Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝTT ár er gengið í garð og þá eru dregnir fram í dagsljósið spor- göngumenn fyrri tíma. Ekki fá þó allir að sitja við sama borð þar, frekar en í lífinu sjálfu. Menntamála- ráðherra minntist á páfa á gamlársdag í útvarpinu og taldi hann hafa unnið bug á kalda stríðinu. Ekki skal ég rengja það, en fleiri lögðu þó hönd á plóginn og þar á með- al Íslendingur þótt ekki virðist taka því að nefna hann. Freysteinn Þor- bergsson var við nám í Moskvu á tímum kalda stríðsins. Hann fór hlutlaus til náms í Rússlandi 1957. Skylda var að lesa pólitískar greinar og nemendur yfirheyrðir til að fylgj- ast með pólitískum hugsunarhætti þeirra. Freysteinn undi þessu illa og fór fram á að fá að lesa íþrótta- greinar í staðinn. Honum var tjáð að hlutleysi væri ekki til, ann- aðhvort væru menn með eða á móti. Hann vildi samt láta á það reyna og var hótað brottrekstri úr skólanum. Spurði Freysteinn hvort það væri ekki fullstrangur dómur þar sem hann hefði ekkert brotið af sér. Málið var sett í nefnd og í hálfan mánuð beið Freysteinn eftir svari. Loks kom úrskurðurinn, hann fékk að lesa íþróttagreinar. Í grein sinni Austur og Vestur, í Morgunblaðinu 4. ágúst 1966, lagði Freysteinn fram tillögu um að fjöldaheimsóknum alþýðufólks yrði komið á milli Austurs og Vesturs. Lagði hann til að hundrað rúss- neskir landbúnaðarverkamenn flygju í þotu til Bandaríkjanna, þar sem þeir stunduðu landbúnaðar- störf við amerísk kjör og aðstæður í einn mánuð. Fengju þeir jafn- framt tækifæri til að kynnast landi og þjóð. Þotan tæki tilsvarandi hóp Bandaríkjamanna úr sömu starfs- grein til baka til Rússlands. Báða hópana þyrfti að velja á hlutlausan máta. Undir lokin myndu hóparnir hittast í hófi og skiptast á munnlegum og skriflegum álits- gerðum varðandi fag sitt. Freysteinn ítrekaði þessa tillögu í Kosn- ingasjá 1967 sem hann gaf út. Spurði hann Ólaf Jóhannesson, þá- verandi forsætisráð- herra, hvort hann mundi koma tillögu sinni á framfæri í Bandaríkjunum ef kostur gæfist. Svarið var nei. Freysteinn vann að því að koma HM-einvíginu í skák 1972 til Íslands. Hann samdi tilboðið og setti inn í það boð til konu Spass- kys um að koma til Íslands. Á þeim tíma var Rússland lokað land og makar höfðu ekki fengið að fara úr landi. Guðmundur G. Þ. vildi sleppa þessu atriði en eftir fortölur Freysteins hætti hann við það. Þetta atriði opnaði rifu á lokaðar dyr Rússa og greiddi þessa leið. Þegar leiðtogafundur Nixons og Pompidou var haldinn hér 1973 gaf Freysteinn Nixon og fylgdarliði bók sem innihélt sömu tillögu um vinnuskipti fólks. Þá fór eitthvað að gerast og seinni hluta nóvember 1974 hófust þessi skipti. Hef ég ekki heyrt að þau hafi verið aflögð. Í byrjun október 1974 hélt Frey- steinn til Bandaríkjanna til að leita sér að vinnu. Í Eugene í Oregon- ríki hafði hann fundið stað sem hann gat hugsað sér að flytjast til. Hann heimsótti formann skák- félagsins á staðnum og falaðist eft- ir skákkennslu. Gat hann fengið hálfsdagsstarf við það. Herstöð var Páfi og kalda stríðið Edda Þráinsdóttir fjallar um lok kalda stríðsins Edda Þráinsdóttir HINN 6. mars sl. birtist í Morg- unblaðinu greinarkorn undir fyr- irsögninni ,,Óþolandi að notendur fái ekki að njóta lækkunar lyfjaverðs“. Höfundar eru lyfjafræðingarnir Ólaf- ur Ólafsson og Þórberg- ur Egilsson. Sú fullyrð- ing sem sett er fram í fyrirsögn greinarinnar er ekki sannleikanum samkvæm. Þeir