu
oft inn og eitt sinn gisti húsfreyja
úr Eyjafirði hjá okkur í þrjár vik-
ur, því dætur hennar höfðu lent í
slysi og lágu á Landspítalanum.
Hún var skólasystir pabba frá
Laugaskóla og þótti þetta bara
sjálfsagt mál.
Móðir okkar var mjög hrifnæm
og vinur vina sinna – trölltrygg og
mátti ekkert aumt sjá. Hún var
einnig mjög handlagin og listfeng
og gerði marga fallega hluti úr tág-
um sem hún gaf ættingjum og vin-
um. Einnig var hún afar flink við
laufabrauðsgerð og skar listilega í
laufabrauðskökur ásamt vinkonu
sinni Guðrúnu í Holtinu.
Faðir okkar átti Volkswagen-
bjöllu en mamma tók aldrei bílpróf
en þegar sprakk á bílnum var það
samt hún sem skipti um dekk en
karl faðir okkar stóð hjá og fékk
sér reyk á meðan. (Hann hafði
fengið berkla í vinstri handlegg,
ungur drengur, og átti erfitt með
að beita honum).
Stundum var umræðuefnið
heima hvort Eyfirðingar eða Skag-
firðingar væru betri. Þegar Skúli
systursonur pabba hélt til hjá okk-
ur meðan hann var í flugnámi, átti
hann góða spretti í þessari um-
ræðu og hló hátt og innilega um
leið og hann benti á það að Skag-
firðingar væru að minnsta kosti
miklu betri hestamenn.
Svo liðu árin og faðir okkar dó
1979, langt fyrir aldur fram.
Skömmu seinna flutti móðir okkar
til Akureyrar til að vera nær börn-
um sínum. Eftir nokkur ár þar
flutti hún í öldrunaríbúð í Reyk-
húsum 4, komin heim aftur. Síð-
ustu árin dvaldi hún á Kristnes-
spítala og hlaut þar einstaklega
góða umönnun.
Við þökkum fyrir allt sem þú
kenndir okkur og þá fyrirmynd
sem þú varst okkur.
Páll, Hallgrímur, Guðrún
María og Brynjólfur Ingv-
arsbörn.
Í minningunni er dimmt alla leið-
ina í bílnum suður til Siggu leik-
ömmu og spurningin: „Hvenær er-
um við komin?“ ómar stöðugt.
Þetta er notaleg minning milli
svefns og vöku eftir langa keyrslu
norðan úr Eyjafirði og mikil eft-
irvænting í loftinu. Sigga leikamma
bíður eftir okkur í dyrunum á
Miklubrautinni, lítil, kringlótt kona
með gleðibros á vör. Mér fannst
svo fínt að koma til hennar,
frönsku gluggarnir í skrifstofuhurð
afa, gyllta fína sófasettið sem var
svo freistandi að klifra í og gott ef
amma bannaði það nokkurn tíma,
forstofuherbergið sem var stútfullt
upp undir loft af tágum í öllum
stærðum og gerðum, amma var
snillingur í að flétta úr tágum og
gerði m.a. flestar ljósakrónur stór-
fjölskyldunnar – en það sem bar þó
af var gestaherbergið; þar var heill
veggur sem við barnabörnin mátt-
um myndskreyta! Þarna voru Ólar
prik og alls kyns fínirí, makalaust
skrýtið að krassa á vegg og mega
það. Þetta lýsir því hvað amma var
skemmtileg kona og óvenjuleg.
