Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 29 MINNSTAÐUR Vorsýning Kynjakatta verður haldin 11. og 12. mars 2006 í reiðhöll Gusts, Álalind, Kópavogi Skaftafell | Átján taka þátt í landvarðanámskeiði sem Umhverfisstofnun heldur um þessar mundir. Námið fer fram í Reykjavík og í ferðum umhverfis borgina. Einnig í mikilli ferð í þjóðgarðinn Skaftafell. Myndin var tekin af hópnum í heimsókninni þangað. Allir geta sótt um að komast á landvarðanámskeið, þeir sem náð hafa tvítugsaldri. Þetta er kvöld- og helg- arnámskeið sem dreifist á tveggja mánaða tímabil. Kennd er náttúruvernd í breiðum skilningi, jafnt verk- legir þættir sem eftirlit og umhverfistúlkun. Umhverfisstofnun hefur nú auglýst laus störf land- varða og verkafólks í sumar og ganga þeir fyrir í störfin sem hafa landvarðaréttaindi. Alls eru þetta á bilinu 30 til 45 störf, samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Landvarðanemar heimsækja þjóðgarð LANDIÐ AKUREYRI AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 LÖGREGLAN á Akureyri hafði afskipti af hátt í 30 ökumönnum innanbæjar í gær, en þeir óku á bilinu 70 til 97 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukku- stund. Kærufjöldi vegna hraðaksturs hefur sexfaldast í umdæmi lögreglunnar á Akureyri á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Hermann Karlsson, varðstjóri hjá Lögregl- unni á Akureyri, segir að þrátt fyrir mikla umræðu um umferðarmál síðastliðnar vikur, m.a. um ökuhraða ungmenna í kjölfar þess að höggvin hafi verið stór skörð í þann aldurshóp með þremur banaslysum og í öðrum tilvikum hafi menn hlotið af varanlegan skaða, þá virð- ist ekki lát á hraðakstri. Það sem af er árinu hefur lögreglan á Akureyri haft afskipti af og kært 350 ökumenn vegna hraðaksturs, þeir voru 58 á sama tíma í fyrra. Skýringarnar eru margar, segir Hermann, m.a. að lögreglan hafi skipulagt eftirlit sitt betur, veður- og tíðarfar hafi verið gott, götur auðar og þurrar mestan part ársins og þá hafi umferð aukist, mikið sé um að fólk úr ná- grannabyggðarlögum bregði sér bæjarleið og skjótist til Akureyrar. Þá hefur lögreglan nú yfir að ráða hraðamyndavél sem komið er fyr- ir víðs vegar um bæinn, „og hún smellir og smellir, ætli einn fjórði af þeim kærum sem við höfum lagt fram séu ekki tilkomnar vegna hennar,“ segir Hermann. Hann nefndi að þrátt fyrir alvarleg slys og að algengar sektir við hraðakstursbrotum séu á bilinu 10 til 20 þúsund krónur virðist ástand- ið ekki breytast. „Það er engin ein lausn til í þessu máli, en það verður að höfða til sam- visku manna,“ segir hann. Lögregla hefur m.a. verið með eftirlit í svo- nefndum 30 kílómetra hverfum, þar sem há- markshraði er 30 kílómetrar, „og þar höfum við mælt ökumenn á allt að 90 kílómetra hraða, þetta er ekki annað en hraðakstur í íbúahverfi þar sem grunnskólar eru yfirleitt í nágrenninu, svona akstur við þær aðstæður er alveg út úr kú“. Sektir virðast ekki skipta fólk miklu máli, en það sé helst að svíði ef menn séu sviptir ökuréttindum, „þá svona staldra menn aðeins við“. Lögregla hafði afskipti af hátt í 30 ökumönnum vegna hraðaksturs í gær Sexfalt fleiri kærðir í ár en á sama tíma í fyrra eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is ÁFORMAÐ er að bjóða út uppsteypu menningarhúss á Akureyri um miðjan næsta mánuð, en hönnunarvinna er á lokastigi. Ingi Björnsson, formaður byggingarnefndar menningarhúss, sagði þó alls óvíst hvort unnt yrði að bjóða verkið út, jarðvegssig gæti kom- ið í veg fyrir það. „Það var alltaf vitað að þarna myndi síga, því settum við farg jafnþungt húsinu þarna ofan á síðastliðið haust, í