félagar geta þess réttilega að á undanförnum tveimur árum hefur lyfjaverð lækkað verulega. Sam- kvæmt skriflegu svari heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra við fyrirspurn frá Ástu Möller, er hann lagði fram á Alþingi í síðasta mánuði, hefur heimilað hámarksverð út úr apóteki lækkað um 2,4 milljarða frá 1. desember 2003 til 1. desember 2005, miðað við selt lyfjamagn árið 2005. Hins vegar er það ofmælt hjá þeim félögum að allur ávinningur lækk- unarinnar lendi hjá Tryggingastofn- un ríkisins, en ekkert hjá notendum. Mismunandi flokkun lyfja Lyfseðilsskyldum lyfjum er skipt í fjóra flokka að því er greiðsluþátt- töku varðar. Flokkur merktur með stjörnu inniheldur lyf sem eru lífs- nauðsynleg fyrir notandann. Þau lyf greiðir ríkið að fullu og vega þau 10,8% af upphæð lyfjanotkunar utan sjúkrahúsa. Lyf við krónískum sjúk- dómum eru B-merkt. Þau vega 31,3% af notkuninni. Þar greiðir almenn- ingur að hámarki 3.400 kr. en ellilíf- eyrisþegar, öryrkjar og langveik börn að hámarki 1.050 kr. á lyfseðil. Ef lyf- ið er dýrara en nemur þessum há- marksupphæðum greiðir ríkið af- ganginn. E-merkt eru lyf sem gefin eru við ýmsum tilfallandi sjúkdómum. Þau vega 28,7% af notkuninni. Al- menningur greiðir að hámarki 4.950 kr. en elli- og örorkulífeyrisþegar 1.375 kr. fyrir hverja lyfjaávísun af þeim. Loks er svokallaður núll- flokkur sem vegur 28,8% af notk- uninni. Þau lyf sem eru núllmerkt greiðir notandi að forfallalausu sjálf- ur og nýtur þá tilfallandi verðlækk- ana að fullu. Samkvæmt lyfjaskrá í desember 2005 var fjöldi lyfseðilsskyldra vörunúmera sem eru E-merkt 627, fyrir ut- an sjúkrahúslyf. Þar af voru 429 undir þeim verðmörkum þar sem greiðsluþátttaka rík- isins hefst og nýtur al- mennur notandi því að fullu lækkunar á þeim. Tilsvarandi njóta elli- og örorkulífeyrisþegar lækkunar á 205 vöru- númerum, en há- marksupphæð greiðsluhluta þeirra er lægri en fyrir almenna sjúkra- tryggða og þar af leiðandi færri vöru- númer sem falla þar undir. 478 vöru- númer eru B-merkt og nýtur almenningur lækkunar á 277 þeirra, en elli- og örorkulífeyrisþegar af 91 vörunúmeri. Lyfjaskírteini Tryggingastofnunar Tryggingastofnun er heimilt að gefa út lyfjaskírteini, að beiðni lækn- is, þegar um fyrirsjáanlega langtím- anotkun er að ræða, og hækkar þá greiðslumerking um einn flokk: B- merkt lyf verður þá alfarið greitt af ríkinu, E-merkt lyf meðhöndlað eins og B-merkt lyf o.s.frv. Viðmiðunar- upphæðum verðþrepa sem að ofan greinir hefur ekkert verið breytt síð- an 1. janúar 2002. Þess ber að geta að hlutur Trygg- ingastofnunar hefur vaxið í heildar- lyfjakostnaði að undanförnu, var 63,2% 2002, en var 64,8% 2004. Endurgreiðslukerfi Trygg- ingastofnunar er að vísu nokkuð flók- ið, en það miðar að því að hlífa fremur öldruðum og öryrkjum við mjög íþyngjandi lyfjakostnaði. Í ljósi þess að útgjöld Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar hafa lækkað verulega að undanförnu, er réttlæt- anlegt að huga að lækkun greiðslu- hluta notenda. Einnig hlýtur lækkun virðisaukaskatts á lyfjum að koma til skoðunar. Í grein þeirri sem vitnað er til var mikið veður gert út af því að verð- lækkanir að undanförnu hafi ekki skilað sér til sjúkratryggðra og allur ávinningur farið til TR. Benda má á að í núverandi kerfi hafa verðhækk- anir á lyfjum, sem eru yfir greiðsluhámarki sjúkratryggðra ekki leitt til útgjaldaauka fyrir þá heldur fallið alfarið á TR. Þetta var