Hún sá ekki sólina fyrir barna-
börnunum sínum. Engan hef ég
heyrt segja „litla hjartað mitt“ jafn
oft og af jafn mikilli væntumþykju
og hana. Þegar afi dó flutti amma
til Akureyrar, nær börnunum og
barnabörnunum sem bjuggu í
Reykhúsum. Mesta gleði hennar í
ellinni held ég hafi verið þegar
íbúðir fyrir aldraða voru byggðar í
Reykhúsalandi og hún fékk eina
þeirra. Þar með var hún komin aft-
ur heim í Reykhús en eins og allir
vita er Eyjafjörðurinn himnaríki á
jörð. Það var hennar skoðun og
hún lá ekki á henni! Ekki sakaði
heldur að út um stofugluggann
hafði hún útsýni yfir alla Reyk-
húsabæina. Síðustu árin gat hún
ekkert talað en hún var samt sí-
spaugandi, fékk alla viðstadda til
að hlæja að geiflum sínum og
grettum og hló svo hæst sjálf. Á
Kristnesspítala fékk hún fyrirtaks
aðhlynningu og starfsfólkið þar fór
ekki varhluta af húmornum henn-
ar; einhverju sinni þegar hún
mætti yfirlækninum, sem hún mat
ákaflega mikils, skellti sú gamla
sér niður á hnén og bugtaði sig og
beygði, komin á tíræðisaldur – allt
upp á grínið! Ég vildi ég hefði
þekkt hana þegar hún var ung,
uppátækin voru þvílík. Einu sinni
vildi hún gleðja vinkonu sína og
bauð henni með sér til Reykjavíkur
– í leigubíl! Þetta var í kringum
1930 og vegirnir ekki fljótfarnir.
Til eru myndir af henni í sveitinni
um svipað leyti þar sem hún og
vinkonan sitja fyrir í karlmanns-
SIGRÍÐUR
HALLGRÍMSDÓTTIR
„Raggi minn,
Klemmi er dáinn. Get-
urðu komið?“
Systir mín Ragn-
heiður hringir og segir
mér frá láti maka síns síðastliðinn
föstudag. Allt frýs, tíminn stoppar,
hugsanir hrannast upp.
Klemenz Halldórsson hefur verið
mágur minn síðastliðna tæpa þrjá
áratugi, fór þar traustur maður, yf-
irvegaður, heilsteyptur og skynsam-
ur. Farsæll í öllu sem að hann tók sér
fyrir hendur, traustur mágur. Hafa
þau Ragnheiður samhent rekið Dýra-
staðabúið með miklum myndarskap
síðan 1978 að þau tóku við ættarjörð
Klemma. Hefur þeim lánast að ná
miklum árangri með sitt bú og oftar
en ekki verið með afurðahæstu kýr
landsins. Afkoma búsins er eins og
best verður á kostið og fjárhagsstað-
an sterk.
Undanfarna mánuði hefur heilsu
Klemenzar farið hrakandi, en fyrir
rúmum tíu árum verður sjúkdómsins
fyrst vart, sjúkdóms, sem að almennt
er mikil viðkvæmni fyrir, en hann
vildi gjarna ræða um sinn heilsubrest
opinskátt og miðla af sinni reynslu.
Fyrst í stað lánaðist að velja lyf sem
hélt hans þunglyndi í skefjum, og var
hann mjög samviskusamur að taka
lyfin. Um mitt síðasta ár þá hætta lyf-
in að virka, ný lyf eru valin, en virknin
ekki ásættanleg, endurtekning og
vonbrigði.
Hinn 12. febrúar síðastliðinn er
KLEMENZ
HALLDÓRSSON
✝ Klemenz Hall-dórsson fæddist
á Dýrastöðum 12.
apríl 1953. Hann
lést á heimili sínu
föstudaginn 3. mars
síðastliðinn og var
útför Klemenzar
gerð frá Borgarnes-
kirkju 10. mars.
hann síðan lagður inn á
sjúkrahús, þar sem
ítrekað er reynt að
stilla lyfin að sjúk-
dómnum, allt kemur
fyrir ekki. Hann fer
síðan heim að Dýra-
stöðum, en á að koma
aftur til áframhaldandi
lækninga.
Föstudagsmorgun
varð uppgjöfin algjör,
er öruggt að sú ákvörð-
un hefur verið Klem-
enzi mjög erfið, að
kveðja eiginkonu og
syni sína fyrir fullt og allt, þá Hlyn og
Heimi. Þau stóðu ávallt mjög þétt við
bakið á honum gegnum alla erfiðleik-
ana. Á svona stundu þurfum við að
skilja og sættast við þessa ákvörðun
og geyma þær jákvæðu minningar
sem við eigum um Klemenz.
Elsku Ragnheiður, Hlynur, Anja
og Heimir, við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ragnar Hjörleifsson.