október, nóvember, og töldum að það myndi taka sig á þessum fjórum mánuðum. Það er hins vegar ekki farið að hægja á sér,“ sagði Ingi. Hann sagði ekki ástæðu til að fara á taugum vegna þessa, en menn væru vissulega dálítið órólegir. „Hugsan- lega þarf þetta meiri tíma, við ætlum að skoða stöðuna um miðjan apríl og sjá hvort eitthvað hafi breyst. Ef sigið er enn á fullri ferð þá verðum við ef til vill að fresta framkvæmdum um ein- hverja mánuði,“ sagði Ingi. Áætlanir ganga út á að bjóða uppsteypuna út sem fyrr segir í næsta mánuði og að allt verði klárt fyrir framkvæmdir á komandi hausti, í október. Húsið átti svo að taka í notkun fullbúið í mars árið 2008. „Ef ekki hægir á siginu get- ur það haft í för með sér að tímaplön raskist eitthvað, en enn sem komið er höldum við okkar striki,“ sagði Ingi. Til þess gæti komið að fresta þyrfti útboðinu, „en staðan er sú núna að við bíðum bara og sjáum til hvað gerist.“ Jarðvegs- sig hægir ekki á sér Áformað að bjóða út upp- steypu menningarhúss Álver | Stefna, félag vinstri manna heldur umræðufund um álver og efnahagslegt sjálfstæði í Lárusarhúsi við Eiðsvallagötu í dag 11. mars. kl. 14 Ræðumaður er Þór- arinn Hjartarson    NÚ er unnið að því að koma Hamborg, Hafnarstræti 94, á horni Kaupvangsstrætis og Hafn- arstrætis, í upprunalegt horf. Sigmundur Einarsson, vert á Bláu könnunni, keypti húsið á liðnu ári og stendur að end- urbótum þess. „Þetta verður gert í einum rykk,“ sagði Sigmundur, en stefnt er að því að lagfær- ingum verði lokið í byrjun sum- ars, í júní. Jóhannes Þorsteinsson, kaup- maður á Akureyri, reisti húsið árið 1909. Hann stofnaði þar og rak verslunina Hamborg til dán- ardags, árið 1920, en þá tók kona hans, Laufey, dóttir Páls Árdals skálds, og seinni maður hennar, Jón E. Sigurðsson, við og ráku Hamborg fram yfir 1930 að því er segir í bók Steindórs Stein- dórssonar frá Hlöðum, Akureyri, Höfuðborg hins bjarta norðurs. Nafnið festist við húsið, þótt rekstri verslunarinnar væri hætt. Fram kemur í umsögn um hús- ið að þar hafi fæðst, Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor, sonur Laufeyjar og Jóhannesar. Stein- grímur læknir Matthíasson fram- kvæmdi þá fyrsta keisaraskurð utan Reykjavíkur sem heppn- aðist fullkomlega. Í æviminningum Huldu Stef- ánsdóttur segir frá því að Ham- borg hafi verið langvinsælasta verslunin meðal krakka í bænum og að eigandinn, Jóhann, hafi verið mikill sómamaður, barna- vinur með afbrigðum, lipur versl- unarmaður og greiðugur við börnin. „Hann vigtaði handa þeim fíkjur, döðlur og jafnvel brjóstsykur fyrir tvo aura, þótt fimm aurar væru lágmarkið hjá hinum kaupmönnunum,“ segir þar. Kaupmenn fundu að þessu við Jóhannes, töldu ekki borga sig að gera sér ómak fyrir tvo aura, en hann svarði því til að kornið fyllti mælinn. Sum börnin höfðu ekki fimm aura til að bæta sér í munni og hann væri ekkert of góður til að fara þessa snún- inga fyrir krakkana. Hamborg færð í upprunalegt horf Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Grafið undan flokknum? Sjálfstæðisflokkurinn leigir jarðhæðina í Ham- borg og þar verður kosningaskrifstofan fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Halda mætti að Egill Þór Valgeirsson og Gunnar Örn Birgisson væru að grafa undan flokknum en svo er ekki, þarna eru þeir að brjóta niður tröppur sunnan við hús. Sýning | Margeir Sigurðarson opnað sýn- ingu á verkum sínum í Studio 6, Skipagötu 6, í gær. Hún stendur til loka mars. Mar- geir hefur sýnt á fjölda samsýninga, á Ak- ureyri, New York, Alicante og Barcelona en þetta er fyrsta einkasýning hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.