reglan á undanförnum árum, áður en umrædd verðlækkanahrina hófst vorið 2004. Það liggur ljóst fyrir að lyfjaverð til sjúklinga á óhjákvæmilega að hafa lækkað, svo framarlega sem eðlilegir viðskiptahættir hafi verið viðhafðir. Lyfsölukeðjurnar, svo og sjálfstæðir apótekarar, hafa veitt sjúklingum af- slætti frá heimiluðu hámarksverði og talið samkeppni á lyfjamarkaði byggjast að verulegu leyti á mismun- andi afsláttum. Hafi hinsvegar lyf- sölukeðjurnar hætt að veita afslætti hefur að sjálfsögðu dregið úr hag- ræði sjúklinga. Sjúkratryggðir njóta lækkandi lyfjaverðs Páll Pétursson fjallar um lyfjaverð ’Það liggur ljóst fyrir aðlyfjaverð til sjúklinga á óhjákvæmilega að hafa lækkað, svo framarlega sem eðlilegir viðskipta- hættir hafi verið við- hafðir.‘ Páll Pétursson Höfundur er formaður lyfjagreiðslunefndar. ÁGÆTI ráðherra. Ég minnist skjótra viðbragða þinna er ég fjallaði um mikilvægi Gjábakkavegar frá Þingvöllum til Laug- arvatns í smá grein í Morgunblaðinu hinn 24. mars 2005 með til- liti til ferðamanna, sumarhúsagesta, íbúa sveitarfélaganna, orkusparnaðar o.fl. Þar minnti ég einnig á aðra grein er ég ritaði í júlí 2001 og á fund sem Bláskógabyggð efndi til 29. ágúst 2002 um sama efni. Á sl. ári stóð til að hefja framkvæmdir við gerð vegarins og var þá eitthvert fjár- magn fyrir hendi. Af því varð ekki þar sem áætlunin þurfti að fara í umhverfismat að nýju. Nú er senn á enda sá tími sem ætl- aður er til að kynna niðurstöður vegagerð- arinnar og þá er spurningin hvað tekur þá við. Á allra síðustu árum hefur orðið mikil breyting á umferð um Suður- landsveg og margir tjáð sig um um- ferðarþungann þar og þær hættur sem hann skapar. Nú er það svo að í uppsveitum Ár- nessýslu eru fjölmennustu sum- arhúsabyggðir landsins og tugir þúsunda fara í bústaðina á sumrum og fjöldi manns einnig yfir vetrartímann. Leiðin af höfuðborgarsvæðinu um Þingvelli og Gjá- bakkaveg að Laug- arvatni er um 20–25% styttri en að fara Hellisheiðina og upp Grímsnesið og því aug- ljóst að fjöldinn allur myndi frekar velja þann kostinn. Jafn- framt myndi umferð um Hellisheiðina minnka að sama skapi og ekki ástæða til að fjölyrða um áhrif þess. Áður hefur komið fram að hér er líklega um 16 km leið að ræða og væntanlega ekki stór- virki á verkefnaskrá Vegagerðarinnar að snara þessum spotta upp sem kæmi ótrúlega mörgum vel. Ef ég man rétt þá var þessi veg- arkafli á áætlun 2005– 2007. Nú spyr ég þig, ágæti ráðherra! Hver verður framgangur málsins nú á vordögum þegar end- urmat liggur endanlega fyrir? Opið bréf til sam- gönguráðherra Ásgeir Guðmundsson fjallar um vegagerð í Árnessýslu Ásgeir Guðmundsson ’… í uppsveitumÁrnessýslu eru fjölmennustu sumarhúsa- byggðir landsins og tugir þúsunda fara í bústaðina á sumrum og fjöldi manns einnig yf- ir vetrartímann.‘ Höfundur er eigandi sumarhúss í Bláskógabyggð. „FJÖLSKYLDAN er hornsteinn samfélagsins“ er margtuggin klisja, sem heyrist enn og sérstaklega á há- tíðarstundum. Hins vegar á þessi hornsteinn undir högg að sækja, nú sem aldr- ei fyrr. Þjóðfélag, þar sem báðir foreldrar vinna átta tíma vinnu- dag, samræmist illa skóladegi yngstu barnanna, sem lýkur venjulega milli eitt og tvö á daginn. Þá er mikið eftir af vinnudegi barnanna. Íþrótta- æfingar, tónlistarnám, annað félagsstarf og heimanám bíður. Fjar- stýring barnanna í gegnum síma, enda- laus akstur fram og aftur alla daga, púsl og reddingar svo allt gangi upp. Streitan sem