Fyrstu kynni mín af Klemma og
Ragnheiði á Dýrastöðum urðu sum-
arið 1985, þegar ég dvaldi þar í þrjá
mánuði í verknámi frá Bændaskólan-
um á Hvanneyri. Alls konar trölla-
sögur gengu um verknámsdvöl nem-
enda. Spenna og kvíði ríkti meðal
þeirra þegar að verknáminu kom,
hvar þeir lentu og jafnvel í hverju
þeir gætu lent. Ég hafði engar sögur
heyrt af Dýrastöðum aðrar en að þar
væri mikill fyrirmyndarbúskapur.
Ég steig út úr Norðurleiðarútu
með kvíðahnút í maganum á fyrsta
degi. Stóð í rykmekkinum niðri við af-
leggjara, tilbúin að mæta örlögum
mínum. Mér fannst ég vera komin
langt frá hinu byggilega! Jú, takk fyr-
ir, bóndinn kom á traktor með hey-
vagn aftan í til að sækja verknáms-
nemann og töskuna. Klemmi vatt sér
snaggaralega niður út traktornum og
heilsaði mér með þéttingsföstu hand-
taki. Kvíðahnúturinn leystist upp. Ég
þurfti ekki lengri viðkynningu til þess
að átta mig á því að heppnin var með
mér. Það er skemmst frá því að segja
að dvöl mín á Dýrastöðum var dýr-
mæt og yndisleg lífsreynsla sem ég
hefði aldrei viljað missa af. Þar var og
er rekið hið mesta fyrirmyndarbú,
þar sem natnin og snyrtimennskan
ræður ríkjum. En heppni mín og hin-
ir góðu dagar sem ég átti á Dýrastöð-
um helguðust fyrst og fremst af hinu
fámenna, en góða mannlífi sem þar
var. Mér var tekið opnum örmum af
þeim hjónum.
Við nánari kynni fann ég að
Klemmi var alveg einstakur maður.
Hann var hæglátur og prúður, en um-
fram allt hafði hann alveg sérlega
gott hjartalag. Hann hafði hlýja og
góða nærveru og samvinna okkar
gekk vel. Hann tók hlutverk sitt sem
verknámsbóndi alvarlega og var al-
veg sérlega jákvæður og góður leið-
beinandi, enda góður verkmaður
sjálfur. Jákvæðni hans er kannski
best lýst þegar ég varð fyrir því
óhappi að slasast á fæti og þurfti að
vera sex vikur í gifsi. Ekki leist mér á
að ég gæti lokið verknámi á tilskild-
um tíma og í huga mér runnu áform
mín um skóladvöl á Hvanneyri út í
sandinn. Ekki bætti úr skák að verk-
námskennarinn var á sömu skoðun.
En Klemmi sá aumur á verknáms-
nemanum og þótti synd að gefast
upp. Hann rölti með mér út í nýlegan
Zetor og gekk úr skugga um að ég
gæti keyrt hann svona á mig komin.
Það kom því í minn hlut að slá og
binda allt það hey sem hirt var á
Dýrastöðum það sumar og skólavist-
inni var borgið.
Klemmi var lítillátur og eignaði
Ragnheiði og góðu búi frá föður sín-
um velgengni búskaparins á Dýra-
stöðum. Jú, víst er að hvort tveggja
var rétt, en sjálfur lagði hann sitt á
vogarskálarnar. Klemmi var óþreyt-
andi að fræða mann um allt sem sneri
að búskapnum og sveitinni. Hann gaf
sér tíma frá amstri dagsins og keyrði
mig um sveitir Borgarfjarðar. Við
fórum gjarnan á aðra bæi, þar sem
voru nýjar vélar og tæki, til þess að
skoða og fræðast. Á þessum árum hóf
rúllumenningin innreið sína og hey-
verkun tók stakkaskiptum. Klemmi
var í essinu sínu í þessum fræðslu-
ferðum, fróðleiksfús og skemmtileg-
ur ferðafélagi.
Ég réð mig til vinnu hjá þeim sum-
arið eftir og hjónin notuðu tækifærið
og fóru í ferðalag. Alltaf hefur haldist
gott samband við þau hjón, þó það
hafi minnkað með árunum. Klemmi
kom einstaka sinnum við hjá mér til
að sjá hvernig gengi.
Nú eru rúm tuttugu ár liðin frá
dvöl minni á Dýrastöðum og verður
mér oft hugsað til þessara góðu daga
sem eru mér enn í fersku minni. Sú
reynsla og þekking sem ég öðlaðist
þar hefur reynst mér gott veganesti
út í lífið, en upp úr standa kynni mín
af þeim hjónunum.
Eftir erfið veikindi kveður Klemmi
þennan heim og eftir lifir minning um
góðan mann. Ekki gafst tóm til að
kveðja né þakka ærlega góð kynni,
faðma og segja hve vænt mér þótti
um hann.
Elsku Ragnheiður, Hlynur og
Heimir, við hjónin sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur á erfið-
um tímum.
Kristín Sverrisdóttir.
Mig langar að minnast vinar míns í
fáeinum orðum. Mér finnst að ég hafi
alltaf þekkt Klemma og líklega er það
rétt, hann var í sveitinni þegar ég
flutti í hana og var vinur foreldra
minna og varð ég þeirrar gæfu að-
njótandi að vera hjá honum og Ragn-
heiði í sveit í fimm sumur. Það var
margt brallað í sveitinni og á góðum
degi var jafnvel farinn sveitarrúntur
og var toppurinn þegar farið var í
Staðarskála að fá sér snarl. Ég lærði
að vinna og ríða út á Dýrastöðum og
að því bý ég enn og mun alltaf gera.
Það eru ekki allir svo heppnir að fá að
fara í sveitina og læra það. Klemmi
var alltaf til í að keyra mig á íþrótta-
æfingar í Varmalandi enda var hann
mikill áhugamaður um íþróttir og átt-
um við til að laumast inn í stofu til að
horfa á Ólympíuleikana eftir bagga-
tínslu dagsins.
Í sveitinni var Klemmi allra manna
blíðastur, það var gott að vinna með
honum og fyrir hann. Hann spjallaði
mikið og sagði frá mörgu úr sveitinni
enda fæddur þar og uppalinn.
Klemmi var alltaf að gera eitthvað.
Ef hann var inni sátu þau Ragnheiður
yfir skrám um kýr og kindur og þeg-
ar hann var úti voru verkefnin óþrjót-
andi. Eitt sinn sagði Klemmi við mig
og Ragnheiði: „Ég nenni ekki að
segja alltaf Ragnheiður og Ragnhild-
ur ég kalla ykkur bara Heiðutedd og
Hilditedd,“ og svo glotti hann þessu
glotti sem enginn átti nema hann.
Eitt sumarið sem ég mætti í sveit-
ina var fæddur gulldrengurinn hann
Hlynur, mikið fannst mér hann
merkilegur og flottur strákur sem og
hann er. Hann fékk ég að passa og
knúsast með. Það er kannski þess
vegna sem ég er leikskólakennari í
dag? Seinna kynntist ég Heimi þegar
þeir feðgarnir komu í Hreðavatns-
skála, þar sem ég vann, og fengu sér
ís á meðan við Klemmi ræddum
heimsmálin.
Að setjast niður og minnast allra
þeirra góðu stunda sem ég átti heima
í sveitinni hjá Klemma og Ragnheiði
er gott en svo óendanlega erfitt á
þessum tímamótum.
Elsku Ragnheiður, Hlynur, Heim-
ir, systkini, ættingjar og vinir, Guð
gefi ykkur styrk í sorg ykkar og Guð
blessi hann Klemma minn og minn-
inguna um góðan mann.
Ragnhildur Ösp.
Vér þráum svar, sem þörf vors hjarta fyllir,
vér þráum svar, sem angist vora stillir,
vér þurfum ljós, sem heljarskuggann hræðir
og heilagt orð, er sálu vora fræðir.
Þessi vísa eftir sr. Matthías Joch-
umsson lýsir vel hverju við þurfum á
að halda, þegar sorgaratburðir dynja
yfir.
Er ég frétti um sviplegt fráfall vin-
ar míns Klemenzar Halldórssonar frá