fylgir í kjölfarið kemur svo niður á börnunum loksins þegar búið er að sinna öllum skyldustörf- unum að kvöldi. Hvað er til ráða? Hugmyndin að heildstæðum skóla, þar sem hægt væri að tengja saman nám og leik, hefur oft skotið upp kollinum og aldrei oftar en á síðustu dögum. Og það er ekki seinna vænna. Í Reykja- nesbæ var stofnaður Frístundaskóli haustið 2003 til að koma til móts við nútímaaðstæður. Markmiðið er að foreldrar geti verið öruggir um velferð barns síns á meðan hefðbundinn vinnudagur stendur yfir og foreldrar og börn geti notið ótruflaðra samvista þegar heim er komið að kvöldi. Í byrjun til- heyrði starfsemin menningar-, íþrótta- og tómstundasviði bæjarins en færðist til fræðslusviðs sl. haust vegna þess að reynslan sýnir að eðli- legra sé að hann sé hluti af grunn- skólastarfinu, þar sem starfsemin fer að mestu leyti fram. Frá upphafi hefur það verið meg- inmarkmið starfsem- innar að tengja saman skólastarf, tómstunda- starf og íþróttaiðkun barnanna þannig að úr verði ein heild og að vinnudegi barnanna sé að fullu lokið kl. 17.00 á daginn, þegar Frí- stundaskólanum er lok- að. Frístundaskólinn starfar í öllum fimm grunnskólum bæjarins. Hann er opinn öllum börnum á aldrinum 6– 10 ára og í einum skól- anum er deild fyrir eldri nemendur með sérþarfir. Í Reykjanesbæ er íþróttaiðkun barna og unglinga almenn og starfrækja íþróttafélögin öflugt barnastarf. Gott samstarf hefur frá upphafi ver- ið við íþróttafélögin og þau komu til móts við Frístundaskólahugmynd- ina með því að færa æfingarnar fyrr á daginn þannig að æfingar yngstu barnanna yrðu á Frístundaskólatím- anum. Það markmið hefur að mestu leyti náðst. Nú æfa nær 75% allra barna í Frístundaskólanum ein- hverja íþrótt og sum fleiri en eina. Innifalið í gjaldi Frístundaskólans er greiðsla fyrir valfría íþróttagrein, akstur á íþróttaæfingar og síðdeg- ishressing. Til þess að hægt sé að gera börn- unum kleift að taka þátt í íþrótta- starfinu hefur verið nauðsynlegt að hafa bíla til umráða til að aka börn- umum á milli íþróttahúsanna, sund- lauganna og skólanna. Á sama hátt er reynt að koma til móts við þau börn sem sækja fundi hjá Skátafélaginu Heiðarbúum og KFUM og K. Daglegt starf Frístundaskólans einkennist af útivist, heimanámi, íþróttum, síðdegishressingu og frjálsum leik. Inn á milli er síðan fléttað ýmiss konar verkefnum, allt eftir því sem mögulegt er. Það markast af leiðbeinendunum hvers konar verkefni eru tekin fyrir, áhugamálum þeirra og kunnáttu. Börnin eru athafnasöm og vilja framkvæma sjálf og því er mikil áhersla er á alls konar handmennt. Spil og leikir eru einnig vinsæl. Hálfsmánaðarlega fá börnin að fara í Reykjaneshöllina, þar sem þau geta hoppað og skoppað í hopp- köstulum og þrautabrautum, eða leikið sér í frjálsum leikjum í risa- stórum sal fótboltahallarinnar. Það er mjög vinsælt og koma börnin heim kófsveitt og þreytt og ekki erf- itt að fá þau í rúmið þau föstudags- kvöld. Starfsemi Frístundaskólans hefur verið mjög vinsæl frá upphafi. 50% barna í 1. og 2. bekk sækja skólann í vetur og í vetur eru 200 börn í skól- anum. Það eru því rúmlega 100 börn Fjölskyldan og Frístundaskóli Reykjanesbæjar Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir fjallar um starf Frístundaskólans ’Í skólasamfélagi nú-tímans, þar sem boðorðið er einstaklingsmiðað nám, þarf sú hugsun og stefna líka að ná til Frí- stundaskólans.‘ Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.